Leit að leghálskrabbameini : skipulag er nauðsyn [ritstjórnargrein]
Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Authors
Reynir Tómas GeirssonIssue Date
1988-02-15
Metadata
Show full item recordCitation
Læknablaðið 1988, 74(2):421-3Abstract
Til að kembirannsókn sé hagkvæm og beri árangur við að koma í veg fyrir sjúkdóm, þarf rannsóknaraðferðin að vera auðveld og ódýr í framkvæmd, ná til mikils fjölda einstaklinga og leiða til þess að tiltölulega algengur sjúkdómur finnist á frumstigi meðan hægt er að koma við lækningu, sem líklegt er að leiði til fulls bata (1). Leghálskrabbamein er sennilega þekktasta dæmið um sjúkdóm þar sem kembirannsókn ætti að gefa verulegan árangur. Skipulögð leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 á vegum Krabbameinsfélags islands og er sennilega það heilbrigðisframtak íslenskt, sem best er þekkt erlendis (2, 3). Sú ætlun að skoða nærri 35 þúsund konur á tveggja ára fresti hlaut að verða mikið verk fámennri þjóð og litlu áhugamannafélagi. Árartgurinn hér á landi og á nokkrum öðrum svæðum í Norður-Evrópu og Kanada vestanverðu er talinn sýna að slík leit geti leitt til raunverulegrar fækkunar dauðsfalla af sjúkdómi, sem í æ ríkari mæli leggst á konur á besta aldri (2). Margir hafa lagt hönd á plóginn við þetta árangursríka verk. Meðal þeirra skal hér sérstaklega minnst starfa yfirlækna Leitarstöðvarinnar, Ölmu Þórarinsson og síðar Guðmundar Jóhannessonar.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.laeknabladid.isCollections