Average rating
Cast your vote
You can rate an item by clicking the amount of stars they wish to award to this item.
When enough users have cast their vote on this item, the average rating will also be shown.
Star rating
Your vote was cast
Thank you for your feedback
Thank you for your feedback
Issue Date
2010-07
Metadata
Show full item recordCitation
Tímarit hjúkrunarfræðinga 2010, 86(3):36-40,42Abstract
Beinþynning eða osteoporosis einkennist af tapi á beinvef en hugtakið er runnið frá gríska orðinu osteon, sem þýðir bein, og poros sem þýðir smáhola. Beinþynning er algengur sjúkdómur í beinum, bæði meðal kvenna og karla. Allt fram á síðustu ár var sjúkdómurinn talinn óumflýjanlegur og hluti af eðlilegri öldrun sem ekkert væri unnt að gera við (Gunnar Sigurðsson, 2001). Rannsóknum á beinþynningu hefur hins vegar fleygt fram á síðustu árum og vísindamenn hafa aukið mjög þekkingu um beinþynningu. Nú er unnt að greina sjúkdóminn með svokölluðum beinþéttnimælum og þannig er auðveldara að finna þá sem eru í áhættuhóp og veita tímabæra ráðgjöf um forvarnir og lyfjameðferð. Miklar framfarir hafa verið í lyfjameðferð við beinþynningu. Beinbrot vegna beinþynningar orsakast oft af minniháttar áverka sem nægir ekki til að brjóta heilbrigt bein. Beinþynningarbrot hafa bæði líkamleg, félagsleg og andleg áhrif á einstaklinginn og margir ná aldrei aftur fullum bata (Kolbrún Albertsdóttir, 2007). Fræðimenn hafa því í æ ríkari mæli beint sjónum sínum að skaðsemi beinþynningar á fleira en beinvefinn því beinþynning er stórt heilbrigðisvandamál vegna algengis, lífsgæðaskerðingar, samfélagskostnaðar og aukinnar dánartíðni í kjölfar stærri beinbrota. Í þessari grein er fjallað um algengi, skilgreiningu, meinafræði, sjúkdómsgreiningu og áhættuþætti beinþynningar. Greint er frá algengustu beinþynningarbrotum og samfallsbrot í hrygg fá sérstaka umfjöllun. Þá er gerður samanburður á beinþynningu kvenna og karla og rætt um mikilvægi forvarna og meðferðar.Description
Neðst á síðunni er hægt að nálgast greinina í heild sinni með því að smella á hlekkinn Skoða/Opna(view/open)Additional Links
http://www.hjukrun.isCollections