An article published after examination of published material on a subject

Collections in this community

Recent Submissions

 • Árangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á Íslandi

  Sverrir I. Gunnarsson; Kristinn B. Jóhannsson; Marta Guðjónsdóttir; Steinn Jónsson; Hans J. Beck; Björn Magnússon; Tómas Guðbjartsson; 1) 2) 7) Hjarta- og lungnaskurðdeild, 4) lungnadeild Landspítala, 3)5) hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 6) Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 7) læknadeild HÍ. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011)
  Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mælingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV1) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur CO2 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlutþrýstingur O2 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV1 og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvísýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða í þessum rannsóknarhópi væri há.
 • Hearing Status in Survivors of Childhood Acute Myeloid Leukemia Treated With Chemotherapy Only: A NOPHO-AML Study.

  Skou, Anne-Sofie; Olsen, Steen Ø; Nielsen, Lars H; Glosli, Heidi; Jahnukainen, Kirsi; Jarfelt, Marianne; Jónmundsson, Guðmundur K; Malmros, Johan; Nysom, Karsten; Hasle, Henrik; 1 Department of Pediatrics, Aarhus University Hospital Skejby, Aarhus. 2 Departments of Otorhinolaryngology, Head and Neck Surgery, and Audiology. 3 Department of Pediatric and Adolescent Medicine, Oslo University Hospital, Rikshospitalet, Oslo, Norway. 4 Children's Hospital, Helsinki University Central Hospital, Helsinki, Finland. 5 Department of Pediatric Oncology, The Queen Silvia Children's Hospital, Gothenburg. 6 Department of Pediatrics, Landspitalinn University Hospital, Reykjavik, Iceland. 7 Department of Pediatric Oncology, Karolinska University Hospital. 8 Department of Women´s and Children's Health, Karolinska Institutet, Stockholm, Sweden. 9 Pediatrics and Adolescent Medicine, University Hospital Rigshospitalet, Copenhagen, Denmark. (Lippincott Williams & Wilkins, 2019-01-01)
  As more children survive acute myeloid leukemia (AML) it is increasingly important to assess possible late effects of the intensive treatment. Hearing loss has only sporadically been reported in survivors of childhood AML. We assessed hearing status in survivors of childhood AML treated with chemotherapy alone according to 3 consecutive NOPHO-AML trials. A population-based cohort of children treated according to the NOPHO-AML-84, NOPHO-AML-88, and NOPHO-AML-93 trials included 137 eligible survivors among whom 101 (74%) completed a questionnaire and 99 (72%) had otologic and audiologic examination performed including otoscopy (72%), pure tone audiometry (70%), and tympanometry (60%). Eighty-four of 93 (90%) eligible sibling controls completed a similar questionnaire. At a median of 11 years (range, 4 to 25) after diagnosis, hearing disorders were rare in survivors of childhood AML and in sibling controls, with no significant differences. None had severe or profound hearing loss diagnosed at audiometry. Audiometry detected a subclinical hearing loss ranging from slight to moderate in 19% of the survivors, 5% had low-frequency hearing loss, and 17% had high-frequency hearing loss. The frequency of hearing disorders was low, and hearing thresholds in survivors of childhood AML were similar to background populations of comparable age.
 • „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina“: Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir; Sigríður Halldórsdóttir; 1) Starfsendurhæfingu Norðurlands, aðjúnkt við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri 2) Prófessor og deildarformaður framhaldsnámsdeildar, Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Bakgrunnur rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra. Aðferð rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg og gögnum safnað með einu til tveimur viðtölum við 12 einstaklinga sem orðið höfðu fyrir sálrænu áfalli og náð auknum þroska í kjölfarið, samtals 14 viðtöl. Þátttakendur voru 34–52 ára, fimm karlar og sjö konur. Niðurstöður Titill rannsóknarinnar; „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina,“ er orðrétt lýsing eins þátttakanda á þeirri lífsreynslu að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess. Þetta lýsir vel þeirri erfiðu vegferð sem áfallið var upphafið að. Þátttakendur misstu fótanna við áfallið en töldu innri þætti á borð við þrautseigju, seiglu, og hugrekki til að horfast í augu við líðan sína, skipta mestu máli í úrvinnslu þess. Öll urðu þau fyrir frekari áföllum á vegferðinni, höfðu mikla þörf fyrir stuðning og umhyggju, og sögðu frá jákvæðum áhrifum þess að takast á við ný verkefni. allir þátttakendur töldu upphaf aukins þroska tilkomið vegna innri þarfar fyrir breytingar. Sá aukni þroski sem þau upplifðu fannst þeim einkennast af bættum og dýpri tengslum við aðra, meiri persónulegum þroska, jákvæðari tilveru, aukinni sjálfsþekkingu og bættri sjálfsmynd. Þátttakendur lýstu „þungum dögum“ þrátt fyrir meiri þroska en fannst þau engu að síður standa uppi sem sigurvegarar. Ályktanir rannsóknarniðurstöður benda til þess að það að verða fyrir áfalli sé verulega krefjandi lífsreynsla en að tilteknir innri þættir séu forsenda aukins þroska í kjölfar áfalls. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk bregðist við áföllum skjólstæðinga sinna með snemmtækri greiningu og íhlutun, ásamt stuðningi, umhyggju og eftirfylgni.
 • Bráð kransæðaheilkenni á Landspítala á árunum 2003-2012

  Gestur Þorgeirsson; Birna Björg Másdóttir; Þórarinn Guðnason; María Heimisdóttir; 1) 3)Hjartadeild Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands, 2)4) fjármálasviði Landspítala. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  Inngangur: Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á faraldsfræði kransæðasjúkdóms á Vesturlöndum. Með þessari rannsókn er kannað nýgengi bráðra kransæðaheilkenna á Landspítala árin 2003-2012. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni innlagðir á Landspítala voru rannsakaðir á tímabilinu. Bráð kransæðaheilkenni eru hvikul hjartaöng, brátt hjartadrep án ST-hækkana (NSTEMI) og brátt hjartadrep með ST-hækkun (STEMI). Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám og gagnagrunnum Landspítala og breytingar á tímabilinu skoðaðar. Niðurstöður: Sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni voru 7502. STEMI-tilfelli voru 98/100.000 íbúa árið 2003 en 63 árið 2012 sem er fækkun um tæp 36%. Leiðrétt fyrir aldri kom fram marktæk árleg lækkun (p<0,05) á nýgengi STEMI hjá körlum um 5,5% og konum 5,3%. Nýgengi NSTEMI var 54/100.000 íbúa árið 2003 en 93 árið 2012. Sjúklingar með hvikula hjartaöng voru 56/100.000 íbúa árið 2003, 115 árið 2008 og 50 árið 2012. Breytingar á tíðnitölum fyrir NSTEMI og hvikula hjartaöng voru ekki tölfræðilega marktækar. Konur voru um 35% sjúklinga með NSTEMI en um 30% sjúklinga með STEMI og hvikula hjartaöng. Meðalaldur NSTEMI-sjúklinga var 72 ár, um 5 árum hærri en sjúklinga með STEMI og hvikula hjartaöng. Um 30% bráðra kransæðatilfella komu af landsbyggðinni. Ályktun: Á árunum 2003-2012 varð 5% árleg tölfræðilega marktæk lækkun í nýgengi STEMI en á sama tíma var tilhneiging til aukningar á nýgengi NSTEMI, sem í lok tímabilsins var orðið algengasta heilkennið. Nýgengi hvikullar hjartaangar þróaðist með óvenjulegum hætti og er umhugsunarefni hvort andlegt álag í þjóðfélaginu á rannsóknartímabilinu hafi haft þar áhrif.
 • Tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla

  Margrét Einarsdóttir; Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  Inngangur: Einkenni frá stoðkerfi eru algeng meðal unglinga og vitað er að slík einkenni á unglingsárum geta leitt til langvarandi stoðkerfisvandamála á fullorðinsárum. Stoðkerfisvandamál eru vaxandi meðal vinnandi fullorðins fólks og með algengari orsakaþáttum örorku, sérstaklega meðal kvenna. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum stoðkerfiseinkenna ungmenna og vinnu með skóla. Markmið: Rannsóknin skoðar tengsl milli fjögurra tegunda stoðkerfisvandamála (verkja í baki, í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og vöðvabólgu) við umfang vinnu með skóla meðal íslenska ungmenna eftir kyni, aldri og menntunarstöðu foreldra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem var framkvæmd á fyrri hluta árs 2018. Tilviljunarkennt úrtak 2800 ungmenna á aldrinum 13-19 ára var valið úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau hefðu fundið fyrir verkjum síðasta árið og skipt í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru í hóflegri vinnu með skóla (≤12 klst./viku og/eða hafa ekki fastan vinnutíma) og í mikill vinnu (>12 klst./viku með skóla og hafa fastan vinnutíma). Kí-kvaðrat próf var notað til að mæla marktækni. Niðurstöður: Rannsóknin sýnir að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir öllum tegundum stoðkerfiseinkennanna en þau sem vinna ekki með skóla. Tengslin haldast við bakverki óháð lýðfræðilegum þáttum og við öll stoðkerfiseinkennin fjögur hjá stúlkum. Ályktun: Bæta þarf vinnuaðstæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir einkenni frá stoðkerfi. Huga þarf sérstaklega að vinnuaðstæðum stúlkna og að þáttum sem ýta undir bakverki.
 • Lyme-sjúkdómur á Íslandi - faraldsfræði á árunum 2011-2015

  Hannes Bjarki Vigfússon; Hörður Snævar Harðarson; Björn Rúnar Lúðvíksson; Ólafur Guðlaugsson; 1 Sýkla- og veirufræðideild Landspítala, 2 barnadeild Hringsins,3 ónæmisfræðideild Landspítala, 4 læknadeild Háskóla Íslands, 5smitsjúkdómadeild Landspítala. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  Inngangur: Lyme-sjúkdómur stafar af sýkingu með Borrelia burgdorferi sensu latu (B. burgdorferi sl.) og smitast með biti Ixodes mítla. Sjúkdómurinn hefur ekki verið talinn landlægur á Íslandi og aldrei hefur verið lýst tilfelli af innlendum uppruna. Engar rannsóknir hafa verið gerðar á Lyme-sjúkdómi hérlendis. Markmið rannsóknarinnar var að skoða faraldsfræði Lyme-sjúkdóms á Íslandi með sérstakri áherslu á það hvort innlent smit hafi átt sér stað. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra einstaklinga á Íslandi sem áttu mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. eða höfðu fengið greininguna Lyme-sjúkdómur (ICD-10, A69.2) á Landspítala á árunum 2011-2015. Klínískum upplýsingum var safnað úr rafrænni sjúkraskrá og gagnagrunni sýkla- og veirufræðideildar Landspítala. Niðurstöður: 501 einstaklingur átti mælingu á mótefnum gegn B. burgdorferi sl. á rannsóknartímabilinu og 11 einstaklingar voru greindir með Lyme-sjúkdóm á klínískum forsendum eingöngu. 33 einstaklingar uppfylltu greiningarskilmerki fyrir staðfestu tilfelli af Lyme-sjúkdómi. 32 (97%) einstaklingar voru með erythema migrans og einn (3%) einstaklingur var með Lyme-sjúkdóm í taugakerfi. Að meðaltali greindust 6,6 tilfelli á ári (tvö tilfelli á 100.000 íbúa/ári) og áttu öll tilfellin sér erlendan uppruna. Ályktanir: Lyme-sjúkdómur er sjaldgæfur á Íslandi. Árlega greinast að meðaltali 6-7 tilfelli af sjúkdómnum hérlendis og er fyrst og fremst um að ræða staðbundnar sýkingar með erythema migrans útbrotum. Ekki fannst neitt tilfelli sem hægt er að segja að eigi sér innlendan uppruna og virðist tilfellum af sjúkdómnum ekki hafa farið fjölgandi seinustu árin.
 • Drawing forward family strengths in short therapeutic conversations from a psychiatric nursing perspective.

  Sveinbjarnardottir, Eydis Kristin; Svavarsdottir, Erla Kolbrun; 1 Faculty of Nursing, School of Health Sciences, University of Akureyri, Akureyri, Iceland. 2 Faculty of Nursing, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 3 Center of Family Nursing Research and Development, Landspitali National University Hospital, Reykjavik, Iceland. (Hillsdale, N. J., Nursing Publications, 2019-01-01)
  The aim of the narrative is to describe the therapeutic process and experience from a psychiatric nursing perspective, in therapeutic communication, with a father and his son in acute psychiatry. In this case scenario, the Family Strength-Oriented Therapeutic Conversation Intervention (FAM-SOTC Intervention) was used. The FAM-SOTC Intervention was found to be beneficial for the father-son relationship. It is encouraging for nurses in acute psychiatry to know that three short therapeutic conversations can make a difference within the family system. FAM-SOTC seemed to offer cognitive and emotional support to the father-and-son dyad.
 • Development of a dietary screening questionnaire to predict excessive weight gain in pregnancy.

  Hrolfsdottir, Laufey; Halldorsson, Thorhallur I; Birgisdottir, Bryndis E; Hreidarsdottir, Ingibjörg Th; Hardardottir, Hildur; Gunnarsdottir, Ingibjorg; [ 1 ] Univ Iceland, Landspitali Univ Hosp, Unit Nutr Res, Reykjavik, Iceland Show more [ 2 ] Univ Iceland, Fac Food Sci & Nutr, Reykjavik, Iceland [ 3 ] Akureyri Hosp, Dept Educ Sci & Qual, IS-600 Akureyri, Iceland Show more [ 4 ] Statens Serum Inst, Dept Epidemiol Res, Ctr Fetal Programming, Copenhagen, Denmark Show more [ 5 ] Landspitali Univ Hosp, Dept Obstet & Gynecol, Reykjavik, Iceland Show more [ 6 ] Univ Iceland, Fac Med, Reykjavik, Iceland (Wiley-Blackwell, 2019-01)
  Excessive gestational weight gain (GWG) is a risk factor for several adverse pregnancy outcomes, including macrosomia. Diet is one of the few modifiable risk factors identified. However, most dietary assessment methods are impractical for use in maternal care. This study evaluated whether a short dietary screening questionnaire could be used as a predictor of excessive GWG in a cohort of Icelandic women. The dietary data were collected in gestational weeks 11-14, using a 40-item food frequency screening questionnaire. The dietary data were transformed into 13 predefined dietary risk factors for an inadequate diet. Stepwise backward elimination was used to identify a reduced set of factors that best predicted excessive GWG. This set of variables was then used to calculate a combined dietary risk score (range 0-5). Information regarding outcomes, GWG (n = 1,326) and birth weight (n = 1,651), was extracted from maternal hospital records. In total, 36% had excessive GWG (Icelandic criteria), and 5% of infants were macrosomic (≥4,500 g). A high dietary risk score (characterized by a nonvaried diet, nonadequate frequency of consumption of fruits/vegetables, dairy, and whole grain intake, and excessive intake of sugar/artificially sweetened beverages and dairy) was associated with a higher risk of excessive GWG. Women with a high (≥4) versus low (≤2) risk score had higher risk of excessive GWG (relative risk = 1.23, 95% confidence interval, CI [1.002, 1.50]) and higher odds of delivering a macrosomic offspring (odds ratio = 2.20, 95% CI [1.14, 4.25]). The results indicate that asking simple questions about women's dietary intake early in pregnancy could identify women who should be prioritized for further dietary counselling and support.
 • Herding cats: managing gold atoms on common transparent dielectrics

  Milewska, Adrianna; Ingason, Arni S; Sigurjonsson, Olafur E; Leosson, Kristjan; [ 1 ] Innovat Ctr Iceland, Arleynir 2-8, IS-112 Reykjavik, Iceland Show more [ 2 ] Univ Iceland, Sch Engn & Nat Sci, Saemundargata 2, IS-101 Reykjavik, Iceland [ 3 ] Grein Res Ehf, Dunhaga 5, Reykjavik, Iceland Show more [ 4 ] Landspitali Univ Hosp Iceland, Blood Bank, Snorrabraut 60, IS-105 Reykjavik, Iceland Show more [ 5 ] Reykjavik Univ, Sch Sci & Engn, Menntavegur 1, IS-101 Reykjavik, Iceland Show more [ 6 ] Univ Iceland, Sci Inst, Dunhaga 5, IS-107 Reykjavik, Iceland
  Simple methods to control the self-organization of gold atoms on commonly employed transparent dielectrics are presented. On one hand, surface diffusion of gold atoms can be suppressed to a sufficient degree as to realize ultra-thin (as low as approximately 5 nm) void-free semi-transparent conducting gold films over macroscopic areas while, on the other hand, their high surface mobility can be harnessed to fabricate large-area substrates compatible with cell culturing and imaging, having widely tunable field-enhancement properties for surface-enhanced Raman scattering.
 • Meta-analysis of Alzheimer's disease on 9,751 samples from Norway and IGAP study identifies four risk loci.

  Witoelar, Aree; Rongve, Arvid; Almdahl, Ina S; Ulstein, Ingun D; Engvig, Andreas; White, Linda R; Selbæk, Geir; Stordal, Eystein; Andersen, Fred; Brækhus, Anne; Saltvedt, Ingvild; Engedal, Knut; Hughes, Timothy; Bergh, Sverre; Bråthen, Geir; Bogdanovic, Nenad; Bettella, Francesco; Wang, Yunpeng; Athanasiu, Lavinia; Bahrami, Shahram; Le Hellard, Stephanie; Giddaluru, Sudheer; Dale, Anders M; Sando, Sigrid B; Steinberg, Stacy; Stefansson, Hreinn; Snaedal, Jon; Desikan, Rahul S; Stefansson, Kari; Aarsland, Dag; Djurovic, Srdjan; Fladby, Tormod; Andreassen, Ole A; 1 NORMENT, KG Jebsen Centre for Psychosis Research, Division of Mental Health and Addiction, Oslo University Hospital, Oslo, Norway. 2 Institute of Clinical Medicine, University of Oslo, Oslo, Norway. 3 Department of Molecular Medicine, University of Oslo, Oslo, Norway. 4 Department of Research and Innovation, Helse Fonna, Haugesund, Norway. 5 Department of Clinical Medicine, University of Bergen, Bergen, Norway. 6 Department of Neurology, Akershus University Hospital, Lørenskog, Norway. 7 University of Oslo, AHUS Campus, Oslo, Norway. 8 Department of Psychiatry of Old Age, Oslo University Hospital, Oslo, Norway. 9 Department of Internal Medicine, Oslo University Hospital, Oslo, Norway. 10 Department of Neuromedicine and Movement Science, Norwegian University of Science and Technology, Trondheim, Norway. 11 Department of Neurology, St Olav's Hospital, Trondheim University Hospital, Trondheim, Norway. 12 Norwegian National Advisory Unit on Ageing and Health, Vestfold Hospital Trust, Tønsberg, Norway. 13 Institute of Health and Society, University of Oslo, Oslo, Norway. 14 Department of Psychiatry, Namsos Hospital, Namsos, Norway. 15 Department of Mental Health, Norwegian University of Science and Technology, Trondheim, Norway. 16 Department of Community Medicine, University of Tromsø, Tromsø, Norway. 17 Geriatric Department, University Hospital Oslo and University of Oslo, Oslo, Norway. 18 Department of Geriatrics, St. Olav's Hospital, Trondheim University Hospital, Trondheim, Norway. 19 Department of Medical Genetics, Oslo University Hospital, Oslo, Norway. 20 Centre for Old Age Psychiatry Research, Innlandet Hospital Trust, Ottestad, Norway. 21 NORMENT, KG Jebsen Centre for Psychosis Research, Department of Clinical Science, University of Bergen, Bergen, Norway. 22 Dr. Einar Martens Research Group for Biological Psychiatry, Center for Medical Genetics and Molecular Medicine, Haukeland University Hospital, Bergen, Norway. 23 Departments of Cognitive Sciences, University of California, San Diego, La Jolla, CA, USA. 24 Departments of Neurosciences, University of California, San Diego, La Jolla, CA, USA. 25 Department of Radiology, University of California, San Diego, La Jolla, CA, USA. 26 deCODE Genetics, Reykjavik, Iceland. 27 Landspitali University Hospital, Department of Geriatrics, Reykjavik, Iceland. 28 Neuroradiology Section, Department of Radiology and Biomedical Imaging, University of California, San Francisco, San Francisco, CA, USA. 29 Institute of Psychiatry, Psychology and Neuroscience, King's College London, London, UK. 30 Center for Age-Related Diseases, Stavanger University Hospital, Stavanger, Norway. 31 NORMENT, KG Jebsen Centre for Psychosis Research, Division of Mental Health and Addiction, Oslo University Hospital, Oslo, Norway. o.a.andreassen@medisin.uio.no. 32 Institute of Clinical Medicine, University of Oslo, Oslo, Norway. o.a.andreassen@medisin.uio.no. (Nature Publishing Group, 2018-12-27)
  A large fraction of genetic risk factors for Alzheimer's Disease (AD) is still not identified, limiting the understanding of AD pathology and study of therapeutic targets. We conducted a genome-wide association study (GWAS) of AD cases and controls of European descent from the multi-center DemGene network across Norway and two independent European cohorts. In a two-stage process, we first performed a meta-analysis using GWAS results from 2,893 AD cases and 6,858 cognitively normal controls from Norway and 25,580 cases and 48,466 controls from the International Genomics of Alzheimer's Project (IGAP), denoted the discovery sample. Second, we selected the top hits (p < 1 × 10
 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn

  Íris Kristjánsdóttir; Herdís Sveinsdóttir; 1) Deildarstjóri Slysa- og bráðamóttaku Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítla (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Tilgangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Aðferð: rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var vorið 2016. notuð var íslensk þýðing mælitækisins nurse Competence Scale (nCS) sem samanstendur af 73 spurningum sem skiptast í sjö hæfni - þætti. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum og slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína mesta og framkvæmdu oftast verkefni í hæfniþættinum stjórnun í aðstæðum. Þeir mátu hæfnina minnsta í tryggingu gæða en framkvæmdu sjaldnast verkþætti í kennslu- og leiðbeinandahlutverki. Í einstökum hæfniverkefnum mátu þeir hæfni mesta og framkvæmdu oftast hæfniverkefnið sjálfstæði í störfum. hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum (stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlutanir og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri starfsaldur. hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun að loknu B.S. prófi mátu hæfni sína marktækt meiri í öllum hæfniþáttum en þeir sem höfðu ekki lokið viðbótarnámi. Ályktanir: niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að viðbótarnám og starfsreynsla hafi áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni meta hæfni sína. Stjórnendur stofnana almennt ættu að gera hjúkrunarfræðingum fært að sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla starfsreynslu. Lykilorð: hæfni, bráðamóttaka, landsbyggð, hjúkrunarfræðingar,
 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir; Árún K. Sigurðardóttir; Sigríður Halldórsdóttir; 1) Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2)3) Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: hjartasjúkdómar eru ein aðaldánarorsökin í heiminum, en sterk tengsl eru milli kransæðasjúkdóma og óheilsusamlegs lífsstíls. flestir fá hjartasjúkdóm um sextugt eða seinna og það telst „ungt“ að fá hjartasjúkdóm um eða fyrir fimmtugt. Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkr unarfræð inga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu. Aðferð:Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði var valin sem rannsóknar - aðferð og þátttakendur valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru samtals 19 einstaklingsviðtöl við 11 þátttakendur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár þegar þeir voru fyrst greindir með hjartaáfall og sex höfðu fengið fleiri en eitt áfall. Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var endurskilgreining á lífi og sjálfi. að fá hjartaáfall svo ungir hafði neikvæð áhrif á sjálfsmynd þátttakenda. alls staðar, þar sem þeir komu, voru þeir yngstir og í mörgum tilvikum um 20 árum yngri en aðrir hjartasjúklingar. flestir fundu fyrir þunglyndi, kvíða og hræðslu í kjölfar áfallsins en fannst vanta fræðslu um þessar erfiðu tilfinningar. hjá nánast öllum varð vendipunktur eftir hjartaáfallið til heilbrigðari lífsstíls. fyrsta árið eftir hjartaáfallið litu þátttakendurnir á sig sem hjartasjúklinga, en þegar lengra leið frá því breyttist sjálfsmyndin aftur og fólk upplifði sig heilbrigt en þó með þennan „krankleika“. hjá tæplega helmingi þátttakenda var hjartaáfallið vangreint sem einhver annar sjúkdómur vegna ungs aldurs þeirra og minna þekktra einkenna, en þreyta, slappleiki, veikindatilfinning, mæði og magaverkir voru einkenni sem flestir þátttakendur fundu fyrir við hjartaáfallið. fæstir fengu hefðbundin einkenni sem almenningur er mest fræddur um. Ályktun: að fá hjartaáfall „ungur“ hefur víðtæk áhrif á andlega líðan og þurfa hjúkrunarfræðingar að vera sérstaklega vakandi fyrir því með fræðslu og viðeigandi stuðningi. Þá er mikilvægt að hjúkrunar - fræðingar séu meðvitaðir um ólík einkenni hjartaáfalls og fræði almenning um þau.
 • Athafnir og þátttaka eldri borgara: Lýðgrunduð rannsókn á 65 til 91 árs íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum

  Margrét Brynjólfsdóttir; Guðrún Pálmadóttir; Sólveig Ása Árnadóttir; 1) Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði 2) Heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri: iðjuþjálfunarfræðideild 3) Heilbrigðisvísindasvið, Læknadeild: námsbraut í sjúkraþjálfun (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Tilgangur Meðalævilengd Íslendinga fer stöðugt hækkandi og á sama tíma eru vaxandi kröfur um að aldraðir eyði ævikvöldinu í heimahúsum. Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði. Aðferð rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og byggðist á heildarúrtaki allra íbúa rannsóknarsvæðisins sem höfðu náð 65 ára aldri og bjuggu heima. Þátttakendur voru 68 konur og 61 karl á aldrinum 65–91 árs (þátttökuhlutfall=80,1%). gögnum var safnað með staðlaða mælitækinu „Efri árin, mat á færni og fötlun“ þar sem þátttakendur meta erfiðleika sína við athafnir,tíðni þátttöku sinnar og takmörkun sína á þátttöku. niðurstöðurnar eru á jafnbilakvarða (0–100) þar sem fleiri stig þýða minni erfiðleika við athafnir, tíðari þátttöku eða minni takmörkun á þátttöku. niðurstöður voru bornar saman eftir kyni og aldurshópum (65–74 ára og 75–91 árs) og marktektarmörk sett við p<0,05. Niðurstöður Í heildina álitu karlar erfiðleika sína við athafnir minni (M=68,0) en konur (M=61,3) og hið sama gilti um yngri aldurshópinn (M=72,2) miðað við þann eldri (M=57,4). konur tóku oftar þátt í athöfnum (M=51,9) en karlar (M= 49,2) og yngri aldurshópurinn (M=52,0) var einnig virkari en sá eldri (M= 49,3). Eldri hópurinn taldi þátttöku sína líka takmarkaðri en sá yngri (M=68,8 og M=78,8). Þátttakendur lýstu ýmiss konar hindrunum sem eldri borgarar þurfa að yfirstíga til að eiga möguleika á að sjá um sig sjálfa og að taka þátt í samfélaginu. Ályktanir niðurstöðurnar gefa innsýn í athafnir og þátttöku eldri borgara á afmörkuðu dreifbýlu svæði og hafa hagnýtt gildi fyrir öldrunarþjónustu á rannsóknarsvæðinu.
 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir; Hallveig Skúladóttir; 1) Landspítala og háskóla Íslands 2) Hjúkrunar- og dvalarheimilinu höfða (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Útdráttur Bakgrunnur: Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interrai-matstækið (resident assessment instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega. Tilgangur: að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr interrai-hC upphafsmati og MaPLereikniritinu sem forgangsraðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr matinu. jafnframt að bera saman niðurstöður og skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki. Aðferð: rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi samanburðarrannsókn. úrtakið var 60 skjólstæðingar heimahjúkrunar á akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki. Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga heimahjúkrunar á akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var fjölmennastur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. fleiri skjól - stæðingar á akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjól - stæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skammtímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á akranesi og á Sauð árkróki. um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með mæði eða öndunarerfiðleika og meirihluti skjólstæðinga á báðum stöðum fann til þreytu, eða í um 90% tilvika. um þriðjungur skjól - stæð inga á báðum stöðum hafði hlotið byltur síðustu 90 daga. fleiri þurftu aðstoð við lyfjatöku á Sauðárkróki en á akranesi. Ekki var marktækur munur á dreifingu í MaPLe-flokka og þjónustuþörf á akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar á Sauðárkróki fengu ekki kvöldþjónustu frá heimahjúkrun og hvorki kvöld- né helgarþjónustu frá félagslegri heimaþjónustu en slík þjónusta var veitt á akranesi. Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að interrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkarnir geti nýst bæði heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu til að meta stöðu og þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra og þar með veita þjónustu við hæfi og forgangsraða þjónustu til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
 • Comparison of the effect of allopurinol and febuxostat on urinary 2,8-dihydroxyadenine excretion in patients with Adenine phosphoribosyltransferase deficiency (APRTd): A clinical trial.

  Edvardsson, Vidar O; Runolfsdottir, Hrafnhildur L; Thorsteinsdottir, Unnur A; Sch Agustsdottir, Inger M; Oddsdottir, G Steinunn; Eiriksson, Finnur; Goldfarb, David S; Thorsteinsdottir, Margret; Palsson, Runolfur; 1 Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; Children's Medical Center, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. Electronic address: vidare@lsh.is. 2 Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 3 Faculty of Pharmaceutical Sciences, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 4 Children's Medical Center, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. 5 Department of Clinical Biochemistry, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. 6 Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; ArcticMass, Reykjavik, Iceland. 7 Nephrology Section, New York University Langone Medical Center, New York, NY, USA. 8 Faculty of Pharmaceutical Sciences, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; ArcticMass, Reykjavik, Iceland. 9 Faculty of Medicine, School of Health Sciences, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; Division of Nephrology, Internal Medicine Services, Landspitali - The National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. Electronic address: runolfur@landspitali.is. (Elsevier Science, 2018-01-01)
  Adenine phosphoribosyltransferase (APRT) deficiency is a rare, but significant, cause of kidney stones and progressive chronic kidney disease. The optimal treatment has not been established. The purpose of this pilot study was to compare the effect of the xanthine oxidoreductase inhibitors allopurinol and febuxostat on urinary 2,8-dihydroxyadenine (DHA) excretion in APRT deficiency patients. Patients listed in the APRT Deficiency Registry of the Rare Kidney Stone Consortium, currently receiving allopurinol therapy, were invited to participate. The trial endpoint was the 24-h urinary DHA excretion following treatment with allopurinol (400mg/day) and febuxostat (80mg/day). Urinary DHA was measured using a novel ultra-performance liquid chromatography - electrospray tandem mass spectrometry assay. Eight of the 10 patients invited completed the study. The median (range) 24-h urinary DHA excretion was 116 (75-289) mg at baseline, and 45 (13-112) mg after 14days of allopurinol therapy (P=0.036). At the end of the febuxostat treatment period, 4 patients had urinary DHA below detectable limits (<20ng/mL) compared with none of the participants following allopurinol treatment (P=0.036). The other 4 participants had a median 24-h urinary DHA excretion of 13.2 (10.0-13.4) mg at the completion of febuxostat therapy (P=0.036). Urinary DHA excretion in APRT deficiency patients decreased with conventional doses of both allopurinol and febuxostat. Febuxostat was, however, significantly more efficacious than allopurinol in reducing DHA excretion in the prescribed doses. This finding, which may translate into improved outcomes of patients with APRT deficiency, should be confirmed in a larger sample.
 • DPYD, TYMS and MTHFR Genes Polymorphism Frequencies in a Series of Turkish Colorectal Cancer Patients.

  Amirfallah, Arsalan; Kocal, Gizem Calibasi; Unal, Olcun Umit; Ellidokuz, Hulya; Oztop, Ilhan; Basbinar, Yasemin; [ 1 ] Univ Iceland, Fac Med, Biomed Ctr, IS-101 Reykjavik, Iceland Show more [ 2 ] Landspitali Univ Hosp, Dept Pathol, Cell Biol Unit, IS-101 Reykjavik, Iceland Show more [ 3 ] Dokuz Eylul Univ, Inst Oncol, Dept Basic Oncol, TR-35350 Izmir, Turkey [ 4 ] Genom Res Ctr BIFAGEM, Personalized Med & Pharmacogen, TR-3535 Izmir 0, Turkey Show more [ 5 ] Hlth Sci Univ, Bozyaka Educ & Res Hosp, Dept Internal Med, Div Med Oncol, TR-35170 Izmir, Turkey Show more [ 6 ] Dokuz Eylul Univ, Inst Oncol, Dept Prevent Oncol, TR-35350 Izmir, Turkey Show more [ 7 ] Dokuz Eylul Univ, Fac Med, Dept Med Informat & Biostat, TR-35350 Izmir, Turkey Show more [ 8 ] Dokuz Eylul Univ, Fac Med, Dept Clin Oncol, TR-35350 Izmir, Turkey Show more [ 9 ] Dokuz Eylul Univ, Inst Oncol, Dept Translat Oncol, TR-35350 Izmir, Turkey (MDPI AG, 2018-12-13)
  Fluoropyrimidine-based chemotherapy is extensively used for the treatment of solid cancers, including colorectal cancer. However, fluoropyrimidine-driven toxicities are a major problem in the management of the disease. The grade and type of the toxicities depend on demographic factors, but substantial inter-individual variation in fluoropyrimidine-related toxicity is partly explained by genetic factors. The aim of this study was to investigate the effect of
 • Ethical elements in priority setting in nursing care: A scoping review.

  Suhonen, Riitta; Stolt, Minna; Habermann, Monika; Hjaltadottir, Ingibjörg; Vryonides, Stavros; Tonnessen, Siri; Halvorsen, Kristin; Harvey, Clare; Toffoli, Luisa; Scott, P Anne; 1 University of Turku, Department of Nursing Science, Turku University Hospital, and City of Turku, Welfare Division, Turku, Finland. Electronic address: riisuh@utu.fi. 2 University of Turku, Department of Nursing Science, Turku University Hospital, Turku, Finland. Electronic address: minna.stolt@utu.fi. 3 Hochschule Bremen Neustadtswall 30, 28199 Bremen, Germany. Electronic address: monika.habermann@hs-bremen.de. 4 University of Iceland, Clinical Nurse Specialist, University Hospital of Iceland, Iceland. Electronic address: ingihj@hi.is. 5 Cyprus University of Technology, School of Health Sciences, Department of Nursing, Limassol, Cyprus. Electronic address: svrionii@cytanet.com.cy. 6 University of Southeast Norway, Vestfold, Norway. Electronic address: Siri.Tonnessen@usn.no. 7 Oslo Metropolitan University, Oslo, Norway. Electronic address: kristin.halvorsen@oslomet.no. 8 Central Queensland University Australia, School of Nursing, Midwifery and Social Sciences, Tertiary Education Division, Mackay, Australia. Electronic address: c.l.harvey@cqu.edu.au. 9 School of Nursing and Midwifery, University of South Australia, Australia. Electronic address: luisa.toffoli@unisa.edu.au. 10 National University of Ireland Galway, Galway, Ireland. Electronic address: anne.scott@nuigalway.ie. (Pergamon Press, 2018-12-01)
  Nurses are often responsible for the care of many patients at the same time and have to prioritise their daily nursing care activities. Prioritising the different assessed care needs and managing consequential conflicting expectations, challenges nurses' professional and moral values. To explore and illustrate the key aspects of the ethical elements of the prioritisation of nursing care and its consequences for nurses. A scoping review was used to analyse existing empirical research on the topics of priority setting, prioritisation and rationing in nursing care, including the related ethical issues. The selection of material was conducted in three stages: research identification using two data bases, CINAHL and MEDLINE. Out of 2024 citations 25 empirical research articles were analysed using inductive content analysis. Nurses prioritised patient care or participated in the decision-making at the bedside and at unit, organisational and at societal levels. Bedside priority setting, the main concern of nurses, focused on patients' daily care needs, prioritising work by essential tasks and participating in priority setting for patients' access to care. Unit level priority setting focused on processes and decisions about bed allocation and fairness. Nurses participated in organisational and societal level priority setting through discussion about the priorities. Studies revealed priorities set by nurses include prioritisation between patient groups, patients having specific diseases, the severity of the patient's situation, age, and the perceived good that treatment and care brings to patients. The negative consequences of priority setting activity were nurses' moral distress, missed care, which impacts on both patient outcomes and nursing professional practice and quality of care compromise.
 • Status on fasting definition for blood sampling in the Nordic countries - time for a harmonized definition.

  Grankvist, Kjell; Sigthorsson, Gudmundur; Kristensen, Gunn B; Pelanti, Jonna; Nybo, Mads; 1 a Department of Medical Biosciences , Clinical Chemistry Umeå University , Umeå , Sweden. 2 b Department of Clinical Biochemistry , Landspitali University Hospital , Reykjavik , Iceland. 3 c Norwegian Quality Improvement of Laboratory Examinations (Noklus) , Haraldsplass Deaconess Hospital , Bergen , Norway. 4 d Labquality Oy , Helsinki , Finland. 5 e Department of Clinical Biochemistry and Pharmacology , Odense University Hospital , Odense , Denmark. (Taylor & Francis, 2018-10-19)
  The preanalytical phase contains a vast number of practices whose variation may influence the results of laboratory testing and should, therefore, be standardized. The Working Group on Preanalytical Phase of the European Federation of Clinical Chemistry and Laboratory Medicine (EFLM WG-PA) has suggested a standardization of venous blood specimen collection (VBSC) requirements for fasting samples including 12 h fasting time and water ad lib in the morning prior to specimen collection. The Nordic Scientific Preanalytical Working Group investigated the fasting definitions used in the Nordic countries. The Internet was assessed for stated fasting definitions of official organizations, larger laboratories, or laboratory groups. Fasting instructions for VBSC generally demanded patients to abstain from alcohol a day prior to, and to abstain from coffee, tea, smoking, and snuff intake in the morning of VBSC. Norway had a national fasting definition. Required fasting times varied from 8 to 14 h. The amount of water allowed in the morning of VBSC varied from ad lib to half a glass of water. The list of analytes, where fasting was required, held 9-15 analytes except for Finland with 65 analytes. Implementation of the EFLM WG-PRE standardization of VBSC requirements for fasting samples would decrease preanalytical variability and be beneficial for medical decisions and patient data comparison. We suggest the laboratories in the Nordic countries to implement the suggested fasting requirements, which are in line with those used when fasting reference intervals were established in the Nordic reference interval project.
 • Incorporating Appetite Awareness Training Within Family-Based Behavioral Treatment of Pediatric Obesity: A Randomized Controlled Pilot Study.

  Njardvik, Urdur; Gunnarsdottir, Thrudur; Olafsdottir, Anna S; Craighead, Linda W; Boles, Richard E; Bjarnason, Ragnar; [ 1 ] Univ Iceland, Dept Psychol, Saemundargata 1, IS-101 Reykjavik, Iceland Show more [ 2 ] Univ Iceland, Fac Med, Reykjavik, Iceland Show more [ 3 ] Univ Iceland, Fac Hlth Promot Sport & Leisure Studies, Reykjavik, Iceland Show more [ 4 ] Emory Univ, Dept Psychol, Atlanta, GA 30322 USA Show more [ 5 ] Univ Colorado, Sch Med, Anschutz Med Campus, Boulder, CO 80309 USA Show more [ 6 ] Univ Iceland, Fac Med, Reykjavik, Iceland Show more [ 7 ] Landspitali Univ Hosp, Childrens Med Ctr, Reykjavik, Iceland (Oxford University Press, 2018-10-01)
  To assess additive effects of incorporating appetite awareness training (AAT), a strategy to encourage eating in response to hunger and satiety cues, within a family-based behavioral treatment (FBT) for childhood obesity. Total 84 families with a child with obesity in the age range of 8-12 years, Body Mass Index Standard Deviation Score (BMI-SDS)  ≥ 2, and a participating parent were randomly allocated to two conditions; standard FBT was compared with FBT incorporating AAT strategies (FBT-AAT). Treatment consisted of group therapy sessions (held separately for children and parents) as well as single-family (parent-child dyad) sessions (24 sessions total) delivered over 18 weeks at a tertiary care outpatient clinic. One booster session was provided 1-year posttreatment and a final follow-up assessment was conducted at 2 years. The primary outcome was change in child standardized body mass index (BMI-SDS). The two conditions did not differ significantly at posttest, but the FBT-AAT group was at a significantly lower weight compared with FBT at both the first-year, F(1, 82) = 4.150, p<.05, and the second-year follow-ups, F(1, 82) = 14.912, p <.001. It was notable that over the second-year of follow-up, the FBT-AAT group continued to show improvement, whereas the FBT group did not. Incorporating specific self-regulatory training in attending to hunger and fullness signals during a standardized family-based treatment may have enhanced the long-term maintenance of treatment effects. Findings are promising and warrant further study.
 • Health status and functional profile at admission to nursing homes A population based study over the years 2003-2014: comparison between people with and without diabetes

  Sigurdardottir, A. K.; Olafsson, K.; Arnardottir, R. H.; Hjaltadottir, I.; [ 1 ] Univ Akureyri, Sch Hlth Sci, Solborg V Nordursloo, Akureyri, Iceland [ 2 ] Akureyri Hosp, Eyrarlandsvegi, Akureyri, Iceland [ 3 ] Univ Akureyri, Sch Humanities & Social Sci, IS-600 Solborg V Nordursloo, Akureyri, Iceland Show more [ 4 ] Uppsala Univ, Dept Med Sci Resp Allergy & Sleep Res, Akad Sjukhuset, Uppsala, Sweden Show more [ 5 ] Univ Iceland, Sch Hlth Sci, Reykjavik, Iceland Show more [ 6 ] Landspitali Univ Hosp Iceland, Reykjavik, Iceland (Pacini Editore SRL, 2018-03)
  Background & Aims. Prevalence of diabetes in adults has been increasing in the last decades. Diabetes increases demand for nursing homes admission which is expensive for public and private finances. The aims of the study were to examine the prevalence of diabetes at admission to nursing homes in Iceland over 12 years, and to compare overall health, functioning, medication and medical diagnosis of residents with diabetes to those without diabetes. Methods. A retrospective study of data obtained from the Minimum Data Set records at admission to nursing homes in Iceland during the years 2003-2014. Statistical analysis was carried out using a Chi-square-test, unpaired Student´s t-test, linear regression and logistic regression. Results. In total 5242 residents were assessed within 180 days from admission, 730 had diabetes (13.9%). Prevalence of diabetes increased from 9.4% in 2003 to 15% in 2014, with a peak of 19.1% in 2013. Mean age was 81.0 (SD 8.2) and 82.7 (SD 8.7) years for residents with and without diabetes, respectively (p < 0.001). Comorbidities like hypertension, congestive heart-failure, kidney-failure, arthritis, ulcers and amputations were more common among residents with diabetes, whereas cognitive diseases were more common in the other group. Conclusions. The prevalence of diabetes in Icelandic nursing homes is increasing. Residents with diabetes are younger and have better cognitive performance, but suffer more physical disability and serious comorbidities than others. Nursing homes’ staff need to be current in diabetes management to provide quality care.

View more