• Þróun lyfjaávísana á ópíóíðalyf í heilsugæslu á árabilinu 2008 til 2017

   Sigríður Óladóttir; Jón Steinar Jónsson; Margrét Ólafía Tómasdóttir1; Hannes Hrafnkelsson; Emil Lárus Sigurðsson; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Heilsugæsla höfuðborgarsvæðisins, 3 Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu (Læknafélag Íslands, 2021-10)
   BAKGRUNNUR Undanfarna áratugi hefur ávísunum á ópíóíðalyf fjölgað mikið á Vesturlöndum. Aukinni notkun fylgir hætta á aukaverkunum, fíkn í ópíóíðalyf og andlátum tengdum ópíóíðum. Aukning ávísana á ópíóíðalyf hefur meðal annars verið rakin til breyttra viðhorfa til verkjameðferðar. Rannsóknir hafa sýnt að verkir eru meðal algengustu ástæðna þess að fólk leitar til lækna og langvinnir verkir eru algengir. Samanborið við önnur norræn lönd eru ávísanir á ópíóíða hlutfallslega flestar á Íslandi. Tilgangurinn var að kanna þróun ávísana á ópíóíðalyf í heilsugæslunni fyrir alla aldurshópa á tímabilinu 2008–2017. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra ávísana á ópíóíðalyf hjá öllum heilsugæslustöðvum á höfuðborgarsvæðinu á tímabilinu 2008–2017. Íbúafjöldi á höfuðborgarsvæðinu var á þessu tímabili um 201 til 222 þúsund. Gögn voru fengin úr Sögukerfi heilsugæslunnar og rúmlega 68.000 einstaklingar höfðu fengið ávísun á ópíóíðalyf á rannsóknartímabilinu. NIÐURSTÖÐUR Á rannsóknartímabilinu varð 17,2% (p<0,01) aukning á skilgreindum sólarhringsskömmtum/1000 íbúa/dag á ópíóíðum. Um þriðjungur þeirra sem fengu ávísun voru karlar og var hlutfallið óbreytt milli ára. Hlutfallslega varð mest aukning í SSS/1000 íbúa/dag í aldurshópnum 90 ára og eldri, eða 40,5% (p<0,01). Hlutfallslega fjölgaði mest einstaklingum sem fengu ópíóíðalyf í aldursflokknum 30–39 ára, eða um 25,5% (p<0,01). Ávísunum fjölgaði í öllum lyfjaflokkum, mælt í SSS/1000 íbúa/dag, um 15,3% (p<0,01) á parkódín, 20,7% (p<0,01) á parkódín forte, 4,7% (p<0,01) á tramadól og 85,6% (p<0,01) á mjög sterk ópíóíðalyf. ÁLYKTANIR Þróun lyfjaávísana á allar tegundir ópíóíðalyfja til skjólstæðinga heilsugæslustöðva á höfuðborgarsvæðinu á árunum 2008–2017, þar sem ávísunum á mjög sterk ópíóíðalyf fjölgaði mest hlutfallslega, ætti að hvetja til endurskoðunar á verkjameðferð innan heilsugæslunnar og gæðaþróunar á því sviði. Jafnframt ættu niðurstöðurnar að hvetja til endurmats á vinnulagi við endurnýjum ávísana á ópíóíðalyf í heilsugæslu.
  • Breytingar í lungnavef á tölvusneiðmyndum sjúklinga með kórónuveirusjúkdóm 2019 (COVID-19)

   Arnljótur Björn Halldórsson; Gísli Þór Axelsson; Helgi Már Jónsson; Jóhann Davíð Ísaksson; Hrönn Harðardóttir; Gunnar Guðmundsson; Sif Hansdóttir; 1 Myndgreiningardeild Landspítala, 2 Læknadeild Háskóla Íslands, 3 Lungnadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-10)
   INNGANGUR Sýking af völdum kórónuveiru sem veldur kórónuveirusjúkdómi 2019 (COVID-19) getur leitt til lungnabólgu sem í sumum tilvikum er lífshættuleg eða jafnvel banvæn. Þekkt er að þeir sem fá alvarlegri sjúkdóm hafa meiri breytingar í lungnavef á tölvusneiðmyndum (TS) af brjóstholi. Tilgangur rannsóknarinnar var að lýsa myndbreytingum í lungum í bráðafasa COVID-19 og í eftirliti og um leið að meta hvort umfang lungnabreytinga á TS hefði tengsl við alvarleika sjúkdómsins, bakgrunnsþætti og fyrra heilsufar. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin náði til allra einstaklinga með staðfest COVID-19 sem komu í eftirlit á göngudeild og fóru í TS eftirlitsrannsókn af brjóstholi á Landspítala frá 6. maí 2020 til 24. september 2020. Upplýsingar um sjúkrasögu sjúklinga voru fengnar úr gagnagrunni Landspítala á afturskyggnan máta. Allar tölvusneiðmyndir voru endurskoðaðar og notað var við alþjóðlegt stigunarkerfi til að meta umfang lungnabreytinga. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 85 þátttakendur í rannsókninni, meðalaldur var 59 ár og karlar í meirihluta (52%). Sextíu (71%) lögðust inn á sjúkrahús, þar af 18 (21%) á gjörgæslu. Útbreiddari lungnabreytingar sáust oftar hjá karlmönnum og sjúklingum sem voru inniliggjandi á gjörgæslu. Jafnframt voru þeir líklegri til að þurfa öndunarvélameðferð. Í eftirliti sáust marktæk tengsl færri TS-stiga við kvenkyn en marktæk tengsl fleiri TS-stiga voru við hækkandi aldur, gjörgæslulegu og lengd gjörgæslulegu. Lungnabreytingar voru horfnar hjá tæplega þriðjungi þátttakenda við eftirlit (að miðgildi 68,5 dögum eftir bráðarannsókn). ÁLYKTUN Einstaklingar með alvarlegan COVID-19 hafa umfangsmeiri lungnabreytingar í bráðum veikindum og við eftirlit en þeir sem fá vægari sjúkdóm. Eldri einstaklingar og karlmenn eru í aukinni áhættu.
  • Gagnsemi serum-tryptasamælinga hjá sjúklingum með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts á bráðamóttöku 2011–2018

   Karólína Hansen1; Hjalti Már Björnsson; María I. Gunnbjörnsdóttir; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Bráðadeild Landspítala, 3 Ofnæmisdeild Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-10)
   INNGANGUR Tiltölulega einfalt er að greina bráðaofnæmiskast í dæmigerðum tilfellum en birtingarmyndin getur þó verið fjölbreytt. Sýnt hefur verið fram á að hjá einstaklingum með ódæmigerð einkenni getur mæling á s-tryptasa verið gagnleg til viðbótar við klíníska greiningu læknis. Einnig nýtist mæling á s-tryptasa til að greina sjúkdóminn mastfrumnager. Byrjað var að nota s-tryptasamælingar á bráðamóttöku Landspítala árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta tíðni og gagnsemi s-tryptasamælinga hjá sjúklingum á bráðamóttöku. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Með leyfi siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala voru skoðuð öll þau tilvik þar sem blóðsýni var sent frá bráðamóttöku til mælingar á s-tryptasa á ónæmisfræðideild á árunum 2011-2018. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um uppvinnslu og meðferð sjúklinga á bráðamóttöku og hjá ofnæmislækni. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 214 sýni send til s-tryptasamælingar. Tryptasi var hækkaður (>12 μg/L) í 36 tilvikum. Konur voru 131 (61,2%) og meðalaldur var 40,6 ár. Algengi einkenna voru: húð- og slímhúðareinkenni 86,4%, blóðrásareinkenni 48,1%, öndunarfæraeinkenni 49,5% og meltingarfæraeinkenni 36,0%. Af 126 endurkomusjúklingum mat ofnæmislæknir 65 tilfelli sem bráðaofnæmiskast. Af þeim uppfylltu fjórir einstaklingar ekki klínísk greiningarskilmerki bráðaofnæmiskasts en voru með hækkuð tryptasagildi. Næmi s-tryptasamælingar var 40,9% og sértæki 97,1%. Ekkert tilfelli leiddi til greiningar mastfrumnagers. ÁLYKTANIR Mælingar á s-tryptasa hjá sjúklingum á bráðamóttöku með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts virðast veita gagnlegar upplýsingar til greiningar sjúkdómsins til viðbótar við klínískt mat. Mælingin er sértæk en með lágt næmi. Mælingarnar hafa ekki leitt til fjölgunar greininga á mastfrumnageri.
  • Low Risk of Central Line-associated Bloodstream Infections in Pediatric Hematology/Oncology Patients.

   Kristinsdottir, Iris; Haraldsson, Asgeir; Gudlaugsson, Olafur; Thors, Valtyr; 1)From the Faculty of Medicine, University of Iceland. 2)Children's Hospital Iceland. 3)Division of Infection Control, Landspitali-University Hospital of Iceland. (Williams & Wilkins, 2021-10)
   Background: Central venous lines (CVLs) are essential for standard care of pediatric hematology/oncology patients providing safe administration of cytotoxic drugs and pain-free blood sampling. Central line-associated bloodstream infections (CLABSIs) cause significant morbidity. This study describes the epidemiology, microbiology, and risk factors for CLABSI in all children with malignancies in Iceland. Methods: All children that were diagnosed with malignancy in Iceland and received a CVL during 2008-2017 were included in the study. Characteristics of CVLs and patients were registered, information on risk factors, and microbiology was collected. International standards were used for CLABSI definition. Results: One hundred forty-three CVLs were placed in 94 children. Acute lymphoblastic leukemia was the most common underlying disease (31/94). Median age was 7 years. Implantable ports were the most commonly placed CVLs (82/143, 57%), tunneled lines were 39 (27%). Overall CLABSI rate was 0.24 infections/1000 line-days (14 episodes in 58,830 line-days), with little fluctuations. No CLABSI episodes occurred for 4 consecutive years (2012-2015). Staphylococci (of which 7 Staphylococcus aureus) were the cause of 10/14 episodes. Nine CLABSI episodes led to line removal, but no deaths were linked to CLABSIs. Conclusion: We report very low CLABSI rates over a 9-year period at our hospital, with 4 consecutive CLABSI-free years. Even with the addition of episodes of possible CLABSI, rates were still very low and lower than most published reports.
  • Skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Yfirlitsgrein um nýgengi, dánartíðni, kostnað og árangur.

   Helgi Birgisson; Elínborg J. Ólafsdóttir; Anna Sverrisdóttir; Sigurður Einarsson; Agnes Smáradóttir; Laufey Tryggvadóttir; 1 Rannsókna- og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. Ristil og endaþarmsskurðdeild, Akademiska sjúkrahúsið, Uppsölum, Svíþjóð, 2 Rannsóknaog skráningarsetur Krabbameinsfélagsins, 3 Miðstöð meltingarlækninga, Læknastöðin Glæsibæ. Fagráð Embættis landlæknis um skimun fyrir krabbameini í ristli og endaþarmi árin 2018-2020, 4 Meltingarlækningadeild Landspítalans. Meltingarsetrið, 5 Krabbameinslækningadeild Landspítalans, 6 Rannsókna- og skráningarsetur Krabbameinsfélagsins. Læknadeild og Lífvísindasetur Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-09)
   Nýgengi krabbameina í ristli og endaþarmi hefur aukist hjá bæði konum og körlum síðustu áratugina en dánartíðni hefur heldur lækkað frá sjötta áratugnum og lifun batnað vegna betri greiningar og meðferðar. Fjöldi þeirra sem látast úr ristil- og endaþarmskrabbameini er þó meiri en úr brjósta- og leghálskrabbameinum samanlagt. Viðfangsefni greinarinnar eru nýgengi og dánartíðni krabbameina í ristli og endaþarmi hérlendis. Fjallað er um tvær algengustu skimunaraðferðirnar, leit að blóði í hægðum og ristilspeglun. Þá er lagt mat á ætlaðan kostnað og ávinninning íslensks samfélags af því að skima fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi. Líklegt er að á Íslandi geti skipulögð lýðgrunduð skimun fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi komið í veg fyrir að minnsta kosti 6 dauðsföll af þeim 28 á ári sem verða úr sjúkdómnum meðal fólks á skimunaraldri, ef skimunaraldur verður 50-74 ára. Umframkostnaður fyrir samfélagið vegna skimunar fyrir krabbameinum í ristli og endaþarmi er talinn mjög ásættanlegur í ljósi þess að sparnaður verður vegna einfaldari meðferðar, lækkunar nýgengis og fækkunar dauðsfalla.
  • Einstaklingar sem nota vímuefni í æð á Íslandi: Bráðakomur og innlagnir á Landspítala og dánartíðni

   Bjarni Össurarson Rafnar; Magnús Haraldsson; Guðrún Dóra Bjarnadóttir; Geðdeild Landspítala, Læknadeild Háskóla Íslands, Háskóli Íslands, heilbrigðisvísindasvið (Læknafélag Íslands, 2021-09)
   INNGANGUR Misnotkun vímuefna er stór áhrifaþáttur í ótímabærum veikindum og dauða í heiminum. Verst settir eru þeir sem nota vímuefni í æð. Hópurinn á erfitt með að nýta sér hefðbundna heilbrigðisþjónustu og leitar frekar á bráðamóttökur spítala með sín vandamál. Þessir einstaklingar leita sér oft seint aðstoðar og eiga erfitt með að fylgja ráðleggingum, með ærnum kostnaði fyrir einstaklinginn og samfélagið. MARKMIÐ Tilgangur rannsóknar var að kanna notkun einstaklinga sem nota vímuefni í æð á bráðamóttökum og innlagnardeildum Landspítala yfir tveggja ára tímabil og rannsaka dánartíðni þeirra 7 árum eftir komuviðtal. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Rannsóknin er afturskyggn og hluti af stærri rannsókn á 108 einstaklingum með sögu um að misnota vímuefni í æð. Inntökuviðtölin voru tekin á árunum 2012-2013 þegar rannsóknarhópurinn lagðist inn til fíknimeðferðar á einhverjum af þremur stöðum: Fíknigeðdeild Landspítala (45%), Vog (30%) eða Hlaðgerðarkot (25%). Til að meta þjónustuþunga voru komur, innlagnir og innlagnardagar taldir. Fjöldi koma á bráðamóttökur Landspítala var borinn saman við parað úrtak almennings. Komuástæður á bráðamóttökur voru greindar og gerður samanburður milli þeirra sem notuðu aðallega metylfenidat og annarra. Að lokum var dánartíðni rannsóknarhópsins skoðuð 7 árum eftir inntökuviðtal. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarhópurinn kom marktækt oftar á bráðamóttökur Landspítala en almenningur. Meðalfjöldi koma rannsóknarhópsins á ári var 4,8 og 43% komu fjórum sinnum eða oftar á ári. Meirihluti koma var vegna geðrænna einkenna (65%) og þar af var þriðjungur vegna alvarlegra geðrænna einkenna. Algengustu líkamlegu vandamálin voru húðsýkingar og slys/ofbeldi. Ekki reyndist marktækur munur á þeim hluta hópsins sem notaði aðallega metylfenidat og önnur vímuefni. Dánartíðni var marktækt hækkuð hjá rannsóknarhópnum og áhættuhlutfall fyrir andláti var 26,4 (vikmörk 16,7-41,5). ÁLYKTUN Einstaklingar sem nota vímuefni í æð tilheyra viðkvæmum hópi með flókin geðræn og líkamleg vandamál. Mikilvægt er að þessir einstaklingar hafi greiðan aðgang að gagnreyndri fíknimeðferð en ekki síður að almennri heilbrigðisþjónustu. Þá þjónustu þarf að laga að þörfum hópsins og hafa að markmiði að draga úr skaðsemi vímuefnanotkunar þannig að viðkomandi hafi heilsu og öðlist getu og áhugahvöt til að hætta vímuefnanotkun.
  • Comparison of Respiratory Support After Delivery in Infants Born Before 28 Weeks' Gestational Age: The CORSAD Randomized Clinical Trial.

   Donaldsson, Snorri; Drevhammar, Thomas; Li, Yinghua; Bartocci, Marco; Rettedal, Siren Irene; Lundberg, Fredrik; Odelberg-Johnson, Per; Szczapa, Tomasz; Thordarson, Thordur; Pilypiene, Ingrida; et al. (American Medical Association, 2021-09)
   Importance: Establishing stable breathing is a key event for preterm infants after birth. Delivery of pressure-stable continuous positive airway pressure and avoiding face mask use could be of importance in the delivery room. Objective: To determine whether using a new respiratory support system with low imposed work of breathing and short binasal prongs decreases delivery room intubations or death compared with a standard T-piece system with a face mask. Design, setting, and participants: In this unblinded randomized clinical trial, mothers threatening preterm delivery before week 28 of gestation were screened. A total of 365 mothers were enrolled, and 250 infants were randomized before birth and 246 liveborn infants were treated. The trial was conducted in 7 neonatal intensive care units in 5 European countries from March 2016 to May 2020. The follow-up period was 72 hours after intervention. Interventions: Infants were randomized to either the new respiratory support system with short binasal prongs (n = 124 infants) or the standard T-piece system with face mask (n = 122 infants). The intervention was providing continuous positive airway pressure for 10 to 30 minutes and positive pressure ventilation, if needed, with the randomized system. Main outcomes and measures: The primary outcome was delivery room intubation or death within 30 minutes of birth. Secondary outcomes included respiratory and safety variables. Results: Of 246 liveborn infants treated, the mean (SD) gestational age was 25.9 (1.3) weeks, and 127 (51.6%) were female. A total of 41 infants (33.1%) receiving the new respiratory support system were intubated or died in the delivery room compared with 55 infants (45.1%) receiving standard care. The adjusted odds ratio was statistically significant after adjusting for stratification variables (adjusted odds ratio, 0.53; 95% CI, 0.30-0.94; P = .03). No significant differences were seen in secondary outcomes or safety variables. Conclusions and relevance: In this study, using the new respiratory support system reduced delivery room intubation in extremely preterm infants. Stabilizing preterm infants with a system that has low imposed work of breathing and binasal prongs as interface is safe and feasible.
  • Sequence variants in malignant hyperthermia genes in Iceland: classification and actionable findings in a population database.

   Fridriksdottir, Run; Jonsson, Arnar J; Jensson, Brynjar O; Sverrisson, Kristinn O; Arnadottir, Gudny A; Skarphedinsdottir, Sigurbjorg J; Katrinardottir, Hildigunnur; Snaebjornsdottir, Steinunn; Jonsson, Hakon; Eiriksson, Ogmundur; et al. (Nature Publishing Group, 2021-08-31)
   Malignant hyperthermia (MH) susceptibility is a rare life-threatening disorder that occurs upon exposure to a triggering agent. MH is commonly due to protein-altering variants in RYR1 and CACNA1S. The American College of Medical Genetics and Genomics recommends that when pathogenic and likely pathogenic variants in RYR1 and CACNA1S are incidentally found, they should be reported to the carriers. The detection of actionable variants allows the avoidance of exposure to triggering agents during anesthesia. First, we report a 10-year-old Icelandic proband with a suspected MH event, harboring a heterozygous missense variant NM_000540.2:c.6710G>A r.(6710g>a) p.(Cys2237Tyr) in the RYR1 gene that is likely pathogenic. The variant is private to four individuals within a three-generation family and absent from 62,240 whole-genome sequenced (WGS) Icelanders. Haplotype sharing and WGS revealed that the variant occurred as a somatic mosaicism also present in germline of the proband's paternal grandmother. Second, using a set of 62,240 Icelanders with WGS, we assessed the carrier frequency of actionable pathogenic and likely pathogenic variants in RYR1 and CACNA1S. We observed 13 actionable variants in RYR1, based on ClinVar classifications, carried by 43 Icelanders, and no actionable variant in CACNA1S. One in 1450 Icelanders carries an actionable variant for MH. Extensive sequencing allows for better classification and precise dating of variants, and WGS of a large fraction of the population has led to incidental findings of actionable MH genotypes.
  • Deciphering osteoarthritis genetics across 826,690 individuals from 9 populations.

   Boer, Cindy G; Hatzikotoulas, Konstantinos; Southam, Lorraine; Stefánsdóttir, Lilja; Zhang, Yanfei; Coutinho de Almeida, Rodrigo; Wu, Tian T; Zheng, Jie; Hartley, April; Teder-Laving, Maris; et al. (Cell Press, 2021-08-26)
   Osteoarthritis affects over 300 million people worldwide. Here, we conduct a genome-wide association study meta-analysis across 826,690 individuals (177,517 with osteoarthritis) and identify 100 independently associated risk variants across 11 osteoarthritis phenotypes, 52 of which have not been associated with the disease before. We report thumb and spine osteoarthritis risk variants and identify differences in genetic effects between weight-bearing and non-weight-bearing joints. We identify sex-specific and early age-at-onset osteoarthritis risk loci. We integrate functional genomics data from primary patient tissues (including articular cartilage, subchondral bone, and osteophytic cartilage) and identify high-confidence effector genes. We provide evidence for genetic correlation with phenotypes related to pain, the main disease symptom, and identify likely causal genes linked to neuronal processes. Our results provide insights into key molecular players in disease processes and highlight attractive drug targets to accelerate translation.
  • Endothelial dysfunction and thromboembolism in children, adolescents, and young adults with acute lymphoblastic leukemia.

   Andrés-Jensen, Liv; Grell, Kathrine; Rank, Cecilie Utke; Albertsen, Birgitte Klug; Tuckuviene, Ruta; Linnemann Nielsen, Rikke; Lynggaard, Line Stensig; Jarvis, Kirsten Brunsvig; Quist-Paulsen, Petter; Trakymiene, Sonata Saulyte; et al. (Nature Publishing Group, 2021-08-13)
   Endothelial dysfunction has not previously been investigated as a thrombogenic risk factor among patients with acute lymphoblastic leukemia (ALL), known to be at high risk of thromboembolism. We retrospectively explored the association between three circulating biomarkers of endothelial dysfunction (thrombomodulin, syndecan-1, VEGFR-1) measured in prospectively collected blood samples and risk of thromboembolism in 55 cases and 165 time-matched controls, treated according to the NOPHO ALL2008 protocol. In age-, sex-, and risk group-adjusted analysis, increasing levels of thrombomodulin and VEGFR-1 were independently associated with increased odds of developing thromboembolism (OR 1.37 per 1 ng/mL [95% CI 1.20‒1.56, P < 0.0001] and OR 1.21 per 100 pg/mL [95% CI 1.02‒1.21, P = 0.005], respectively). These associations remained significant when including only samples drawn >30 days before thromboembolic diagnosis. Thrombomodulin levels were on average 3.2 ng/mL (95% CI 2.6-8.2 ng/mL) higher in samples with measurable asparaginase activity (P < 0.0001). Among single nucleotide variants located in or neighboring coding genes for the three biomarkers, none were significantly associated with odds of thromboembolism. If results are validated in another cohort, thrombomodulin and VEGFR-1 could serve as predictive biomarkers, identifying patients in need of preemptive antithrombotic prophylaxis.
  • Burden of rotavirus disease in young children in Iceland - Time to vaccinate?

   Kristinsdottir, Iris; Haraldsson, Asgeir; Löve, Arthur; Asgeirsdottir, Tinna Laufey; Thors, Valtyr; 1Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; Children's Hospital Iceland, Landspitali University Hospital, Reykjavik, Iceland. 2Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; Department of Clinical Microbiology, Division of Virology, Landspitali University Hospital, Reykjavik, Iceland. 3Faculty of Economics, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 4Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland; Children's Hospital Iceland, Landspitali University Hospital, Reykjavik, Iceland. Electronic address: valtyr@landspitali.is. (Elsevier, 2021-08-09)
   Background: Acute gastroenteritis poses a significant burden on young children, families, health care facilities and societies. Rotavirus is the most common pathogen, but rotavirus infections are vaccine preventable. Information on the epidemiology of gastroenteritis in Icelandic children has until now not been available and rotavirus vaccination is currently not offered to Icelandic infants. The objective of this study was to assess the burden of rotavirus acute gastroenteritis in young children in Iceland and determine the potential benefit of adding rotavirus vaccine to the Icelandic childhood immunization schedule. Methods: For a two-year period, children < 6 years old attending a children's emergency department for acute gastroenteritis were recruited at the Children's Hospital in Reykjavík, Iceland. Demographic information and Vesikari scores were registered. Stool samples were analyzed for pathogens. Duration of symptoms, treatment given, and secondary household infections were among the collected information. Annual cost of the infections in young children was estimated based on health care expenditures and lost days of parental work. Results: 325 children were included in the study, 75% of which were ≤ 24 months old. A pathogen was identified in 80% of cases, of which rotavirus was identified in 54%. Rotavirus caused a more severe disease than other pathogens, more often leading to fluid treatment in the emergency department and admissions. Median duration of rotavirus-illness was six days and caused a median of four days lost from work by parents. The estimated annual cost of rotavirus acute gastroenteritis was €2.9 million. Conclusions: Rotavirus causes significant disease burden in young children. Although rarely life-threatening in high income countries, the costs for society are substantial. The inclusion of rotavirus vaccine in the national immunization schedule will reduce the disease burden and would be cost-saving in Iceland.
  • Evaluation of a Novel Teleradiology Technology for Image-Based Distant Consultations: Applications in Neurosurgery.

   Cewe, Paulina; Burström, Gustav; Drnasin, Ivan; Ohlsson, Marcus; Skulason, Halldor; Vucica, Stanislav; Elmi-Terander, Adrian; Edström, Erik; 1Department of Trauma and Musculoskeletal Radiology, Karolinska University Hospital, 171 64 Stockholm, Sweden. 2Department of Clinical Neuroscience, Karolinska Institutet, 171 77 Stockholm, Sweden. 3Department of Neurosurgery, Karolinska University Hospital, 171 64 Stockholm, Sweden. 4Image Over Globe, 21000 Split, Croatia. 5Department of Neuroradiology, Karolinska University Hospital, 171 64 Stockholm, Sweden. 6Department of Neurosurgery, Landspitali University Hospital, 101 Reykjavik, Iceland. (MDPI, 2021-08-04)
   In emergency settings, fast access to medical imaging for diagnostic is pivotal for clinical decision making. Hence, a need has emerged for solutions that allow rapid access to images on small mobile devices (SMD) without local data storage. Our objective was to evaluate access times to full quality anonymized DICOM datasets, comparing standard access through an authorized hospital computer (AHC) to a zero-footprint teleradiology technology (ZTT) used on a personal computer (PC) or SMD using national and international networks at a regional neurosurgical center. Image datasets were sent to a senior neurosurgeon, outside the hospital network using either an AHC and a VPN connection or a ZTT (Image Over Globe (IOG)), on a PC or an SMD. Time to access DICOM images was measured using both solutions. The mean time using AHC and VPN was 250 ± 10 s (median 249 s (233-274)) while the same procedure using IOG took 50 ± 8 s (median 49 s (42-60)) on a PC and 47 ± 20 s (median 39 (33-88)) on a SMD. Similarly, an international consultation was performed requiring 23 ± 5 s (median 21 (16-33)) and 27 ± 1 s (median 27 (25-29)) for PC and SMD respectively. IOG is a secure, rapid and easy to use telemedicine technology facilitating efficient clinical decision making and remote consultations. Keywords: clinical decision-making; neurosurgery; remote consultation; telemedicine; teleradiology.
  • Changes in obstetric interventions and preterm birth during COVID-19: A nationwide study from Iceland.

   Einarsdóttir, Kristjana; Swift, Emma Marie; Zoega, Helga; 1Center of Public Health Sciences, Faculty of Medicine, University of Iceland, Reykjavik, Iceland. 2Faculty of Nursing/Department of Midwifery, University of Iceland, Reykjavík, Iceland. 3Women's Clinic, Landspitali National University Hospital of Iceland, Reykjavik, Iceland. 4Centre for Big Data Research in Health, Faculty of Medicine, University of New South Wales Sydney, Sydney, Australia. (Wiley, 2021-07-28)
   Introduction: Previous evidence has been conflicting regarding the effect of coronavirus disease 2019 (COVID-19) pandemic lockdowns on obstetric intervention and preterm birth rates. The literature to date suggests potentially differential underlying mechanisms based on country economic setting. We aimed to study these outcomes in an Icelandic population where uniform lockdown measures were implemented across the country. Material and methods: The study included all singleton births (n = 20 680) during 2016-2020 identified from the population-based Icelandic Medical Birth Register. We defined two lockdown periods during March-May and October-December in 2020 according to government implemented nationwide lockdown. We compared monthly rates of cesarean section, induction of labor and preterm birth during lockdown with the same time periods in the 4 previous years (2016-2019) using logit binomial regression adjusted for confounders. Results: Our results indicated a reduction in the overall cesarean section rate, which was mainly evident for elective cesarean section, both during the first (adjusted odd ratio [aOR] 0.71, 95% CI 0.51-0.99) and second (aOR 0.72, 95% CI 0.52-0.99) lockdown periods, and not for emergency cesarean section. No change during lockdown was observed in induction of labor. Our results also suggested a reduction in the overall preterm birth rate during the first lockdown (aOR 0.69, 95% CI 0.49-0.97) and in the months immediately following the lockdown (June-September) (aOR 0.67, 95% CI 0.49-0.89). The reduction during the first lockdown was mainly evident for medically indicated preterm birth (although not statistically significant) and the reduction during June-September was mainly evident for spontaneous preterm birth. Conclusions: This study suggested a reduction in elective cesarean section during COVID-19 lockdown, possibly reflecting changes in prioritization of non-urgent health care during lockdown. We also found a reduction in overall preterm birth during the first lockdown and spontaneous preterm birth following the first lockdown, but further research is needed to shed light on the underlying mechanisms for these findings. Keywords: COVID-19; cesarean section; induction of labor; lockdown; preterm birth.
  • Cyclodextrin-based formulation of carbonic anhydrase inhibitors for ocular delivery - A review.

   Jansook, Phatsawee; Hnin, Hay Marn; Loftsson, Thorsteinn; Stefánsson, Einar; 1Faculty of Pharmaceutical Sciences, Chulalongkorn University, 254 Phyathai Road, Pathumwan, Bangkok 10330, Thailand. Electronic address: phatsawee.j@chula.ac.th. 2Faculty of Pharmaceutical Sciences, Chulalongkorn University, 254 Phyathai Road, Pathumwan, Bangkok 10330, Thailand. 3Faculty of Pharmaceutical Sciences, University of Iceland, Hofsvallagata 53, IS-107 Reykjavik, Iceland. 4Department of Ophthalmology, Faculty of Medicine, National University Hospital, University of Iceland, Landspitalinn, IS-101 Reykjavik, Iceland. (Elsevier, 2021-07-28)
   Carbonic anhydrase inhibitors (CAIs) are used as systemic and topical agents for lowering intraocular pressure (IOP) in patients with glaucoma. Owing to the wide distribution of CAs and their physiological functions in various tissues, systemic administration of CAIs may lead to unwanted side effects. Thus, exploration of drugs targeting the specific CA isoenzyme in ocular tissues and application of the same as topical eye drops would be desirable. However, the anatomical and physiological barriers of the eyes can limit drug availability at the site. The very low aqueous solubility of CAI agents can further hamper drug bioavailability, consequently resulting in insufficient therapeutic efficacy. Solubilization of drugs using cyclodextrin (CD) complexes can enhance both solubility and permeability of the drugs. The use of CD for such purposes and development and testing of topical CAI eye drops containing CD have been discussed in detail. Further, pharmaceutical nanotechnology platforms were discussed in terms of investigation of their IOP-lowering efficacies. Future prospects in drug discovery and the use of CD nanoparticles and CD-based nanocarriers to develop potential topical CAI formulations have also been described here. Keywords: Carbonic anhydrase inhibitor; Cyclodextrin; Glaucoma; Intraocular pressure; Nanocarrier; Solubilization.
  • Distinction between the effects of parental and fetal genomes on fetal growth.

   Juliusdottir, Thorhildur; Steinthorsdottir, Valgerdur; Stefansdottir, Lilja; Sveinbjornsson, Gardar; Ivarsdottir, Erna V; Thorolfsdottir, Rosa B; Sigurdsson, Jon K; Tragante, Vinicius; Hjorleifsson, Kristjan E; Helgadottir, Anna; et al. (Nature Publishing Group, 2021-07-19)
   Birth weight is a common measure of fetal growth that is associated with a range of health outcomes. It is directly affected by the fetal genome and indirectly by the maternal genome. We performed genome-wide association studies on birth weight in the genomes of the child and parents and further analyzed birth length and ponderal index, yielding a total of 243 fetal growth variants. We clustered those variants based on the effects of transmitted and nontransmitted alleles on birth weight. Out of 141 clustered variants, 22 were consistent with parent-of-origin-specific effects. We further used haplotype-specific polygenic risk scores to directly test the relationship between adult traits and birth weight. Our results indicate that the maternal genome contributes to increased birth weight through blood-glucose-raising alleles while blood-pressure-raising alleles reduce birth weight largely through the fetal genome.
  • Optimal communication associated with lower risk of acute traumatic stress after lung cancer diagnosis.

   Hardardottir, Hronn; Aspelund, Thor; Zhu, Jianwei; Fall, Katja; Hauksdottir, Arna; Fang, Fang; Lu, Donghao; Janson, Christer; Jonsson, Steinn; Valdimarsdottir, Heiddis; et al. (Springer, 2021-07-17)
   Purpose: The aim of this study was to assess the role of the patient's background and perceived healthcare-related factors in symptoms of acute stress after lung cancer diagnosis. Methods: The study population consisted of 89 individuals referred for diagnostic work-up at Landspitali National University Hospital in Iceland and subsequently diagnosed with lung cancer. Before diagnosis, the patients completed questionnaires on sociodemographic characteristics, pre-diagnostic distress (Hospital Anxiety and Depression Scale), social support, and resilience. At a median of 16 days after diagnosis, the patients reported symptoms of acute stress on the Impact of Event Scale-Revised (IES-R) and experience of communication and support from healthcare professionals and family during the diagnostic period. Results: Patients were on average 68 years and 52% reported high levels of post-diagnostic acute stress (IES-R > 23) while 24% reported symptoms suggestive of clinical significance (IES-R > 32). Prior history of cancer (β = 6.7, 95% CI: 0.1 to 13.3) and pre-diagnostic distress were associated with higher levels of post-diagnostic acute stress (β = 8.8, 95% CI: 2.7 to 14.9), while high educational level (β = - 7.9, 95% CI: - 14.8 to - 1.1) was associated with lower levels. Controlling for the abovementioned factors, the patients' perception of optimal doctor-patient (β = - 9.1, 95% CI: - 14.9 to - 3.3) and family communication (β = - 8.6, 95% CI: - 14.3 to - 2.9) was inversely associated with levels of post-diagnostic acute stress after lung cancer diagnosis. Conclusions: A high proportion of patients with newly diagnosed lung cancer experience high levels of acute traumatic stress of potential clinical significance. Efforts to improve doctor-patient and family communication may mitigate the risk of these adverse symptoms. Keywords: Doctor-patient communication; Lung cancer diagnosis; Post-diagnostic acute stress; Posttraumatic stress disorder (PTSD); Prospective cohort study.
  • The Future of Sleep Measurements: A Review and Perspective.

   Arnardottir, Erna Sif; Islind, Anna Sigridur; Óskarsdóttir, María; 1Reykjavik University Sleep Institute, School of Technology, Reykjavik University, Menntavegi 1, 102 Reykjavik, Iceland; Internal Medicine Services, Landspitali University Hospital, E7 Fossvogi, 108 Reykjavik, Iceland. Electronic address: ernasifa@ru.is. 2Reykjavik University Sleep Institute, School of Technology, Reykjavik University, Menntavegi 1, 102 Reykjavik, Iceland; Department of Computer Science, Reykjavik University, Menntavegi 1, 102 Reykjavik, Iceland. (Elsevier, 2021-07-06)
   This article provides an overview of the current use, limitations, and future directions of the variety of subjective and objective sleep assessments available. This article argues for various ways and sources of collecting, combining, and using data to enlighten clinical practice and the sleep research of the future. It highlights the prospects of digital management platforms to store and present the data, and the importance of codesign when developing such platforms and other new instruments. It also discusses the abundance of opportunities that data science and machine learning open for the analysis of data. Keywords: Codesign; Data management platform; Data science; Machine learning; Objective data; Sleep diary; Sleep measurement; Subjective data.
  • ,,Það dundi yfir líkama og sál“ - Reynsla einstaklinga í heilsueflandi móttöku heilsugæslu af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum

   Rósíka Gestsdóttir; Margrét Ólafía Tómasdóttir; Sigrún Sigurðardóttir; 1 Háskólanum á Akureyri, 2 Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, 3 læknadeild Háskóla Íslands, 4 Þróunarmiðstöð íslenskrar heilsugæslu. (Læknafélag Íslands, 2021-07)
   INNGANGUR Rannsóknir sýna að einstaklingar sem hafa orðið fyrir sálrænum áföllum glíma oft við fjölþætt heilsufarsvandamál. Heilsueflandi móttaka heilsugæslu beinist að skjólstæðingum sem glíma við slík heilsufarsvandamál þar sem veitt er einstaklingsmiðuð meðferð og stuðningur. Áfallamiðuð nálgun er mikilvæg í heilbrigðisþjónustu og getur eflt lífsgæði einstaklinga eftir sálræn áföll. Tilgangur rannsóknar var að skoða reynslu einstaklinga í heilsueflandi móttöku heilsugæslu af sálrænum áföllum og heilsufarsvandamálum. AÐFERÐ Eigindleg viðtalsrannsókn þar sem stuðst var við Vancouver-skólann í fyrirbærafræði. Þátttakendur voru 5 karlmenn og 5 konur, valin í gegnum heilsueflandi móttöku heilsugæslu. Viðtöl við hvern þátttakanda voru tvö. Stuðst var við ACE-spurningalistann sem skimunartæki fyrir sálrænum áföllum í bernsku ásamt viðtalsramma rannsakenda, með opnum spurningum. NIÐURSTÖÐUR Niðurstöður voru greindar í 6 meginþemu: Upplifun af áföllum, Endurtekin áföll, Vanræksla í æsku, Líkamleg heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum, Geðræn heilsufarsvandamál í æsku og á fullorðinsárum, Úrvinnsla og áfallamiðuð nálgun. Þátttakendur höfðu flestir orðið fyrir fjölþættum sálrænum áföllum og flóknum heilsufarsvandamálum, bæði í æsku og á fullorðinsárum. Rauði þráður rannsóknarinnar: ,,Það dundi yfir líkama og sál“ endurspeglar reynslu þátttakenda af áföllum og heilsufarsvandamálum. ÁLYKTANIR Mikilvægt er að heilbrigðisstarfsfólk taki mið af sálrænum áföllum þegar hugað er að heilsufarsvandamálum skjólstæðinga, geti veitt stuðning og viðeigandi aðstoð. Heilsugæslan er oftast fyrsti viðkomustaður skjólstæðinga í heilbrigðiskerfinu og því mikilvægt að þar sé innleidd áfallamiðuð nálgun. Innan heilsueflandi móttöku heilsugæslu er mikilvægt að kortleggja heilsufarsvandamál í tengslum við sálræn áföll og þar er tækifæri til að efla áfallamiðaða nálgun.
  • Sjúkraskrármál á Landspítala: staða og framtíðarsýn

   Klara Katrín Friðriksdóttir; Jóhanna Gunnlaugsdóttir; Ragna Kemp Haraldsdóttir; 1) Sjúkraskrár- og skjaladeild Landspítala, 2) Félagsvísindasviði Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2021-07)
   INNGANGUR Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig staðið væri að sjúkraskrármálum á Landspítala og skoða stefnumótun varðandi þessi mál meðal stjórnenda og starfsfólks. Rannsókn sem þessi hefur ekki áður verið gerð. Hún leggur til nýja þekkingu varðandi kerfisbundna skjalastjórn sjúkraskráa og fræðilegt gildi hennar felst í að kanna hvernig staðið er að viðkvæmum málaflokki út frá lagalegum sjónarmiðum og upplýsingaöryggi. Hagnýtt gildi rannsóknarinnar felst í því að hægt er að nýta niðurstöðurnar sem stöðumat á yfirstandandi verkefnum og áætlunum innan Landspítala. EFNIVIÐUR Beitt var eigindlegri aðferðafræði við gagnaöflun og greiningu og stuðst við margprófun og grundaða kenningu. Fyrirliggjandi rituð gögn voru skoðuð, viðtöl tekin, þátttökuathuganir framkvæmdar og loks var rýnihópur settur saman. Þó að ekki sé hægt að alhæfa um niðurstöðurnar gefa þær mikilvægar vísbendingar um ástand mála, ekki síst þar sem mettun virtist hafa náðst og ekki líklegt að viðbótargagnasöfnun hefði bætt við nýjum upplýsingum. NIÐURSTÖÐUR Rannsóknarniðurstöður sýna að unnið hefur verið ötullega að mótun og innleiðingu á upplýsingastefnu og aðgengisstefnu í samræmi við lög, reglur og alþjóðlega staðla og ljóst er að stjórnendur hafa sett sér háleit markmið. Þá hefur alþjóðleg vottun fengist innan heilbrigðis- og upplýsingatæknideildar varðandi upplýsingaöryggi. ÁLYKTUN Meginvandinn virðist vera tvíþættur: Í fyrsta lagi þyrfti yfirstjórn málaflokksins innan spítalans að vera skýrari og í öðru lagi hefur ekki tekist að afla nauðsynlegs fjár þannig að hægt sé að framfylgja markmiðum á árangursríkan hátt. Í ljós kom að skerpa þarf á stuðningi stjórnenda, bæta fræðslumálin til muna og efla öryggisvitund og ábyrgð starfsfólks í tengslum við sjúkraskrár.
  • Óráð og hiti: sjaldgæf en hættuleg orsök - Sjúkratilfelli

   Jón Magnús Jóhannesson; Hrönn Harðardóttir; Bjarni Guðmundsson; Gunnar Guðmundsson; 1) Lyflækninga- og endurhæfingarþjónusta, 2) lungnadeild, 3) taugadeild Landspítala, 4) læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, 2021-07)
   Sótthiti með óráði er algengt vandamál á bráðamóttökum og legudeildum sjúkrahúsa. Mismunagreiningar eru fjöldamargar og við uppvinnslu þessara sjúklinga er mikilvægt að hafa þær allar í huga. Sýkingar eru ofarlega á lista vegna bráð- og alvarleika en aðrar mismunagreiningar geta einnig verið hættulegar heilsu og þarfnast skjótrar greiningar og meðferðar. Hér er rakin sjúkrasaga 58 ára gamals manns sem kom á bráðamóttöku með hækkaðan líkamshita og óráð. Vönduð sögutaka og skoðun ásamt hnitmiðuðum rannsóknum gaf sjúkdómsgreiningu sem leiddi til viðeigandi meðferðar.