Recent Submissions

 • „Það er ekki eitthvað eitt eðlilegt“. Reynsla og sýn kvenna á eðlilega fæðingu

  Steinunn H. Blöndal; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1) Landspítala 2) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
  Verndun eðlilegra fæðinga hefur verið mikilvægt viðfangsefni innan ljósmóðurfræða síðustu áratugi. Þar er iðulega stillt upp mismunandi sýn læknisfræðinnar og ljósmóðurfræðinnar en sjónum sjaldnar beint að upplifun kvenna sjálfra og hvað fyrir þeim eðlileg fæðing er. Í þessari rannsókn var markmiðið að fá fram reynslu kvenna og sýn á eðlilega fæðingu. Aðferðafræði rannsóknarinnar er eigindleg og byggist á viðtölum við tíu konur, fjölbyrjur og frumbyrjur, sem eiga samtals nítján fæðingar að baki. Viðtölin eru greind með fyrirbærafræðilegri aðferð Vancouver-skólans. Við heildargreiningu á fyrirbærinu eðlileg fæðing er unnið úr reynslu allra kvennanna og spunninn sameiginlegur vefur. Undirstöðuþemað við úrvinnslu á sögum kvennanna er Að gera fæðingarreynsluna að sinni eðlilegu fæðingu. Í þeirri ferð er fólgin óvissa, þar sem eðlilegt er að fá hjálp og ef vel tekst til eru þar tækifæri til valdeflingar. Sjö meginþemu með undirþemum eru greind sem öll hafa áhrif innbyrðis á heildarupplifun og lýsingu á fyrirbærinu eðlileg fæðing. Þessi þemu eru eftirfarandi: að hafa stjórn, stuðningur ljósmóður, sameiginlegt verkefni, öryggi og umhverfi, reynsla af sársauka, að taka á móti eigin barni, ekki eðlileg fæðing. Í skilgreiningum fagfólks á eðlilegri fæðingu hafa jafnan andstæðurnar „inngrip“ og „ekki inngrip“ legið til grundvallar. Í hugum þeirra kvenna sem rætt var við í rannsókninni er þessi tvískipting ekki útgangspunktur eðlilegrar fæðingar. Allar konurnar líta svo á að þær eigi eðlilega fæðingu að baki – jafnvel náttúrulega fæðingu – þrátt fyrir fjölbreytt inngrip og ólíkar fæðingarsögur. Sýn þessara kvenna brýtur á vissan hátt upp hugtakið eðlileg fæðing eins og það hefur hingað til verið skilgreint innan ljósmóðurfræðinnar. Niðurstöður rannsóknarinnar styðja ljósmæður í að leggja einstaklingsbundnari skilning á mörk hins eðlilega, treysta á innsæisþekkingu og mæta konum á þeirra eigin forsendum í fæðingu. Rannsaka mætti hvernig tæknilegt, félagslegt og menningarlegt umhverfi barneignarþjónustu hefur áhrif á persónubundnar skilgreiningar á eðlilegri fæðingu.
 • Ljósmæðraþjónusta og öryggi nýbura í heimafæðingum: samþætt fræðilegt yfirlit

  Berglind Hálfdánsdóttir; Lektor við Háskóla Íslands og á Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
  Bakgrunnur: Fæðingarþjónusta íslenskra ljósmæðra hefur tekið miklum breytingum í gegnum tíðina. Tíðni heimafæðinga lækkaði hratt á síðari hluta 20. aldar en hefur hækkað aftur frá aldamótum. Vegna lágrar tíðni heilsufarsvandamála nýbura þegar mæður eiga eðlilega meðgöngu að baki og lítilla rannsóknarhópa í íslenskum rannsóknum á heimafæðingum er erfitt að draga af þeim ályktanir um útkomu nýbura. Markmið þessa yfirlits var að greina hvort samhengi væri milli skipulags þjónustu og slæmrar útkomu nýbura, svo sem burðarmáls- eða nýburadauða, heilsufarsvandamála, lágra Apgarstiga eða sérhæfðrar þjónustu. Tilgangurinn var að draga saman upplýsingar sem geta gagnast við þróun ljósmæðraþjónustu á Íslandi. Aðferðafræði: Gert var samþætt fræðilegt yfirlit yfir erlendar rannsóknir á útkomu nýbura í heimafæðingum og heimildir sem til eru um skipulag þjónustu við heimafæðingar á viðkomandi landsvæðum. Niðurstöður: Þar sem þjónusta hæfra og vel menntaðra ljósmæðra í heimafæðingum er vel samþætt öðrum þáttum fæðingarþjónustunnar og styðst við opinberar leiðbeiningar um ábendingar, frábendingar og innihald þjónustu er útkoma nýbura í fyrirfram ákveðnum heimafæðingum jafn góð eða betri en í fyrirframákveðnum sjúkrahúsfæðingum. Ályktanir: Þjónusta íslenskra ljósmæðra við heimafæðingar er að mörgu leyti sambærileg við það sem best gerist erlendis. Þó mætti huga að gerð klínískra leiðbeininga um fæðingarþjónustu á öllum þjónustustigum og skýra verklag við tilvísanir og flutning úr heimafæðingu á hærra þjónustustig.
 • Árangur lungnasmækkunaraðgerða við langvinnri lungnaþembu á Íslandi

  Sverrir I. Gunnarsson; Kristinn B. Jóhannsson; Marta Guðjónsdóttir; Steinn Jónsson; Hans J. Beck; Björn Magnússon; Tómas Guðbjartsson; 1) 2) 7) Hjarta- og lungnaskurðdeild, 4) lungnadeild Landspítala, 3)5) hjarta- og lungnarannsókn Reykjalundi, 6) Fjórðungssjúkrahúsinu í Neskaupsstað, 7) læknadeild HÍ. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011)
  Inngangur: Lungnasmækkunaraðgerð (lung volume reduction surgery) getur bætt lungnastarfsemi, líðan og lífshorfur sjúklinga með alvarlega lungnaþembu. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna árangur lungnasmækkunaraðgerða hér á landi. Efniviður og aðferðir: Framskyggn rannsókn á 16 sjúklingum sem gengust undir lungnasmækkunaraðgerð á Landspítala 1996-2008. Allir sjúklingarnir voru með lungnaþembu á háu stigi og aðgerðirnar gerðar í gegnum bringubeinsskurð. Fyrir aðgerð luku allir sjúklingarnir lungnaendurhæfingu. Mælingar á lungnastarfsemi, blóðgösum og þoli voru gerðar fyrir og eftir aðgerð. Lifun var könnuð með aðferð Kaplan-Meier og meðaleftirfylgd var 8,7 ár. Niðurstöður: Meðalaldur var 59,2 ± 5,9 ár og áttu allir sjúklingarnir sér langa reykingasögu. Allir sjúklingarnir lifðu aðgerðina af og lifun einu, fimm og tíu árum frá aðgerð var 100%, 93% og 63%. Eftir aðgerð hækkaði fráblástur á einni sekúndu (FEV1) um 35% (p<0,001), hámarksfráblástur (FVC) um 14% (p<0,05) og lungnarúmmál (TLC) og loftleif (RV) lækkuðu einnig (p<0,05). Hlutþrýstingur CO2 í slagæðablóði lækkaði einnig eftir aðgerð en hlutþrýstingur O2 hélst óbreyttur. Hvorki mældust marktækar breytingar á loftdreifiprófi, þoli né hámarksafkastagetu eftir aðgerð. Algengasti fylgikvilli eftir aðgerð var loftleki (n=7). Fimm sjúklingar gengust undir enduraðgerð, oftast vegna loss á bringubeini (n=4). Ályktun: Lungnastarfsemi batnaði marktækt eftir lungnasmækkun með hækkun á FEV1 og FVC, auk lækkunar á lungnarúmmáli og koltvísýringi í blóði. Lifun var svipuð og í erlendum rannsóknum, þó svo að tíðni fylgikvilla og enduraðgerða í þessum rannsóknarhópi væri há.
 • „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina“: Reynsla fólks af auknum þroska í kjölfar sálrænna áfalla

  Hulda Sædís Bryngeirsdóttir; Sigríður Halldórsdóttir; 1) Starfsendurhæfingu Norðurlands, aðjúnkt við Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri 2) Prófessor og deildarformaður framhaldsnámsdeildar, Heilbrigðisvísindasvið Háskólans á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Bakgrunnur rannsóknir á afleiðingum sálrænna áfalla hafa aðallega beinst að neikvæðum afleiðingum þeirra. Tilgangur þessarar rannsóknar var að auka þekkingu og dýpka skilning á reynslu fólks af sálrænum áföllum og auknum þroska í kjölfar þeirra. Aðferð rannsóknaraðferðin var fyrirbærafræðileg og gögnum safnað með einu til tveimur viðtölum við 12 einstaklinga sem orðið höfðu fyrir sálrænu áfalli og náð auknum þroska í kjölfarið, samtals 14 viðtöl. Þátttakendur voru 34–52 ára, fimm karlar og sjö konur. Niðurstöður Titill rannsóknarinnar; „Eins og að fara niður svarta brekku og koma svo upp græna hlíðina,“ er orðrétt lýsing eins þátttakanda á þeirri lífsreynslu að verða fyrir sálrænu áfalli og ná meiri þroska í kjölfar þess. Þetta lýsir vel þeirri erfiðu vegferð sem áfallið var upphafið að. Þátttakendur misstu fótanna við áfallið en töldu innri þætti á borð við þrautseigju, seiglu, og hugrekki til að horfast í augu við líðan sína, skipta mestu máli í úrvinnslu þess. Öll urðu þau fyrir frekari áföllum á vegferðinni, höfðu mikla þörf fyrir stuðning og umhyggju, og sögðu frá jákvæðum áhrifum þess að takast á við ný verkefni. allir þátttakendur töldu upphaf aukins þroska tilkomið vegna innri þarfar fyrir breytingar. Sá aukni þroski sem þau upplifðu fannst þeim einkennast af bættum og dýpri tengslum við aðra, meiri persónulegum þroska, jákvæðari tilveru, aukinni sjálfsþekkingu og bættri sjálfsmynd. Þátttakendur lýstu „þungum dögum“ þrátt fyrir meiri þroska en fannst þau engu að síður standa uppi sem sigurvegarar. Ályktanir rannsóknarniðurstöður benda til þess að það að verða fyrir áfalli sé verulega krefjandi lífsreynsla en að tilteknir innri þættir séu forsenda aukins þroska í kjölfar áfalls. Mikilvægt er að hjúkrunarfræðingar og annað fagfólk bregðist við áföllum skjólstæðinga sinna með snemmtækri greiningu og íhlutun, ásamt stuðningi, umhyggju og eftirfylgni.
 • Bráð kransæðaheilkenni á Landspítala á árunum 2003-2012

  Gestur Þorgeirsson; Birna Björg Másdóttir; Þórarinn Guðnason; María Heimisdóttir; 1) 3)Hjartadeild Landspítala, læknadeild Háskóla Íslands, 2)4) fjármálasviði Landspítala. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  Inngangur: Á síðustu áratugum hafa orðið miklar breytingar á faraldsfræði kransæðasjúkdóms á Vesturlöndum. Með þessari rannsókn er kannað nýgengi bráðra kransæðaheilkenna á Landspítala árin 2003-2012. Efniviður og aðferðir: Allir sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni innlagðir á Landspítala voru rannsakaðir á tímabilinu. Bráð kransæðaheilkenni eru hvikul hjartaöng, brátt hjartadrep án ST-hækkana (NSTEMI) og brátt hjartadrep með ST-hækkun (STEMI). Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám og gagnagrunnum Landspítala og breytingar á tímabilinu skoðaðar. Niðurstöður: Sjúklingar með bráð kransæðaheilkenni voru 7502. STEMI-tilfelli voru 98/100.000 íbúa árið 2003 en 63 árið 2012 sem er fækkun um tæp 36%. Leiðrétt fyrir aldri kom fram marktæk árleg lækkun (p<0,05) á nýgengi STEMI hjá körlum um 5,5% og konum 5,3%. Nýgengi NSTEMI var 54/100.000 íbúa árið 2003 en 93 árið 2012. Sjúklingar með hvikula hjartaöng voru 56/100.000 íbúa árið 2003, 115 árið 2008 og 50 árið 2012. Breytingar á tíðnitölum fyrir NSTEMI og hvikula hjartaöng voru ekki tölfræðilega marktækar. Konur voru um 35% sjúklinga með NSTEMI en um 30% sjúklinga með STEMI og hvikula hjartaöng. Meðalaldur NSTEMI-sjúklinga var 72 ár, um 5 árum hærri en sjúklinga með STEMI og hvikula hjartaöng. Um 30% bráðra kransæðatilfella komu af landsbyggðinni. Ályktun: Á árunum 2003-2012 varð 5% árleg tölfræðilega marktæk lækkun í nýgengi STEMI en á sama tíma var tilhneiging til aukningar á nýgengi NSTEMI, sem í lok tímabilsins var orðið algengasta heilkennið. Nýgengi hvikullar hjartaangar þróaðist með óvenjulegum hætti og er umhugsunarefni hvort andlegt álag í þjóðfélaginu á rannsóknartímabilinu hafi haft þar áhrif.
 • Tengsl stoðkerfiseinkenna íslenskra ungmenna við vinnu með skóla

  Margrét Einarsdóttir; Félagsfræði-, mannfræði- og þjóðfræðideild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-02)
  Inngangur: Einkenni frá stoðkerfi eru algeng meðal unglinga og vitað er að slík einkenni á unglingsárum geta leitt til langvarandi stoðkerfisvandamála á fullorðinsárum. Stoðkerfisvandamál eru vaxandi meðal vinnandi fullorðins fólks og með algengari orsakaþáttum örorku, sérstaklega meðal kvenna. Rannsóknir skortir hins vegar á tengslum stoðkerfiseinkenna ungmenna og vinnu með skóla. Markmið: Rannsóknin skoðar tengsl milli fjögurra tegunda stoðkerfisvandamála (verkja í baki, í vöðvum og liðum, í hálsi og herðum og vöðvabólgu) við umfang vinnu með skóla meðal íslenska ungmenna eftir kyni, aldri og menntunarstöðu foreldra. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin byggir á spurningakönnun sem var framkvæmd á fyrri hluta árs 2018. Tilviljunarkennt úrtak 2800 ungmenna á aldrinum 13-19 ára var valið úr Þjóðskrá. Svarhlutfall var 48,6%. Ungmennin voru spurð hversu oft þau hefðu fundið fyrir verkjum síðasta árið og skipt í þrjá hópa þeirra sem ekki vinna með skóla, eru í hóflegri vinnu með skóla (≤12 klst./viku og/eða hafa ekki fastan vinnutíma) og í mikill vinnu (>12 klst./viku með skóla og hafa fastan vinnutíma). Kí-kvaðrat próf var notað til að mæla marktækni. Niðurstöður: Rannsóknin sýnir að ungmenni sem vinna mikið með skóla eru líklegri til að finna stundum eða oft fyrir öllum tegundum stoðkerfiseinkennanna en þau sem vinna ekki með skóla. Tengslin haldast við bakverki óháð lýðfræðilegum þáttum og við öll stoðkerfiseinkennin fjögur hjá stúlkum. Ályktun: Bæta þarf vinnuaðstæður íslenskra ungmenna þannig að þær ýti ekki undir einkenni frá stoðkerfi. Huga þarf sérstaklega að vinnuaðstæðum stúlkna og að þáttum sem ýta undir bakverki.
 • Mat hjúkrunarfræðinga sem sjá um bráðatilvik á landsbyggðinni á eigin hæfni: Lýsandi þversniðsrannsókn

  Íris Kristjánsdóttir; Herdís Sveinsdóttir; 1) Deildarstjóri Slysa- og bráðamóttaku Heilbrigðisstofnun Suðurnesja 2) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands og skurðlækningasviði Landspítla (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Tilgangur: Bráðamóttökum landsbyggðarinnar er ætlað að veita skammtímabráðaþjónustu sjúklingum sem hafa slasast eða veikst alvarlega. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna hvernig hjúkrunarfræðingar landsbyggðarinnar, sem taka á móti og sinna bráðveikum og slösuðum sjúklingum, meta hæfni sína. Aðferð: rannsóknin er lýsandi þversniðsrannsókn sem gerð var vorið 2016. notuð var íslensk þýðing mælitækisins nurse Competence Scale (nCS) sem samanstendur af 73 spurningum sem skiptast í sjö hæfni - þætti. Spurningalisti var sendur til 87 hjúkrunarfræðinga á landsbyggðinni sem taka á móti og sinna að minnsta kosti tíu bráðveikum og slösuðum sjúklingum á mánuði. Svörun var 60%. gögnin voru greind með lýsandi tölfræði og ályktunartölfræði. Niðurstöður: hjúkrunarfræðingar mátu hæfni sína mesta og framkvæmdu oftast verkefni í hæfniþættinum stjórnun í aðstæðum. Þeir mátu hæfnina minnsta í tryggingu gæða en framkvæmdu sjaldnast verkþætti í kennslu- og leiðbeinandahlutverki. Í einstökum hæfniverkefnum mátu þeir hæfni mesta og framkvæmdu oftast hæfniverkefnið sjálfstæði í störfum. hjúkrunarfræðingar með meira en fimm ára starfsaldur meta hæfni sína marktækt meiri í fimm hæfniþáttum (stjórnun í aðstæðum, starfshlutverk, greiningarhlutverk, hjúkrunaríhlutanir og kennslu- og leiðbeinandahlutverk) en þeir sem hafa styttri starfsaldur. hjúkrunarfræðingar sem höfðu lokið viðbótarnámi í hjúkrun að loknu B.S. prófi mátu hæfni sína marktækt meiri í öllum hæfniþáttum en þeir sem höfðu ekki lokið viðbótarnámi. Ályktanir: niðurstöður rannsóknarinnar gefa vísbendingu um að viðbótarnám og starfsreynsla hafi áhrif á hvernig hjúkrunarfræðingar sem sinna bráðatilvikum á landsbyggðinni meta hæfni sína. Stjórnendur stofnana almennt ættu að gera hjúkrunarfræðingum fært að sækja sér endurmenntun og leitast við að halda í þá sem hafa mikla starfsreynslu. Lykilorð: hæfni, bráðamóttaka, landsbyggð, hjúkrunarfræðingar,
 • Endurskilgreining á lífi og sjálfi: Reynsla yngra fólks af því að fá hjartaáfall

  Birna Gestsdóttir; Árún K. Sigurðardóttir; Sigríður Halldórsdóttir; 1) Heilbrigðisstofnun Suðurlands 2)3) Heilbrigðisvísindasviði Háskólans á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Bakgrunnur og tilgangur rannsóknar: hjartasjúkdómar eru ein aðaldánarorsökin í heiminum, en sterk tengsl eru milli kransæðasjúkdóma og óheilsusamlegs lífsstíls. flestir fá hjartasjúkdóm um sextugt eða seinna og það telst „ungt“ að fá hjartasjúkdóm um eða fyrir fimmtugt. Lítið er vitað um reynslu „yngri“ Íslendinga af því að fá hjartaáfall. Tilgangur rannsóknarinnar var að auka þekkingu hjúkr unarfræð inga og annarra heilbrigðisstétta á þeirri lífsreynslu að fá hjartaáfall „ungur“ svo að hægt sé að veita þessum sjúklingahóp viðeigandi hjúkrun og þjónustu. Aðferð:Vancouver-skólinn í fyrirbærafræði var valin sem rannsóknar - aðferð og þátttakendur valdir með tilgangsúrtaki. Tekin voru samtals 19 einstaklingsviðtöl við 11 þátttakendur. Meðalaldur þátttakenda var 48 ár þegar þeir voru fyrst greindir með hjartaáfall og sex höfðu fengið fleiri en eitt áfall. Niðurstöður: Yfirþema rannsóknarinnar var endurskilgreining á lífi og sjálfi. að fá hjartaáfall svo ungir hafði neikvæð áhrif á sjálfsmynd þátttakenda. alls staðar, þar sem þeir komu, voru þeir yngstir og í mörgum tilvikum um 20 árum yngri en aðrir hjartasjúklingar. flestir fundu fyrir þunglyndi, kvíða og hræðslu í kjölfar áfallsins en fannst vanta fræðslu um þessar erfiðu tilfinningar. hjá nánast öllum varð vendipunktur eftir hjartaáfallið til heilbrigðari lífsstíls. fyrsta árið eftir hjartaáfallið litu þátttakendurnir á sig sem hjartasjúklinga, en þegar lengra leið frá því breyttist sjálfsmyndin aftur og fólk upplifði sig heilbrigt en þó með þennan „krankleika“. hjá tæplega helmingi þátttakenda var hjartaáfallið vangreint sem einhver annar sjúkdómur vegna ungs aldurs þeirra og minna þekktra einkenna, en þreyta, slappleiki, veikindatilfinning, mæði og magaverkir voru einkenni sem flestir þátttakendur fundu fyrir við hjartaáfallið. fæstir fengu hefðbundin einkenni sem almenningur er mest fræddur um. Ályktun: að fá hjartaáfall „ungur“ hefur víðtæk áhrif á andlega líðan og þurfa hjúkrunarfræðingar að vera sérstaklega vakandi fyrir því með fræðslu og viðeigandi stuðningi. Þá er mikilvægt að hjúkrunar - fræðingar séu meðvitaðir um ólík einkenni hjartaáfalls og fræði almenning um þau.
 • Athafnir og þátttaka eldri borgara: Lýðgrunduð rannsókn á 65 til 91 árs íbúum á sunnanverðum Vestfjörðum

  Margrét Brynjólfsdóttir; Guðrún Pálmadóttir; Sólveig Ása Árnadóttir; 1) Heilbrigðisstofnun Vestfjarða á Patreksfirði 2) Heilbrigðisvísindasvið háskólans á akureyri: iðjuþjálfunarfræðideild 3) Heilbrigðisvísindasvið, Læknadeild: námsbraut í sjúkraþjálfun (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Tilgangur Meðalævilengd Íslendinga fer stöðugt hækkandi og á sama tíma eru vaxandi kröfur um að aldraðir eyði ævikvöldinu í heimahúsum. Árið 2013 voru 13,6% íbúa á sunnanverðum Vestfjörðum 65 ára eða eldri. Tilgangur verkefnisins var að rannsaka athafnir og þátttöku í daglegu lífi meðal heimabúandi eldri borgara á þessu svæði. Aðferð rannsóknin var lýsandi þversniðsrannsókn og byggðist á heildarúrtaki allra íbúa rannsóknarsvæðisins sem höfðu náð 65 ára aldri og bjuggu heima. Þátttakendur voru 68 konur og 61 karl á aldrinum 65–91 árs (þátttökuhlutfall=80,1%). gögnum var safnað með staðlaða mælitækinu „Efri árin, mat á færni og fötlun“ þar sem þátttakendur meta erfiðleika sína við athafnir,tíðni þátttöku sinnar og takmörkun sína á þátttöku. niðurstöðurnar eru á jafnbilakvarða (0–100) þar sem fleiri stig þýða minni erfiðleika við athafnir, tíðari þátttöku eða minni takmörkun á þátttöku. niðurstöður voru bornar saman eftir kyni og aldurshópum (65–74 ára og 75–91 árs) og marktektarmörk sett við p<0,05. Niðurstöður Í heildina álitu karlar erfiðleika sína við athafnir minni (M=68,0) en konur (M=61,3) og hið sama gilti um yngri aldurshópinn (M=72,2) miðað við þann eldri (M=57,4). konur tóku oftar þátt í athöfnum (M=51,9) en karlar (M= 49,2) og yngri aldurshópurinn (M=52,0) var einnig virkari en sá eldri (M= 49,3). Eldri hópurinn taldi þátttöku sína líka takmarkaðri en sá yngri (M=68,8 og M=78,8). Þátttakendur lýstu ýmiss konar hindrunum sem eldri borgarar þurfa að yfirstíga til að eiga möguleika á að sjá um sig sjálfa og að taka þátt í samfélaginu. Ályktanir niðurstöðurnar gefa innsýn í athafnir og þátttöku eldri borgara á afmörkuðu dreifbýlu svæði og hafa hagnýtt gildi fyrir öldrunarþjónustu á rannsóknarsvæðinu.
 • Notkun interRAI-upphafsmats til að meta þjónustuþörf og forgangsraða þjónustu í heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu

  Ingibjörg Hjaltadóttir; Hallveig Skúladóttir; 1) Landspítala og háskóla Íslands 2) Hjúkrunar- og dvalarheimilinu höfða (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  Útdráttur Bakgrunnur: Mikil fjölgun í hópi þeirra sem vilja búa í sjálfstæðri búsetu þrátt fyrir versnandi heilsufar og óska eftir þjónustu heimahjúkrunar gefur tilefni til þess að skoða kosti þess að nota samræmt matstæki, eins og interrai-matstækið (resident assessment instrument) sem metur heilsufar, færni og þjónustuþörf þjónustuþega. Tilgangur: að skoða heilsufar, færni og þjónustuþörf einstaklinga sem njóta þjónustu heimahjúkrunar á akranesi og á Sauðárkróki samkvæmt upplýsingum úr interrai-hC upphafsmati og MaPLereikniritinu sem forgangsraðar einstaklingum í þjónustuflokka eftir upplýsingum úr matinu. jafnframt að bera saman niðurstöður og skoða muninn á þeim og athuga hvort gagnlegt er fyrir heimahjúkrun og félagslega heimaþjónustu að nota slíkt matstæki. Aðferð: rannsóknin var megindleg afturskyggn lýsandi samanburðarrannsókn. úrtakið var 60 skjólstæðingar heimahjúkrunar á akranesi og 42 skjólstæðingar á Sauðárkróki. Niðurstöður: Meðalaldur skjólstæðinga heimahjúkrunar á akranesi var 79,4 ár en 83,4 ár á Sauðárkróki. aldursflokkurinn 81–90 ára var fjölmennastur, 43,3% á akranesi og á Sauðárkróki 48,8%. fleiri skjól - stæðingar á akranesi fundu til einmanaleika, höfðu dregið úr þátttöku í félagsstarfi og höfðu orðið fyrir áföllum síðustu 90 daga en skjól - stæðingar á Sauðárkróki. Einvera yfir daginn og skerðing á skammtímaminni hjá skjólstæðingum var sambærileg á akranesi og á Sauð árkróki. um helmingur skjólstæðinga á báðum stöðum var með mæði eða öndunarerfiðleika og meirihluti skjólstæðinga á báðum stöðum fann til þreytu, eða í um 90% tilvika. um þriðjungur skjól - stæð inga á báðum stöðum hafði hlotið byltur síðustu 90 daga. fleiri þurftu aðstoð við lyfjatöku á Sauðárkróki en á akranesi. Ekki var marktækur munur á dreifingu í MaPLe-flokka og þjónustuþörf á akranesi og á Sauðárkróki. Skjólstæðingar á Sauðárkróki fengu ekki kvöldþjónustu frá heimahjúkrun og hvorki kvöld- né helgarþjónustu frá félagslegri heimaþjónustu en slík þjónusta var veitt á akranesi. Ályktanir: niðurstöður gefa til kynna að interrai-hC-upphafsmatið og MaPLe-flokkarnir geti nýst bæði heimahjúkrun og félagslegri heimaþjónustu til að meta stöðu og þjónustuþörf skjólstæðinga þeirra og þar með veita þjónustu við hæfi og forgangsraða þjónustu til þeirra sem mest þurfa á henni að halda.
 • „Ég virðist alltaf falla á tíma“: Reynsla nemenda sem glíma við námsvanda í Háskóla íslands

  Sigrún Harðardóttir; Sveinbjörg Júlía Svavarsdóttir; 1 ] Univ Iceland, Sch Social Sci, Social Work, Reykjavik, Iceland Show more [ 2 ] Univ Iceland, Reykjavik, Iceland Show less [ 3 ] Natl Univ Hosp Iceland, Psychiat Dept, Reykjavik, Iceland Organization-Enhanced Name(s) Landspitali National University Hospital (Háskóli Íslands, 2018)
  Háskólar þurfa að bregðast við aukinni fjölbreytni í hópi nemenda með því að mæta ólíkum þörfum þeirra. Í greininni eru kynntar niðurstöður rannsóknar á upplifun og reynslu nemenda sem stunda nám við Félagsvísindasvið Háskóla Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að varpa ljósi á reynslu nemenda sem glíma við námsvanda. Leitað var svara við eftirfarandi rannsóknarspurningu: Hvað styður og hvað hindrar nemendur í HÍ sem glíma við námsvanda í að takast á við nám sitt? Tekin voru þrjú einstaklingsviðtöl og rýnihópsviðtal við sex nemendur í BA-námi við félagsráðgjafardeild. Niðurstöður sýna að viðmælendur voru ánægðir með ýmsa þætti í skipulagi námsins og fannst skilningur kennara á stöðu þeirra vera góður en töldu þó að í kennsluháttum væru ýmsar hindranir sem gerðu þeim erfitt fyrir. Þær hindranir felist meðal annars í erfiðleikum við aðlögun að háskólasamfélaginu, álagi í námi sem veldur streitu og kvíða og því að of lítið tillit sé tekið til námsvanda þeirra. Slík innsýn í viðhorf nemenda sem glíma við námsvanda getur gagnast kennurum við að taka tillit til fjölbreytileikans í nemendahópnum og stuðlað þannig að bættri sálfélagslegri líðan nemenda, sem aftur hjálpar þeim við námið. Auk þess sýna niðurstöður að aukin áhersla á kennslu í fræðilegum vinnubrögðum ásamt virkri endurgjöf í námi getur hjálpað nemendum með námsvanda.
 • Misnotkun lóperamíðs – hægðatregða eða hjartastopp?

  Anna Kristín Gunnarsdóttir; Magnús Jóhannsson; Magnús Haraldsson; Guðrún Dóra Bjarnadóttir; 1 Lyflækningasviði Landspítala,2 rannsóknarstofu í lyfja- og eiturefnafræði við Háskóla Íslands, 3 Embætti landlæknis,4 geðsviði Landspítala,5 læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)
  Lóperamíð er örvi á μ-ópíóíðaviðtaka í meltingarvegi sem hefur hægðastemmandi áhrif. Almennt er talið erfitt að misnota lóperamíð vegna mikils umbrots í lifur og þarmaslímhúð auk þess sem útflæðispumpan P-glýkóprótein takmarkar flæði lyfsins yfir blóð-heila- þröskuldinn. Þó hafa tilfellalýsingar greint frá ópíóíðalíkum áhrifum á miðtaugakerfið sé lóperamíð tekið yfir meðferðarskömmtum. Helsta birtingarmynd eitrunaráhrifa lóperamíðs er yfirlið vegna lífshættulegra hjartsláttartruflana. Í huga heilbrigðisstarfsfólks er lóperamíð yfirleitt talið saklaust hægðastemmandi lyf en einkenni tengd misnotkun þess geta verið banvæn ef ekki er brugðist við. Vegna þessa var ákveðið að kanna hvort lyfjaávísanir í lyfjagagnagrunni landlæknis gætu gefið vísbendingar um misnotkun á Íslandi árin 2006-2017. Alls reyndust 94 einstaklingar nota meira en einn DDD/dag (10 mg) og 17 einstaklingar meira en tvo DDD/dag (20 mg), hafi þeir tekið lyfið daglega yfir árið. Niðurstöðurnar gefa til kynna að óhófleg notkun á lyfinu tíðkist á Íslandi en ekki er hægt að ákvarða út frá gögnunum hverjar ástæður þess eru. Auk þess liggja ekki fyrir upplýsingar um hversu stór hluti er seldur í lausasölu. Vegna aukins eftirlits með lyfjaávísunum gætu einstaklingar með ópíóíðafíkn leitað í lyf eins og lóperamíð og því mikilvægt að greina heilbrigðisstarfsfólki frá misnotkunarmöguleikum þess og alvarlegum afleiðingum ofskömmtunar.
 • Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu

  Einar Logi Snorrason; Bergrós Kristín Jóhannesdóttir; Thor Aspelund; Vilmundur Guðnason; Karl Andersen; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Haukeland Universitetssjukehus, Bergen, 3 Hjartavernd, 4 hjartadeild 14EG Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
  Inngangur: Hratt lækkandi dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi helst í hendur við samsvarandi lækkandi nýgengi kransæðastíflu á undanförnum þremur áratugum. Markmið þessarrar rannsóknar var að bera saman langtímalifun einstaklinga með NSTEMI (Non-ST elevation myocardial infarction) og STEMI (ST elevation myocardial infarction) og kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindust með bráða kransæðastíflu á Landspítala árið 2006. Upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi spítalans. Sjúklingum var fylgt eftir fram til 1. janúar 2015. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var dauðsfall eða endurinnlögn vegna kransæðastíflu. Niðurstöður: Á árinu 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu á Landspítala, þar af voru 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21 - I21.9). Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI-sjúklinga var 73,0 ár. Konur með NSTEMI voru að meðaltali 8,4 árum eldri en karlar með NSTEMI (konur 78,3 ár og karlar 69,9 ár). Meðalaldur STEMI-sjúklinga var 65,3 ár. Konur með STEMI voru að meðaltali 7,3 árum eldri en karlar með STEMI (konur 70,4 ár og karlar 63 ár). Fimm ára lifun NSTEMI-sjúklinga var 51%, 42% meðal kvenna og 57% meðal karla. Fimm ára lifun STEMI sjúklinga var 77%, 68% meðal kvenna og 80% meðal karla (logrank: p<0,01). Eftir aldursleiðréttingu var marktækt verri langtímalifun eftir NSTEMI samanborið við STEMI. Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar, sem skýrist af hærri meðal­aldri þeirra. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI sjúklinga þrátt fyrir aldursleiðréttingu.
 • ÚR LÆKNABLAÐINU 1919: Inflúensan fyrrum og nú

  Þórður Thoroddsen (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
 • Aldarafmæli spænsku veikinnar og viðbrögð við skæðum farsóttum á 21. öld

  Magnús Gottfreðsson; Ritstjóri Læknablaðsins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
 • Peutz-Jeghers-heilkenni með garnasmokkun

  Gísli Gunnar Jónsson; Jórunn Atladóttir; Skurðlækningasviði Landspítala Hringbraut
  Hér er lýst tilfelli sjúklings með staðfest Peutz-Jeghers-heilkenni á grundvelli jákvæðrar vefjagreiningar samhliða litabreytingum á vörum. Þessi sjúklingur greindist ekki fyrr en hann fékk innsmokkun á mjógirni. Hægt hefði verið að greina hann fyrr á ævinni vegna fyrrgreindra litabreytinga og sögu um tíð kviðverkjaköst
 • Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013

  Hörður Már Kolbeinsson; Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir; Pétur H. Hannesson; Elsa Björk Valsdóttir; Páll Helgi Möller; Hörður Már Kolbeinsson, Skurðlækningadeild Landspítala - Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir, Skurðlækningadeild Landspítala - Pétur H. Hannesson, röntgendeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands - Elsa Björk Valsdóttir, Skurðlækningadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands Páll Helgi Möller læknir‚ Skurðlækningadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands
  Inngangur Garnaflækja á bugaristli er sjaldgæf orsök garnastíflu í flestum vestrænum löndum. Kjörmeðferð er ristilspeglun og síðar skurðaðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðferð og horfur garnaflækju á bugaristli á Landspítala. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem greindust með garnaflækju á bugaristli á Landspítala á árunum 2000-2013. Farið var yfir sjúkraskrár og skráð kyn, aldur, legutími, meðferð, fylgikvillar meðferðar, vefjagreining og tíðni endurkomu. Niðurstöður Heildarfjöldi sjúklinga var 49; 29 karlar og 20 konur (1,5:1). Meðalaldur var 74 ár (bil: 25-93). Einn sjúklingur fór beint í bráða aðgerð vegna gruns um lífhimnubólgu, aðrir (n=48) voru meðhöndlaðir með ristilspeglun (n=45), skuggaefnisinnhellingu um endaþarm og endaþarmsröri (n=2) eða einungis endaþarmsröri (n=1). Þrír enduðu í bráðaaðgerð sökum misheppnaðrar ristilspeglunar en 8 sjúklingar fóru í skipulagða aðgerð í legunni. Þrjátíu og sex útskrifuðust eftir íhaldssama meðferð með ristilspeglun (n=35), innhellingu (n=1) eða endaþarmsröri (n=1). Tveir sjúklingar lögðust inn síðar til valaðgerðar á ristli. Tuttugu og tveir (61%) fengu endurkomu sjúkdóms. Miðgildi tíma að endurkomu var 101 dagur (bil: 1-803). Líkur á að fá ekki endurkomu eftir þrjá mánuði, 6 mánuði og 24 mánuði voru 66%, 55% og 22%. Heildardánartíðni (innan 30 daga) var 10,2%. Dánartíðni eftir bráðaaðgerðir var 25% (1/4) en 16,6% eftir skipulagðar aðgerðir (3/18). Ályktanir Meirihluti sjúklinga sem ekki fer í aðgerð í fyrstu innlögn fær endurkomu sjúkdóms. Heildardánartíðni vegna garnaflækju á bugaristli á Landspítala er lág en dánartíðni eftir skurðaðgerðir er há.
 • Burðarmálsdauði á Íslandi 1988-2017

  Ragnhildur Hauksdóttir; Þórður Þórkelsson; Gestur Pálsson; Ragnheiður I Bjarnadóttir; Ragnhildur Hauksdóttir 1,4, Þórður Þórkelsson 1,2,3, Gestur Pálsson 1,2,3, Ragnheiður I. Bjarnadóttir 1,2,4 -1 Landspítali, 2 læknadeild Háskóla Íslands, 3 Barnaspítala Hringsins, 4 kvennadeild Landspítala. (Læknafélag Íslands, 2018-07)
  Inngangur Með burðarmálsdauða er átt við fæðingu andvana barns eða dauða þess á fyrstu 7 dögunum eftir fæðingu. Tíðni burðarmálsdauða á Íslandi hefur verið ein sú allra lægsta í heiminum undanfarin ár. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvernig tíðni og orsakir burðarmálsdauða hafa breyst á síðastliðnum 30 árum, einkum til að meta hvort hugsanlega sé hægt að lækka tíðnina enn frekar. Efniviður og aðferðir Gerð var afturskyggn rannsókn og var rannsóknartímabilið 1988-2017. Upplýsingar um þau börn sem dóu á burðarmálsskeiði voru fengnar úr Fæðingaskrá og þau flokkuð samkvæmt NBPDC-flokkunarkerfi, sem byggist á að skilgreina þá flokka burðarmálsdauða sem hugsanlega væri hægt að fyrirbyggja. Breyting á burðarmálsdauða var reiknuð út sem árleg prósentubreyting með Poisson-aðhvarfsgreiningu. Niðurstöður Tíðni burðarmálsdauða lækkaði að meðaltali um 3,3% (p<0,001) á ári á tímabilinu miðað við ≥28+0 vikna meðgöngu. Börnum sem létust vegna meðfæddra galla fækkaði um 4,8% (p=0,001) á ári. Andvana fæðingum vaxtarskertra einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu fækkaði um 3,1% (p=0,029) á ári. Andvana fæðingum einbura eftir ≥28+0 vikna meðgöngu sem voru ekki vaxtarskertir fækkaði ekki marktækt. Ályktun Tíðni burðarmálsdauða hefur lækkað umtalsvert síðastliðin 30 ár. Dauðsföllum vegna meðfæddra galla fækkaði mikið vegna framfara í fósturgreiningu. Andvana fæðingum vaxtarskertra barna hefur fækkað og hefur árvökul mæðravernd skipt þar miklu máli. Erfiðast hefur reynst að fækka andvana fæddum einburum án áhættuþátta eins og vaxtarskerðingar. Mikilvægt að fræða konur um þýðingu minnkaðra hreyfinga fósturs á meðgöngu, hlusta á þær og rannsaka þegar ástæða þykir til.
 • Árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum á Íslandi

  Helga Rún Garðarsdóttir; Linda Ósk Árnadóttir; Jónas A. Aðalsteinsson; Hera Jóhannesdóttir; Sólveig Helgadóttir; Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir; Arnar Geirsson; Tómas Guðbjartsson; Helga Rún Garðarsdóttir1 kandídat Linda Ósk Árnadóttir1 deildarlæknir Jónas A. Aðalsteinsson1 deildarlæknir Hera Jóhannesdóttir1 deildarlæknir Sólveig Helgadóttir4 læknir Þórdís Jóna Hrafnkelsdóttir2,3 læknir Arnar Geirsson5 læknir Tómas Guðbjartsson1,3 læknir 1Hjarta- og lungnaskurðdeild, 2hjartadeild Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands, 4svæfinga- og gjörgæsludeild Akademíska sjúkrahússins í Uppsölum, Svíþjóð, 5hjartaskurðdeild Yale New Haven spítala, Bandaríkjunum. (Læknafélag Íslands, 2018-07)
  Inngangur Markmið þessarar rannsóknar var að bera saman árangur kransæðahjáveituaðgerða hjá konum og körlum á Íslandi með áherslu á snemm- og síðkomna fylgikvilla, 30 daga dánartíðni og langtímalifun. Efniviður og aðferðir Afturskyggn rannsókn á öllum sjúklingum sem gengust undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi á árunum 2001-2013. Upplýsingar fengust úr sjúkraskrám og Dánarmeinaskrá Embættis landlæknis. Fylgikvillum var skipt í snemm- og síðkomna fylgikvilla og heildarlifun reiknuð með aðferð Kaplan-Meier. Fjölþátta aðhvarfsgreining var notuð til að meta forspárþætti dauða innan 30 daga og Cox aðhvarfsgreining til að meta forspárþætti verri langtímalifunar. Meðaleftirfylgd var 6,8 ár. Niðurstöður Af 1755 sjúklingum voru 318 konur (18%). Meðalaldur þeirra var fjórum árum hærri en karla (69 ár á móti 65 árum, p<0,001), þær höfðu oftar sögu um háþrýsting (72% á móti 64%, p=0,009) og EuroSCOREst þeirra var hærra (6,1 á móti 4,3, p<0,001). Hlutfall annarra áhættuþátta eins og sykursýki var hins vegar sambærilegt, líkt og útbreiðsla kransæðasjúkdóms. Alls létust 12 konur (4%) og 30 karlar (2%) innan 30 daga frá aðgerð en munurinn var ekki marktækur (p=0,08). Tíðni snemmkominna fylgikvilla, bæði minniháttar (53% á móti 48% p=0,07) og alvarlegra (13% á móti 11%, p=0,2), var sambærileg. Fimm árum frá aðgerð var lifun kvenna 87% borin saman við 90% hjá körlum (p=0,09). Þá var tíðni síðkominna fylgikvilla sambærileg hjá konum og körlum 5 árum frá aðgerð (21% á móti 19%, p=0,3). Kvenkyn reyndist hvorki sjálfstæður forspárþáttur 30 daga dánartíðni (OR 0,99; 95%-ÖB: 0,97-1,01) né verri lifunar (HR 1,08; 95%-ÖB: 0,82-1,42). Ályktun Mun færri konur en karlar gangast undir kransæðahjáveituaðgerð á Íslandi og eru þær fjórum árum eldri þegar kemur að aðgerð. Árangur kransæðahjáveitu er góður hjá konum líkt og körlum, en 5 árum eftir aðgerð eru 87% kvenna á lífi.
 • Samfélagsþátttaka einhverfra barna: viðhorf foreldra

  Gunnhildur Jakobsdóttir; Þóra Leósdóttir; Snæfríður Þóra Egilson; 1)Æfingastöðinni 2)Greininar- og ráðgjafastöð ríkisins 3)Háskóla Íslands (Iðjuþjálfafélag Íslands, 2017)
  children to participate more often in activities while parents of children with ASD wanted their children to be more involved and participate in more diverse activities in the community. The qualitative analyses revealed that parents in both groups utilized similar strategies to facilitate their children’s participation in their communities. Nevertheless parents of children with ASD were more specific in their descriptions, and also made use of more distinct strategies. Our results provide an understanding of the complexities of participation within different environments. The results also point to how occupational therapists and other practitioners can support families in their efforts to promote their child’s participation in the community.

View more