• 2,8- díhýdroxýadenínúría

   Þröstur Laxdal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-04-01)
   2,8-díhýdroxýadenínúría (DHA) er talin fremur sjaldgæf orsök þvagfærakristalla/steina. Á síðasta áratug hafa fundist 12 einstaklingar með þennan arfgenga efnaskiptagalla á Íslandi. Algengi sjúkdómsins hér á landi virðist því töluvert hærra en vitað er um annars staðar eða kringum 1:22.000. Íslensku sjúklingarnir voru á aldrinum sex mánaða til 46 ára þar af helmingur á barnsaldri við greiningu. Ekkert barnanna hafði með vissu fengið steinaköst fyrir greiningu öfugt við flestalla hinna fullorðnu. Þrjú barnanna uppgötvuðust fyrir tilviljun í sambandi við venjulega smásjárskoðun á þvagi. Frumgreining allra 12 sjúklinganna var raunar gerð fyrir tilstuðlan einkennandi brúnleitra hnattkristalla sem sáust við smásæja þvagskoðun. Greining var síðan staðfest með útfjólublárri og innrauðri litrófsmælingu (spectrophotometry) á þvagkristöllum og endanlega staðfest með hvatamælingum í rauðum blóðkornum sjúklinganna. Rauðbrúnt botnfall við þvagskiljun svo og brúnleitir blettir í bleyjum barna reyndust viðbótarábending um 2,8-díhýdroxýadenínkristalla, jafnvel áður en þvagfæraeinkenni höfðu gert vart við sig. Níu af 12 sjúklingum reyndust rauðhærðir og allir áttu nána, rauðhærða ættingja. Þýðing þessa er óljós. Samsvarandi mislestursbreyting (missense mutation) í APRT geni allra íslensku sjúklinganna bendir á sameiginlega forforeldra. Hægt var að rekja ættir fimm sjúklinganna til sameiginlegra forfeðra 200 ár aftur í tímann og aðrir þrír reyndust skyldir í þriðja og fjórða lið. Allir sjúklingarnir voru settir á fyrirbyggjandi lyfjameðferð. Ekki er vitað um frekari nýrnasteinamyndanir hjá þeim sem fylgt hafa fyrirmælum um meðferð.
  • A-V fistill þrjátíu og tveimur árum eftir hlutabrottnám á maga : sjúkratilfelli

   Tómas Guðbjartsson; Sigurður V. Sigurjónsson; Tómas Jónsson; Einar Oddsson; Guðmundur Þorgeirsson; Jónas Björn Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-09-01)
   A-V fistlar á portæðarsvæði (portal arteriovenous fistulas) eru sjaldséðir. Í einstaka tilvikum geta þeir verið fylgikvilli skurðaðgerða. Lýst er fyrsta tilfellinu sem vitað er til að hafi greinst hér á landi. Um er að ræða 74 ára karlmann sem þremur áratugum áður en einkenni fistilsins gerðu vart við sig gekkst undir hlutabrottnám á maga.
  • Activated and total coagulation factor VII, and fibrinogen in coronary artery disease

   Danielsen, R; Onundarson, P T; Thors, H; Vidarsson, B; Morrissey, J H; Department of Medicine, Landspítalinn, University Hospital, Reykjavik, Iceland. (Taylor & Francis, 1998-03-01)
   Fibrinogen (FBG) and total coagulation factor VII (FVIIc) concentrations are higher in those patients with coronary artery disease who are at increased future risk of acute ischemic events. The relationship between activated factor VII (FVIIa) and cardiovascular events, however, has not been intensively studied. Data were collected from 401 consecutive patients who underwent coronary angiography because of suspected coronary artery disease. Conventional risk factors FVIIc, FVIIa and FBG were assessed in relation to the severity of coronary artery disease, left ventricular ejection fraction, and previous clinical events. A strong positive correlation was found between FVIIa and FVIIc (p < 0.001), but neither FVIIa nor FVIIc correlated with FBG. No correlation was found between FVIIa, FVIIc or FBG levels and stenosis score for the severity of coronary artery disease, and all were similar in patients with stable or unstable angina pectoris. Multivariate regression analysis showed FVIIc to be higher in women (p = 0.004), and positively related to triglycerides (p = 0.001) and HDL cholesterol (p = 0.006), but not to a previous myocardial infarction or total cholesterol. FVIIa, on the other hand, was lower in patients with a previous myocardial infarction (p = 0.004), higher in women (p = 0.001) and those that previously had undergone percutaneous transluminal coronary angioplasty (p = 0.039), and positively related to total cholesterol (p = 0.011), duration of coronary artery disease (p = 0.032), and smoking (p = 0.008). FBG was positively associated with a previous myocardial infarction (p = 0.013), hypertension (p = 0.016), smoking (p = 0.005), and the thrombocyte count (p < 0.001). Finally, stepwise logistic regression analysis verified a previous myocardial infarction to be negatively associated with FVIIa (p = 0.03), and positively with FBG (p = 0.03), total cholesterol (p = 0.02), and the severity of coronary artery disease (p < 0.001). In conclusion, in patients suspected of coronary artery disease undergoing cardiac catheterization, FVIIa was decreased and FBG increased in those who had a previous myocardial infarction. FVIIa, FVIIc, or FBG levels were not, however, related to the severity of coronary artery disease, and they were similar in patients with stable or unstable angina pectoris.
  • ADHD meðal barna og unglinga: samsláttur við aðrar raskanir

   Urður Njarðvík; Sálfræðideild Háskóla Íslands (Sálfræðingafélag Íslands, 2018-04-18)
   Attention Deficit Hyperactivity Disorder (ADHD) is one of the most common reasons for referrals in child mental health services. Comorbidity with other disorders is so frequent that children are more commonly diagnosed with an additional disorder than ADHD alone. The purpose of this article is to provide a review of research on the prevalence of various comorbid disorders among children and adolescents with ADHD. The most common psychiatric and neurodevelopmental disorders are discussed, their prevalence examined and studies compared in terms of research methods. Icelandic studies are included whenever possible. The most prevalent comorbid disorders were oppositional defiance disorder and anxiety disorders (up to 40%). Mood disorders were also prevalent (up to 20%) while autism spectrum disorders and tic disorders were reported at a lower rate. Icelandic studies are sparse but available data suggests a high frequency of comorbidity, especially with anxiety disorders and depression. As additional diagnoses negatively impact the progress of children with ADHD, it is essential that professionals working with this group of children regularly screen for these disorders and closely monitor the course of symptoms. Keywords: ADHD, comorbidity, children, psychopathology, epidemiology.
  • Afdrif barna á Íslandi sem eru ættleidd erlendis frá

   Málfríður Lorange; Kristín Kristmundsdóttir; Guðmundur Skarphéðinsson; Björg Sigríður Hermannsdóttir; Linda Björk Oddsdóttir; Dagbjörg B. Sigurðardóttir; BUGL, Landspitali The National University Hospital, Reykjavik, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)
   Inngangur: Undanfarin ár hafa allmörg börn verið ættleidd til Íslands. Markmið rannsóknarinnar var að kanna hvaða áhættuþættir geta haft áhrif á andlega líðan og hegðun barna ættleiddra erlendis frá. Efniviður og aðferðir: Upplýsingum var safnað um áhættuþætti fyrir ættleiðingu, andlega líðan og hegðunarvanda hjá börnum ættleiddum erlendis frá. Notaður var yfirgripsmikill spurningalisti um þetta efni sem var þróaður af Dana Johnson, lækni hjá Háskólanum í Minnesóta í Bandaríkunum. Einnig voru lagðir fyrir eftirfarandi staðlaðir hegðunarmatslistar: Spurningalisti um atferli barna (CBCL), Spurningalisti um styrk og vanda (SDQ), Ofvirknikvarðinn (ADHD-RS-IV) og Einhverfumatslistinn (ASSQ). Listarnir hafa áður verið staðlaðir við almennt þýði. Niðurstöður: Börn ættleidd eftir 18 mánaða aldur og þau sem hafa dvalið á stofnun lengur en fyrstu 18 mánuði lífsins eru í aukinni áhættu á að sýna einkenni athyglisbrests með ofvirkni og hegðunar- og tilfinningavanda en almennt þekkist. Auk þess skora þau börn sem talin eru hafa sætt alvarlegri tilfinningalegri vanrækslu marktækt hærra á hegðunar og tilfinningamatslistunum en þekkist í almennu þýði. Tilhneiging í þá veru sást einnig á skori á einhverfumatslistanum. Þau börn sem voru ættleidd fyrir 12 mánaða aldur skoruðu sambærilega við almennt þýði á öllum matslistum. Ályktun: Niðurstöðurnar benda til þess að börnum sem eru ættleidd eftir 18 mánaða aldur sé hættara við tilfinninga- og hegðunarvanda samanborið við almennt þýði. Niðurstöðurnar styðja að leggja beri áherslu á að börn sem eru ættleidd erlendis frá til Íslands komist sem fyrst til kjörforeldra sinna og dveljist sem styst á stofnun.
  • Afdrif sjúklinga eftir aðsvif

   Anna Jóhannsdóttir; Gizur Gottskálksson; Jóhann Ragnarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-10-01)
   Hjá 111 sjúklingum með aðsvif, er rannsakaðir voru framvirkt á árunum 1985-1986, voru dánartíðni og endurtekið aðsvif skráð. Haft var samband við sjúklinga símleiðis, bréflega og einnig stuðst við dánarvottorð og sjúkraskrár. Af 111 sjúklingum dóu 21 (18,9%) á tímabilinu. Hjá þeim 90 er eftir lifðu fengust fullnægjandi upplýsingar hjá 81. Enduryfirlið kom fyrir hjá 20 sjúklingum og sjúkdómsgreining reyndist sama og sú upphaflega hjá 14 þeirra. Af 11 sjúklingum með hjarta- og æðasjúkdóma dóu fjórir. Búast hefði mátt við að 5,5% dæju en þeir reyndust 36,4% (p<0,001). Það sama varð uppi á teningnum meðal þeirra er leið yfir vegna blóðþrýstingsfalls (orthostatisma) (5,5% vs. 34,8%, p<0,001). Heildardánartíðni í þýðinu var 21 en búast hefði mátt við fjórum dánum miðað við staðaldánartíðni Norðurlandabúa p<0,001). Þetta staðfestir að horfur sjúklinga með yfirlið geta verið slæmar. Í nýrri rannsókn á yfirliðum og yfirliðakennd 1988-1989 kemur í ljós að hjarta- og æðasjúkdómar eru orsök yfirliöakenndar í 28% tilfella. Við leggjum því áherslu á að greina sjúklinga með yfirlið og yfirliðakennd, þannig að viðeigandi meðferð sé beitt í þeim tilgangi aö bæta lífslíkur sjúklinganna.
  • Afdrif sjúklinga með iðraólgu

   Gísli Baldursson; Jón Steinar Jónsson; Stefán Þórarinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-03-01)
   Iðraólga (irritable bowel syndrome) er algengt sjúkdómsástand í meltingarfærum. Í þessari rannsókn voru athuguð afdrif sjúklinga með iðraólgu. Árið 1982 hafði 81 (2,9%) íbúi í Egilsstaðalæknishéraði sjúkdómsgreininguna iðraólga skráða í sjúkraskrá (ICCH 558). Arið 1994, 12 árum síðar, voru afdrif þessara sjúklinga könnuð. Upplýsinga var aflað með spurningalista og var svörun 76%. Af þeim sem svöruðu reyndust 28% bafa orðið einkennalausir, en 38% höfðu áfram einkenni mánaðarlega eða oftar. Sjúkraskrár 11 látinna voru kannaðar. Sjúkdómar í meltingarfærum voru staðfestir hjá tveimur þeirra, en í hvorugu tilvikanna var um sjúkdóm í ristli að ræða.
  • Afdrif sjúklinga með óútskýrða kviðverki á bráðamóttöku

   Ómar Sigurvin Gunnarsson; Guðjón Birgisson; Margrét Oddsdóttir; Tómas Guðbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-04)
   Tilgangur: Óútskýrðir kviðverkir er algengasta greining sjúklinga sem leita á bráðamóttöku vegna kviðverkja. Tilgangur þessarar afturskyggnu rannsóknar var að kanna afdrif þessara sjúklinga ári eftir útskrift af bráðamóttöku. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem útskrifaðir voru með óútskýrða kviðverki af bráðamóttökum Landspítala í Foss-vogi og við Hringbraut, 1. janúar til 31. desember 2005. Ekki voru teknir með sjúklingar á bráðamóttöku kvenna- eða barnadeildar. Skoðaðar voru sjúkraskrár sjúklinga sem leituðu aftur á bráðamóttöku vegna kviðverkja næstu 12 mánuði og skráð einkenni, staðsetning verkja, rannsóknaniðurstöður og útskriftargreining við endurkomu. Niðurstöður: Alls leituðu 62.116 sjúklingar á bráðamóttökur Landspítala árið 2005 og voru 1411 (2,3%) þeirra útskrifaðir með greininguna óútskýrðir kviðverkir. Á næstu 12 mánuðum leituðu 112 (7,9%) sjúklingar aftur á bráðmóttöku vegna kviðverkja, flestir tvisvar eða oftar. Við endurkomu fengu 27 (24,1%) af 112 sértæka greiningu, en 85 voru útskrifaðir aftur með óútskýrða kviðverki. Gallsteinar greindust hjá 8 (29,6%), botnlangabólga hjá 5 (18,5%) og krabbamein hjá tveimur (7,4%) sjúklingum. Skurðaðgerð var framkvæmd hjá 17 sjúklinganna (63%) við endurkomu. Ályktun: Tæp 8% sjúklinga með óútskýrða kviðverki leituðu aftur á bráðamóttöku innan árs vegna kviðverkja. Um fjórðungur fékk sértæka greiningu við endurkomu sem leiddi til skurðaðgerðar í rúmlega helmingi tilfella, oftast vegna gallsteinavandamála eða botnlangabólgu. Niðurstöður benda til að bæta megi greiningu sjúklinga með kviðverki þegar þeir koma fyrst á bráðamóttöku.
  • Affrumað roð: Eðliseiginleikar sem styðja vefjaviðgerð

   Magnússon, Skúli; Baldursson, Baldur Tumi; Kjartansson, Hilmar; Thorlacius, Guðný Ella; Axelsson, Ívar; Rolfsson, Óttar; Petersen, Pétur Henry; Sigurjónsson, Guðmundur Fertram; Kerecis ehf, Landspítali, Læknadeild Háskóli Íslands, Kerfisfræðasetur Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-12-04)
   Introduction: Acellular fish skin of the Atlantic cod (Gadus morhua) is being used to treat chronic wounds. The prevalence of diabetes and the comorbidity of chronic wounds is increasing globally. The aim of the study was to assess the biocompatibility and biological characteristics of acellular fish skin, important for tissue repair. Materials and methods: The structure of the acellular fish skin was examined with microscopy. Biocompatibility of the graft was conducted by a specialized certified laboratory. Protein extracts from the material were analyzed using gel electrophoresis. Cytokine levels were measured with an enzyme linked immunosorbent assay (ELISA). Angiogenic properties were assessed with a chick chorioallantoic membrane (chick CAM) assay. Results: The structure of acellular fish skin is porous and the material is biocompatible. Electrophoresis revealed proteins around the size 115-130 kDa, indicative of collagens. The material did not have significant effect on IL-10, IL-12p40, IL-6 or TNF-α secretion from monocytes or macrophages. Acellular fish skin has significant effect on angiogenesis in the chick CAM assay. Conclusion: The acellular fish skin is not toxic and is not likely to promote inflammatory responses. The graft contains collagen I, promotes angiogenesis and supports cellular ingrowth. Compared to similar products made from mammalian sources, acellular fish skin does not confer a disease risk and contains more bioactive compounds, due to less severe processing.
  • Afgreiðsla á neyðargetnaðarvörn í apótekum

   Margrét Lilja Heiðarsdóttir; Anna Birna Almarsdóttir; Reynir Tómas Geirsson (2009-05-01)
   Tilgangur: Notkun neyðargetnaðarvarnar með levónorgestrel-töflum hefur orðið algeng eftir að bein afgreiðsla í apótekum var heimiluð. Kannað var hvernig lyfjafræðingar á höfuðborgarsvæðinu afgreiða neyðargetnaðarvörn. Efniviður og aðferðir: Alls voru 46 lyfjafræðingar af báðum kynjum og á öllum aldri beðnir um að svara spurningalista (svarhlutfall 84,8%) um hvernig þeir afgreiddu neyðargetnaðarvörn. Niðurstöður: Fjórir af fimm eyddu <5 mínútum í að ræða um neyðargetnaðarvörnina, en nær allir athuguðu tímalengd frá samförum. Fáir (20%) spurðu um heilsufarsvandamál, en lyfjanotkun og milliverkun við levónorgestrel var oftast könnuð. Tæpur helmingur benti á að neyðargetnaðarvörn dygði ekki gegn kynsjúkdómum, en 3/4 nefndu reglubundna getnaðarvörn. Nær allir (95%) spurðu um fyrri notkun neyðargetnaðarvarna. Aðeins 30% afgreiddu neyðargetnaðarvörn aftur í sama tíðahring. Helmingur lyfjafræðinganna vildi afgreiða karlmenn og aðstoða þá við að axla ábyrgð, en aðrir aðeins konuna sjálfa. Af þeim sem afgreiddu karlmenn sagðist helmingur (55%) ræða við konuna í síma til að tryggja rétta ávísun og upplýsingar. Nær þriðjungur ræddi sjaldan eða aldrei við skjólstæðinga í einrúmi. Ályktun: Lyfjafræðingar virðast sammála um meginatriði í afgreiðslu neyðargetnaðarvarnar, en þó ekki hvað varðar afhendingu til karla. Aðstaða til að ræða viðkvæm málefni við skjólstæðinga mætti víða vera betri.
  • Afleidd kalkkirtlaofvirkni hjá sjúklingum með nýrnabilun

   Ólafur Skúli Indriðason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-01-01)
   Í nýrnabilun verða ýmsar breytingar á kalsíumbúskap líkamans sem leiða til ofvirkni kalkkirtla (parathyroid glands). Helstu áhrifaþættir eru minnkað viðbragð beina við kalkkirtlavaka (parathyroid hormone, PTH), lágur kalsíumstyrkur í blóði, minnkuð framleiðsla 1,25-díhýdroxývítamíns D3 í nýrum og hækkaður fosfatstyrkur í bóði. Þessir þættir leiða bæði beint og óbeint til aukinnar seytunar kalkkirtlavaka og ofvaxtar í kirtlunum sem getur að lokum valdið æxliskenndri fjölgun einstofna frumna. Meðferð byggist á því að leiðrétta vandann með gjöf kalsíums og D vítamínefna og með því að takmarka fosfat í mataræði, en viðbrögð við slíkri meðferð eru ekki einhlít. Talið er að starfrænar breytingar innan kalkkirtlanna, til dæmis fækkun D vitamin eða kalsíumviðtækja og/eða aukinn fjöldi frumna, tengist minnkuðu viðbragði við meðferð. Þessi grein fjallar um hlutverk starfrænna breytinga innan kalkkirtla í svörun við meðferð og fjallar sérstaklega um nýlega rannsókn sem varpar ljósi á mikilvægi kirtlastærðar í því sambandi.
  • Afstaða unglækna og læknanema til sérfræðináms á Íslandi

   Inga Sif Ólafsdóttir; Sædís Sævarsdóttir; Kolbrún Pálsdóttir; Hannes Petersen; Ólafur Baldursson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-06-01)
   Inngangur: Ýmsir hafa lýst áhuga á skipulegu sérfræðinámi í læknisfræði á Íslandi. Áhugi og afstaða unglækna og læknanema til slíks náms hefur ekki verið athuguð áður. Efniviður og aðferðir: Í ársbyrjun 2004 var sendur spurningalisti til 146 unglækna og 84 læknanema á fimmta og sjötta ári í læknisfræði. Spurt var um kyn, afstöðu til sérfræðináms á Íslandi, áhuga á að stunda slíkt nám og í hvaða sérgrein viðkomandi stefndi. Einnig var spurt hvaða þættir hefðu áhrif á ákvarðanir svarenda um val á sérfræðinámi og þáttum raðað eftir mikilvægi. Niðurstöður: Alls svöruðu 100 manns spurningalista (svarhlutfall 45%), 61 unglæknir (deildarlæknar og kandídatar) og 39 læknanemar. Af innsendum svörum voru langflestir unglæknar (97%) og lækna­nemar (87%) mjög hlynntir eða frekar hlynntir sérfræðinámi á Íslandi. Meirihluti þeirra er svaraði vildi stunda hluta sérfræðináms hérlendis. Þeir sem kusu hluta sérfræðináms á Íslandi sögðu verklega þjálfun, aðgengi að sérfræðingum, fjölskyldu­aðstæður og skipulega fræðslu ráða mestu um þetta val. Þeir sem vildu alfarið sérfræði­nám erlendis mátu mest sjúklingaúrval, verklega þjálfun, skipulega fræðslu og rannsóknatækifæri. Samantekt: Unglæknar og læknanemar eru hlynntir því að taka hluta síns sérfræðináms á Íslandi. Þeir sem kusu sérfræðinám erlendis mátu sjúklingaúrval og rannsóknatækifæri meir en þeir sem vildu sérfræðinám á Íslandi.
  • Afturvirk rannsókn á heilsufarsbreytum heimilismanna á Droplaugarstöðum árin 1983-2002

   Ársæll Jónsson; Ingibjörg Bernhöft; Karin Bernhardsson; Pálmi V. Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-02-01)
   Tilgangur: Á síðustu árum hafa verið gerðar miklar skipulagsbreytingar á öldrunarþjónustu á Íslandi. Þessi afturvirka rannsókn beinist að því að meta áhrif þessara breytinga á lýðfræði og heilsufarsbreytur heimilismanna á Droplaugarstöðum, hjúkrunarheimili fyrir aldraða í Reykjavík. Efniviður og aðferðir: Lesnar voru sjúkraskrár allra vistmanna sem látist höfðu á árunum 1983-2002. Þessum 20 árum var skipt niður í fimm fjögurra ára tímabil. Skráð var aldur, kyn, hvaðan fólkið kom og stig á vistunarmati aldraðra. Metin var hreyfifærni og vitræn geta með fjögurra stiga kvarða, lyfjanotkun og sjúkdómsgreiningar við komu. Skráðar voru algengustu heilsufarsbreytur á dvalartíma, byltur og brot, vitjanir lækna og samráðskvaðningar. Stigun meðferðar, dánarstaður og dánarmein, meðalaldur og meðaldvalartími voru skráð. Niðurstöður: Rannsóknin náði til 385 heimilismanna, 279 kvenna og 106 karla. Meðalaldur við komu var 85 (± 7) ár fyrir bæði kynin og breyttist ekki marktækt á þessum 20 árum. Fyrstu fjögur árin komu flestir heimilismanna úr heimahúsum eða úr þjónustuíbúðum fyrir aldraða en á síðasta tímabilinu komu um 60% beint frá sjúkrahúsum. Hreyfihömlun og heilabilun voru talin algengustu vandamál heimilismanna við komu og algengi þeirra fór vaxandi með árunum. Algengustu sjúkdómsgreiningar við komu voru heila­bilun (56%), kransæðasjúkdómar (46%), beinbrot (35%) og heilaáföll (27%). Parkinsonsjúkdómur og fullorðinssykursýki komu mun sjaldnar fyrir, eða í um 6% tilfella. Meðalfjöldi stiga á vistunarmati aldr­aðra (eftir 1991) var 57 stig (± 17), fjöldi lyfja á mann við komu voru 5,3 (± 3) og inntaka geð- og róandi lyfja 1,1 (±1). Algengustu heilsufarsáföll á dvalartíma voru sýkingar í þvagfærum og lungum, kviðverkir, hjartabilun, hjarta- og heilaáföll og lungnateppa. Mjaðmarbrot voru 45 (12%) og önnur beinbrot 47. Skráðar vitjanir lækna fóru vaxandi með árunum. Dánartíðni fór vaxandi fyrstu árin en var að meðaltali 29% á ári yfir allt tímabilið. Líknarmeðferð var algengasta meðferðarstig heimilismanna undir lokin. Fyrstu fjögur árin áttu 64% andláta heimilismanna sér stað á sjúkrahúsi en aðeins 2% síðustu árin. Algengasta skráða dánarmeinið var lungnabólga. Meðaldvalartími mældist lengstur á árunum 1991-94 en styttist og var 2,6 ár á síðasta tímabilinu. Ályktun: Þessi afturvirka rannsókn sýnir vaxandi hrum­leika aldraðs fólks sem vistaðist á Droplaugarstöðum hjúkrunarheimili undanfarin 20 ár. Með árunum komu heimilismenn oftar beint frá legudeild á sjúkrahúsi. Á tímabilinu breyttist dánarstaður heimilismanna frá sjúkrahúsi yfir til heimilisins sjálfs í takt við breytt viðhorf til dánarferlis og samfara umræðu um útgefnar leiðbeiningar um lífslokameðferð. Niðurstöður benda til aukinnar skilvirkni í vistunarmati og heildrænni umönnunar á hjúkrunarheimilinu. Þessi þróun samræmist þeirri hugmyndafræði heilbrigðisyfirvalda að aldraðir búi sem lengst á eigin heimilum en hafi aðgang að hjúkrunarrýmum þegar allt um þrýtur heima.
  • AIS-ISS kerfi við mat á afdrifum slasaðra á gjörgæsludeild Borgarspítalans 1980-1984

   Þorbjörg Magnúsdóttir; Bergþóra Ragnarsdóttir; Bjarni Torfason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-04-01)
   Afturskyggn könnun var gerð á 401 sjúklingi, sem lent hafði í slysi og lagður á gjörgæsludeild Borgarspítalans frá 1. janúar 1980- 31. desember 1984. Áverkar hinna slösuðu voru metnir eftir »The Abbreviated Injury Scale (AIS)« - 1980 og út frá því reiknað »The Injury Severity Score (ISS)« fyrir hvern sjúkling. Karlar voru 285 og konur 116, meðalaldur 29.9 ár. Flest slysin eða 62% urðu á Reykjavíkursvæðinu, í öðru þéttbýli 13%, 22% í dreifbýli og 3% annars staðar. Sjúklingunum var skipt í átta flokka eftir orsök slyssins. Flestir lentu í umferðarslysum (53.6%) og næst flestir í fallslysum (27.9%). Þeir sem höfðu fengið áverka á fleiri en einu svæði líkamans voru alls 265. Algengastir voru höfuð- eða hálsáverkar, eða hjá 63% sjúklinga alls, og næst komu útlima-eða mjaðmagrindaráverkar hjá 38%. Af þeim sjúklingum, sem höfðu áverka á einu svæði voru 85 með höfuð- eða hálsáverka, 20 með brjóstholsáverka og 16 með kviðarholsáverka, en færri á öðrum svæðum. Þeir, sem höfðu áverka metna á ISS < 20 voru 55.1% af heildinni, en með ISS > 20 voru 44.9%, þeir áverkar eru taldir til mjög alvarlegra eða lífshættulegra áverka. Höfuðslys eru mjög mörg í þessari könnun, enda eru sjúklingar með alvarlega höfuðáverka frá landinu öllu lagðir inn á deildina. Dánartíðni vegna höfuð- og hálsáverka reyndist hærri á ISS-bili 20-29 en hjá þeim, sem höfðu slasast á öðrum líkamssvæðum, en með sama ISS. Aldur hefur veruleg áhrif á dánartíðni, en hún vex við hækkandi aldur, einkum í lægri ISS flokkum. Við samanburð á dánartíðni tveggja aldurshópa, 0-49 ára og 50 ára og eldri, var dánartíðni þeirra sem voru 50 ára. og eldri rúmlega þrisvar sinnum hærri en hinna yngri. Þeir yngri höfðu meiri möguleika á að lifa af lífshættulega áverka. Dánartíðni innan 30 daga var 10.2%, en dánartíðni yfir heildina fyrir þessa sjúklinga var 11.5% á sjúkrahúsinu, og hjá þeim, sem voru með ISS > 20 var dánartíðni 24.4%, og er það svipaður árangur og ekki lakari en niðurstóður annarra rannsókna frá svipuðum tíma.
  • Akonitín, eiturefni í bláhjálmi : yfirlitsgrein

   Kristín Ingólfsdóttir; Kjartan Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-03-01)
   Bláhjálmur (Aconitum napellus), öðru nafni venusvagn, er álitin ein eitraðasta planta sem vex í Evrópu. Virkasta eiturefnið í bláhjálmi er akonitín, sem flokkast efnafræðilega sem díterpen alkalóíð. Bláhjálmur á sér langa sögu sem eitur- og lækningajurt. Nú er notkun plöntunnar til lækninga einkum bundin við smáskammtalækningar (homeopathy) og austurlenskar alþýðulækningar. Eitrunartilfelli síðari ára á Vesturlöndum hefur mátt rekja til innfluttra kínverskra náttúrumeðala, neyslu barna af bláhjálmi sem vex í görðum, sjálfsmorðstilrauna og til mistaka við söfnun og greiningu jurta til sjálfslækninga. Greint er frá sögu bláhjálms sem eitur- og lækningajurtar, verkunarhætti akonitíns, eitrunareinkennum, eitrunum sem vart hefur orðið erlendis síðustu ár og meðferð við eitrunum. Bláhjálmur hefur lengi verið ræktaður sem skrautjurt í görðum hér á landi. Í ljósi þess að bláhjálmur er ein eitraðasta planta Evrópu og erlendum börnum almennt kennt að forðast hana, vakti það athygli að börn á Íslandi hafa haft þann sið að sjúga sætan safa úr hunangssporum (nectaries) plöntunnar. Niðurstöður mælinga á akonitíni ræktuðum á Íslandi sýna að akonitínstyrkur í fræjum og fræbelgjum er svipaður og mælst hefur erlendis en akonitíninnihald í rótarhnýðum, og þó einkum í blómum og blöðum, er lágt miðað við erlend gildi. Mælingar staðfestu að akonitínstyrkur í hunangssporum er hverfandi lítill. Það skýrir væntanlega hvers vegna íslenskum börnum hefur ekki orðið meint af neyslu þessara plöntulíffæra.
  • Aldarafmæli spænsku veikinnar og viðbrögð við skæðum farsóttum á 21. öld

   Magnús Gottfreðsson; Ritstjóri Læknablaðsins (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
  • Aldur tannfyllinga í almennum tannlæknapraxis á Íslandi árið 2000

   Svend Richter; Sigfús Þór Elíasson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   The age of 1917 restorations replaced in permanent teeth in general dental practice were available for analysis. The results show that the median age of amalgam restorations was 10 years and 8 years for composits. The median age for glassionomers was 4 years and 3 years for resin-modified glassionomers. The median age for „other" restorations, comprising mainly gold inlays, was much higher or 16 years. The median age at replacement for amalgam and composite restorations as a function of class of restoration is always higher for amalgam restorations, or 13,5 years versus 5 years for class I, 10 years versus 7 years for class II, 15,5 years versus 10 years for class III, 10 years versus 8 years for class V and 11 years versus 5 years for multisurface restorations. The data was subdivided based on patients age gender. The results shows that for the youngest group the median age for composite restorations was 4 years while the age of amalgam restorations was 7.5 years, almost twice as high. There was minor difference in median age of amalgam restorations between sexes but for composite restorations the median age was considerably lower for males. It is concluded that age of failed amalgam restorations is higher than that of composite restorations. The age of glassionomer and resin-modified glassionomer restorations is lower, while the median age of gold inlays is far the highest.
  • Aldursbundin hrörnun í augnbotnum : yfirlitsgrein

   Guðleif Helgadóttir; Friðbert Jónasson; Haraldur Sigurðsson; Kristinn P. Magnússon; Einar Stefánsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-10-01)
   Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (AMD) er algengasta ástæðan fyrir blindu í hinum vestræna heimi í dag. Þessum sjúkdómi er ekki lýst í gögnum Björns Ólafssonar fyrir rúmlega öld síðan en hann var fyrsti augnlæknirinn á Íslandi. Á blinduskrá 1950 eru 6% blindir vegna þessa sjúkdóms. Í dag veldur sjúkdómurinn 54% af lögblindu á Íslandi samkvæmt blinduskrá Sjónstöðvar Íslands. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. Erfðir og umhverfisþættir eru talin hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. Óbeinar aðferðir, svo sem tvíburarannsóknir og aukin lægni í ákveðnum ættum, hafa bent til að erfðir hafi áhrif. Nýverið hafa litningarannsóknir staðfest þennan grun með því að finna svæði á litningi 1 og 10 sem virðast hafa áhrif á tilurð sjúkdómsins. AMD flokkast annars vegar í byrjunarstig sem einkennist af drúsen og litarefnistilfærslum í augnbotni og samfara því óverulegri sjónskerðingu. Meðferðarform við byrjunarstigi eru fá, þó hafa rannsóknir sýnt fram á notagildi andoxunarefna, svo sem vitamín E og C ásamt zinki. Hitt form AMD er lokastigið með verulegri sjónskerðingu. Það er ýmist þurrt með rýrnun í makúlu eða vott með æðanýmyndun undir sjónhimnu og blæðingum. Meðferðarmöguleikar við þurra formið eru í dag litlir, en þetta form er mun algengara hér á landi miðað við önnur lönd án þess að fyrir því liggi haldbærar skýringar. Aftur á móti eru verulegar vonir bundnar við nýja meðferðarmöguleika í vota forminu. Staðbundin leysimeðferð á fyrirfram lyfja merkta himnu í sambland við lyfjameðferð sem gefin er inn í augað. Það lyf hindrar vaxtarþátt nýæðamyndar (anti-VEGF) . Nýjungar í meðferð sjónskertra þar sem nýjasta tölvutækni er notuð reynist þeim sem nú eru með sjúkdóminn betur, tækin eru betri og þeir einstaklingar sem fá sjúkdóminn í dag hafa oft náð valdi á tölvutækni. Með fjölgun aldraðra er þó ljóst að þessi sjúkdómur verður vaxandi heilbrigðisvandamál á Íslandi, sem og í hinum vestræna heimi, og er því mikilvægt að bæta meðferð, þjónustu og ráðgjöf fyrir þennan sjúklingahóp. Aldursbundin hrörnun í augnbotnum (Age-Related Macular Degeneration) AMD er sjúkdómur í litþekju augans, Bruch´s himnu og ljósnemum í sjónhimnu og veldur gjarnan sjónskerðingu. Algengi sjúkdómsins eykst með hækkandi aldri. "Macula" er latneskt orð og þýðir blettur eða díll og er í raun stytting á "macula lutea", það er guli díllinn eða bletturinn í sjónhimnu auga þar sem sjónskynjun er sterkust. "Macula" hefur verið þýtt sem makúla á íslensku og er það orð notað í þessari grein (1). Í gegnum árin hefur sjúkdómsástandinu verið lýst á mismunandi hátt og gefin mörg nöfn. Árið 1885 lýsti Haab þessu sjúkdómsástandi og kallaði það ellihrörnun í augnbotnum "senile macular degeneration" (2). Nú meira en 100 árum seinna eru fræðimenn ekki á eitt sáttir um hvernig eigi að skilgreina og flokka þetta sjúkdómsástand. Í þessari grein er stuðst við alþjóðaskilgreiningu á aldursbundinni hrörnun í augnbotnum frá 1995 frá The International ARM Epidemiological Study Group (3). Með hækkandi aldri verða ákveðnar breytingar í makúlu, æðahimnan þykknar og magn og þéttleiki litarefnisins melanín í litþekju minnkar og litþekjufrumum fækkar. Auk þess verður þykknun á Bruch?s himnu, og ljósnemum í makúlu fækkar. Við byrjunarstig á AMD safnast niðurbrotsefni frá diskum ljósnema upp og myndar svonefnd drúsen.
  • Aldursbundið algengi mótefna gegn chlamydia pneumoniae á Íslandi

   Sigurður Einarsson; Helgi K. Sigurðsson; Sólveig D. Magnúsdóttir; Helga Erlendsdóttir; Haraldur Briem; Sigurður Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-01-01)
   Chlamydia pneumoniae er nýlega uppgötvaður sýkill, og bendir flest til að hann sé algeng orsök loftvegasýkinga. Markmið þessarar athugunar var að kanna algengi hans á Íslandi. Rannsóknin var gerð á 1020 sermisýnum frá einstaklingum á aldrinum 10-99 ára. Sýnunum var deilt í hópa eftir aldri einstaklinga og tók hver hópur til 10 ára tímabils. IgG og IgM mótefni voru mæld með flúrskinsaðferð (micro-immunofluorescence). Jákvæð sýni voru þau talin þar sem IgG titer var 1/32 og IgM >1/16. Meðalalgengi (istaðalfrávik) IgG í aldurshópunum var 53±16% og vikmörk (range) 14-66%. Hvorki reyndist kynja- né árstíðamunur á algengi. Algengi IgG mótefna var lægst hjá börnum undir 10 ára aldri (p<0,001) en fór síðan stigvaxandi til sjötugs (P<0,005). Í fyrstu atrennu greindust IgM mótefni hjá 34 einstaklingum og voru flestir þeirra í elstu aldurshópunum. Eftir að þessi sýni höfðu verið meðhöndluð með IgG mótefni úr geitum til að fella út sértæk trufiandi IgG mótefni var ekkert sýni IgM jákVætt. Samkvæmt þessum niðurstöðum er algengi C. pneumoniae sýkinga hátt á Íslandi og svipað því er greinst hefur í nálægum löndum austan hafs og vestan. Nauðsynlegt er að gæta varúðar við túlkun jákvæðra prófa úr IgM mótefnamælingum hjá eldra fólki.
  • Aldursbundnar breytingar á þéttni kalkkirtlahormóns kannaðar með mismunandi rannsóknaraðferðum

   Jakob Pétur Jóhannesson; Ólafur Skúli Indriðason; Leifur Franzson; Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-03-01)
   Inngangur: Þær aðferðir sem nú eru notaðar til mælinga á kalkkirtlahormóni (parathyroid hormone, PTH) greina ekki aðeins virka formið, PTH(1-84), heldur einnig stór niðurbrotsefni þess, helst PTH(7-84). Ný aðferð hefur verið þróuð sem talið er að mæli eingöngu virka formið. Tilgangur þessarar rannsóknar var að kanna hvort hægt væri að útskýra þá hækkun sem fylgir aldri, þyngd og versnandi nýrnastarfsemi með miklu magni niðurbrotsefna. Efniviður og aðferðir: Notuð voru gögn úr þversniðsrannsókn á aldursbundnum breytingum á kalk- og beinabúskap 40-85 ára Íslendinga sem nú stendur yfir. Á 12 mánaða tímabili var 1096 einstaklingum boðið í beinþéttnimælingu, blóðprufu, hæðar- og þyngdarmælingu og að svara spurningalista um heilsufar og lyfjanotkun. Fyrir þessa rannsókn útilokuðum við þá sem voru á lyfjum sem hafa áhrif á kalkbúskap. PTH var mælt með PTH elecsys (Roche) og nýju PTH cap (Scantibodies). Við notuðum Kappa tölfræði til að meta samræmi rannsóknaraðferðanna með tilliti til efri viðmiðunarmarka þeirra og ANOVA greiningu, Pearsons og Spearman fylgnistuðla við annan samanburð. Konur og karlar voru rannsökuð sér. Niðurstöður: Af 746 einstaklingum sem mættu nýttust niðurstöður frá 456, 247 konum og 209 körlum. PTH var að meðaltali um 40% lægra með nýju PTH cap aðferðinni. Fylgni mælingaraðferðanna var 0,787 (P<0,001) hjá konum og 0,690 (P<0,001) hjá körlum. Kappa samræmið reyndist 0,486 (P<0,001) hjá konum og 0,283 (P<0,001) hjá körlum sem bendir til að samræmið sé meðalgott til gott. Hefðbundna aðferðin sýndi tölfræðilega marktæka hækkun PTH með aldri (P=0,03 hjá konum og P=0,01 hjá körlum) en nýja aðferðin ekki (P=0,7 hjá konum og P=0,09 hjá körlum). Einnig sýndi hefðbundna aðferðin jákvæða fylgni við Cystatín C (r=0,20, P<0,01 hjá konum, r=0,18, P<0,05 hjá körlum) en nýja aðferðin ekki. Báðar aðferðir sýndu svipaða fylgni við þyngdarstuðul (r=0,16-0,24, P<0,05) bæði meðal kvenna og karla. Ályktanir: Talsverður munur virðist vera á mæliaðferðunum í hópi heilbrigðra einstaklinga. Líklegt er að það sé aukning niðurbrotsefna PTH sem skýri aukið PTH með hækkandi aldri og versnandi nýrnastarfsemi. Sú hækkun sem sést fylgja aukningu í BMI (Body Mass Index, þyngdarstuðull) er þó sennilega vegna aukningar á virka forminu, PTH(1-84).