• Gagnreynd meðferð við áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum: Yfirlitsgrein

   Guðmundur Skarphéðinsson; Bertrand Lauth; Urður Njarðvík; Tord Ivarsson; 1 Center for Child and Adolescent Mental Health, Austur- og Suður-Noregi, 2 læknadeild Háskóla Íslands, 3 Landspítala, 4 sálfræðideild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-04)
   Áráttu- og þráhyggjuröskun (ÁÞR) hjá börnum og unglingum einkennist af þráhyggjukenndum hugsunum og áráttukenndri hegðun eða hugsun. Í þessari yfirlitsgrein er lýst gagnreyndri meðferð við ÁÞR meðal barna og unglinga. Leitað var í PubMED að öllum samanburðarrannsóknum, yfirlitsgreinum og klínískum leiðbeiningum. Hugræn atferlismeðferð (HAM) og sérhæfð serótónín-endurupptökuhamlandi lyf (SSRI) eru áhrifarík með- ferðarform fyrir börn og unglinga sem koma fyrsta sinn í meðferð. Í samanburðarrannsóknum hefur HAM vinninginn. Rannsóknir á börnum sem svara fyrstu meðferð illa eru takmarkaðar en benda þó til þess að áframhaldandi HAM og SSRI séu áhrifarík úrræði fyrir þá sem ekki svara HAM en HAM+SSRI sé áhrifaríkasta úrræðið fyrir þá sem ekki svara SSRI og hafa aldrei verið meðhöndlaðir með HAM. Fyrri rannsóknir eru í samræmi við klínískar leiðbeiningar þar sem fyrsta úrræði er HAM þegar aðgengi að kunnáttumönnum í HAM er til staðar. HAM er einnig jafn árangursríkt og SSRI hjá þeim sem enn hafa talsverð einkenni eftir 14 vikur. Niðurstöður bentu ekki til þess að HAM+SSRI sé áhrifaríkara en HAM veitt af sérfræðingum. HA
  • Gagnreynd þrepaskipt meðferð með dæmi af áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum

   Guðmundur Skarphéðinsson; Miðstöð fyrir geðheilbrigði barna og unglinga í Austur- og Suður-Noregi (RBUP) (Sálfræðingafélag Íslands, 2016)
   Þó að gagnreyndum meðferðarúrræðum fyrir börn og unglinga með geðraskanir hafi fjölgað mikið á síðustu 30-40 árum, þá vantar enn mikið upp á reynslugögn fyrir framhaldsmeðferð. Margar geðraskanir eru langvinnar þar sem þörf er á meðferð, í einu eða öðru formi, í langan tíma. Í þessari grein er fjallað um nauðsyn þrepaskiptrar einstaklingsbundinnar meðferðar (sequential individualized treatment) svo hægt sé að ná betri meðferðarárangri, auka lífsgæði og starfshæfni til lengri tíma hjá fólki með langvinnar geðraskanir. Þrepaskipt meðferð má einnig kalla meðferðaráætlun sem er einstaklingsbundin og byggir á sjúklingaupplýsingum í upphafi meðferðar og á meðan meðferð stendur yfir. Þrepaskipt meðferð samræmist betur raunverulegum gangi sumra geðraskana, heldur en bráðameðferð sem á að leysa allan vanda sjúklings fyrir fullt og allt. Klínískar leiðbeiningar fjalla um þrepaskipta meðferð en það er sjaldgæft að reynslugögn um þrepaskipta meðferð búi að baki leiðbeiningunum. Í greininni eru tekin dæmi af áráttu- og þráhyggjuröskun hjá börnum og unglingum og ólíkum tilraunasniðum lýst. Sérstaklega verður fjallað um fjölþrepaslembivalsrannsókn (sequential multiple assignment randomized trials) eða SMART sem er afar gagnleg leið til þess að þróa og meta árangur meðferðaráætlunar fyrir þrepaskipta meðferð. Gagnlegum dæmum um óvissuatriði í klínískum leiðbeiningum verður lýst og fjallað um hvernig SMART tilraunasnið geti dregið úr slíkri óvissu. Einnig verður fjallað um atriði er varða afköst (power) í SMART tilraunasniði.
  • Gagnsemi röntgenmyndatöku við mat á skútabólgu hjá ungum börnum

   Kaatee, Robert; Þórólfur Guðnason; Ásmundur Brekkan (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-04-01)
   Abnormal radiographs of the paranasal sinuses are thought to be unreliable indicators of acute sinus infection in children. Asymmetry of sinus development, overlying soft-tissue swelling, or both can produce difference in the apparent aeration of the paranasal sinuses. A prospective clinical-radiographic study was undertaken to assess the utility of the various views, taken at a radiographic examination of small children, clinically suspected of paranasal sinus infection. The puipose was to find out if any of the three conventional views; Waters', Caldwell and straight lateral could be omitted without compromising the diagnostic information. Primarily, 70 children under six years of age were examined. To evaluate the response to therapy, 34 children were referred for follow-up examination. The radiographic findings were analysed in correlation with their clinical status after treatment. Fifty-nine of the children (86%) had radiographic evidence of pathology in the paranasal -sinuses. The maxillary sinuses were always involved in the sinus pathology. The Waters' view was found to be the most valuable to identify the presence of sinus disease. The radiographic findings found in the follow-up corresponded to the clinical status in 91%. Conclusion: 1. In this age group Roentgen examination of the paranasal sinuses is a reliable and valuable adjuvant to the clinical diagnosis. 2. In the majority of these cases only one radiographic projection (Waters') was needed to give the diagnosis.
  • Gagnsemi serum-tryptasamælinga hjá sjúklingum með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts á bráðamóttöku 2011–2018

   Karólína Hansen1; Hjalti Már Björnsson; María I. Gunnbjörnsdóttir; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Bráðadeild Landspítala, 3 Ofnæmisdeild Landspítala (Læknafélag Íslands, 2021-10)
   INNGANGUR Tiltölulega einfalt er að greina bráðaofnæmiskast í dæmigerðum tilfellum en birtingarmyndin getur þó verið fjölbreytt. Sýnt hefur verið fram á að hjá einstaklingum með ódæmigerð einkenni getur mæling á s-tryptasa verið gagnleg til viðbótar við klíníska greiningu læknis. Einnig nýtist mæling á s-tryptasa til að greina sjúkdóminn mastfrumnager. Byrjað var að nota s-tryptasamælingar á bráðamóttöku Landspítala árið 2011. Markmið rannsóknarinnar var að meta tíðni og gagnsemi s-tryptasamælinga hjá sjúklingum á bráðamóttöku. EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Með leyfi siðanefndar heilbrigðisrannsókna á Landspítala voru skoðuð öll þau tilvik þar sem blóðsýni var sent frá bráðamóttöku til mælingar á s-tryptasa á ónæmisfræðideild á árunum 2011-2018. Upplýsingum var safnað úr sjúkraskrám um uppvinnslu og meðferð sjúklinga á bráðamóttöku og hjá ofnæmislækni. NIÐURSTÖÐUR Alls voru 214 sýni send til s-tryptasamælingar. Tryptasi var hækkaður (>12 μg/L) í 36 tilvikum. Konur voru 131 (61,2%) og meðalaldur var 40,6 ár. Algengi einkenna voru: húð- og slímhúðareinkenni 86,4%, blóðrásareinkenni 48,1%, öndunarfæraeinkenni 49,5% og meltingarfæraeinkenni 36,0%. Af 126 endurkomusjúklingum mat ofnæmislæknir 65 tilfelli sem bráðaofnæmiskast. Af þeim uppfylltu fjórir einstaklingar ekki klínísk greiningarskilmerki bráðaofnæmiskasts en voru með hækkuð tryptasagildi. Næmi s-tryptasamælingar var 40,9% og sértæki 97,1%. Ekkert tilfelli leiddi til greiningar mastfrumnagers. ÁLYKTANIR Mælingar á s-tryptasa hjá sjúklingum á bráðamóttöku með möguleg einkenni bráðaofnæmiskasts virðast veita gagnlegar upplýsingar til greiningar sjúkdómsins til viðbótar við klínískt mat. Mælingin er sértæk en með lágt næmi. Mælingarnar hafa ekki leitt til fjölgunar greininga á mastfrumnageri.
  • Gallblöðruaðgerðir á Borgarspítala 1985-1986 : afturskyggn samanburður á bráðri og valinni aðgerð

   Páll Helgi Möller; Jónas Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-03-15)
   Afturskyggn athugun var gerð á sjúkraskrám sjúklinga, sem gengust undir gallblöðrutöku á Skurðlækningadeild Borgarspítala árin 1985 og 1986. Alls var um að ræða 137 sjúklinga, sem skipt var í tvo hópa; hóp A, sem gerð var hjá bráð aðgerð (67), og hóp B, sem gekkst undir valaðgerð (70). í hópi A var miðtala aldurs 11,5 árum hærri en í hópi B (p<0,01). Heildarlegutími, legutími eftir aðgerð og aðgerðartími, voru nokkru lengri í hópi A (p<0,05). Sautján (25,4%) gallrásarskurðir (choledochotomies) voru gerðir í hópi A en fjórir (5,7%) í hópi B (p<0,05). Dánartíðni og fylgikvillar aðgerðar voru sambærileg í hópunum. Þegar bráð gallblöðrutaka er framkvæmd í sömu legu og sjúkdómurinn greinist sparast heil sjúkrahúslega borið saman við þá aðferð að láta bólguna ganga niður og framkvæma síðan valaðgerð. Þannig þarf að bæta við þeim dögum, sem það tekur að láta bólguna réna, við legutíma fyrir valaðgerð til að fá rétta hugmynd um heildarleguna. Þrátt fyrir ögn lengri aðgerðartíma við bráða gallblöðrutöku, ályktum við að bráða gallblöðrutöku eigi að framkvæma við gallblöðrubólgu.
  • Gallblöðrukrabbamein á Íslandi 2004-2013

   Bryndís Baldvinsdóttir; Haraldur Hauksson; Kristín Haraldsdóttir; 1 Skurðlækningadeild Landspítala, 2 skurðlækningadeild Sjúkrahússins á Akureyri (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-04-06)
   Inngangur: Gallblöðrukrabbamein er um 0,5% allra krabbameina sem greinast. Horfur sjúklinga með gallblöðrukrabbamein eru almennt slæmar og skurðaðgerð er eini meðferðarmöguleikinn sem getur leitt til lækningar. Tilgangur rannsóknarinnar var að skoða algengi sjúkdómsins hérlendis og afdrif sjúklinga sem greindust á rannsóknartímabilinu. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn þýðisrannsókn. Listi yfir sjúklinga sem greindust með gallblöðrukrabbamein á Íslandi á árunum 2004-2013 var fenginn frá Krabbameinsskrá Íslands. Upplýsinga var aflað úr sjúkraskrám Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Eftirfylgd var að meðaltali 6 ár. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 24 sjúklingar með gallblöðrukrabbamein á Íslandi, 16 konur og 8 karlar. Átján voru greindir á Landspítala og sex á Sjúkrahúsinu á Akureyri. Meðalaldur við greiningu var 73 ár. 18 eru látnir, meðallifun eftir greiningu voru 5 mánuðir. Sex (25%) eru enn á lífi og var meðallifun þeirra frá greiningu 3,7 ár. Kirtilfrumukrabbamein (adenocarcinoma) var algengasta æxlisgerðin (n=19). Þrír sjúklingar (3/24, 12,5%) gengust undir umfangsmeiri aðgerð í kjölfar greiningar á gallblöðrukrabbameini. Níu (9/24, 37,5%) sjúklingar voru með óskurðtækan sjúkdóm við greiningu og létust þeir að meðaltali innan tveggja mánaða eftir greiningu. Ályktun: Gallblöðrukrabbamein er sjaldgæft krabbamein á Íslandi og hefur slæmar horfur. Tæplega þriðjungur sjúklinga hafði ekki tengsl við Landspítala í kjölfar greiningar. Róttækar skurðaðgerðir í kjölfar greiningar voru fáar. Introduction: Gallbladder carcinoma is about 0.5% of all cancer. The outcome of patients with gallbladder carcinoma is overall bad and the only potentially curative treatment is surgery. The aim of this study was to determine the disease's prevalence in Iceland and outcome of the patients diagnosed in the study period. Patients and methods: This was a retrospective study of all diagnosed patients with gallbladder carcinoma during the years 2004-2013. A list of patients was obtained from the Icelandic Cancer Registry. Information was gathered from the patient's charts in Landspitali University Hospital and the Hospital in Akureyri. Descriptive statistics was used to analyze the results. Median follow-up time was 6 years. Results: Twenty-four patients were diagnosed with gallbladder carci­noma in Iceland during the study period, 16 women and 8 men. Eighteen patients were diagnosed in Landspitali and six in the Hospital in Akureyri. The average age at diagnosis was 73 years. Eighteen patients have died, on average 5 months after the time of diagnosis. Adenocarcinoma was the most common cancer type (n=19). Three patients (3/24, 12.5%) underwent extended operation following the diagnosis of the gallbladder carcinoma. Nine patients (9/24, 37.5%) had advanced disease at the time of diagnosis and died within two months after being diagnosed with gallbladder carcinoma. Conclusion: Gallbladder carcinoma is a rare cancer type in Iceland and has a bad prognosis. One third of the patients had no connection with Landspitali University Hospital following the diagnosis. Extended surgery following the diagnosis was seldom.
  • Gallblöðrunám með kviðsjártækni : fyrstu 400 tilfellin á FSA

   Aðalsteinn Arnarson; Haraldur Hauksson; Valur Thornór Marteinsson; Sigurður M Albertsson; Datye, Shree (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-01-01)
   Objective: To assess the outcome of the first 400 laparoscopic cholecystectomies (LC) in Akureyri Central Hospital (FSA), Iceland. Methods: We carried out a prospective study of LCs performed between July 1992 and February 2001. Primary endpoints were complication- and conversion rate, hospital stay and duration of convalescence. Results: A total of 426 operations were performed in the period. In 26 cases it was decided beforehand to perform an open cholecystectomy (OC). A LC was begun on 400 patients. Indication for operation was acute cholecystitis in 41 cases (10,3%) and an elective LC was performed in 359 (89,7%) cases. Conversion to OC was required in sixteen (4%) cases with a conversion rate in acutely performed LCs of 12,2% versus 3,1% in elective LCs. Mean hospital stay after LC was 3,6 days (1-45) versus 12,3 days (4-31) after OC. Mean operation time was 89 minutes (45-270) in the first 100 LCs versus 75 minutes (30-180) in the last 100 LCs. Duration of convalescence of patients undergoing LC was 13,5 days (4-70). Complication rate in LCs was 10% (40/400). Four patients required a reoperation. Conclusions: Our results show that LC is a safe procedure in FSA. Conversion rate to OC, complication rate and duration of convalescence stands good comparison to other studies.
  • Gallblöðrutaka og krabbamein í ristli og endaþarmi á Íslandi

   Gunnlaugur Pétur Nielsen; Ásgeir Theodórs; Hrafn Tulinius; Helgi Sigvaldason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-08-01)
   Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna samband gallblöðrutöku og krabbameina í ristli og endaþarmi hjá Íslendingum. Upplýsinga var aflað um sjúklinga sem gengist höfðu undir gallblöðrutöku á flestum sjúkrahúsum landsins á árunum 1955-1980 (26 ár). Samtals 3425 einstaklingum (857 körlum og 2568 konum) var fylgt eftir í 8-33 ár og fjöldi krabbameina í ristli og endaþarmi fundinn. Ekki fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli og endaþarmi hjá konum og körlum samanlagt. Fjöldi krabbameina í endaþarmi hjá körlum og ristli og endaþarmi hjá konum var ekki marktækt aukinn. Hjá körlum fannst marktæk aukning á krabbameini í ristli eftir gallblöðrutöku (SIR 2.73; 95% vikmörk 1.25-5.19). Aukningin kom þó ekki fram fyrr en 11 árum eftir aðgerð. Þrátt fyrir þessa marktæku aukningu er reglubundið eftirlit ekki ráðlagt þar sem flestir karlmannanna voru 70 ára og eldri við greiningu ristilkrabbameinsins.
  • Gallblöðrutökur um kviðsjá : fyrstu hundrað tilfellin á Borgarspítala

   Ragnheiður I. Bjarnadóttir; Gunnar H. Gunnlaugsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-08-01)
   An account is given of the first 100 attempted laparoscopic cholecystectomies at Borgarspitalinn, Reykjavik City Hospital. The mean age of the patients was 48.7 years with a range of 17-86 years. Seventy seven of the patients were women and 23 men. Ten patients (10%) had acute cholecystitis but others had uncomplicated cholelithiasis. In 10 patients the operation was converted to conventional open cholecystectomy, in most cases because of acute inflammation or adhesions from previous surgery but in one case because of haemorrhage. Five patients had complications, all of which can be considered minor. There was no common bile duct injury and no mortality. No patient required reoperation. The mean operative time for the laparoscopic cholecystectomies was 102 minutes (range 50-222 minutes) and 75% of the operations were completed within two hours. The mean operative time for the first 30 laparoscopic cholecystectomies was 109.7 minutes and dropped to 94.3 minutes for the last 30. The operative time has continued to decrease with further experience. Fifty four percent of the patients who underwent laparoscopic cholecystectomies were discharged from hospital on the first postoperative day and a further 32% on the 2nd day after surgery. The hospital stay was on average four days shorter than after the conventional open cholecystectomies performed in the last months prior to commencing laparoscopic surgery. Eighty three percent of the patients were back to work or previous activity within two weeks of surgery compared to only 11.4% of patients who had undergone open cholecystectomies. Laparoscopic cholecystectomy is felt to be a safe procedure and highly cost-effective
  • Gallkaganir á Landspítalanum : fyrstu 353 tilfellin

   Kristján Óskarsson; Margrét Oddsdóttir; Jónas Magnússon (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-06-01)
   Objective: Since the first laparoscopic cholecystectomy done at the Department of Surgery in November 1991, our aim has been to operate on all presenting patients by this method. Material and methods: From November 17th 1991 until September 30th 1994, 384 cholecystectomies were performed. Open cholecystectomy was performed in 31 patients. The most frequent causes for open operation were; suspected stones in the choledochus, acute cholecystitis or biliary sepsis. The objective of this study was to determine the frequency of procedure-related complications and the frequency of conversion to open surgery. Furthermore, the operation time, the length of post-operative hospital stay, mortality and morbidity were studied. Results: A retrospective analysis of patients undergoing cholecystectomy during this period was performed. Post-operatively patients were also contacted by telephone. There were 121 males and 263 females, ranging between three and 91 year of age. Mean age was 53.2 years. Urgent operations (operation performed after emergency admission) were 43.9%, being highest in the last period of the study. Conversion to open surgery was needed in 63 cases (17.8%). The reasons were; adhesions (39.7%), unclear anatomy (17%) and bleeding (15.9%). Conversion rate was 13% for elective operations but 24% for acute cases. Reoperation was needed in 11 cases (3.8%). Seven patients were reoperated during the same hospital admission but four later on. The reasons were; bleeding (four), bile leakage (three), common duct stone (two), subphrenic abscess (one) and injury to the common bile duct (one). One patient (83 years old male) died of pulmonary embolus after a converted operation. The mean operation time for laparoscopic cholecystectomy was 94.9 minutes (30-210 minutes). For the first 100 operations the mean operative time was 99.3 minutes but 85.5 minutes for the last 100. The mean hospital stay after laparoscopic cholecystectomy was 3.1 days (ranging from just few hours to 60 days). Data on 257 patients after laparoscopic cholecystectomy showed that the mean loss of work or preoperative activity level was 17.6 days (2-87 days). There was a statistically significant difference between preoperative activity level in the emergency versus the elective group (21.4 or 15 days, p<0.05). Conclusions: We conclude that laparoscopic cholecystectomy is a safe procedure and its safety will increase as surgeons gain more experience. Furthermore, this technique may be recommended for elective and emergency cases. Shorter hospital stay and fewer working days lost, followed by decreased expenses both for the patient as well as the community as a whole, must also be considered as a major advantage.
  • Gallrásarsteinar eftir gallblöðrutöku á Landspítala 2008-2011

   Þórey Steinarsdóttir; Elsa Björk Valsdóttir; Páll Helgi Möller; Skurðlækningardeild Landspíta, Læknadeild Háskóli Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2015-06)
   Inngangur: Einkenni gallsteina í gallrás geta komið fram eftir gallblöðrutöku. Ef þau koma fram innan tveggja ára er talið að steinn hafi verið til staðar við aðgerðina. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna þá sjúklinga sem greindust með gallrásarstein eftir að hafa farið í gallblöðrutöku á Landspítala á árunum 2008-2011. Efniviður og aðferðir: Afturskyggn rannsókn þar sem upplýsingum um sjúklinga var safnað úr sjúkraskrárkerfi Landspítala. Meðal þess sem var skráð voru lifrarpróf, niðurstöður myndgreininga, tími frá aðgerð, meðferð og fylgikvillar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu greindust 40 sjúklingar með gallrásarstein eftir gallblöðrutöku. Meðalaldur var 50 ár (20-89) og konur voru 24 (60%). Meðaltími frá aðgerð að greiningu gallrásarsteins voru 382 dagar. Greining var staðfest í 87,5% tilfella. Hjá 36 sjúklingum (90%) var brugðist við með röntgenrannsókn á gallvegum og brisgangi með holsjá. Gall-rásarmyndataka með ástungu gegnum kviðvegg og lifur var gerð hjá einum sjúklingi, einn fór í opna aðgerð en þremur sjúklingum batnaði án meðferðar. Þrír sjúklingar fengu fylgikvilla í kjölfar meðferðar. Gallrásarsteinn greindist innan við tveimur árum frá aðgerð hjá 31 sjúklingi (77,5%). Tíðni fyrri gallrásarsteina, gildi bílirúbíns og víkkun á gallgöngum án sjáanlegs steins var svipuð, hvort sem steinar greindust snemma eða seint. Ályktun: Nær alla er hægt að meðhöndla án skurðaðgerðar. Þó meirihluti steina greinist innan tveggja ára verður ekki séð að grunur um gallrásarstein hafi átt að vakna við sjálfa gallblöðrutökuna hjá meirihluta sjúklinga.
  • Gallsteinar – yfirlitsgrein

   Katrín Hjaltadóttir; Kristín Huld Haraldsdóttir; Páll Helgi Möller; 1 Skurðdeild Sahlgrenska-sjúkrahúsins í Gautaborg, Svíþjóð, 2 kviðarholsskurðdeild Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, 2020-10)
   Gallsteinar og fylgikvillar þeirra eru með algengustu innlagnarástæðum á skurðdeildir. Meðalalgengi gallsteina er um 20% og virðist sem innlögnum og aðgerðum vegna þeirra fari fjölgandi. Gallsteinar myndast yfirleitt í gallblöðrunni en geta einnig myndast í galltré innan eða utan lifrar. Stærstur hluti þeirra er úr kólesteróli sem frásogað er úr fæðunni. Ákveðnir hópar einstaklinga eru í meiri hættu á að mynda gallsteina og má sem dæmi nefna konur, einstaklinga í ofþyngd og þá sem hafa lést mikið á stuttum tíma. Langflestir sem hafa gallsteina fá aldrei einkenni vegna þeirra en líkur á fylgikvillum gallsteina eru um 2% á ári. Gallsteinar geta valdið verkjum eða öðrum fylgikvillum sem krefjast meðferðar og eftirlits skurðlækna og sérhæfðra speglunarlækna. Hér verður farið yfir meingerð, fylgikvilla, greiningu og meðferð gallsteina.
  • Gallsteinasjúkdómar hjá þunguðum konum á Landspítala 1990-2010

   Hörður Már Kolbeinsson; Hildur Harðardóttir
; Guðjón Birgisson; Páll Helgi Möller; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2kvensjúkdómadeild, 3skurðlækningadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016)
   Inngangur: Gallblöðrutaka um kviðsjá er talin örugg aðgerð á meðgöngu, óháð meðgöngulengd. Ekki er vitað hver kjörmeðferð er við gallsteinasjúkdómum hjá þunguðum konum. Talið hefur verið að meðferð án aðgerðar skili bestum árangri á fyrsta og þriðja þriðjungi meðgöngu en skurðmeðferð sé öruggust á öðrum þriðjungi. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna tíðni, orsakir, greiningu og árangur gallblöðrutöku hjá þunguðum konum á Landspítala á tímabilinu 1990-2010. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin var afturskyggn og tók til allra kvenna er lögðust inn á Landspítala með gallsteinasjúkdóm meðan á þungun stóð og allt að 6 vikum eftir fæðingu. Skráðar voru meðal annars upplýsingar um aldur, einkenni, vefjagreiningu og þyngdarstuðul ásamt ASA-flokkun og fylgikvillum aðgerða hjá þeim konum sem gengust undir gallblöðrutöku á tímabili rannsóknarinnar. Niðurstöður: Á rannsóknartímabilinu voru 77 konur lagðar inn með gallsteinasjúkdóma í samtals 139 innlögnum og nýgengi því 0,09%. Gallsteinagreiningar voru gallkveisa (n=59), brisbólga (n=1), gallgangasteinar (n=10) og bráð gallblöðrubólga (n=7). Algengasta ástæða innlagnar var verkur í efri hægri fjórðungi kviðar (n=63). Fylgikvillar gallsteinasjúkdóma tengdir meðgöngu voru fyrirburafæðingar (n=2). Fimmtán konur gengust undir aðgerð á meðgöngu og 17 á 6 vikna tímabili eftir fæðingu en fylgikvillar aðgerða voru helst steinar í gallgangi (n=2). Meðal þyngdarstuðull sjúklinga var 31,1 og algengasta ASA-flokkun var 1 (bil: 1-3). Flest vefjasvör sýndu langvinna bólgu (n=24) og bráða bólgu (n=5) í gallblöðru. Ályktun: Gallsteinasjúkdómar þungaðra kvenna eru fátíðir, hafa í för með sér endurteknar innlagnir en tíðni fylgikvilla er lág. Gallblöðrutaka með kviðsjá hjá þunguðum konum á Landspítala er örugg aðgerð, sem er í samræmi við erlendar niðurstöður.
  • Garnaflækja á bugaristli á Landspítala 2000-2013

   Hörður Már Kolbeinsson; Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir; Pétur H. Hannesson; Elsa Björk Valsdóttir; Páll Helgi Möller; Hörður Már Kolbeinsson, Skurðlækningadeild Landspítala - Birta Dögg Ingudóttir Andrésdóttir, Skurðlækningadeild Landspítala - Pétur H. Hannesson, röntgendeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands - Elsa Björk Valsdóttir, Skurðlækningadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands Páll Helgi Möller læknir‚ Skurðlækningadeild Landspítala‚ læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2018-09-01)
   Inngangur Garnaflækja á bugaristli er sjaldgæf orsök garnastíflu í flestum vestrænum löndum. Kjörmeðferð er ristilspeglun og síðar skurðaðgerð. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna meðferð og horfur garnaflækju á bugaristli á Landspítala. Efniviður og aðferðir Framkvæmd var afturskyggn rannsókn á einstaklingum sem greindust með garnaflækju á bugaristli á Landspítala á árunum 2000-2013. Farið var yfir sjúkraskrár og skráð kyn, aldur, legutími, meðferð, fylgikvillar meðferðar, vefjagreining og tíðni endurkomu. Niðurstöður Heildarfjöldi sjúklinga var 49; 29 karlar og 20 konur (1,5:1). Meðalaldur var 74 ár (bil: 25-93). Einn sjúklingur fór beint í bráða aðgerð vegna gruns um lífhimnubólgu, aðrir (n=48) voru meðhöndlaðir með ristilspeglun (n=45), skuggaefnisinnhellingu um endaþarm og endaþarmsröri (n=2) eða einungis endaþarmsröri (n=1). Þrír enduðu í bráðaaðgerð sökum misheppnaðrar ristilspeglunar en 8 sjúklingar fóru í skipulagða aðgerð í legunni. Þrjátíu og sex útskrifuðust eftir íhaldssama meðferð með ristilspeglun (n=35), innhellingu (n=1) eða endaþarmsröri (n=1). Tveir sjúklingar lögðust inn síðar til valaðgerðar á ristli. Tuttugu og tveir (61%) fengu endurkomu sjúkdóms. Miðgildi tíma að endurkomu var 101 dagur (bil: 1-803). Líkur á að fá ekki endurkomu eftir þrjá mánuði, 6 mánuði og 24 mánuði voru 66%, 55% og 22%. Heildardánartíðni (innan 30 daga) var 10,2%. Dánartíðni eftir bráðaaðgerðir var 25% (1/4) en 16,6% eftir skipulagðar aðgerðir (3/18). Ályktanir Meirihluti sjúklinga sem ekki fer í aðgerð í fyrstu innlögn fær endurkomu sjúkdóms. Heildardánartíðni vegna garnaflækju á bugaristli á Landspítala er lág en dánartíðni eftir skurðaðgerðir er há.
  • Garnasmokkun á botnlanga - Sjúkdómstilfelli

   Erla Þórdís Atladóttir; Kristján Óskarsson; Páll Helgi Möller; 1 Kviðarholsskurðdeild Landspítala, 2 barnaskurðdeild Landspítala, 3 læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, 2022-01)
   Garnasmokkun á botnlanga er sjaldgæft ástand og erfitt að greina. Við segjum frá garnasmokkun á botnlanga hjá 7 ára gömlum strák með sögu um kviðverki.
  • Garnasmokkun hjá börnum á Íslandi.

   Kristín Pétursdóttir; Þráinn Rósmundsson; Pétur H Hannesson; Páll Helgi Möller; Læknadeild Háskóla Íslands. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-02)
   Garnasmokkun kallast það þegar hluti af görn smokrast inn í sjálfa sig og er algengasta ástæða garnastíflu hjá börnum á aldrinum þriggja mánaða til þriggja ára. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna nýgengi, aldur, kyn og einkenni garnasmokkunar hjá börnum á Íslandi, greiningartækni, árangur meðferðar, endurkomu og dánartíðni. Rannsóknin var afturskyggn þar sem safnað var gögnum úr sjúkraskrám barna sem höfðu fengið garnasmokkun á Íslandi á 25 ára tímabili (1986-2010). Sjúklingar voru fundnir með því að leita í rafrænu sjúkraskrárkerfi Landspítala og Sjúkrahússins á Akureyri. Alls greindust 67 börn með garnasmokkun á tímabilinu, 44 drengir (66%) og 23 stúlkur (34%). Börnin voru á aldrinum þriggja mánaða til 11 ára (miðgildi 8 mánuðir). Nýgengi garnasmokkunar var 0,4 tilfelli á hver 1000 börn yngri en eins árs. Garnasmokkunin var algengust á mótum smágirnis og ristils og var staðsett þar í 94% tilvika og í 70% tilvika var orsökin óþekkt. Helsta greiningaraðferðin var skuggaefnisinnhelling um endaþarm sem var jafnframt helsta meðferðarúrræðið. Hlutfall skuggaefnisinnhellinga þar sem leiðrétting tókst var 62%. Tæplega helmingur barnanna gekkst undir skurðaðgerð og var framkvæmt hlutabrottnám á görn hjá 6 börnumeða 9% allra sjúklinganna. Þrjú börn eða 4% fengu endurtekna garnasmokkun. Árangur meðferðar við garnasmokkun er góður á Íslandi en æskilegt er að snúa við þeirri þróun sem hér sést, að innhellingum sé að fækka og skurðaðgerðum að fjölga á rannsóknartímanum.
  • Gaumstol : orsakir, taugalíffærafræðileg staðsetning, kenningar og meðferð

   Styrmir Sævarsson; Árni Kristjánsson; Haukur Hjaltason; Taugasálfræðideild háskólans i Freiburg, Þýskalandi. saevarsson@daad-alumni.de (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
   Unilateral neglect is usually caused by right hemisphere damage from stroke, leading to difficulties in attending to stimuli in the left perceptual hemifield. As an example, a patient suffering from neglect may read only the right part of a word or the right part of sentences, or eat only from the right side his plate. Neglect is more common, and most often more severe, following infarcts in the right hemisphere than the left. Brain damage leading to neglect usually involves infarcts in the inferior parietal lobe, temporo-parietal junction and/or the superior temporal lobe. Most theories of the nature of neglect assume that neglect involves dysfunctional attentional mechanisms. Increased understanding of neglect has led to the development of several effective therapeutic interventions, where prism adaptation has received the most attention in recent years. This article reviews brain damage in neglect, theories of neglect, therapeutic methods for neglect and their possible future developments.
  • Gaumstol : yfirlit : einkenni, tíðni, greining og horfur

   Haukur Hjaltason; Styrmir Sævarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-10-01)
   Unilateral spatial neglect is a disorder commonly encountered after hemisphere stroke, most often in the right hemisphere. Neglect patients fail to attend and respond to stimuli presented on the side of space opposite to the brain lesion. Neglect implies a complex dysfunction in the co-action between perception, motor behavior and the environment where the patients attentive capacities and the environmental space are of special importance. Patients difficulties can be seen in that they do not eat from the left side of the plate or omit words to the left when asked to read. Commonly patients do not have a complete insight into their neglect problems. Neglect in stroke patients has been associated with poor outcome on functional activities. Signs of neglect are not always obvious but can be explored and assessed quickly by bedside neuropsychological testing. Neglect is often more unclear to an observer than, e.g. if a patient suffers from paresis or aphasia. Education for patients, their relatives and others are therefore important.
  • Gaumstol og áhrif myrkurs

   Haukur Hjaltason; Tegnér, Richard (Sálfræðingafélag Íslands, 1994)
   Í rannsókninni voru athuguð áhrif bakgrunnsbirtu á frammistöðu sjúklinga með gaumstol. Rannsóknarhópurinn samanstóð af sex sjúklingum með skaða í hægra heilahveli og gaumstol. Samanburðarhópar voru tveir, sex sjúklingar með skaða í hægra heilahveli en án gaumstols og sex sjúklingar með skaða í vinstra heilahveli án gaumstols. Gaumstol var metið með skiptingu lína í herbergisbirtu og í myrkri. Til að gera skiptinguna mögulega í myrkri voru línurnar búnar til úr ljósgefandi díóðum. Miðað við rétta miðju skiptu sjúklingar með gaumstol línum langt til hægri í herbergisbirtunni. í myrkrinu minnkaði gaumstol þeirra um 43%. Líkleg skýring á þessari niðurstöðu er að í myrkri hafi óviðkomandi sjónáreiti til hægri í umhverfi sjúklinga verið numin á brott. Ennfremur er bent á að e.t.v. megi skýra mun í gaumstoli sjúklinga í fyrri rannsóknum á sjónrænu gaumstoli og gaumstoli metnu með þreifingu með því hvort ljós er til staðar eða ekki.
  • Gátir á bráðadeildum geðsviðs Landspítala : viðhorf sjúklinga og starfsmanna

   Jón Snorrason; Guðrún Úlfhildur Grímsdóttir; Jón Friðrik Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-12-01)
   OBJECTIVE: Special observation (constant observation) of patients is common on psychiatric wards, both in Iceland and abroad, but very few studies have been conducted on their therapeutic value. The objective was to investigate the extent and nature of special observation on emergency wards at the division of psychiatry at the Landspitali-University Hospital in Iceland as well as the attitudes of patients and staff toward special observation. PARTICIPANTS AND METHODS: Information about patients on special observation was recorded over a three months period. Patients were interviewed with a standardised eleven questions interview shortly after the observation finished in order to investigate their attitudes toward the observation. Also, members of staff from each ward were asked to answer eight questions about their attitudes toward special observation in general. The Ethics Committee of Landspitali - University Hospital gave its permission for the study. RESULTS: During the research period observation was used for 157 patients, which is 31% of the total number of patients admitted during that period. Most of the patients (83%) were on 5-15 minutes observation, 25 per cent on close observation and 11 percent on suicide or constant observation. The majority of the patients claimed that security was the most important aspect of being on special observation, independent of which type of observation they were, and only one fifth felt that the company of staff was most important. The staff members on the other hand claimed that concern for the patient, respect and companionship were most important for the patients, independent of the type of observation used. CONCLUSIONS: The extent, nature and process of observation on acute inpatient wards in Iceland seems to be comparable to other studies from abroad. In view of the importance of special observations in psychiatric emergency care and their influence on patients' private life it is important to develop and implement clinical guidelines about their use.