• Landskönnun á mataræði sex ára barna 2011-2012

   Ingibjörg Gunnarsdóttir; Hafdís Helgadóttir; Birna Þórisdóttir; Inga Þórsdóttir; Rannsóknarstofa í næringarfræði, við matvæla- og næringarfræðideild, Háskóla Íslands og Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-01)
   Þekking á mataræði er grundvöllur stefnumótunar stjórnvalda í manneldismálum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna mataræði 6 ára barna. Þátttakendur voru 6 ára börn (n=162) valin með slembiúrtaki úr þjóðskrá. Matur og drykkur sem börnin neyttu var vigtaður og skráður í þrjá daga. Fæðuval og neysla næringarefna voru borin saman við fæðutengdar ráðleggingar og ráðlagða dagsskammta (RDS) fyrir viðkomandi næringarefni. Samanlögð meðalneysla ávaxta og grænmetis var 275±164 grömm á dag (g/dag), en innan við 20% þátttakenda neytti ≥400 g/dag. Fisk- og lýsisneysla um fjórðungs þátttakenda var í samræmi við ráðleggingar. Meirihluti (87%) neytti ≥2 skammta af mjólk og mjólkurvörum daglega. Fæða með lága næringarþéttni (kex, kökur, gos- og svaladrykkir, sælgæti, snakk og ís) veitti að meðaltali nær 25% af heildarorku. Einungis um 5% barna nær viðmiðum um hlutfall harðrar fitu í fæðu og neyslu matarsalts og innan við 20% barna nær viðmiðum um neyslu fæðutrefja. Meðalneysla vítamína og steinefna var almennt hærri en RDS fyrir viðkomandi næringarefni. Undantekning var D-vítamín þar sem einungis fjórðungur barnanna neytti RDS eða meira af vítamíninu. Matarvenjur 6 ára barna veita sem svarar RDS fyrir flest vítamín og steinefni að undanteknu D-vítamíni. Mataræðið samræmist ekki ráðleggingum hvað varðar grænmeti, ávexti, fisk og lýsi. Samsetning orkugefandi efna og trefjaefnainnihald er ekki eins og best verður á kosið enda veita vörur með lága næringarþéttni stóran hluta orkunnar. Mikilvægt er að leita leiða til að bæta mataræði íslenskra barna.-----------------------------------------------------------------------------
  • Langtímaáhrif brunaáverka á heilsu fullorðinna: lýsandi þversniðskönnun og forprófun spurningalista

   Lovísa Baldursdóttir; Sigríður Zoëga; Gunnar Auðólfsson; Vigdís Friðriksdóttir; Sigurður Ýmir Sigurjónsson; Brynja Ingadóttir; 1 Landspítala, 2 hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, 3 lýtalækningadeild Landspítala. 4 Hrafnistu (Læknafélag Íslands, 2021-12)
   TILGANGUR Tilgangur rannsóknarinnar var að meta langtímaáhrif brunaáverka á heilsu og heilsutengd lífsgæði fullorðinna og meta próffræðilega eiginleika íslenskrar útgáfu matstækisins Burn Specific Health Scale-Brief (BSHS-B). EFNIVIÐUR OG AÐFERÐIR Í þessari lýsandi þversniðsrannsókn var öllum 18 ára og eldri sem brenndust á húð á barns- eða fullorðinsaldri, og dvöldu á Landspítala í sólarhring eða lengur, á 15 ára tímabili, boðin þátttaka (N=196). Þátttakendur svöruðu spurningalista um heilsu (BSHS-B), um heilsutengd lífsgæði (EQ-5D-5), spurningum um brunatengd einkenni og um reynslu sína af sjúkrahúsdvölinni. NIÐURSTÖÐUR Þátttakendur voru 66 (svarhlutfall 34%), karlar voru 77%, meðalaldur var 45,7 ár (sf=18,3, spönn 18-82 ár) og meðalaldur við bruna 34,0 (sf=20,1, spönn 1-75) ár. Miðgildi tíma frá bruna var 11,5 ár (spönn 1-44) og voru 32% þátttakenda yngri en 18 ára þegar þeir brenndust. Áhrif bruna á heilsu samkvæmt kvörðum BSHS-B listans mældist á bilinu 4,4- 5,0 (miðgildi) og mældist heilsa (EQ-5Dvas) þeirra 80 (miðgildi, spönn 10-100). Þeir sem höfðu misst líkamshluta eða fengið húðágræðslu höfðu neikvæðari líkamsímynd og þurftu að sinna meiri sjálfsumönnun en hinir (p<0,05). Hópur brunasjúklinga glímir við íþyngjandi áhrif brunaslyssins, svo sem kláða (48%), verki (37%), kvíða/þunglyndi (29%) og neikvæða líkamsímynd (37%). Af þeim sem svöruðu spurningunni um hvað var erfiðast að glíma við eftir útskrift, nefndu 67% þeirra skort á upplýsingum, eftirliti og stuðningi. Íslensk þýðing BSHS-B spurningalistans reyndist áreiðanleg en gera þarf frekari rannsóknir á réttmæti hans. ÁLYKTUN Meirihluti þátttakenda taldi sig hafa náð góðri heilsu eftir brunaslysið og áleit lífsgæði sín ásættanleg. Þó glímir hluti hópsins við langvinnar líkamlegar og sálfélagslegar afleiðingar brunans. Huga þarf að vönduðum undirbúningi fyrir útskrift af sjúkrahúsi og byggja þarf upp heildræna og þverfaglega heilbrigðisþjónustu sem felur í sér langtímaeftirlit, ráðgjöf og stuðning
  • Langtímaárangur viðgerða vegna hrörnunartengds míturlokuleka á Íslandi

   Árni Steinn Steinþórsson; Árni Johnsen; Martin Ingi Sigurðsson; Sigurður Ragnarsson; Tómas Guðbjartsson; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 svæfinga- og gjörgæsludeild, 3 hjarta- og lungnaskurðdeild Landspítala, 4 hjarta- og lungnaskurðdeild háskólasjúkrahússins í Lundi, Svíþjóð. (Læknafélag Íslands, 2021-06)
   INNGANGUR Hrörnunartengdur míturlokuleki er helsta ábendingin fyrir míturlokuviðgerð á Vesturlöndum. Tilgangur rannsóknarinnar var að kanna langtímalifun og fylgikvilla míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka á Íslandi. EFNI OG AÐFERÐIR Rannsóknin var afturskyggn og náði til 101 sjúklings (meðalaldur 57,7 ár, 80,2% karlar) sem gengust undir míturlokuviðgerð vegna hrörnunartengds leka á Landspítala 2004-2018. Skráðar voru ábendingar fyrir aðgerð, niðurstöður hjartaómunar fyrir aðgerð og aðgerðartengdir þættir. Snemmkomnir (<30 daga) og síðkomnir fylgikvillar voru skráðir og reiknuð 30 daga dánartíðni. Langtímalifun og MACCE (major adverse cardiac and cerebrovascular event) frí lifun var áætluð með aðferð Kaplan-Meier og borin saman við almennt þýði af sama kyni og aldri. Miðgildi eftirfylgdartíma var 83 mánuðir. NIÐURSTÖÐUR Að meðaltali voru gerðar 6,7 (bil 1-14) míturlokuviðgerðir árlega og fengu 99% sjúklinga gervihring. Brottnám á aftara blaði var framkvæmt í 82,2% tilfella og Gore-Tex® gervistög notuð hjá 64,4% sjúklinga. Alvarlegir fylgikvillar greindust hjá 28,7% sjúklinga, algengastir voru hjartadrep tengt aðgerð (11,9%) og enduraðgerð vegna blæðingar (8,9%). Þrjátíu daga dánarhlutfall var 2%, miðgildi dvalar á gjörgæslu einn dagur og heildarlegutími 8 dagar. Einn sjúklingur þurfti enduraðgerð síðar vegna endurtekins míturlokuleka. Fimm ára lifun eftir aðgerð var 93,5% (95%-ÖB: 88,6-98,7) og 10 ára lifun 85,3% (95%-ÖB: 76,6- 94,9). Fimm ára MACCE-frí lifun var 91,1% (95%-ÖB: 85,3-97,2) og eftir 10 ár 81,0% (95%-ÖB: 71,6-91,6). Ekki reyndist marktækur munur á heildarlifun rannsóknarhópsins samanborið við samanburðarþýðið (p=0,135, log-rank próf). ÁLYKTUN Árangur míturlokuviðgerða vegna hrörnunartengds leka er sambærilegur við árangur á stærri hjartaskurðdeildum erlendis. Almennt farnast þessum sjúklingum ágætlega til lengri tíma þrátt fyrir að snemmkomnir fylgikvillar séu tíðir
  • Langtímahorfur sjúklinga með bráða kransæðastíflu

   Einar Logi Snorrason; Bergrós Kristín Jóhannesdóttir; Thor Aspelund; Vilmundur Guðnason; Karl Andersen; 1 Læknadeild Háskóla Íslands, 2 Haukeland Universitetssjukehus, Bergen, 3 Hjartavernd, 4 hjartadeild 14EG Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
   Inngangur: Hratt lækkandi dánartíðni vegna kransæðasjúkdóma á Íslandi helst í hendur við samsvarandi lækkandi nýgengi kransæðastíflu á undanförnum þremur áratugum. Markmið þessarrar rannsóknar var að bera saman langtímalifun einstaklinga með NSTEMI (Non-ST elevation myocardial infarction) og STEMI (ST elevation myocardial infarction) og kanna áhrif áhættuþátta á lifun. Efniviður og aðferðir: Rannsóknin náði til allra sjúklinga sem greindust með bráða kransæðastíflu á Landspítala árið 2006. Upplýsingar um áhættuþætti hjarta- og æðasjúkdóma og greiningar voru fengnar úr Sögukerfi spítalans. Sjúklingum var fylgt eftir fram til 1. janúar 2015. Endapunktur rannsóknarinnar var andlát af hvaða orsök sem er. Samsettur endapunktur var dauðsfall eða endurinnlögn vegna kransæðastíflu. Niðurstöður: Á árinu 2006 greindust 447 einstaklingar með bráða kransæðastíflu á Landspítala, þar af voru 280 með NSTEMI (I21.4) og 167 með STEMI (I21 - I21.9). Nýgengi NSTEMI árið 2006 var 91,3 á hverja 100.000 íbúa. Nýgengi STEMI árið 2006 var 55,9 á hverja 100.000 íbúa. Meðalaldur NSTEMI-sjúklinga var 73,0 ár. Konur með NSTEMI voru að meðaltali 8,4 árum eldri en karlar með NSTEMI (konur 78,3 ár og karlar 69,9 ár). Meðalaldur STEMI-sjúklinga var 65,3 ár. Konur með STEMI voru að meðaltali 7,3 árum eldri en karlar með STEMI (konur 70,4 ár og karlar 63 ár). Fimm ára lifun NSTEMI-sjúklinga var 51%, 42% meðal kvenna og 57% meðal karla. Fimm ára lifun STEMI sjúklinga var 77%, 68% meðal kvenna og 80% meðal karla (logrank: p<0,01). Eftir aldursleiðréttingu var marktækt verri langtímalifun eftir NSTEMI samanborið við STEMI. Ályktanir: Nýgengi NSTEMI var hærra en STEMI á Íslandi árið 2006. Konur höfðu verri langtímahorfur en karlar, sem skýrist af hærri meðal­aldri þeirra. Langtímalifun NSTEMI-sjúklinga var verri en lifun STEMI sjúklinga þrátt fyrir aldursleiðréttingu.
  • Langtímameðferð með blóðþynnandi lyfjum á Fjórðungsjúkrahúsinu á Akureyri 1981-1987

   Finnbogi Karlsson; Jón Þór Sverrisson; Þorkell Guðbrandsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-02-15)
   In recent years there has been in Iceland some discussion toward changing the drug regimen used in long term anticoagulation therapy. Studies on the effectiveness, complications and other aspects of anticoagulant therapy are however rare in Iceland. This is a report from a study on long term anticoagulant therapy with special emphasis on the incidence of complications, bleeding and other. At the General District Hospital of Akureyri (FSA) over a 6 years period, 378 patients started on an anticoagulant therapy, whereof 147 continued for 3 months or more. Those 147 patients, 90 men and 57 women, mean age 62 years, made up our study group. The main indications for therapy were; »deep vein thrombophlebitis«, »coronary artery bypass graft«, »atrial fibrillation«, »pulmonary embolism« and »artiflcial heart valves«. Bleeding complications were found with 9 patients (6,1%) thereof 2 (1,4%) had serious episodes. Recurrences of indicative problem occurred with 7 patients (4,8%), 4 (2,8%) while on treatment. Those results are comparable to those of studies of similar design from other countries. In conclusion we state that the long term anticoagulant therapy is effective and without undue high rate of complications at the General District Hospital of Akureyri. Changes in treatment regimen are therefore not recommended without further prospective studies.
  • Langvinn berkjubólga hjá fimmtugum og áttræðum íslenskum körlum : algengi og lífsgæði

   Sveinn Magnússon; Þórarinn Gíslason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-05-01)
   Objective: The mortality from chronic bronchitis has been increasing in Iceland during the last decades. Little is however known about the prevalence of this disease and the objective of this study was to find the prevalence of chronic bronchitis in Iceland. Material and methods: In this study a postal questionnaire was sent to all Icelandic males born in the years 1913 (N=388) and 1943 (N=1297) who were alive on the 1st November 1993, asking about several physical symptoms, including symptoms of chronic bronchitis. The response rate was 69.7%. Results: Altogether 7.1% of 50 years old males and 16.7% of 80 years old males had a history of daily sputum expectoration for at least three months during the last two years. These individuals with chronic bronchitis had a higher prevalence of other respiratory symptoms, such as coughing, wheezing or whistling. History of dyspnea was much higher among those with symptoms of chronic bronchitis. They also complained more often of sleep disturbances and found themselves more stressed than those without symptoms of chronic bronchitis. Conclusion: Our study indicates that chronic bronchitis is a frequent illness among Icelandic males. Men with chronic bronchitis frequently have a decreased quality of life, difficulties to move and frequently sleep complaints.
  • Langvinn eósínófíl lungnabólga á Íslandi : faraldsfræði, klínísk einkenni og yfirlit

   Ólafur Á. Sveinsson; Helgi J. Ísaksson; Gunnar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-02-01)
   OBJECTIVE: The objective of the study was to describe the incidence and clinical features of chronic eosinophilic pneumonia (CEP) in Iceland and review recent literature. MATERIAL AND METHODS: Retrospective study where information was obtained from clinical charts from 1990-2004. Records, imaging studies and histopathology were evaluated. RESULTS: During the study period 10 individuals were diagnosed with CEP, 7 males and 3 females. Mean age was 58 years. None of the patients was a current smoker. The incidence of CEP during the study period was 0.23 per 100,000/year but increased to 0.54 per 100,000/year during the last 5 years of the study period. Clinical symptoms were malaise, cough, dyspnea, sweating and weight loss. Sedimentation rate was 72 mm/h and C-reactive protein (CRP) 125 mg/L. Eight of the ten patients had increase in blood eosinophils. On chest auscultation crackles were heard in seven patients and wheezing in three. Forced vital capacity (FVC) was 75% of predicted value and forced expiratory volume in one second (FEV1) was 73% of predicted. Mean PO2 was 68 mmHg. All the patients had classic diffuse bilateral opacities on chest radiograph that most commonly were peripheral. All patients were treated with corticosteroids and responded well. The average initial dose of Prednisolone was 42.5 mg per day. Seven of the patients relapsed but they all responded well to repeated treatment. CONCLUSIONS: Chronic eosinophilic pneumonia is a rare disorder but it has specific radiologic and histologic features. It is important to think of the disease in patients with diffuse infiltrates that are resistant to antibiotics. CEP responds well to corticosteroids but there is a high relapse rate, which also responds to treatment.
  • Langvinnir lífsstílssjúkdómar - mesta ógn nútímans við heilbrigði

   Hannes Hrafnkelsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-03)
  • Langvinnir sjúkdómar : heimsfaraldur 21. aldar

   Karl Andersen; Vilmundur Guðnason; University of Iceland, Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-11)
   Chronic non-communicable diseases (NCDs) are the cause of 86% of all deaths in the EU and 65% of deaths worldwide. A third of these deaths occur before the age of sixty years. The NCDs affect 40% of the adult population of the EU and two thirds of the population reaching retirement age suffers from two or more NCDs. The NCDs are a global epidemic challenging economic growth in most countries. According to the WHO, NCDs are one of the major threats to worldwide social and economic development in the 21st century. The problem is of great concern to the international community and was discussed at a High level meeting at the UN General Assembly in September 2011. In this paper we review the epidemic of NCDs both from a national and international perspective. We discuss the causes and consequences. In a second review paper we reflect on the political health policy issues raised by the international community in order to respond to the problem. These issues will become a major challenge for social and economic development in most countries of the world in the coming decades.
  • Langvinnir sjúkdómar : nýjar hliðar á afleiðingum sýkinga? [ritstjórnargrein]

   Magnús Gottfreðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-06-01)
   Við upphaf 21. aldar valda smitsjúkdómar enn mestum búsifjum í veröldinni. Samkvæmt skýrslu alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar orsakar þessi veigamikli sjúkdómaflokkur nú nærri fjórðung af sjúkdómsbyrði heimsins. Skýrist það að verulegu leyti af hárri tíðni lungnasýkinga, alnæmis, iðrasýkinga og berkla. Þessi staðreynd gengur þvert á spár lærðra manna fyrir um fjórum áratugum síðan þess efnis að smitsjúkdómar myndu brátt heyra sögunni til. Jafnframt var haft á orði að hinir örfáu sérvitringar sem þrjóskuðust við að leggja fagið fyrir sig ættu ekki eftir að hafa mikið annað fyrir stafni en að taka ræktanir úr hálsi kollega sinna. Öllum er nú ljóst að þróunin hefur verið í þveröfuga átt og hefur áhugi á smitsjúkdómum sjaldan verið meiri. Kemur þar margt til: Þekking okkar á tilurð margra smitsjúkdóma er enn afar brotakennd, enda er þar um að ræða flókið samspil tveggja lífvera sem örðugt getur verið að rannsaka. Þá eru ótalin áhrif umhverfis eins og við flesta aðra sjúkdóma. Við bætist síðan hinn gríðarlegi aðlögunarhæfileiki örvera: Nýir smitsjúkdómar líta reglulega dagsins ljós og má þar nefna sem dæmi HIV smit og alnæmi, heilkenni alvarlegrar lungnabólgu (HABL/SARS) sem orsakast af nýrri coronaveiru, og inflúensu af H5N1 stofni.
  • Langvinnt eitilfrumuhvítblæði á Íslandi árin 2003-2013 Nýgengi, aðdragandi greiningar og undanfari

   Gunnar Björn Ólafsson; Hlíf Steingrímsdóttir; Brynjar Viðarsson; Anna Margrét Halldórsdóttir; 1 Háskóla Íslands, 2 blóðlækningadeild Landspítala, 3 Læknasetrinu í Mjódd, 4 Blóðbankanum (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-04)
   B-eitilfrumna. Einstofna B-eitilfrumudreyri (monoclonal B-cell lymphocytosis, MBL) er talið forstig sjúkdómsins. Sjúkdómurinn er ólæknandi en hæggengur og greinist oft fyrir tilviljun við skoðun blóðhags. Langvinnt eitilfrumuhvítblæði hefur ekki verið rannsakað á Íslandi hvað varðar nýgengi, greiningu, sjúkdómseinkenni eða hækkanir á eitilfrumutalningu í blóði fyrir greiningu. Efniviður og aðferðir: Um er að ræða afturskyggna, lýsandi rannsókn sem nær til sjúklinga sem greindust á árunum 2003-2013. Fengin voru gögn yfir sjúklinga frá Krabbameinsskrá, blóðmeinafræðideild Landspítala og Læknasetrinu í Mjódd og var skráning tilfella rakin. Sjúkraskrár voru skoðaðar með tilliti til einkenna, greininga og meðferðar. Upplýsingar um lifun fengust úr Þjóðskrá og um dánarorsakir frá landlækni. Niðurstöður: Fjöldi sjúklinga sem greindist með langvinnt eitilfrumuhvítblæði á rannsóknartímabilinu var 161 (109 karlar, 52 konur). Nýgengi mældist 4,55/100.000 en aldursstaðlað nýgengi 3,00/100.000. Meðalaldur við greiningu var 70,9 ár (35-96 ár). Krabbameinsskrá skorti upplýsingar um 28 sjúklinga (17,4%), en upphafleg greining var í 47,2% tilfella eingöngu gerð með flæðisjá. Sjúkdómseinkenni voru til staðar við greiningu hjá 67 af 151 sjúklingi (44,4%). Rúmur þriðjungur hópsins fékk lyfjameð- ferð og var meðaltími að meðferð 1,3 ár. Fimm ára lifun var um 70% en miðgildi lifunar 9,4 ár. Hækkun eitilfrumutalningar (4,0x109 /L) í blóði (0,1- 13,4 árum) fyrir greiningu fannst hjá 85 af 99 sjúklingum (85,9%). Ályktun: Nýgengi langvinns eitilfrumuhvítblæðis á Íslandi er svipað því sem þekkist á Vesturlöndum. Bæta þarf lögbundna skráningu tilfella í Krabbameinsskrá, sérstaklega þegar greining byggir á frumuflæðisjárrannsókn eingöngu. Eitilfrumuhækkun var til staðar hjá stórum hluta sjúklinga fyrir greiningu.
  • Langvinnur nýrnasjúkdómur : nýjar áherslur í greiningu og meðferð

   Ólafur Skúli Indriðason; Ingunn Þorsteinsdóttir; Runólfur Pálsson, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-03-01)
   The incidence of end-stage kidney failure has increased dramatically world-wide in recent decades. It is a disorder that carries high mortality and morbidity and its treatment is expensive. Increased emphasis has been placed on early detection in recent years in the hope that it may lead to preventive strategies. However, these efforts have been hampered by ambiguous disease definitions. Recent guidelines have defined chronic kidney disease (CKD) as glomerular filtration rate (GFR) less than 60 ml/min/1.73 m(2) and/or evidence of kidney damage by laboratory or imaging studies, of more than 3 months duration. Chronic kidney disease is divided into 5 stages based on renal function, where stage 1 is defined as normal GFR or above 90 ml/min/1.73 m(2), and stage 5 as GFR below 15 ml/min/1.73 m(2) which is consistent with end-stage kidney failure. The GFR can be measured directly but more conveniently it is calculated based on serum creatinine using formulas that have been shown to be fairly accurate. Epidemiological studies employing the new definition have shown that the prevalence of CKD is 5-10% in Western countries, leading to its recognition as a major public health problem. It has also been demonstrated that CKD is associated with increased cardiovascular risk. This year the Clinical Biochemistry Laboratory at Landspitali University Hospital will begin reporting the estimated GFR along with the serum creatinine values. It is important that Icelandic physicians learn to use the estimated GFR in their daily practice to make the diagnosis and staging of CKD more effective. Hopefully this will lead to earlier detection and institution of therapy that may retard the development of end-stage kidney failure and decrease the associated cardiovascular risk.
  • Latexofnæmi : nýtt heilbrigðisvandamál

   Davíð Gíslason; Unnur Steina Björnsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-08-01)
   Since immediate hypersensitivity reaction to natural rubber was described 17 years ago, the incidence of latex allergy has been increasing rapidly. This is in part due to a growing awareness of the problem along with improved diagnostic methods. Additionally, in accordance with universal health care plans and the HIV epidemic, more rubber products such as latex gloves and condoms are in general use. Changes in methods of rubber production may also contribute to the increasing prevalence in latex allergy. Individuals at greatest risk for developing latex allergy are patients who have undergone multiple operations. These include children with myelomeningocele (spina bifida) and congenital defects of the urinary tract. Another high risk group includes health care providers and individuals working in rubber production. Latex containing products are in general use in the hospital setting as well as in the home environment. They can therefore pose a great risk to sensitized patients if prophylactic measures are not undertaken. Defining high risk patients and subsequent diagnosis with appropriate skin tests are important. Patients with latex allergy must then be provided with self-administered adrenalin (Epi-pen) and instructed in avoidance measures. In this article we describe 23 individuals who have been diagnosed allergic to latex in Iceland.
  • Lág þéttni natríums í sermi fyrirbura

   Kristján Guðmundsson; Þórður Þórkelsson; Gestur Pálsson; Hörður Bergsteinsson; Sveinn Kjartansson; Ásgeir Haraldsson; Atli Dagbjartsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-04-02)
   AIM: Hyponatremia can potentially have serious effects in the premature infant, Therefore, it is important to recognize its causes and prevent it if possible. The aim of this study was to evaluate the causes of hyponatremia in very low birth weight (VLBW) infants cared for at the Neonatal Intensive Care Unit (NICU) of Children's Hospital Iceland. SUBJECTS AND METHODS: Retrospective descriptive study of 20 VLBW infants at the NICU of Children's Hospital Iceland, born after <30 weeks gestation with birth weight of < or =1250 g. Information was obtained on fluid administration, weight loss, sodium administration and serum sodium concentrations during their first ten days of life. RESULTS: The median gestational age was 27 weeks (24-29 weeks) and the median birth weight was 905 g (620-1250 g). A negative correlation was found between birth weight and the amount of fluids given (R2=-0.42; p=0.002). The median weight loss was 10.6% (3.1-29.5%). A positive correlation was found between weight loss and the amount of fluids the infants received (R2=0.76; p<0.001). The amount of sodium given was on the average 5.7+3.1 mmól/kg/24 hours. The median serum sodium concentration was 137 mmól/L (127-150 mmól/L). A negative correlation was found between the amount of sodium given and serum sodium concentrations (R2=-0.42; p<0.001). There was no correlation between the amount of fluids given and serum sodium concentrations (R2=0.006; p=0.7). A negative correlation was found between birth weight and serum sodium concentrations (R2=-0.24; p=0.027). CONCLUSION: High sodium requirements in VLBW infants at our hospital suggests that their hyponatremia is mainly due to the immaturity of their kidneys, which is known to result in excessive loss of sodium in the urine.
  • Lágskammtameðferð statína við allháu kólesteróli í blóði

   Gunnar Sigurðsson; Svanur Kristjánsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1993-08-01)
   The effectiveness of low-dose (10 mg) of pravastatin (HMG-CoA reductase inhibitor) was tested in 20 women and 16 men with moderate hypercholesterolemia (7.5-9.0 mmol/1). The participants continued their modified fat diet during the seven weeks of treatment and fasting blood lipids were measured at five and seven weeks. The mean serum cholesterol fell from 8.3 mmol/1 to 6.6 mmol/1 or by 19.7%. The responsiveness varied from 5-25%. The mean LDL-cholesterol fell by 24%, triglycerides fell by 20%, but no significant effect on HDL-cholesterol was observed. The LDL/HDL ratio fell by 27%. It is concluded that a small dose of a pravastatin (10 mg daily) is often effective enough in moderate hypercholesterolemia when dietary regimen fails.
  • Lágur blóðsykur hjá nýburum

   Elín Ögmundsdóttir; þórður Þórkelsson; Guðrún Kristjánsdóttir; Vökudeild Barnaspítala Hringsins Landspítala, Kvenna- og barnasvið Landspítala, Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands, Læknadeild Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2014-12)
   Eftirlit með blóðsykri er mikilvægt fyrst eftir fæðingu hjá ákveðnum hópum nýbura. Hins vegar greinir fræðimenn á um skilgreiningu of lágs blóðsykurs hjá nýburum og hver gildi hans þurfi að vera til að tryggja eðlilega líkamsstarfsemi. Óvissa einkennir því ákvarð- anatöku um eftirlit með blóðsykri nýbura: hverja eigi að mæla og hvenær og við hvaða gildi blóðsykurs eigi að hefja íhlutun. Algengi lágs blóðsykurs hjá nýburum hér á landi er ekki þekkt. Markmið þessarar rannsóknar var því að greina það og bera saman við niðurstöður erlendra rannsókna og kanna hvernig staðið sé að eftirliti með blóðsykri nýbura. Rannsóknin var lýsandi, afturskyggn og upplýsinga aflað úr sjúkraskrám. Almennar upplýsingar um börnin voru skráðar ásamt blóðsykursgildum og framkvæmd eftirlits með þeim. Í úrtaki voru þeir nýburar sem gengist höfðu undir eftirlit með blóðsykri fyrstu þrjá sólarhringana eftir fæðingu á Landspítala, alls 955 af 3468 sem þar fæddust árið 2010. Meðgöngulengdin var frá 24–42 vikum og rúm 77% voru fullburða (> 37 vikur). Meðal fæðingarþyngd var 3273 g (530–5280 g), 32,5% lögðust inn á nýburagjörgæslu og 30,2% komu þangað í stutt eftirlit. Algengi lágs blóðsykurs (< 2,2 mmól/L) reyndist vera 21,2% í heild en 19,1% meðal fullburða nýbura. Fyrsta mæling var gerð innan klukkustundar frá fæðingu hjá 60% úrtaks. Blóðsykur var mældur einu sinni hjá 16,4% þeirra, en miðgildið var fjórar mælingar fyrstu þrjá sólarhringana. Rúmlega 55% mældust með lægsta gildi innan tveggja klukkustunda frá fæðingu. Síðfyrirburar, þungburar og börn mæðra með insúlínmeðhöndlaða sykursýki á meðgöngu reyndust marktækt líklegri til að mælast með lágan blóð- sykur eftir fæðingu en aðrir nýburar í úrtaki. Algengi lágs blóðsykurs var hátt samanborið við niðurstöður erlendra rannsókna. Það skýrist að hluta til af samsetningu úrtaks, þar sem ekki var einungis um heilbrigða fullburða nýbura að ræða. Eftirlit með blóðsykri reyndist ómarkvisst, stór hluti mælinga var innan klukkustundar frá fæðingu og því má ætla að erfitt hafi verið að greina á milli óeðlilegrar blóðsykurslækkunar og eðlilegrar aðlögunar nýburans að lífi utan móðurkviðar. Lykilorð: Blóðsykurslækkun, nýburar, áhættuþættir, blóðsykurseftirlit.
  • Leghálskrabbameinsleit á Íslandi 1964-86 : árangur sem erfiði?

   Kristján Sigurðsson; Stefán Aðalsteinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-02-15)
   Before screening for cervical cancer was started in Iceland in 1964, incidence and mortality rates was on the increase but fell significantly between 1966-70 and 1976-80. After commencement of the screening programme there was a shift from advanced to early stages and at the same time the five year survival rate doubled. The mortality rates among the unscreened population remained high compared with the screened population. After 1979 the incidence rose again and reached a local maximum in 1984 but has decreased since then. About one third of the female population has not attended the screening at the recommended maximum three year intervals and two thirds of the cervical cancer was found among these since 1980. During the latter years there has been a shift in the occurrence of invasive cervical cancer from the older to the younger age groups. At the same time, up to 1985, there was a significant rise in the rate of preinvasive stages among women under 45 years of age. After analyzing the screening history, stage and histology distribution, we find that screening appeared still to be an effective approach to control most of the squamous cell carcinomas of stage I B and higher, but not the adeno- and adenosquamous carcinomas. Technical details such as strict working rules, central steering and an effective data-handling system are a prerequisite for optimal results in a cancer screening program.
  • Leghálskrabbameinsleit á Norðurlöndum til 1995 : könnun á nýgengi og dánartíðni, markaldri og bili milli skoðana

   Kristján Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-11-01)
   Background: The objective of cervical cancer screening is to lower the incidence and mortality rates of the disease. The Nordic countries have a long experience in cervical cancer screening. Based on this experience this study evaluates the UICC and EC guidelines regarding the effectiveness of organized vs. spontaneous screening, targeted age groups and screening intervals. Material and methods: The study analyses the features of the Icelandic and the Nordic screening programmes and the observed trends in the incidence and mortality rates in these countries through 1995. It also analyses the trends for cytologic preinvasive lesions at first visit and at second and later visits after a normal test(s). The frequency of histologic lesions was calculated for the birth cohort 1920-1926 from the age of 60 and among women referred for colposcopic examination in 1994. Results: Organized screening started in all the Nordic countries except Norway soon after 1960. Up to 1985 the target age group and screening interval were most intensive in Iceland. All countries intensified the screening intervals after 1985. The reduction in both the mortality and the incidence rates was greatest in Iceland and Finland, intermediate in Sweden and Denmark, and lowest in Norway but in that country organized screening started in 1994. The age-specific incidence in the 20-29 age group has been increasing since 1971 in all the Nordic countries, except in Finland. In Iceland screening has greatly affected the rate of all stages of squamous cell carcinoma, but not the rate of adeno-and adenosquamous carcinomas. The prevalence of preinvasive disease has increased significantly since 1980. The rate of moderate to high-grade cytologic changes begins increasing as early as at 20 years of age and moderate to high-grade histologic lesions start to accumulate at 24 to 36 months after a normal smear. The rate of these lesions decreases with the number of negative smears taken. Moderate to high-grade histologic lesions and invasive cancer are practically non-existent after the age of 60 among correctly screened women. A strong correlation is found between increased attendance rates and the proportion of cases diagnosed with a Pap smear at stages IA and IB occult. The latter cases mainly occur among women under the Hge of 45 and start to appear less than two years after a normal smear. Conclusions: Well-organised screening is more effective than spontaneous screening in reducing the risk of cervical cancer. Screening should preferably start soon after age 20 with a screening interval of two to three years. The screening interval can pro-bably be extended to four years at the age of 50 and screening could stop at the age of 60 to 64 among regularly screened women.
  • Legionellosis meðal íslenskra barna

   Ásgeir Haraldsson; Möller, Alice-Friis; Rechnitzer, Catherine; Haraldur Briem (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-12-15)
   Algengi IgM mótefna gegn Legionella species meðal íslenskra barna var athugað í framvirkri rannsókn. Mótefni voru mæld hjá 424 börnum á aldrinum eins mánaðar til tólf ára. Flest barnanna höfðu engin einkenni um lungnabólgu við töku sýnanna. Mæld voru mótefni gegn Legionella pneumophila sermigerð 1-6, L. bozemanii, L. dumoffii og L. micdadei með örkekkjunar-aðferð. Mótefni gegn Legionella ssp hjá börnum án lungnabólgu fundust í tæplega 22% tilfellanna en hjá 30% barna eldri en þriggja ára. Flest börn með mótefni gegn Legionella ssp höfðu ekki fyrri sögu um lungnabólgu eða tíðar öndunarfærasýkingar. Börn með lungnabólgu, tíðar öndunarfærasýkingar, astma eða fyrri, lungnabólgu höfðu ekki hærri tíðni mótefna en önnur börn. Niðurstöður rannsóknarinnar bcnda til að íslensk börn verði oft fyrir smiti af völdum Legionella species eða skyldrar bakteríu.
  • Legvatnsástunga og fylgjuvefssýni til greiningar á litningagerð fósturs

   Hulda Hjartardóttir; Obstetrics and Prenatal Diagnosis Unit, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. huldahja@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-05-01)
   In this article amniocenteses and chorion villus biopsies are reviewed. The technique is described for both procedures and any side effects discussed, both immediate and possible long term effects. The procedures are compared in terms of timing during pregnancy, complication rates and accuracy of test results.