Recent Submissions

 • Þjónandi forysta: Árangursrík stjórnun í heilbrigðisþjónustu

  Alma Rún Vignisdóttir; Díana Ósk Halldórsdóttir; Helga Margrét Jóhannesdóttir; Kristín Perla Sigurbjörnsdóttir; Rebekka Héðinsdóttir; Valdís Ösp Jónsdóttir; Sigríður Halldórsdóttir; Háskólinn á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-11)
  Hér á eftir verður fjallað um hugmyndafræði þjónandi forystu og leitað svara við spurningunni: Hvað er þjónandi forysta og hentar hún í heilbrigðiskerfinu? Helstu hugtökum verða gerð skil auk þess sem fjallað verður um mælitæki sem notað er við gerð rannsókna á þessu sviði. Fjallað verður um þjónandi forystu sem stjórnunarstíl innan heilbrigðiskerfisins og áhrif þjónandi forystu á hjúkrunarfræðinga, bæði sem stjórnendur og undirmenn. Helsta gagnrýni á þjónandi forystu sem stjórnunarstíl verða einnig tekin til skoðunar.
 • Dansmeðferð til að efla hreyfingu, vitræna færni og sálfélagslega líðan hjá einstaklingum með Parkinsonssjúkdóm: fræðileg samantekt

  Marianne Elisabeth Klinke; Jónas Daði Dagbjartarson; Signý Bergsdóttir; Snædís Jónsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; 1) Landspítali og Háskóli Íslands 2)3)4)5) Landspítali (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-11)
  Parkinsonssjúkdómur (PS) er langvinnur taugasjúkdómur sem skerðir hreyfigetu og vellíðan. Ófyrirsjáanleiki einkenna gerir það að verkum að einstaklingar með PS eiga það til að draga sig í hlé og taka síður þátt í félagslegum athöfnum. Dansmeðferð getur verið bæði gagnlegt og skemmtilegt meðferðarúrræði til að spyrna á móti sálfélagslegum afleiðingum sjúkdómsins og til að viðhalda hreyfigetu. Í þessari grein verður niðurstöðum fræðilegrar samantektar 18 rannsóknargreina með mismunandi rannsóknarsniði lýst; eigindlegu (n=3), megindlegu (n=9) og fýsileikarannsóknir (n=6) þar sem skoðaður er ávinningur og útfærsla dansmeðferðar til að bæta hreyfigetu og líðan hjá einstaklingum með PS. Auk þess ætlum við að draga fram þætti sem þarf að hafa í huga þegar dansmeðferð er skipulögð til þess að hún sé fýsileg, örugg og skili sem mestum ávinningi.
 • Þrýstingssár: Greining og meðferð með aðstoð Bradenkvarða og RAI-mats

  Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir; Agnar Óli Snorrason; Anna Birna Jensdóttir; Guðrún Björg Guðmundsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-11)
  Meðalaldur íbúa hjúkrunarheimila á Íslandi er 87 ár. Margir eru fjölveikir, veikburða, á mörgum lyfjum og eiga á hættu að fá þrýstingssár. Þeir sem eru vannærðir og með skerta hreyfifærni eru í sérstakri hættu. Þrýstingssár eru of algeng meðal mikið veikra sjúklinga á heilbrigðisstofnunum. Þau skerða lífsgæði, hægja á bata, valda þjáningu og eru kostnaðarsöm. Mælt er með notkun kerfisbundinna aðferða til að greina þá sem eiga á hættu að fá þrýstingssár. Auk þess sem klínískt innsæi er notað við áhættumat sjúklings (Landspítali, 2008). Gæðateymi til varnar sárum á Sóltúni var stofnað árið 2007. Þá voru ábendingar um að hægt væri að gera betur. Stuðst er við viðurkenndar, gagnreyndar aðferðir í gæðaumbótastarfi. Gæðateymið setti fram gæðastaðal um forvarnir gegn sárum. Gæðastaðallinn er rýndur og endurbættur reglulega af gæðateymi. Ársfjórðungslega er farið yfir niðurstöður RAI-mælinga og skoðuð nánar þau óheppilegu atvik sem upp hafa komið. Gæðateymið fer yfir samspil heilsufars, lyfjagjafar, notkunar hjálpartækja, virkni og umhverfis, auk þess að veita ráðgjöf og stuðning eftir þörfum. Almenna orsökin fyrir myndun þrýstingssára er langvarandi þrýstingur á húð sem veldur staðbundinni blóðþurrð. Aðrir þættir geta aukið hættuna á slíkri blóðþurrð. Þar má nefna æðasjúkdóma, skert blóðflæði, sykursýki, vannæringu, þurrk og skerta skyntilfinningu o.fl. (Allen, 1997; Blom, 1985). Sár á húð geta myndast fljótt og er góð hjúkrun, sem felst í forvörnum, mikilvæg til að koma í veg fyrir myndun þeirra. Florence Nightingale (1969) skrifaði árið 1860 að þrýstingssár stöfuðu ekki af sjúkdómum manna heldur hjúkruninni sem veitt væri eða skorti á veittri þjónustu. Það er mikið til í því. Í samtíma okkar er því þannig háttað að veikustu sjúklingarnir á öllum aldri liggja inni á stofnunum. Það er því langvarandi verkefni hjúkrunar að koma í veg fyrir þrýstingssár. Talið er að um 4% útgjalda stofnana í Bretlandi megi rekja til kostnaðar við að græða þrýstingssár (Bennett o.fl., 2004). Í rannsókn, sem gerð var á Landspítala árið 2008, reyndust 21,5% sjúklinga vera með þrýstingssár (Guðrún Sigurjónsdóttir o.fl., 2011). Í annarri rannsókn, sem gerð var í Noregi árið 2012, voru 18,2% sjúklinga með þrýstingssár (Bredesen o.fl., 2015). Samanburður rannsókna á algengi legusára er erfiður vegna þess að skilgreining og flokkun er mismunandi og samsetning úrtaks einnig.
 • Annarrar gráðu gáttasleglarof orsakað af parasympatískri örvun meðhöndlað með brennsluaðgerð. Sjúkratilfelli.

  Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1; Kristján Guðmundsson; Sigfús Örvar Gizurarson; 1) Landspítali, Lyflæknissvið 2)3) Landspítali, Hjartadeild (Læknafélag Íslands, 2021-09)
  Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er einkennagefandi gáttasleglarof meðhöndlað með gangráðsmeðferð. Í ungum einstaklingum getur sú meðferð reynst erfið til langframa vegna hættu á fylgikvillum, til að mynda sýkingum, leiðsluvandamálum og hjartabilun af völdum gangráðsörvunar. Hér er lýst tvítugum manni sem upplifði endurtekin yfirlið þar sem uppvinnsla sýndi fyrstu gráðu gáttasleglarof ásamt breytilegu gáttasleglarofi af gráðu 2, Mobitz 1. Sjúklingurinn var meðhöndlaður með brennsluaðgerð á parasympatísk taugahnoð í hægri gátt. Við það varð PRbil eðlilegt. Meðferðinni hefur aldrei verið beitt áður á Íslandi og einungis er fáum tilfellum lýst á heimsvísu.
 • Engum er hjúkrað ef enginn hjúkrar: stóra vandamál stjórnandans að tryggja faglega mönnun til framtíðar

  Anna María Ómarsdóttir; Helgi Þór Leifsson; Hilda Hólm Árnadóttir; 1) Landspítala 2)3) Sjúkrahúsinu á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
  Að viðhalda mönnun, tryggja að fólkið á gólfinu njóti öryggis í starfi og hafi tækifæri til að veita faglega og viðunandi heilbrigðisþjónustu er á meðal mikilvægustu viðfangsefna stjórnenda í heilbrigðiskerfinu. Tilgangur þessarar greinar er að skoða mannaflaspár til framtíðar, hvaða þættir valda álagi á hjúkrunarfræðinga og hver framtíð þeirra er. Leitað var að heimildum og rannsóknum í leitarvélum Pubmed, EbscoHost, Google scholar, Scopus, Web of science, ProQuest og Leitir.is. Leitarorð voru m.a. nurse, patient care, quality of care, insufficient og patient ratings. Niðurstöður sýndu að mönnun er ábótavant um allan heim. Á Íslandi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og nú enn fremur í tengslum við covid-19-faraldurinn, hefur nýliðun hjúkrunarfræðinga verið of lítil. Laun hjúkrunarfræðinga voru talin of lág miðað við álag í starfi. Mikil undirmönnun er á vaktalínum, starfsfólk er sent á milli eininga og hlutfall erlends vinnuafls og starfsfólks í gegnum starfsmannaleigur hefur hækkað. Hlutfallslega fleiri hjúkrunarfræðingar og stjórnendur finna fyrir kulnun í starfi. Með hækkandi lífaldri fólks munu körfur á gott heilbrigðiskerfi aukast þar sem þörf verður fyrir sífellt flóknari meðferð. Eins og staðan er í dag er vöntun á heilbrigðisstarfsfólki og mun eftirspurnin aukast á komandi árum. Því má segja að heilbrigði og vellíðan fólks sé í hættu ef ekki tekst að ráða bót á mönnunarvandanum. Stjórnvöld verða að taka málið föstum tökum og innleiða stefnu sem stuðlar að því að gera starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eftirsóknarvert, auka menntunarstig og tryggja öryggi og bæta kjör. Stytting vinnuvikunnar gæti dregið úr álagi en gæti líka aukið álag ef ekki er bætt úr grunnmönnun því annars verður meira álag á þá sem eru á staðnum.
 • Ákveðin forréttindi að vera handleiðari

  Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
 • Handleiðsla – heilbrigt bjargráð í starfi

  Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
 • Mikilvægt að viðra tilfinningar eftir erfiða atburði

  Sigríður Elín Ásmundsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
 • Faghópur í gjörgæsluhjúkrun. Rannveig Jóna Jónsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun.

  Sölvi Sveinsson; Faghópur í gjörgæsluhjúkrun – Rannveig (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
 • ICNP, alþjóðlegt flokkunarkerfi í hjúkrun

  Ásta Thoroddsen; Prófessor við HÍ og forstöðumaður Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP® (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
 • Meðferðarúrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama

  Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
 • Hjúkrun í „heimsþorpinu“

  Þorgerður Ragnarsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
 • Hjúkrunarfræðingar á tímum covid-19 - Könnun á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, aðbúnaði og líðan í starfi

  Guðbjörg Pálsdóttir; Halla Eiríksdóttir; Edda Dröfn Daníelsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
 • Móttaka og starfsþróun hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna á Landspítala

  Hrund Sch. Thorsteinsson; Kristín Salín Þórhallsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
 • „Okkar viðkvæmustu konur“ - Veruleiki barnshafandi kvenna sem eru umsækjendur um alþjóðlega vernd

  Anna Guðný Hallgrímsdóttir; Steinunn H. Blöndal (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Ljósmóðir á Snæfjalla og Langadalsströnd

  Ólafur J. Engilbertsson (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Þjónusta við umsækjendur um alþjóðlega vernd (UAV) hjá Reykjavíkurborg.

  Magdalena Kjartansdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Reynsla kvenna af tvíburameðgöngu með áherslu á andlega líðan og stuðning ljósmæðra

  Klara Jenný H. Arnbjörnsdóttir; Ingibjörg Eiríksdóttir; Ólöf Ásta Ólafsdóttir; 1)2) Landspítala 3) Háskóla Íslands (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)
 • Konur á flótta leita skjóls

  Hólmfríður Garðarsdóttir (Ljósmæðrafélag Íslands, 2020)

View more