• Endurlífgun nýbura: Klínískar leiðbeiningar

   Herbert Eiríksson; Elín Ögmundsdóttir; Þórður Þórkelsson; Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2019-03)
   Þó svo flestir nýburar séu í góðu ástandi við fæðingu verðum við alltaf að vera undir það búin að nýfætt barn sé óvænt slappt. Því þarf í öllum tilvikum að vera til staðar tækjabúnaður til endurlífgunar og í það minnsta einn sem kann til verka á því sviði. Í flestum tilvikum þurfa börnin aðeins öndunaraðstoð, sjaldan þarf að beita hjartahnoði og enn sjaldnar að gefa lyf. Í þessari grein eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura sem byggjast einkum á nýjustu leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins.
  • Læknisfræði framtíðar – Mun gervigreind og vélmenni leysa lækna af hólmi?

   Magnús Haraldsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-12)
  • Lækningar í Íslendingasögum

   Óttar Guðmundsson; Formaður Félags áhugamanna um sögu læknisfræðinnar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-11)
  • Framhaldsmenntun lækna á Íslandi

   Tómas Þór Ágústsson; Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
  • Af læknanámi

   Kristján Erlendsson; Kennslustjóri læknadeildar HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
  • Menntun, störf og tækifæri hér og erlendis

   Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir; Agnar Óli Snorrason (Sjúkraliðafélag Íslands, 2018-10)
  • Ormur í auga og endurteknar bólgur á útlimum - Sjúkratilfelli

   Davíð Þór Bragason; María Soffía Gottfreðsdóttir; Birgir Jóhannsson; Magnús Gottfreðsson; 1) 2) Augndeild Landspítala 3) 4) Smitsjúkdómadeild Landspítala (Læknafélag Íslands, 2018-09)
   Lýst er tveimur tilfellum af lóasýki hjá konum búsettum hér á landi, 35 ára konu sem fæddist í Afríku og 31 árs konu sem hafði ferðast um Afríku. Þær leituðu til læknis vegna óþæginda frá auga. Við skoðun sást í báðum tilfellum ormur, um 3 cm á lengd og 0,5 mm á breidd, sem hreyfðist undir slímhúð augans. Báðar konurnar höfðu einnig einkenni frá útlimum: endurteknar lotubundnar bólgur og kláða, og vöðvaverki. Greiningin var í báðum tilfellum lóasýki með Calabar-bólgum á útlimum og meðferð með albendazóli og díetýlcarbamazíni leiddi til lækningar. Aukinnar árvekni er þörf gagnvart sýkingum sem hafa verið sjaldgæfar í okkar heimshluta hingað til.
  • Frá bræðralagi til fagmennsku. Siðferðileg viðmið íslenskra lækna í hundrað ár. Vilhjálmur Árnason

   Vilhjálmur Árnason; Prófessor í heimspeki við Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, 2018-09)
   Læknar hafa frá öndverðu haft siðferðileg viðmið í starfi sínu. Elsta og þekktasta dæmið er eiðurinn sem kenndur er við gríska lækninn Hippókrates (460-370 f. Kr.). Segja má að hinn siðferðilegi kjarni eiðsins sé fólginn í þessu ákvæði: „Ég heiti því að beita læknisaðgerðum til líknar sjúkum, eftir því sem ég hef vit á og getu til, en aldrei í því skyni að valda miska eða tjóni.“1 Hér er velferð sjúklingsins í fyrirrúmi og enn er vísað til kröfunnar primum non nocere, umfram allt valdið ekki miska, sem meginsiðareglu læknislistarinnar. Samkvæmt nútímalegri greiningu á siðareglum eru slík ákvæði um að gæta hagsmuni sjúklinga hluti af frumskyldum lækna.2,3 Aðrir meginflokkar siðareglna eru félagslegar skyldur við almenning og samfélag, hæfniskyldur að viðhalda þekkingu og færni og skyldur gagnvart starfssystkinum (stundum nefndar bróðurlegar skyldur).
  • Meðferð á þriðja stigi fæðingar kvenna sem eru í lítilli hættu á blæðingu

   Ásta Dan Ingibergsdóttir; Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-07)
  • Vísindastörf íslenskra lækna - framþróun fræðanna

   Þórður Harðarson; Guðmundur Þorgeirsson; Fyrrum prófessorar í lyflæknisfræði við Háskóla Íslands og Landspítala (Læknafélag Íslands, 2018-07)
  • Fósturskimun og fósturgreining

   Kristín Rut Haraldsdóttir; Sigrún Ingvarsdóttir; Landspítali Háskólasjúkrahús (Ljósmæðrafélag Íslands, 2018-06-28)
  • Árangur og mikilvægi bólusetninga - sögulegt samhengi.

   Þórólfur Guðnason; Embætti landlæknis (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-04)
  • Samskiptaboðorðin: frá hugmynd að veruleika

   Aðalbjörg Stefanía Helgadóttir; Nýburagjörgæsludeild Barnaspítala Hringsins (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018-02-16)
  • Læknafélag Íslands 100 ára - Læknar í verkfalli

   Gylfi Dalmann Aðalsteinsson; Viðskiptadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-02)
  • „Það er fróðlegt og krefjandi að vinna í teymi“- Þverfræðilegt nám á heilbrigðisvísindasviði Háskóla Íslands: þriggja ára þróunarverkefni

   Sóley S. Bender; Andri St. Björnsson; Anna Bryndís Blöndal; Guðlaug Kristjánsdóttir; Inga B. Árnadóttir; Ólöf Guðný Geirsdóttir; Þorvarður Jón Löve; Ólöf Ásta Ólafsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  • „Með hreinum höndum“ - Handhreinsun á Landspítala

   Ásdís Elfarsdóttir Jelle; Heiða Björk Gunnlaugsdóttir; Þórdís Hulda Tómasdóttir; 1 Deildarstjóri sýkingavarnadeildar Landspítala. 2 hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítala. 3 hjúkrunarfræðingur á sýkingavarnadeild Landspítala. (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
  • Þunglyndi og Parkinsonsveiki

   Marianne E. Klinke; Arna Hlín Ástþórsdóttir; Rakel Gunnlaugsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; 1) Taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi og hjúkrunarfræðideild, háskóla Íslands 2) Sjúkradeild HSU, Vestmannaeyjum 3)4) Taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2018)
   Núverandi hjúkrunarmeðferð fyrir einstaklinga með parkinsonsveiki (PV) miðar að því auka lífsgæði þeirra. Það felur í sér að greina og meðhöndla einkenni sem skipta máli fyrir hvern og einn einstakling. Líta má á hjúkrunarfræðinginn sem nokkurs konar leiðsögumann sem styrkir einstaklinginn í því að bregðast við sjúkdóms tengdum erfiðleikum á viðeigandi hátt. Þunglyndi er algengt vandamál sem skerðir lífsgæði hjá fólki með PV. Markmiðið með þessari fræðslugrein er að bæta þekkingu hjúkrunar - fræðinga og annarra heilbrigðisstarfsmanna á þunglyndi parkinsonssjúklinga ásamt því að kynna nýjan fræðslubækling um efnið.
  • Lækning, trú og töfrar - samþætting og þróun fram yfir siðaskipti

   Ólína Kjerúlf Þorvarðardóttir; Stofnun Árna Magnússonar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-12-06)
   Tengsl lækninga við trú og töfra eru þekkt frá fornu fari af elstu bókum og samofin langt fram eftir öldum. Lækningar og lyfjagerð voru stundaðar og þróaðar í klaustrum, bæði hérlendis og á meginlandi Evrópu. Úr klaustrunum færðust þessi vísindi yfir í háskólana eftir því sem þeir urðu til. Samhliða þróuðust alþýðulækningarnar sem áfram voru iðkaðar um alla Evrópu, sprottnar af hinum lærðu, fornu lækningum. Á það ekki síst við um grasalækningarnar sem eru fyrsta form og grundvöllur nútíma lyflækninga. Hér á eftir verður nánar vikið að samþættingu trúar, töfra og lækninga í elstu íslensku heimildum. Litið verður til bókmenntaarfsins, elstu lækningahandrita og ekki síst galdrarita 17. aldarinnar sem urðu tilefni brennudóma yfir fjölda Íslendinga eftir að galdraofsóknirnar í Evrópu teygðu anga sína hingað til lands. Í þessum heimildum má greina ákveðna þróun sem sýnir að 16. og 17. öld voru þekkingarlegt hnignunarskeið hvað lækningar varðar. Lærðar lækningar voru um þær mundir skammt á veg komnar líkt og í nágrannalöndum og óljós skil milli lærðra og leikmanna. Á sama tíma og fólk var brennt á báli fyrir það sem í galdraskræðurnar var skráð iðkuðu menntamenn danska ríkisins lækningar sem vert er að bera saman við fyrrnefndar heimildir og spyrja: Hvar lágu skilin milli töfra og vísinda – milli læknis og galdramanns?
  • Svefn og vaktavinna

   Björk Bragadóttir; Embla Ýr Guðmundsdóttir; Fannýj B.M. Jóhannsdóttir; Harpa Júlía Sævarsdóttir; Hjördís Jóhannesdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2017-12-01)
  • Vellíðan skjólstæðinga og starfsfólks á hjúkrunarheimili með trúarlegri aðstoð

   Jón Jóhannsson; Júlíana Sigurveig Guðjónsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2017-12-01)