• Annarrar gráðu gáttasleglarof orsakað af parasympatískri örvun meðhöndlað með brennsluaðgerð. Sjúkratilfelli.

   Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1; Kristján Guðmundsson; Sigfús Örvar Gizurarson; 1) Landspítali, Lyflæknissvið 2)3) Landspítali, Hjartadeild (Læknafélag Íslands, 2021-09)
   Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er einkennagefandi gáttasleglarof meðhöndlað með gangráðsmeðferð. Í ungum einstaklingum getur sú meðferð reynst erfið til langframa vegna hættu á fylgikvillum, til að mynda sýkingum, leiðsluvandamálum og hjartabilun af völdum gangráðsörvunar. Hér er lýst tvítugum manni sem upplifði endurtekin yfirlið þar sem uppvinnsla sýndi fyrstu gráðu gáttasleglarof ásamt breytilegu gáttasleglarofi af gráðu 2, Mobitz 1. Sjúklingurinn var meðhöndlaður með brennsluaðgerð á parasympatísk taugahnoð í hægri gátt. Við það varð PRbil eðlilegt. Meðferðinni hefur aldrei verið beitt áður á Íslandi og einungis er fáum tilfellum lýst á heimsvísu.
  • Hjúkrunarfræðingar á tímum covid-19 - Könnun á starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga, aðbúnaði og líðan í starfi

   Guðbjörg Pálsdóttir; Halla Eiríksdóttir; Edda Dröfn Daníelsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
  • ICNP, alþjóðlegt flokkunarkerfi í hjúkrun

   Ásta Thoroddsen; Prófessor við HÍ og forstöðumaður Rannsókna- og þróunarseturs um ICNP® (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
  • Meðferðarúrræði sem byggjast á tengslum hugar og líkama

   Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
  • Móttaka og starfsþróun hjúkrunarfræðinga af erlendum uppruna á Landspítala

   Hrund Sch. Thorsteinsson; Kristín Salín Þórhallsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
  • Hjúkrun í „heimsþorpinu“

   Þorgerður Ragnarsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021-03)
  • Engum er hjúkrað ef enginn hjúkrar: stóra vandamál stjórnandans að tryggja faglega mönnun til framtíðar

   Anna María Ómarsdóttir; Helgi Þór Leifsson; Hilda Hólm Árnadóttir; 1) Landspítala 2)3) Sjúkrahúsinu á Akureyri (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
   Að viðhalda mönnun, tryggja að fólkið á gólfinu njóti öryggis í starfi og hafi tækifæri til að veita faglega og viðunandi heilbrigðisþjónustu er á meðal mikilvægustu viðfangsefna stjórnenda í heilbrigðiskerfinu. Tilgangur þessarar greinar er að skoða mannaflaspár til framtíðar, hvaða þættir valda álagi á hjúkrunarfræðinga og hver framtíð þeirra er. Leitað var að heimildum og rannsóknum í leitarvélum Pubmed, EbscoHost, Google scholar, Scopus, Web of science, ProQuest og Leitir.is. Leitarorð voru m.a. nurse, patient care, quality of care, insufficient og patient ratings. Niðurstöður sýndu að mönnun er ábótavant um allan heim. Á Íslandi, sérstaklega eftir efnahagshrunið og nú enn fremur í tengslum við covid-19-faraldurinn, hefur nýliðun hjúkrunarfræðinga verið of lítil. Laun hjúkrunarfræðinga voru talin of lág miðað við álag í starfi. Mikil undirmönnun er á vaktalínum, starfsfólk er sent á milli eininga og hlutfall erlends vinnuafls og starfsfólks í gegnum starfsmannaleigur hefur hækkað. Hlutfallslega fleiri hjúkrunarfræðingar og stjórnendur finna fyrir kulnun í starfi. Með hækkandi lífaldri fólks munu körfur á gott heilbrigðiskerfi aukast þar sem þörf verður fyrir sífellt flóknari meðferð. Eins og staðan er í dag er vöntun á heilbrigðisstarfsfólki og mun eftirspurnin aukast á komandi árum. Því má segja að heilbrigði og vellíðan fólks sé í hættu ef ekki tekst að ráða bót á mönnunarvandanum. Stjórnvöld verða að taka málið föstum tökum og innleiða stefnu sem stuðlar að því að gera starfsumhverfi hjúkrunarfræðinga eftirsóknarvert, auka menntunarstig og tryggja öryggi og bæta kjör. Stytting vinnuvikunnar gæti dregið úr álagi en gæti líka aukið álag ef ekki er bætt úr grunnmönnun því annars verður meira álag á þá sem eru á staðnum.
  • Faghópur í gjörgæsluhjúkrun. Rannveig Jóna Jónsdóttir, sérfræðingur í gjörgæsluhjúkrun.

   Sölvi Sveinsson; Faghópur í gjörgæsluhjúkrun – Rannveig (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
  • Mikilvægt að viðra tilfinningar eftir erfiða atburði

   Sigríður Elín Ásmundsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
  • Handleiðsla – heilbrigt bjargráð í starfi

   Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
  • Ákveðin forréttindi að vera handleiðari

   Kristín Rósa Ármannsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2021)
  • Mikilvægi endurhæfingar í kjölfar veikinda eftir COVID-19 sýkingu

   Hlín Bjarnadóttir; Reykjalundi (Félag sjúkraþjálfara, 2021)
  • Meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eftir blóðþurrðarslag í heila. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í skimun á hita, blóðsykri og kyngingu: Fræðileg samantekt

   Marianne E. Klinke; Gunnhildur Henný Helgadóttir; Lilja Rut Jónsdóttir; Kristín Ásgeirsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; 1) Taugalækningadeild B2 Landspítala-háskólasjúkrahúss 2) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-11-16)
   Í þessari grein verður fjallað um helstu orsakir og einkenni blóðþurrðarslags og hvað það er sem gerist í heilanum þegar einstaklingur færslag. Heilbrigðisstafsmenn nota oft orðatiltækið ,,tímatap er heilatap“, en hvaða merkingu hefur það í raun og veru? Varpað verður ljósi á mikilvægi réttra viðbragða í bráðameðferð sem og mikilvægisérhæfðrar heilaslagseiningar. Rannsóknirsýna að sérhæft eftirlit og meðferð hjúkrunarfræðinga við hækkuðum hita og blóðsykri í kjölfar heilaslags, ásamt því að bregðast við kyngingarerfiðleikum fyrstu þrjá sólarhringana eftir áfallið, hefur jákvæð áhrif á batahorfursjúklinga. Til þess að efla þekkingu hjúkrunarfræðinga á þessum þáttum er stuðst við niðurstöður fræðilegrar samantektar
  • Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar?

   Snædís Jónsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; Marianne E. Klinke; 1) Göngudeild taugasjúkdóma, taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi 2) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-11-16)
   Djúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki (PV)sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfigetu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægtsé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða ef vandamál koma í ljós.
  • Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróun

   Sólveig Aðalsteinsdóttir; Karolinska háskólasjúkrahúsinu í Stokkhólmi (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-11-16)
   CAST (Cellterapier och Allogen Stamcellstransplantation) er sérstakt svið innan Karolinska háskólasjúkrahússinsí Stokkhólmisem einblínir á ýmsar gerðir frumumeðferðar fyrirsjúklinga frá 3 mánaða upp í 75 ára. Sviðið skiptistí legudeild og göngudeild. Stofnfrumuígræðsla hefur verið meginþáttur þeirrar meðferðarsem fram hefurfarið á sviðinu en aðrartegundirfrumumeðferðar hafa verið að ryðja sér rúms, eins og CAR-T frumumeðferð, og munu að öllum líkindum verða stærri hluti af þeim meðferðarúrræðum sem í boði verða fyrirsjúklinga í framtíðinni.
  • Kvíði hjá öldruðum: Greining og meðferð

   Kristrún Anna Skarphéðinsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-06-08)
   Kvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins. Líkamleg einkenni geta líka fylgt, eins og óþægindi frá maga, hröð og grunn öndun og þyngsli eða verkur fyrir brjósti. Einkenni, eins og ógleði, svefntruflanir, hægðatregða og áhyggjur af ýmsu, t.d. heilsu, eru algengari meðal aldraðra (Kennedy-Malone o.fl., 2019)
  • Þunglyndi meðal aldraðra: Einkenni, orsök, mat og meðferð

   Arna Vignisdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-06-08)
   Þunglyndi er einn af algengustu sjúkdómum í heiminum, en um 15% aldraðra eru metnir með þunglyndi og talið er að á árabilinu 2015 til 2050 muni hlutfall þeirra sem eru með þunglyndi hækka í 22% (World Health Organization, 2017). Á Íslandi er um 20.000 manns greindir með þunglyndi og af þeim eru aldraðir um 12% og er það um 50% meira en í öðrum aldurshópum hér á landi. Eldri konur eru líklegri til að greinast með þunglyndi en eldri karlar, og voru 11% kvenna en 4,5% karla með þunglyndi af þeim sem voru 67 ára og eldri árið 2015 (Hagstofa Íslands, 2015).