Browsing Icelandic Journal Articles by Issue Date
Now showing items 1-20 of 522
-
Meðferð sjúklinga fyrstu þrjá sólarhringana eftir blóðþurrðarslag í heila. Hlutverk hjúkrunarfræðinga í skimun á hita, blóðsykri og kyngingu: Fræðileg samantektÍ þessari grein verður fjallað um helstu orsakir og einkenni blóðþurrðarslags og hvað það er sem gerist í heilanum þegar einstaklingur færslag. Heilbrigðisstafsmenn nota oft orðatiltækið ,,tímatap er heilatap“, en hvaða merkingu hefur það í raun og veru? Varpað verður ljósi á mikilvægi réttra viðbragða í bráðameðferð sem og mikilvægisérhæfðrar heilaslagseiningar. Rannsóknirsýna að sérhæft eftirlit og meðferð hjúkrunarfræðinga við hækkuðum hita og blóðsykri í kjölfar heilaslags, ásamt því að bregðast við kyngingarerfiðleikum fyrstu þrjá sólarhringana eftir áfallið, hefur jákvæð áhrif á batahorfursjúklinga. Til þess að efla þekkingu hjúkrunarfræðinga á þessum þáttum er stuðst við niðurstöður fræðilegrar samantektar
-
Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar?Djúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki (PV)sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfigetu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægtsé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða ef vandamál koma í ljós.
-
Stofnfrumuígræðsla — meðferð í hraðri framþróunCAST (Cellterapier och Allogen Stamcellstransplantation) er sérstakt svið innan Karolinska háskólasjúkrahússinsí Stokkhólmisem einblínir á ýmsar gerðir frumumeðferðar fyrirsjúklinga frá 3 mánaða upp í 75 ára. Sviðið skiptistí legudeild og göngudeild. Stofnfrumuígræðsla hefur verið meginþáttur þeirrar meðferðarsem fram hefurfarið á sviðinu en aðrartegundirfrumumeðferðar hafa verið að ryðja sér rúms, eins og CAR-T frumumeðferð, og munu að öllum líkindum verða stærri hluti af þeim meðferðarúrræðum sem í boði verða fyrirsjúklinga í framtíðinni.
-
Kvíði hjá öldruðum: Greining og meðferðKvíði lýsir sér þannig að fólk hefur miklar áhyggjur sem erfitt er að stjórna. Þessar áhyggjur fara að hafa áhrif á daglegt líf fólksins. Líkamleg einkenni geta líka fylgt, eins og óþægindi frá maga, hröð og grunn öndun og þyngsli eða verkur fyrir brjósti. Einkenni, eins og ógleði, svefntruflanir, hægðatregða og áhyggjur af ýmsu, t.d. heilsu, eru algengari meðal aldraðra (Kennedy-Malone o.fl., 2019)
-
Þunglyndi meðal aldraðra: Einkenni, orsök, mat og meðferðÞunglyndi er einn af algengustu sjúkdómum í heiminum, en um 15% aldraðra eru metnir með þunglyndi og talið er að á árabilinu 2015 til 2050 muni hlutfall þeirra sem eru með þunglyndi hækka í 22% (World Health Organization, 2017). Á Íslandi er um 20.000 manns greindir með þunglyndi og af þeim eru aldraðir um 12% og er það um 50% meira en í öðrum aldurshópum hér á landi. Eldri konur eru líklegri til að greinast með þunglyndi en eldri karlar, og voru 11% kvenna en 4,5% karla með þunglyndi af þeim sem voru 67 ára og eldri árið 2015 (Hagstofa Íslands, 2015).
-
Endurlífgun nýbura: Klínískar leiðbeiningarÞó svo flestir nýburar séu í góðu ástandi við fæðingu verðum við alltaf að vera undir það búin að nýfætt barn sé óvænt slappt. Því þarf í öllum tilvikum að vera til staðar tækjabúnaður til endurlífgunar og í það minnsta einn sem kann til verka á því sviði. Í flestum tilvikum þurfa börnin aðeins öndunaraðstoð, sjaldan þarf að beita hjartahnoði og enn sjaldnar að gefa lyf. Í þessari grein eru gefnar leiðbeiningar um endurlífgun nýbura sem byggjast einkum á nýjustu leiðbeiningum Evrópska endurlífgunarráðsins.