• Álag og áfallastreita foreldra langveikra barna

   Hulda Sólrún Guðmundsdóttir (Sálfræðingafélag Íslands, 2004)
   Rannsóknir hafa sýnt fram á mikil og margvísleg áhrif langvinnra sjúkdóma hjá börnum á f jölskyldulífið allt. Íslenskar rannsóknir á þessu sviði eru þó af skornum skammti og brýn þörf á að fá þessi áhrif staðfest. Sú rannsókn sem hér eru gerð skil hafði tvö meginmarkmið: Annars vegar að meta margvísleg áhrif þess að eiga langveikt barn og hins vegar að komast að þjónustuþörf þessara fjölskyldna og hvernig þeim þörfum er fullnægt að mati íslenskra foreldra. Hér verður fjallað um hluta þeirra niðurstaðna sem tengjast fyrra markmiðinu. Þátttakendur voru 105 foreldrar langveikra barna, félagsmenn í aðildarfélögum Umhyggju, þar af voru 39 karlar og 66 konur. Rannsóknin, sem var spurningakönnun, var framkvæmd á vormánuðum 1999. Niðurstöður sýndu að áhrif af langvinnum sjúkdómi barns ná yfir öll meginsvið fjölskyldulífsins, einstaklingsbundið álag á foreldra var mikið, félagsleg áhrif voru mikil og fjárhagsleg áhrif nokkur. Um 81% þátttakenda sýndi alvarleg einkenni áfallaröskunar (PTSD). Ýmsar frumbreytur höfðu áhrif á hversu mikiö álag foreldrar uppliföu vegna veikinda barnsins, þ.á.m. alvarleiki sjúkdómsins, hversu langt var liðið frá greiningu hans, hjúskaparstaða foreldrisins, tengsl maka innbyrðis, félagslegur stuðningur og þær aðferðir sem notaðar voru til að höndla hið aukna álag. Draga má þá ályktun af niðurstöðunum að aukins stuðnings og sálfélagslegrar þjónustu sér þörf hér á landi svo styrkja megi foreldra í úrlausn þeirra krefjandi verkefna sem fylgja langvarandi sjúkdómi barns. Brýn þörf er á frekari rannsóknum á þessu sviði.
  • Könnun von Helmholtz, James J. Gibson og skynjun hljóðlengdar í íslensku tali

   Jörgen L. Pind (Sálfræðingafélag Íslands, 2004)
   Áreiti sem falla á skynfærin eru síbreytileg en samt veldur það okkur ekki teljandi erfiðleikum. Svo dæmi sé tekið þá er stærð sjónumyndar tiltekins hlutar mjög háð fjarlægð hans frá augum en við tökum sjaldnast eftir því, okkur sýnist maður jafn stór hvort sem hann er nálægt okkur eða fjarri. Það nefnist stærðarfesti. Hermann von Helmholtz, frumkvöðull hinnar klassísku hefðar í skynjunarsálfræðinni, skýrði þetta á þann veg að sjónin „tæki tillit til" f jarlægðar við skynjun stærðar. Bandaríski skynjunarsálfræðingurinn James J. Gibson gagnrýndi þessar hugmyndir Helmholtz og taldi að skýra mætti stærðarfesti, sem og mörg önnur skynfesti, með hliðsjón af 'áreitisföstum'. Vandinn væri bara að finna áreitisfastana.
  • Sjálfsagðir hlutir : kenning Weiners um áhuga og geðshræringar

   Magnús Kristjánsson (Sálfræðingafélag Íslands, 2004)
   Kenning Weiners (1985, 2000) um áhuga og geðshræringar hefur notið allmikillar hylli á liðnum árum. Höfundur hennar telur að kenningin sé af því tagi að raunprófa þurfi sannleiksgildi þeirra setninga sem mynda hana. Þetta er líka meirihlutaskoðum meðal fræðimanna, ef marka má þann fjölda greina þar sem vitnað er til kenningarinnar í þessu skyni. Ég held því hins vegar fram að kenningin sé ekki af þessu tagi, heldur sé hún safn af almæltum sannindum úr almannasálfræði (commonsense psychology). Allar raunprófanir á henni eru því marklaus iðja, enda hljóta menn að vita svörin sem leitað er án slíkra prófa.