• Alheimsmarkmið Federation Dentaire Internationale fyrir árið 2000 : tókst að ná settum markmiðum á Íslandi?

   Guðjón Axelsson; Sigrún Helgadóttir; Elín Sigurgeirsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Federation Dentaire Internationale (FDI) setti fram sex alheimsmarkmið um tannheilsu fólks og hvatti aðildarlönd sin til að stefna að því að ná þeim fyrir árið 2000. Fimm markhópar (5-6 ára, 12 ára, 18 ára, 35-44 ára og 65 ára og eldri) voru valdir og markmið valin til þess að keppa að fyrir hvern aldurshóp. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að fylgjast reglulega með breytingum á tannheilsu aldurshópanna (1). Þannig fást upplýsingar um tannheilsu hópanna og hvernig miðar að ná settu marki. Slík gögn eru einnig forsenda þess að unnt sé að spá fyrir um breytingar á tannheilsu og búa til ný raunhæf markmið til þess að keppa að. Samkvæmt fyrsta alheimsmarkmiði FDI fyrir árið 2000 átti 50% 5-6 ára barna að vera með allar sínar tennur óskemmdar (1). Ekki er vitað hversu hátt hlutfall íslenskra 5-6 ára barna var án tannskemmda árið 2000. Hins vegar voru árið 1986 3,6% sex ára barna með allar fullorðinstennur heilar, 17% 1991 og 47,5 % árið 1996 (2). Samkvæmt öðru alheimsmarkmiði FDI fyrir árið 2000 átti DMFT hjá þeim sem voru 12 ára ekki að vera hærra en 3 (1). Ætla má að þetta markmið hafi náðst á Íslandi þar sem DMFT 12 ára barna var 6,6 1986, 3,4 1991 og 1,5 1996 (2).
  • Alvarlegir tannáverkar : hvenær skal bíða og hvenær á að meðhöndla?

   H. Helgi Hansson (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Mig langar til þess að kynna fyrir ykkur greiningu og meðferð tveggja alvarlegra tannáverkatilfella þar sem koma fyrir flestir af hinum alvarlegu tannáverkum sem við getum þurft að meðhöndla. Tilfellin finst mér varpa nokkru ljósi á mikilvægi þess að bregðast rétt við á réttum tíma.
  • Áhrif tannvegssýkinga á almenna heilsu

   Sigurjón Arnlaugsson (Tannlæknafélag Íslands, 2000)
   Læknirinn William Hunter er talinn einn helsti upphafsmaður þeirrar útbreiddu skoðunar lækna og tannlækna á fyrstu áratugum 20. aldarinnar að sýkingar í munnholi gætu haft alvarlegar og víðtækar afleiðingar fyrir líkamann í heild. Hunter var harðorður í garð tannlækna sem hann sagði oft á tíðum stunda það að smíða tanngervi á og umhverfis sýktar tennur og stoðvefi þeirra og taldi slíkt óverjandi út frá læknisfræðilegum forsendum (1,2). Talið var að sýkingar í munni gætu valdið sjúkdómum á borð við liðagigt, hjartaþelsbólgu, magabólgur, magakrabba, blóðleysi, nýrnabólgur og valdið fósturláti o.fl. (3). Margir urðu til þess að taka undir þessi sjónarmið og varð afleiðingin sú að tilhneiging til þess að draga tennur jókst mjög á kostnað íhaldsamari aðgerða til að bjarga þeim. Þessar hugmyndir voru að mestu leyti byggðar á óvísindalegum grunni og seinni tíma rannsóknir sýndu að árangur af úrdrætti tanna til að bæta almennt heilsufar báru lítinn árangur. Faraldsfræðilegar rannsóknir fyrir og um miðja öldina, leiddu einnig í ljós að sýkingar í munni virtust jafnalgengar hjá þeim sem voru heilbrigðir að öðru leyti og hjá þeim, sem haldnir voru meinsemdum sem áður var talið að gætu tengst sýkingum í munni. Þrátt fyrir breytta afstöðu lækna og tannlækna um miðja öldina hefur athyglin síðasta áratug nú aftur beinst að sýkingum í munni og þá sérstaklega tannvegssýkingum, sem hugsanlegum orsakaþætti í hjarta- og æðasjúkdómum, sykursýki og fyrirburafæðingum (FBF) og lágri fæðingarþyngd (LFÞ). Allir þessir sjúkdómar eru fjölþáttasjúkdómar (multifactorial diseases) og í nýjustu rannsóknum hefur því verið beitt tölfræði þar sem reynt er að stjórna áhrifum þekktra áhrifavalda við tölfræðilega útreikninga á tengslum þeirra og tannvegssýkinga.
  • Álímt plantastutt tanngervi (fixed detachable hybrid prosthesis) : klínískt tilfelli

   Jón Ólafur Sigurjónsson (Tannlæknafélag Íslands, 2005)
   Sjúkratilfelli þetta lýsir aðferð við að útbúa álímt plantastutt tanngervi með því að nota plast (akrýl) yfirstrúktúr límdan á skrúfu-fastan málmbarra á implönt. Helstu kostir þessarar gerðar fram yfir hefðbundna hönnun eru meðal annars að engin skrúfuop eru í gegnum gómaplastið eða heilgómatennurnar, útlit er bætt, vinnan er einfaldari og auðvelt er að skipta um slitnar tennur.
  • Bithopp

   Berglind Jóhannsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2000)
   Ein algengasta bitskekkjan sem kemur til meðferðar hjá tannréttingasérfræðingi er Angle CI. II bitskekkja eða distalt bit, oftar en ekki samfara djúpu biti. Meðferðarmöguleikar eru margir, en ítarleg greining á biti og rými, halla tanna, stöðu kjálka í láréttu og lóðréttu plani ásamt greiningu á andlitsformi og mjúkvefjum andlits, ræður yfirleitt um hvaða meðferð hentar hverjum og einum. Listi yfir þann tækjabúnað, fyrir utan hefðbundin tannréttingatæki eða spangir, sem þróaður hefur verið til þess að meðhöndla distalt bit er nær því ótæmandi. Má þar nefna ýmis konar laus tæki, s.s. Frankel gómplötur (FR-1 og FR-2), Andresen aktivator, Bionator, Tauscher akti-vator, maxillator og beisli. Fastur tækjabúnaður af ýmsum toga hefur einnig verið hannaður, og er hann ýmist notaður einn sér eða í tengslum við hefðbundna meðferð með föstum tannréttingatækjum. Má hér nefna Pendulum, Jasper jumperfl], Herbst jumper[2] og Mandibular Advancement Locking Unit (MALU jumper)[3]. Markmiðið með þessum tækjabúnaði er ávallt hið sama, þ.e. að leiðrétta distalbitið, en virkni tækjanna er mismunandi, allt frá því að vera því sem næst hrein tannfærsla yfir í það að hafa fyrst og fremst áhrif á vöxt efri og/eða neðri kjálka. Í þessari grein verður fjallað um notkun á búnaði sem kallaður hefur verið „bite jumpers". Þekktasta tækið sem fellur undir þennan flokk er Herbst jumper, en hann hefur verið þekktur frá því snemma á 20. öldinni. Það var þó ekki fyrr en á 8. og 9. áratugnum, er Svíarnir Pancherz og Wieslander fóru að gera markvissar rannsóknir á árangri Herbst jumpera, að slík tæki fóru að ná verulegum vinsældum (1-7). Nú er svo komið að mjög margir hafa gert vel útfærðar rannsóknir sem sýna, svo ekki verður um villst, að slik tæki eiga svo sannarlega rétt á sér til meðferðar á CI. II bitskekkjum (6-14) og sem merki um það hafa flestir framleiðendur tannréttingatækja sett á markaðinn búnað sem er e.k. útfærsla á Herbst jumper.
  • Brånemark tannplantar á Íslandi 1991-2000

   Guðjón Axelsson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Notkun beingróinna tannplanta hér á landi hófst 1987 og voru í fyrstu einungis notaðir Bránemark tannplantar. Í dag eru notuð hér þrjú vel þekkt tannplantakerfi, ITI, 3i og Branemark. Tilgangur könnunarinnar var að afla upplýsinga um fjölda, tegund, lengd og þvermál tannplanta sem seldir voru hér á landi frá 1991 til 2000. Haft var samband við umboðsmenn og þeir beðnir um upplýsingar um árlega sölu á tannplöntum á tímabilinu 1991 til 2000. Óskað var eftir upplýsingum um fjölda, tegund, lengd og þvermál seldra tannplanta. Umbeðnar upplýsingar bárust einungis frá Austurbakka HF og takmarkast niðurstöður því við notkun Brånemark tannplanta. Íslenskir tannlæknar keyptu 1254 Brånemark tannplanta á þessum 10 árum. Mest seldist af 13 mm tannplöntum, næst mest af 15 og 10 mm tannplöntum. Notkun 7 mm tannplanta var lítil. Mest var notað af RP en minnst af WP tannplöntum. Mest seldist af Mk II tannplöntum og næst mest af fyrstu plöntunum, RP -standard.
  • Deyfinál brotnar við deyfingu á N. Alveolaris Inferior Sinister : tilfelli skoðað og ráðleggingar um hvernig ber að forðast slíkt

   Daði Hrafnkelsson; Sævar Pétursson (Tannlæknafélag Íslands, 2009)
   Við kynnum tilfelli 56 ára gamals manns sem var vísað á Háls-, nef- og eyrnadeild Landspítala í Fossvogi vegna brotinnar deyfinálar í Pterygomandibular bili. Nálin var fjarlægð með hjálp skyggnimagnara án vandræða. Auk þess að fara yfir tilfellið munum við leggja línurnar um hvernig bregðast skuli við svona óhöppum.
  • Dreifing tannátu og glerungseyðingar eftir búsetu meðal 1., 7. og 10. bekkinga á Íslandi : niðurstöður úr MUNNÍS 2005

   Helga Ágústsdóttir; Sigurður Rúnar Sæmundsson; Sigfús Þór Elíasson; Hafsteinn Eggertsson; Stefán Hrafn Jónsson (Tannlæknafélag Íslands, 2009)
   Tilgangur: Markmið þessarar rannsóknar var að kanna dreifingu tannátu og glerungseyðingar hjá 1., 7. og 10. bekkingum á Íslandi eftir búsetu. Efniviður og aðferðir: Gögn úr rannsókn á munnheilsu Íslendinga – MUNNÍS voru notuð. MUNNÍS var framkvæmd að mestu á vorönn árið 2005 og náði til 2.251 barns í 1., 7. og 10. bekk víðsvegar um landið. Alls voru börn úr 31 skóla skoðuð. Úrtakið var slembið og lagskipt klasaúrtak 20% allra barna á landinu í 1., 7. og 10. bekk. Jafnt hlutfall barna af höfuðborgarsvæði og landsbyggð var í úrtakinu. Niðurstöðum var skipt í þrennt eftir búsetu: 1) höfuðborgarsvæði, 2) til sjávar og 3) til sveita. Tannátustuðull var reiknaður út fyrir s.k. bestu greiningu, þ.e. frá niðurstöðum sjónrænnar og röntgengreiningar fyrir byrjandi tannskemmdir D1MFT og lengra komnar tannskemmdir D3MFT fyrir 12 og 15 ára, en einungis sjónræna skoðun fyrir 6 ára börn. Ef glerungseyðing fannst á a.m.k. einni tönn var sá einstaklingur talinn með glerungseyðingu. Niðurstöðutölur voru vigtaðar samkvæmt úrtaksaðferð. Niðurstöður: Hjá 10. bekk mældist marktækur munur á tannskemmdum í fullorðinstönnum eftir búsetu á höfuðborgarsvæði eða til sjávar og sveita þar sem tannátustuðull var hæstur í sjávarbyggðum. Hjá 7. bekk var hærra hlutfall barna með tannátustuðul D3MFT=0 til sveita (p=0,008). Í hinum árgöngunum var einnig munur á tannátustuðli milli svæða en hann reyndist ekki tölfræðilega marktækur. Engin glerungseyðing fannst á fullorðinstönnum meðal 6 ára barna. Hlutfall unglinga með glerungseyðingu var marktækt lægra til sveita (3,9%) en annars staðar hjá 7. bekkingum. Í 10. bekk var ekki jafn mikill munur eftir búsetu en hlutfall unglinga með glerungseyðingu í 10. bekk var þó hærra á höfuðborgarsvæði en á landsbyggðinni að meðaltali. Unglingar á höfuðborgarsvæðinu voru með hæst hlutfall glerungseyðingar bæði í 7. og 10. bekk (18,8% og 33,8%). Ályktanir: Minni munur var á niðurstöðum eftir búsetu en í fyrri rannsóknum hvað tannátu snertir en umtalsverður munur var á glerungseyðingu eftir búsetu.
  • Fyrirbyggjandi brottnám endajaxla

   Guðmundur Á. Björnsson (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Aðgerðir til að fjarlægja endajaxla hafa verið einar algengustu aðgerðir sem kjálkaskurðlæknar framkvæma (Bruce 1980, Nordemram 1987, Samsundin 1994, Knutson 1996) og ennfremur með algengustu aðgerðum sem gerðar eru á mönnum (Bruce 1980). Helstu ástæður þessara aðgerða eru tilkomnar vegna þrengsla, sem aftur valda sýkingum í beini og aðlægum vefjum. Þegar verst lætur getur skapast ástand sem krefst meðhöndlunar á sjúkrahúsi. Algengast er að sýkingar frá tönnum verði á aldrinum 25-30 ára. Sýking frá endajöxlum er algengasta ástæða innlagnar á sjúkrahús, ef um sýkingar í kjálkum og aðlægum vefjum er að ræða (Haug 1991). Bið eftir aðgerðum getur leitt til endurtekinnar sýklalyfjagjafar (Samsundin 1994), sem eru samfélaginu dýrar og ekki alltaf hættulausar. Aðrar afleiðingar þrengsla og þess að tennur komast ekki upp í munnhol eru til dæmis belgmein og æxli (mynd 1). ...
  • Geisladrep í beini

   Elín Sigurgeirsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Þungbær fylgikvilli geislameðferðar er geisladrep í beini. Algengast er þetta í neðri kjálka og eru helstu ástæður þessar: Beinið er þéttara að gerð, blóðsókn er minni og beinið tekur til sin meira geislamagn en efri kjálki og er það því viðkvæmara fyrir áhrifum geislunar miðað við efri kjálka. Geisladrep þetta, sem og skyldar breytingar, verða aðallega í beinvef eftir geislameðferð á svæðið í þrjá mánuði eða lengur Áður fyrr var talið að hefðbundin atburðarás geislunar; áverkar sem slðan sýkingar sæktu í, skýrðu geisladrep og var sú skýring tekin góð og gild af læknastéttinni. Ljóst er þó að nú er þörf á nákvæmari ákvörðun og grundvallarskýringu á meingerð hennar því nú eru þessar breytingar frekar raktar til geislaskemmda en sýkingar á fyrstu stigum. Þannig sýnir til dæmis könnun Robert E. Marx 1983 að örverur eiga lítinn þátt í meingerð (pathophysiology), og virka fremur sem yfirborðsóhreinindi en sýkingavaldur.
  • Gæði tannlæknisþjónustu á Íslandi : póstkönnun árið 2000 : erratum

   Guðjón Axelsson; Elín Sigurgeirsdóttir; Sigrún Helgadóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Upplýsingar um viðhorf fólks til þjónustu tannlækna eru gagnlegar jafnt fyrir tannlækna sem heilbrigðisyfirvöld. Til þess að unnt sé að bæta þjónustuna er nauðsynlegt að vita hvað betur má fara. Í febrúar 1985 fór fram símakönnun á vegum Landlæknisembættisins á heilbrigðisþjónustu á Íslandi. Valið var 1000 manns slembiúrtak úr þjóðskrá úr aldurshópnum 18-70 ára og var svarhlutfallið 83%. Spurt var meðal annars um mat þátttakenda á fyrirkomulagi og framkvæmd þeirrar tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið síðastliðna þrjá mánuði. 63,2% töldu tannlæknisþjónustuna mjög góða, 27,5% góða, 2,9% sæmilega, 3,4% sögðu henni ábótavant og 1,7% mjög ábótavant. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var því mjög hátt eða yfir 90% (1). Landlæknisembættið gerði svipaðar kannanir 1990 og 1995 en niðurstöður hafa ekki verið birtar. Árið 1984 var gerð könnun á slembiúrtaki ellilífeyrisþega sem voru annað hvort vistmenn á dvalarheimilum fyrir aldraða eða langlegusjúklingar á sjúkrahúsum í Reykjavik. Úrtaki og vali á úrtaki hefur þegar verið lýst (2). Spurt var m.a. um hvort þátttakendur væru ánægðir með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu fengið al. 5-10 ár og ef þeir voru það ekki, um ástæðu óánægjunnar. 79,6% þátttakenda, 81,1 % karla og 78,7% kvenna, voru ánægð með þá tannlæknisþjónustu sem þeir höfðu notið. Hlutfall þeirra sem voru ánægðir með tannlæknisþjónustuna var hærra (83,0%) hjá þeim sem voru áttræðir og eldri heldur en hjá þeim sem voru 65-79 ára (75,6%). Flestir þeirra sem voru óánægðir voru það vegna þess að þeir töldu tannlæknisþjónustuna of dýra. Árið 1985 var kannað viðhorf þeirra sem voru 18 ára, 35-44 ára og 65 ára og eldri til tannlæknisþjónustu sl. 10 ár (3) og 1995 var kannað viðhorf fólks í sjö aldurshópum 18 ára og eldri Íslendinga til tannlæknisþjónustu sl. 10 ára (4-10). Tilgangur könnunarinnar árið 2000 var að athuga 1) viðhorf fólks til þeirrar tannlæknisþjónustu sem það hafði fengið sl. 10 ár; 2) hvaða þættir höfðu áhrif á viðhorf þess; 3) hvaða þætti það var óánægt með; 4) hvort viðhorf folks til þjónustu tannlækna hafi breyst frá 1985. Könnunin er hluti af fjórða og síðasta áfanga stærra rannsóknarverkefnis, Breytingar á tannheilsu Íslendinga 1985-2000.
  • Hanskar og gúmmídúkur : vörn eða skaðvaldur?

   Turjanmaa, Kristina; Knudsen, Bodil; Wrangsjö, Karin (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Hlífðarhanskar hafa verið notaðir við fjölmörg störf í margar aldir. Síðan í lok 19. aldar, þegar menn höfðu lært að vinna hrágúmmí, hafa gúmmíhanskar verið notaðir á heilbrigðissviði sem vörn gegn efnum og sýkingum. Frá því í upphafi 20. aldar voru hanskar almennt notaðir við skurðaðgerðir og frá því á níunda áratugnum hafa hlífðarhanskar almennt verið teknir í notkun á tannlæknastofum, þar eð þörf fyrir verndun gegn smithættu hefur aukist vegna hættu á blóðsmiti í sambandi við lifrarbólgu og hiv. Í upphafi var á þessum markaði nær einvörðungu notuð gúmmíþeyta úr hrágúmmíi (NRL; natural rubber latex), oft einfaldlega nefnt latex. Nú eru hanskar einnig framleiddir úr gervigúmmíi og jafnvel plastefnum, hvort heldur er til notkunar við sótthreinsaðar aðstæður eða ekki. Um þessar mundir standa yfir viðamiklar rannsóknir í þeim tilgangi að mæta þörfinni fyrir haldgóða hlífðarhanska án ofnæmisvalda.
  • Heimtur barna til tannlækna

   Helga Ágústsdóttir; Hólmfríður Guðmundsdóttir; Reynir Jónsson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Upplýsingar um það hlutfall barna sem ekki skilar sér í eftirlit til tannlækna á Íslandi eru nauðsynlegar stjórnvöldum til stefnumótunar á þessu sviði. Í fyrra gerði yfirtannlæknir Heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytis (HTR) könnun á þessu á tímabilinu 1. janúar 2000 - 30. júní 2001 og birti niðurstöður sínar í Tannlæknablaðinu (1). Ákveðið var að endurtaka fyrirspurnina nú að ári liðnu og gera nýja könnun í samvinnu við tryggingayfirtannlækni Tryggingastofnunar ríkisins (TR) og nýskipaðan yfirmann Miðstöðvar Tannverndar (MT).
  • Hvernig ná má áreiðanlegum og fagurfræðilegum árangri í tannlækningum með fjölgreinaaðferð : klínískt tilfelli

   Jón Ólafur Sigurjónsson; Gísli Einar Árnason (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Þetta klíníska tilfelli greinir frá því hvernig notaðar eru aðferðir frá mismunandi sérgreinum innan tannlækninga til þess að tryggja bæði útlitslegar og starfrænar óskir sjúklings með fjölþætt tannvandamál. Skynsamleg tímaröð meðferðaúrræða í flóknum tilfellum þar sem mismunandi sérgreinar koma að verkinu er mikilvægur og nauðsynlegur þáttur til þess að árangurinn verði góður. Eftir því sem áherslur sjúklinga á bættara útlit eykst hefur tannlæknastéttin orðið að horfa á fagurfræði munns og tanna á skipulagðri og kerfisbundnari hátt. Suma tanngarða er einfaldlega ekki hægt að lagfæra eða endurskapa ásættanlega hvorki með tyggingu í huga né útlitslega séð án samvinnu hinna ýmsu sérgreina innan tannlækninga. Þess vegna eru hinar sjálfstæðu sérgreinar eins og tannréttingar, tannholdslækningar, tannfylling og munn- og kjálkaskurðlækningar nú oftar samtvinnaðar til að fullnægja þörfum sjúklinga um betra útlit1,2,3. Þetta klíníska tilfelli greinir frá yfirgripsmikilli fjölgreinaaðferð til að útbúa föst tanngervi hjá hálf tannlausum sjúklingi þar sem bæði útlit tyggingafæra og starfsemi þeirra var skert. Slíkt fjölgreinamat og meðferð veitir sjúklingnum á allan hátt betri lausn.
  • Ígræðsla títaníumígræða strax eftir úrdrátt tannar

   Guðmundur Á. Björnsson (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Í þessari rannsókn á ígræðslu titanium ígræða (implant) strax eftir úrdrátt eru birtar niðurstöður eftir viðtal við 37 sjúklinga sem hafa fengið samtals 45 ígræði frá árinu 1995 til 2001. Ígræðum var komið fyrir strax eftir úrdrátt framtanna, augntanna eða fyrsta forjaxls efri kjálka. Á þessu svæði skiptir útlit meira máli en annars staðar í munnholi. Markmiðið með að setja ígræðin strax í eftir úrdrátt er að minnka eða koma í veg fyrir eyðingu á beini sem studdi tönnina. Samfara eyðingu beinsins fellur mjúkvefurinn saman. Að auki styttir þessi aðferð meðhöndlunartíma, fækkar aðgerðum fyrir hvern einstakling, staðsetning ígræðis er betri og heildar meðhöndlun er því ekki eins kostnaðarsöm. Einnig ætti útlit að verða fallegra. Af 45 upprunalega settum ígræðum, eru 43 enn á sínum stað (95,6 %). Tvö ígræði sem losnuðu voru bæði með slétt yfirborð. Af 45 ígræðum eru 22 með grófu yfirborði. Þrjátíu einstaklingum finnst lausnin góð eða viðunandi (77,1%). Fjórir voru ekki ánægðir með lit á tannkrónu (11,4%). Aðeins blæddi við eitt ígræði við tannhreinsun, en 17 höfðu blæðingu frá öðrum tönnum við tannhreinsun.
  • Kjálkabeindrep af völdum bífosfónata : áður óþekktur fylgikvilli krabbameinsmeðferðar

   Júlíus Helgi Schopka (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Á undanförnum árum hafa verið að koma í ljós tengsl milli notkunar ákveðins lyfjaflokks, s.k. bífosfónata og illa meðfærilegs beindreps í kjálkabeini. Á ensku hefur þessi kvilli oftast verið nefndur „Bisphosphonate associated osteonecrosis” og mætti þýða það á íslensku sem „bífosfónata- beindrep“. Árið 2003 benti Marx1 fyrstur á bífosfónata- beindrep í samantekt 36 sjúklingatilfella og síðan hafa fjöldamargir komið fram með svipaða sögu (2-11). Fram að þessu hefur ekki verið tilkynnt um bífosfónatabeindrep í öðrum beinum en kjálkunum.
  • Klínískar leiðbeiningar um sýklalyfjagjöf við tannlækningar til varnar gegn hjartaþelsbólgu

   Sigurður B. Þorsteinsson; Rannveig Einarsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Á Landspítala-háskólasjúkrahúsi hafa verið við lýði í áratugi, vinnureglur um gjöf sýklalyfja til varnar gegn hjartaþelsbólgu. Jafnframt hafa tannlæknar unnið eftir svipuðum vinnureglum m.t.t. varnar gegn hjartaþelsbólgu1. Árið 2002 voru gefnar út ráðleggingar á LSH sem byggðu á leiðbeiningum bandarísku hjartasamtakanna (American Heart Association)2 með upplýsingum um lyfjaval og við hvaða aðstæður beita ætti sýklalyfjaforvörn. Var þem dreift til lækna, tannlækna og sjúklinga sem voru með aukna hættu á að fá hjartaþelsbólgu. Svipaðar vinnureglur hafa einnig verið gefnar út af European Cardiac Society og British Cardiac Society3. Þessi samtök hafa reglulega endurskoðað ráðleggingarnar og nýlega hefur vinnuhópur á vegum British Society for Antimicrobial Chemotherapy lokið slíkri endurskoðun og hefur verið byggt á þeim við endurgerð íslensku leiðbeininganna4. Vinnuhópurinn lagði mat á allar birtar rannsóknir (hjá mönnum og í dýralíkönum) sem tengdu ýmsar gerðir inngripa við hættu á hjartaþelsbólgu hjá einstaklingum í aukinni áhættu. Hafa ber í huga að þrátt fyrir „viðeigandi“ sýklalyfjaforvörn geta einstaklingar samt sem áður fengið hjartaþelsbólgu. Forvörn byggir ekki einungis á gjöf varnandi sýklalyfja. Lögð er áhersla á að menn haldi vöku sinni varðandi hættu á hjartaþelsbólgu hjá öllum sem njóta þjónustu heilbrigðiskerfisins. Má þar nefna viðeigandi meðferð sýkinga sem leitt geta til bakteríublóðsmits (bacteremia), tafarlaust brottnám sýktra æðaleggja og markvissa meðferð við aðstæður sem geta leitt til langvinnra eða endurtekinna sýkinga.
  • Könnun á vegum tannheilsudeildar HTR

   Helga Ágústsdóttir; Jóhanna Laufey Ólafsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2002)
   Tannheilsudeild heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneytisins hefur staðið fyrir tannfræðslu í grunnskólum frá því árið 1988. Tannfræðslan hefur farið fram með þeim hætti að tannfræðingar kynna fræðsluefni í grunnskólum. Eru það að jafnaði sömu tannfræðingar sem sinna tilteknum svæðum ár eftir ár. Öll skipulagning og hönnun á fjölbreyttu kennsluefni fyrir ólíka aldurshópa hefur farið fram hjá tannheilsudeild HTR. Með því hefur verið tryggt að öll fræðsla er sambærileg. Stefnt hefur verið að því að hvert barn fengi að jafnaði tannfræðslu annað hvert ár. Helstu þættir í þessari fræðslu eru; form og uppbygging tanna, hlutverk tanna, tannskiptin, tannskemmdir, glerungseyðing, tannholdsbólga, góðar og slæmar matarvenjur, munnhirða og heilbrigðar tennur. Á vorönn 2002 var ákveðið að gera kannanir samhliða tannfræðslu tannfræðinga í grunnskólum. Markmið þeirra var að skoða ýmsar daglegar venjur hjá börnunum er varða tannvernd og jafnframt þekkingu þeirra á því efni sem gert var skil í tannfræðslunni. Annað markmið var að auka áhuga og athygli nemenda á efninu sem kynnt var. Þrenns konar spurningablöð voru gerð fyrir mismunandi aldurshópa. Yngstu börnin (6-8 ára) svöruðu með handauppréttingu, en eldri börnin merktu við á svarblöð.
  • Lyf og munnsjúkdómar

   Stefán Pálmason (Tannlæknafélag Íslands, 2012)