• 100. árgangur Læknablaðsins: Tilurð Læknadaga

   Stefán B. Matthíasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-01)
  • 2,8-díhýdroxýadenín kristallar : nýlegt tilfelli

   Steinunn Oddsdóttir (Félag lífeindafræðinga, 2006-07-01)
   2,8-díhýdroxýadenín (2,8-DHA) kristallar eru oft bara kallaðir „Jóhönnukristallar“ meðal lífeindafræðinga í höfuðið á Jóhönnu Jónasdóttur lífeindafræðingi sem fyrst uppgötvaði þessa kristalla í þvagbotnfalli hér á landi árið1983. Jóhanna minntist þess að hafa séð þessa hnattlaga, rauðbrúnu kristalla um 14 árum áður en enginn vildi gefa því gaum þá. Síðar komst hún að því að sjúklingurinn hafði misst annað nýrað vegna steinamyndunar. Nú gaf Jóhanna sig ekki og fékk Þröst Laxdal barnalækni í lið með sér og þau sendu kristallabotnfall úr sólarhringsþvagi til greiningar á efnaskiptarannsóknastofu á Ríkisspítalanum í Kaupmannahöfn. Þar voru kristallarnir greindir með gaskrómatógrafíu/ massaspektrómetríu sem 2,8-DHA. Þessi greining benti til skorts á hvatanum adenínposphoribosyltransferasa (APRT). Þá var sent blóð til mælingar á hvatanum í rauðum blóðkornum og greiningin var staðfest. Í púrínefnaskiptum getur adenín ekki breyst í adenósín-mónófosfat heldur oxast það af xanthínoxídasa yfir í 8-hydroxyadenín og síðan í 2,8-DHA. APRT-skortur eða 2,8-DHAmiga er arfgengur, víkjandi sjúkdómur sem getur verið lífshættulegur vegna hættu á steinamyndun í þvagfærum og nýrnabilun en hið torleysta 2,8-DHA hefur eiturverkun á nýru. Sjúklingar með APRT-skort verða að auka vökvaneyslu og takmarka neyslu á púrínríkri fæðu auk þess að vera á allópúrínóllyfjameðferð alla ævi. Allópúrínól hindrar verkun xanthínoxídasa og þar með myndun 2,8-DHA [1,2].
  • Af hverju er mikilvægt að fylgjast með kvíða, þunglyndi og hvataröskun hjá parkinsonsjúklingum í kjölfar djúpkjarna-rafskautsörvunar?

   Snædís Jónsdóttir; Jónína H. Hafliðadóttir; Marianne E. Klinke; 1) Göngudeild taugasjúkdóma, taugalækningadeild B2, Landspítala-háskólasjúkrahúsi 2) Hjúkrunarfræðideild Háskóla Íslands (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2020-11-16)
   Djúpkjarna-rafskautsörvun er meðferð sem notuð er fyrir einstaklinga með parkinsonveiki (PV)sem eru með svæsin hreyfieinkenni. Þó meðferðin beinist aðallega að því að bæta hreyfigetu getur hún leitt til breytinga á ekki-hreyfieinkennum svo sem kvíða, þunglyndi og hvataröskun. Þessi einkenni falla oft í skuggann af hreyfieinkennum en geta haft afdrifarík áhrif á sálfélagslega líðan. Hjúkrunarfræðingar gegna mikilvægu hlutverki í skimun og eftirliti með kvíða, þunglyndi og hvataröskun þannig að hægtsé að grípa til viðeigandi meðferðarúrræða ef vandamál koma í ljós.
  • Af hverju spyrja sálfræðingar alltaf : ,,Hvað finnst þér?“

   Baldur Heiðar Sigurðsson; Þórður Örn Arnarson (Geðverndarfélag Íslands, 2010)
   Hugræn atferlismeðferð er sú sálfræðimeðferð sem hefur sýnt mestan árangur í stýrðum samanburðarrannsóknum. Til vitnis um það er hún sú meðferð sem klínískar leiðbeiningar NICE (National Institute of Health and Clinical Excellence) mæla með sem fyrstu meðferð, meðal annars við þunglyndi barna og fullorðinna (1, 2), kvíðaröskunum svo sem almennri kvíðaröskun og felmtursröskun með eða án víðáttufælni (3), áráttu- og þráhyggjuröskun og líkömnunarröskun (4) og áfallastreituröskun (5). Auk þess hefur hún sýnt góðan árangur við lotugræðgi (6) og gagnast fólki með geðklofa (7) og geðhvarfasýki (8). Í þessari grein verður leitast við að gera grein fyrir nokkrum þáttum sem einkenna samtalsaðferðir meðferðarinnar. Við teljum þessa þætti vera mikilvæg skilyrði fyrir því að meðferðin hafi jafn víðtækt notkunargildi og geti skilað þeim árangri sem sannreyndur hefur verið í þeim rannsóknum sem ofangreindar klínískar leiðbeiningar styðjast við. Samtalsaðferðirnar byggjast á sókratískri aðferð við að kenna skjólstæðingum að skoða vandamál sín á raunsæjan og hlutlægan hátt. Við munum leitast við að gera grein fyrir því hugarfari sem við teljum mikilvægt að meðferðaraðilar tileinki sér ætli þeir að beita sókratískri aðferð af skilvirkni. Hugarfarið þarf að einkennast af einlægri forvitni, virðingu fyrir sérfræðiþekkingu skjólstæðinga á sínum eigin reynslu- og hugarheimi, samvinnu, reglulegum samantektum og að skjólstæðingar beri sjálfir ábyrgð á sínum bata. Við teljum enn fremur að þetta hugarfar sé ekki endilega séreinkennandi fyrir hugræna atferlismeðferð. Þess vegna verður umfjöllun um sögulegan uppruna eða kenningarramma þeirrar meðferðar í lágmarki. Markmiðið er ekki að kenna meðferðina heldur að vekja fólk til umhugsunar um mikilvægi þess hugarfars sem einkennir hana. Þetta hugarfar er ekki síður mikilvægt þegar annarri meðferð er beitt. Umfjöllun um þetta efni ætti því að gagnast öðru heilbrigðisstarfsfólki sem ekki hefur sérhæft sig í hugrænni atferlismeðferð og hafa ekki þjálfast upp í hinni sókratísku aðferð.
  • Af læknanámi

   Kristján Erlendsson; Kennslustjóri læknadeildar HÍ (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)
  • Aldraðir á stofnun : fjölskyldumiðuð hjúkrun og gildi fjölskyldufunda

   Sigríður Jónsdóttir (Öldrunarfræðifélag Íslands, 2006)
   Markmið skrifa um fjölskyldumiðaða hjúkrun eða umönnun (family centered care /FCC) er að varpa ljósi á áhugaverðan kost fyrir aldraða á hjúkrunar- eða öldrunarlækningadeildum. Flestir þekkja fjölskyldufundi en þeir falla undir hugmyndafræði fjölskyldumiðaðrar hjúkrunar ásamt fleiri kunnuglegum þáttum. Skoðað er gildi fjölskyldufunda fyrir starfsfólk, skjólstæðinga og aðstandendur. Við heimildaleit fundust nokkrar heimildir, yfirlitsgreinar, myndbönd og rannsóknir um fjölskyldumiðaða hjúkrun en örfáar um gildi fjölskyldufunda fyrir aldraða á stofnun, aðstandendur og starfsfólk. Efniviðurinn er fléttaður saman við eigin sýn og áratuga reynslu af hjúkrun aldraðra.
  • Alheimsmarkmið Federation Dentaire Internationale fyrir árið 2000 : tókst að ná settum markmiðum á Íslandi?

   Guðjón Axelsson; Sigrún Helgadóttir; Elín Sigurgeirsdóttir (Tannlæknafélag Íslands, 2003)
   Federation Dentaire Internationale (FDI) setti fram sex alheimsmarkmið um tannheilsu fólks og hvatti aðildarlönd sin til að stefna að því að ná þeim fyrir árið 2000. Fimm markhópar (5-6 ára, 12 ára, 18 ára, 35-44 ára og 65 ára og eldri) voru valdir og markmið valin til þess að keppa að fyrir hvern aldurshóp. Lögð var áhersla á mikilvægi þess að fylgjast reglulega með breytingum á tannheilsu aldurshópanna (1). Þannig fást upplýsingar um tannheilsu hópanna og hvernig miðar að ná settu marki. Slík gögn eru einnig forsenda þess að unnt sé að spá fyrir um breytingar á tannheilsu og búa til ný raunhæf markmið til þess að keppa að. Samkvæmt fyrsta alheimsmarkmiði FDI fyrir árið 2000 átti 50% 5-6 ára barna að vera með allar sínar tennur óskemmdar (1). Ekki er vitað hversu hátt hlutfall íslenskra 5-6 ára barna var án tannskemmda árið 2000. Hins vegar voru árið 1986 3,6% sex ára barna með allar fullorðinstennur heilar, 17% 1991 og 47,5 % árið 1996 (2). Samkvæmt öðru alheimsmarkmiði FDI fyrir árið 2000 átti DMFT hjá þeim sem voru 12 ára ekki að vera hærra en 3 (1). Ætla má að þetta markmið hafi náðst á Íslandi þar sem DMFT 12 ára barna var 6,6 1986, 3,4 1991 og 1,5 1996 (2).
  • „Allir þekkja mína framtíð betur en ég sjálf “

   Freyja Haraldsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2017-12-01)
  • Almenn kvíðaröskun

   Jón G. Stefánsson (Geðverndarfélag Íslands, 1992)
   Hugur mannsins er margslunginn og hið sama má segja um verkfæri hans og heimkynni, heilann. Heilinn er samsettur úr ótölulegum fjölda eininga sem mynda fjölda kerfa sem hvert um sig hefur sitt starfsvið. Kerfin eru tengd hvert öðru og hafa áhrif sín á milli með boðum, fram og aftur. Eitt þessara kerfa er viðvörunar- og öryggiskerfi. Það varar við hverskonar hættu. Kerfið er, þróunarlega, gamall hluti heilans, svokallaður hringbörkur. Hann fær boð frá fjölda annarra kerfa og er sífellt að reikna út hvað þau þíða. Bendi útkoman til að hætta sé á næstu grösum sendir hringbörkurinn skilaboð um það vítt og dreift til annarra kerfa sem bregðast við með því að undirbúa varnaraðgerðir sem felast í flótta eða gagnárás. Það ástand sem skapast í heilanum við þessar aðstæður kemur m.a. fram í kvíðatilfinningu sem einnig má nefna ótta. Er þá átt við tilfinningu sem beinist að einhverju ákveðnu í umhverfinu eða framtíðinni. Kvíði er jafn eðlilegur þáttur í lífinu eins og að vera svangur eða syfjaður. Vægur kvíði eykur athygli og undirbýr líkama og sál til átaka. Þegar við stöndum frammi fyrir ein-hverju ókunnugu, breytingum sem takast þarf á við, í keppni eða annarri viðureign við einhvern, hjálpar hæfilegur kvíði til að ná betri árangri en ella. Kvíði og ótti forða okkur líka frá margri hættu sem við annars legðum í af fljótfærni. Verði útkoma útreikninga hringbarkarins hins vegar sú, að hætta sé skollin á, bregðast önnur kerfi heilans við með tafarlausum varnaraðgerðum. Öndun verður hröð, hjartað slær örar, vöðvar spennast, blóðþrýstingur hækkar og hugurinn beinist að hættunni. Við erum undir það búin að bjarga okkur á hröðum flótta eða berjast við óvininn upp á líf og dauða. En það er nú svo með hringbörkinn og útreikninga hans að útkoman er ekki ævinlega eins og best verður á kosið. Bæði getur verið að upplýsingarnar sem hann fær séu ekki alveg réttar eða það vanti í þær veigamikil atriði og þá verður útkoma dæmisins auðvitað röng. Hringbörkurinn getur líka bilað og farið að skila skökkum niðurstöðum. Slík bilun er oft á þá leið að ákveðnum upplýsingum sem til hans berast, sé við útreikningana gefið miklu meira hættugildi en vera ætti.
  • Almennar vangaveltur um síþreytu

   Jón G. Stefánsson (Geðverndarfélag Íslands, 1995)
   „Ég lifi í glerbúri. Þeim sem þekkja mig ekki kann að virðast ég vera heilbrigður en þeir sem næstir mér standa skynja fötlun mína. Þótt ég reyni að brjótast út úr þessu fangelsi orku- og athafnaleysis, tekst mér ekki að komast út fyrir hina ósýnilegu veggi. Hver tilraun endar í feni þjáninga og því harðar sem ég brýst um, því dýpra sekk ég og því lengur er ég að ná mér upp úr kviksyndinu, klukkustundir, daga, jafnvel vikur." Eitthvað á þessa leið hefur breski læknirinn Clare Fleming lýsingu á veikindum sínum, síþreytu (Fleming, 1994).
  • Alvarlegir tannáverkar : hvenær skal bíða og hvenær á að meðhöndla?

   H. Helgi Hansson (Tannlæknafélag Íslands, 2006)
   Mig langar til þess að kynna fyrir ykkur greiningu og meðferð tveggja alvarlegra tannáverkatilfella þar sem koma fyrir flestir af hinum alvarlegu tannáverkum sem við getum þurft að meðhöndla. Tilfellin finst mér varpa nokkru ljósi á mikilvægi þess að bregðast rétt við á réttum tíma.
  • Alþjóðlegar og þvermenningarlegar rannsóknir : aðferðir við þýðingu á mælitækjum

   Brynja Örlygsdóttir; Erla Kolbrún Svavarsdóttir (Félag íslenskra hjúkrunarfræðinga, 2005-10-01)
   Á undanförnum árum hafa alþjóðlegar og þvermenningarlegar rannsóknir í hjúkrunarfræði aukist. Áreiðanleiki og réttmæti mælitækjanna sem notuð eru í þessum rannsóknum geta ráðið því hvort niðurstöður eru rétt til komnar og því þarf að viðhafa vönduð vinnubrögð við þýðingu þeirra til að tryggja að svo sé. Í þessari grein er kynnt aðlöguð aðferðafræði MAPI-rannsóknastofnunarinnar (MAPI Research Institute) sem notuð er við þýðingar mælitækja og er í fjórum skrefum: frumþýðing; bakþýðing; forprófun; og prófarkalestur. Hagnýting þessarar aðferðafræði er kynnt í greininni og dæmi gefin um þýðingu mælitækjanna: Könnun á lífsgæðum unglinga með astma og Könnun fyrir foreldra unglinga með astma. Forprófun mælitækjanna, á sjö íslenskum unglingum með astma og foreldrum þeirra, er einnig lýst.
  • Andfélagsleg persónuröskun og áfengissýki

   Kristinn Tómasson (Geðverndarfélag Íslands, 1999)
   Í geðlæknisfræðinni er nauðsynlegt að gera greinarmun á almennum persónusérkennum og sérkennum sem eru þannig að talað er um persónuröskun. Persónusérkenni em fastmótuð og koma fram í afstöðu og atferli persónunnar, þau em varanlegur máti á skilningi hennar, tengslum, tilfinningum, viðbrögðum og hugsun gagnvart sjálfri sér og umhverfinu í persónulegu og félagslegu samhengi. Séu persónusérkennin ósveigjanleg og valdi viðkomandi erfiðleikum í aðlögun, hömlun í samskiptum við aðra eða í starfi eða þau valda vanlíðan einstaklingsins sjálfs er talað um persónuraskanir. Samkvæmt flokkun Alþjóða heilbrigðisstofnunarinnar (ICD-10) (1) eru almenn greiningarmörk fyrir þeim eftirfarandi: Varanleg afbrigði í hugsun, hegðun og tilfinningum, sem eru umfangsmikil, stíf og óviðeigandi, sem bitna á einstaklingnum sjálfum eða öðrum og hafa verið stöðug frá æsku eða unglingsárum. Persónuraskanir eru margs konar og flokkaðar eftir þeim sérkennum sem eru mest áberandi hjá einstaklingnum. Áfengissjúklingar eru mjóg oft haldnir öðrum geðröskunum. Þrír af hverjum fjórum sem leita meðferðar vegna áfengissýki á Íslandi eru jafnframt með aðrar geðraskanir, þar á meðal persónuraskanir(2). Þeir sem eru fíknir í önnur vímuefni jafnframt áfenginu eru oftar með aðrar geðraskanir heldur en þeir sem eingöngu eru áfengissjúkir. Þótt sjúklingar séu haldnir fleiri en einni geðröskun segir það yfirleitt ekki til um orskasamband á milli þeirra að öðru leyti en því að þeir sem eru veikir fyrir eru að jafnaði í meiri hættu til að fá annan sjúkdóm og leita frekar meðferðar.
  • Annarrar gráðu gáttasleglarof orsakað af parasympatískri örvun meðhöndlað með brennsluaðgerð. Sjúkratilfelli.

   Hrafn Hlíðdal Þorvaldsson1; Kristján Guðmundsson; Sigfús Örvar Gizurarson; 1) Landspítali, Lyflæknissvið 2)3) Landspítali, Hjartadeild (Læknafélag Íslands, 2021-09)
   Samkvæmt klínískum leiðbeiningum er einkennagefandi gáttasleglarof meðhöndlað með gangráðsmeðferð. Í ungum einstaklingum getur sú meðferð reynst erfið til langframa vegna hættu á fylgikvillum, til að mynda sýkingum, leiðsluvandamálum og hjartabilun af völdum gangráðsörvunar. Hér er lýst tvítugum manni sem upplifði endurtekin yfirlið þar sem uppvinnsla sýndi fyrstu gráðu gáttasleglarof ásamt breytilegu gáttasleglarofi af gráðu 2, Mobitz 1. Sjúklingurinn var meðhöndlaður með brennsluaðgerð á parasympatísk taugahnoð í hægri gátt. Við það varð PRbil eðlilegt. Meðferðinni hefur aldrei verið beitt áður á Íslandi og einungis er fáum tilfellum lýst á heimsvísu.
  • Atvinnuendurhæfing og sjúkraþjálfun : Janus endurhæfing ehf

   Hrefna Þórðardóttir; Ingibjörg Valsdóttir (Félag íslenskra sjúkraþjálfara, 2004)
   Eins og fram hefur komið í umræðu undanfarin misseri hefur kostnaður vegna örorku hér á landi aukist umtalsvert á síðustu árum og úrræði fyrir þá sem ekki geta lengur unnið sín venjulegu störf á almennum vinnumarkaði verið af skornum skammti. Hér verður gerð grein fyrir tilurð og starfsemi Janusar endurhæfingar ehf. og hlutverki sjúkraþjálfara sem eru starfandi hjá fyrirtækinu.
  • Atvinnuhorfur lækna í Evrópu

   Kristján Oddsson; Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-04-01)
   Atvinnuhorfur eru ofarlega á baugi hjá mörgum læknum og samtökum þeirra. Samtök ungra sjúkrahúslækna í Evrópu, PWG (Permanent Working Group of European Junior Hospital Doctors), gerðu nýlega könnun á atvinnuhorfum og atvinnuleysi lækna í V-Evrópu. Þetta er í fyrsta sinn sem samræmd könnun á þessu sviði er gerð í löndum V-Evrópu. Voru niðurstöður hennar kynntar á »European Manpower Symposium« í Flórens á Ítalíu 31. október 1991 (1). Könnunin fór fram á tímabilinu 1. janúar 1990 til 25. október 1991 og náði til allra V-Evrópuríkja nema Lúxemborgar, Belgíu og Grikklands. Tilgangur könnunarinnar var þríþættur: 1. Afla upplýsinga um fjölda lækna, aldur, kyn og hversu margir væru atvinnulausir. 2. Spá um atvinnuhorfur næsta áratugar og kanna sérstaklega hvert framboð og eftirspurn yrði árið 2000. 3. Bera saman atvinnuástand milli landa. Könnunin var framkvæmd á þann hátt að ungir læknar öfluðu upplýsinga og útfylltu stöðluð spurningaeyðublöð. Meðal annars var safnað upplýsingum um fjölda lifandi lækna, aldur og kyndreifingu þeirra, dánartíðni, eftirlaunaaldur og tímabundin starfsleyfi. Einnig var aflað upplýsinga um fjölda, kyn og aldur nýútskrifaðra lækna, námslengd, búferlaflutninga milli landa, laus störf, atvinnuleysi og hversu margir læknar fengjust við störf sem ekki samræmdust menntun þeirra (underemployment). Á þessum upplýsingum var byggð spá um atvinnuhorfur lækna í allri V-Evrópu og hverju landi fyrir sig varðandi tímabilið 1990-2010.
  • Að efla notendasýn á geðsviði Landspítalans

   Bergþór Grétar Böðvarsson (Geðverndarfélag Íslands, 2009)
   Bergþór Grétar Böðvarsson greindist með geðhvörf árið 1989. Í dag starfar hann sem fulltrúi notenda á geðsviði Landspítalans. Starf þetta er brautryðjendastarf (Það er ekki vitað til að svona starf eigi sér neina fyrirmynd erlendis) sem hófst 2006 en tildrög þess eru að Bergþór, ásamt notendum í Hugarafli, tók þátt í gæðaeftirlitskönnuninni „Notandi spyr Notanda“ (1) sem framkvæmd var inni á þremur geðdeildum Landspítalans, sumarið 2004. Í gæðaeftirlitskönnuninni kom fram að fólki fannst að notendur þjónustunnar þyrftu að eiga sér talsmann inni á deildum geðsviðs sem þekkti til þess að vera í hlutverki sjúklings inni á deild (2). Eftir að skýrsla verkefnisins „Notandi spyr Notanda“ kom út var mikið fjallað um verkefnið í fjölmiðlum og sviðstjórar geðsviðs, á þessum tíma, töluðu um að þetta væri mikilvægt verkefni og nú ætlaði geðsvið Landspítalans að efla samvinnu við notendur þjónustunnar. Úr varð að Bergþór vann hugmynd að svona starfi með hjálp fleiri aðila og lagði hana síðan undir Eydísi Sveinbjarnardóttur sem þá var sviðstjóri hjúkrunar á geðsviði Landspítalans. Bergþór var boðaður á fund þar sem hann var beðinn um að útskýra hugmyndina betur og segja hver tilgangur og markmið með svona starfi ættu að vera, en það er eftirfarandi: Nr. 1 A ð efla notendaþekkingu inn á geðdeildum og færa sjónarhorn notenda sem og starfsmanna nær gæðaráði geðdeilda LS H. Nr. 2 A ð bæta ímynd og þjónustu á geðsviði Landspítalans. Nr. 3 A ð sýna fram á að fyrrverandi notendur eiga fullt erindi með að vinna inni á heilbrigðisstofnunum, þeirra þekking og reynsla kemur með nýja vídd og sýn á þjónustuþega, vegna eigin reynslu er hugsanlegt að þjónustuþegar eigi auðveldara með að samsama sig við starfsmann sem hefur verið í þeirra sporum. Þetta var samþykkt og var fulltrúi notenda ráðinn til starfa 10. mars 2006 (sjá vefsíðu LS H, fulltrúi notenda). Þess ber að geta að á fyrstu evrópsku ráðherraráðstefnunni um geðheilbrigðismál, sem haldin var í Helsinki í janúar 2005, var lagður vísir að því að efla notendaáhrif í geðheilbrigðiskerfinu. Eftir það talaði Jón Kristjánsson, þáverandi heilbrigðisráðherra, um nánara samráð við notendur(3). Það má segja að það hafi haft áhrif á ráðningu fulltrúa notenda á geðsviði.
  • Að fást við kvíða

   Eiríkur Örn Arnarson (Geðverndarfélag Íslands, 1992)
   Kvíði og spenna eru algeng vandkvæði. Talið er að einn einstaklingur af hverjum tíu leiti sér aðstoðar vegna einkenna um kvíða einhvern tíma á ævinni. Oft eru notuð kvíðastillandi lyf, róandi lyf eða svefnlyf til að slá á einkennin. Þótt lyfin hjálpi um stundarsakir þverra áhrif þeirra með tímanum og erfitt getur verið að hætta notkun þeirra. Rannsóknir hafa leitt í ljós hvernig kenna megi fólki að takast sjálft á við spennu og kvíða án lyfja. Þéssum aðferðum má líkja við að læra að aka bíl eða að leika á hljóðfæri. Þær gera kröfur til æfinga til að ná færni. Hér verður greint frá aðferðum til sjálfshjálpar og byrjað á að útskýra kvíðaeinkenni og hvað veldur þeim.