• Lífsréttur fósturs

      Alma Rún R. Thorarensen (Ljósmæðrafélag Íslands, 2005-11-01)
      Inngangur Fyrir algjöra rælni rakst ég á dögunum á mjög harðskeytta grein sem bar heitið Lífsréttur fósturs eftir Evu S. Einarsdóttur sem birtist í I.tbl. 82. árg. Ljósmæðrablaðsins í maí 2004. Í hreinskilni sagt vakti það furðu mína að Eva væri titluð ljósmóðir og taldi mig eiga fátt annað eftir en að lesa slíkt afhroð eftir manneskju sem alið hefur manninn á upplýstu landi eins og Íslandi og gegnir svo þýðingarmiklu starfi. Ég hef fullan hug á að taka upp hanskann fyrir kynsystur mínar sem eiga þá erfiðu lífsreynslu að baki sem fóstureyðing er. Til hægðarauka fyrir þá sem ekki lásu fyrrnefnda grein vitna ég í orð Evu sem mest stungu í augu mín við lesturinn, en hinum sem hana hafa lesið situr hún eflaust í fersku minni og þurfa varla upprifjunar við.