• Að efla heilbrigði: Næringarráðgjöf sem íhlutun fyrir of þungar konur fyrir og eftir fæðingu

      Helga Gottfreðsdóttir,; Inga Þórsdóttir; Hjúkrunarfræðideild Háskóli Íslands, Heilbrigðisvísindasvið, Háskóli Íslands og Landspítala (Ljósmæðrafélag Íslands, 2012)
      Nýjustu tölur um líkamsþyngd Íslendingasýna að tæplega 59% fólks á aldrinum 18–80ára er yfir kjörþyngd og þar af flokkast 21%með offitu. Rannsóknir benda til að hlutfallþeirra sem eru of feitir fari vaxandi. Konur ábarneignaraldri fara ekki varhluta af þessariþróun en niðurstöður fjölda rannsóknahafa sýnt tengsl offitu við ýmis vandamál ogsjúkdóma tengdum meðgöngu og fæðingu.Í þessari grein er varpað ljósi á þá stöðusem ríkir hér á landi varðandi yfirþyngd ogofþyngd kvenna á meðgöngu og afleiðingarþess en rannsóknir sýna að konur á barnsburðaraldri18–39 ára eru of þungar í 41%tilvika og þar af eru 18% of feitar. Nokkrarerlendar rannsóknir hafa sýnt fram á að meðþví að nota hvatningaviðtöl, næringarráðgjöfog upplýsingar um hreyfingu megi hafa áhrif áþyngdaraukningu kvenna á meðgöngu. Flestaríhlutunarrannsóknir eru þó með litlu úrtaki ogí fáum þeirra er konum fylgt eftir að fæðingulokinni.Mikilvægt er að horfa á offitu semviðfangsefni þar sem fjöldi þátta hefur áhrif.Í öllum tilfellum þarf að huga að mataræðiog næringu konunnar og næringarráðgjöfsem felur í sér hvatningu og kennslu er þvínauðsynleg. Þá þarf að virkja eiginleika ífari hvers einstaklings til að sem hagstæðustútkoma fáist fyrir móður og barn. Í greininnikynnum við hugmyndafræði sem nota má viðþróun íhlutana fyrir konur á meðgöngu sembyggir á því að nota styrkleika hverrar ogeinnar konu samfara því að veita fræðslu ográðgjöf á einstaklingsbundinn hátt .