• Bakverkir og sýklalyf.

   Ólafur Guðlaugsson; Lyflækningasvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-07)
  • Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur [ritstjórnargrein]

   Ólafur Guðlaugsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-04-01)
   Sýklalyf eru líklega ein merkasta uppgötvun læknavísindanna. Sýkingar sem áður drápu fjölmarga urðu undan að láta fyrir kraftaverkalyfjum. Sjúkdómar sem fólu í sér dauðadóm urðu meðhöndlanlegir. Með sýklalyfjum og bóluefnum virtist sigur gegn bakteríum og sjúkdómum tengdum þeim í höfn. Sýklalyf eru samsafn efna, flest framleidd af sveppum eða bakteríum. Hlutverk þeirra eru misjöfn, frá því að hafa áhrif á keppinauta, til samskipta eða jafnvel í metabolisma (1). Mörg efnin hafa fundist í lífverum sem eru hluti af jarðvegs- og umhverfisflóru. Þær lífverur sem framleiða efnin vilja ekki skaða sjálfar sig og hafa því leiðir til að gera þau óvirk. Áhrif sýklalyfja eru upphafin af ensímum sem er skráð fyrir með genum. Genin geta borist á milli baktería og ónæmi þannig flust í aðrar bakteríur með nokkrum sérhæfðum aðferðum (2).