• Eina raunverulega vandamál heimspekinnar?

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-11)
  • Kynferðisleg áreitni [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-04-01)
   Á síðustu vikum og mánuðum hefur athygli fjölmiðla og almennings beinst að svokallaðri kynferðislegri áreitni. Þrjár konur hafa ásakað einn æðsta embættismann þjóðarinnnar fyrir ótilhlýðilegt athæfi og notið til þess stuðnings sjálfshjálparsamtakanna Stígamóta. Mál þetta hefur bæði vakið áhuga og umræður. Deilt hefur verið um sýkn eða sekt embættismannsins, trúanleika ákærenda, siðfræði Stígamóta og hæfni stofnana og samfélags til að fást við mál sem þessi. Á allra síðustu dögum hefur þessi umræða snúist upp í grin og glens þar sem ræðumenn og veislustjórar ótal árshátíða auk frægra skemmtikrafta hafa haft mál þessi í flimtingum og hártogað hugtök eins og kynferðisleg áreitni. Allar skilgreiningar hafa mjög verið á reiki og margir hafa haldið því fram að öll samskipti kynjanna væri í raun kynferðisleg áreitni og umræddar konur væru að ljúga sökum uppá grandvaran embættismann.
  • Óhamingjusamir læknar [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-02-01)
   Á nýafstöðnum læknadögum var einn eftirmiðdagur tileinkaður streitu og vanlíðan lækna í starfi sínu. Þar stigu í pontu einn Norðmaður og nokkrir Íslandsmenn sem sáu um þennan dagskrárlið. Þau sýndu ótölulegan fjölda mynda úr tölvuvarpa sem færðu fundarmönnum heim sanninn um það að læknar eru upp til hópa óhamingjusöm stétt. Sjálfur er ég búinn að lifa og hrærast meðal íslenskra lækna um árabil svo að þessar kenningar ræðumanna komu mér á engan hátt á óvart. Ég hef hlustað á dómsdagsræður kolleganna við morgun- og hádegisverðarborð Landspítala, Borgarspítala og Landakots þar sem menn viðra frjálslega eigin ófullnægju með tilheyrandi stóryrðum. Eftir að hafa hlustað af stakri athygli á þessar ræður í yfir 20 ár hef ég komist að þeirri niðurstöðu að íslenskir læknar telji sig vanmetna, þeir fái ekki nægilega greitt fyrir vinnu sína sem er alltof mikil og krefjandi og síðast en ekki síst að hjúkrunarfræðingar séu hægt og bítandi að leggja undir sig heilbrigðiskerfið. Í nýlegri könnun sem landlæknisembættið gerði á viðhorfi starfsmanna Landspítala - háskólasjúkrahúss (LSH) til starfs síns, spítalans og sameiningar kom þetta berlega í ljós; íslenskir spítalalæknar á LSH voru bæði óhamingjusamir og beiskir menn sem hafa hvorki nægilega mikil áhrif á stefnu sjúkrahússins né heldur eru nógsamlega upplýstir um stefnu þess.
  • Sjálfsvíg unglinga [ritstjórnargrein]

   Óttar Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-01-01)
   Þýski heimspekingurinn Friedrich Nietzsche segir einhvers staðar; "Möguleikinn á að fremja sjálfsmorð hefur bjargað mörgu mannslífinu. Sjálfsmorðið er einhvers konar brunaútgangur út úr lífinu; mönnum verður rórra af því að vita af honum þótt þeir noti hann ekki." Þýski rithöfundurinn Hermann Hesse kallaði sjálfsvígið "neyðarútgang sem alltaf væri fyrir hendi". En hverjir eru það sem velja sér þennan neyðarútgang og af hverju?