• Að ónáða lækna á móðurmálinu [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-12-01)
   Það getur ekki verið markmið læknasamtakanna að sínu leyti, að halda úti vísindariti, sem býr við þverrandi áhuga eigenda sinna. Áhugi okkar á íslenskri tungu og menningu, nýorðasmíð og fleiru af því tagi má ekki ganga af Læknablaðinu dauðu. (1) ...
  • Læknablaðið 75 ára [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989)
   Með útgáfu þessa tölublaðs hefst sjötugasti og fimmti árgangur blaðsins. Hér verður fjallað stuttlega um síðustu 15 árin í sögu blaðsins og er vísað í Læknablaðsannál Magnúsar Ólafssonar í tilefni af 50 ára afmælinu (1965; 50: 9-12) og ritstjórnargrein í tilefni sextugsafmælisins (1974; 60:156-8), samanber og Fréttabréf lækna 1985; 3: 2. Lengst af voru ritstjórar þrír og þá oftast einn aðalritstjóri, en frá 1965 voru þeir fimm. Árið 1972 var brugðið á það ráð að fækka ritstjórum í tvo og skyldi annar sjá um félagslegt efni, en hinn um fræðilegt efni. Haustið 1976 hóf Sigurjón Jóhannsson blaðamaður störf hjá blaðinu. Markar það tímamót, að blaðið fékk þá í fyrsta sinn launaðan starfsmann. Tveimur árum síðar tók Johannes Tómasson við af Sigurjóni, fyrst í hlutastarfi en frá 1983 í fullu starfi. Sáust þess fljótlega merki, að ritstjórn hafði verið efld: Fyrsta fylgirit Læknablaðsins (um siðamál lækna) kom út 1977 og alls eru þau orðin nítján. Handbók lækna kom út 1981, 1983 og 1984 og hafa bar verið birt ýmis lög og reglur er varða lækna. Þá vitnar það og um aukna starfsemi að frá ársbyrjun 1980 hefir faglegur hluti Læknablaðsins komið út tíu sinnum á ári, 15. hvers mánaðar, og blaðsíðufjöldi hefir aukist úr 200 til 280 í um 420 síður.
  • Mannréttindi og lækningar : nokkrar fjölþjóðlegar samþykktir er varða réttindi sjúklinga [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-08-01)
   Í þessu tölublaði er birt uppkast að Samningi um verndun mannréttinda og mannlegrar reisnar að því er varðar beitingu líffræði og læknisfræði (1). Verður samþykkt samningsins mikilvægur áfangi á ferli, sem hófst fyrir réttum fimmtíu árum. Í kjölfar síðari heimsstyrjaldarinnar komu upp ýmis ný vandamál, sem læknastéttin þurfti að takast á við. Eitt var það, að innan Þriðja ríkisins höfðu nasistar gert tilraunir á fólki, er höfðu lítið sem ekkert vísindagildi og beitt það ýmsum ómannúðlegum aðgerðum, allt án samþykkis þess. Síðar kom í ljós, að ekki hafði heldur allt verið með felldu innan lýðræðisríkjanna vestan hafs og austan (2). Umræðan leiddi til þess að hugtakið vitneskjusamþykki var skilgreint og Alþjóðafélag lækna gaf út fyrstu Helsinkiyfirlýsinguna (3). Endurlífgun og líffæraflutningar komu í kjölfar nýrrar þekkingar og tækni. Dauðinn og dauðastundin urðu þar með afstæð og engar reglur voru til um það, hvenær ætti að endurlífga og hvenær að hafast ekki að. Þar kom, að svæfingalæknar héldu heimsþing sitt í Rómaborg haustið 1957 og leituðu þeir svara hjá Píusi páfa tólfta um skyldur lækna í þessu tilliti. Páfi komst meðal annars að þeirri niðurstöðu, aö staðfesting dauðastundarinnar í einstökum tilvikum verði ekki ráðin af neinum trúarlegum eða heimspekilegum meginreglum. Þess vegna falli spurningin ekki innan umráðasviðs kirkjunnar og þekking lækna geri þeim fært að skilgreina dauðastundina (4). Hins vegar opnaði hann leiðina til nýrrar skilgreiningar dauðans og hann lagði til hugtökin venjuleg og óvenjuleg ráð til viðhalds lífs, þegar hann ræddi um þá, sem eru í djúpu meðvitundarleysi, — í dái.
  • Níutíu ár og svo fljótlega eitt hundrað [ritstjórnargrein]

   Örn Bjarnason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   Með útkomu þessa tölublaðs Læknablaðsins hefst nítugasti árgangurinn. Verðugt er að minnast þessa. Jafnframt ber að hafa í huga, að í vetrarbyrjun verður öld liðin frá því, að Guðmundur Hannesson hætti útgáfu læknablaðs síns, sem hann hafði haldið úti í rúm þrjú ár. Ástæðan fyrir þeirri ákvörðun hans var sú, að kollegar hans höfðu sýnt heldur lítinn áhuga þessu frábæra framtaki hans. Eins og hans var von og vísa, stóð Guðmundur hins vegar við það fyrirheit, að Akureyrarútgáfan yrði "fyrirrennari annars betra Læknablaðs" (Læknablaðið 1904; 3. árg. 12. blað, október).