• Álitamál um hjartavöðvasjúkdóm [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-09-01)
   Nýlega var haldin í Reykjavík 22. norræna ráðstefnan um hjartasjúkdóma. Þar var þess meðal annars minnst að hálf öld er síðan Eugene Braunwald greindi fyrst sjúkdóm í hjartavöðva sem nú nefnist ofþykktarsjúkdómur hjartavöðva (OH) eða hypertrophic cardiomyopathy á ensku. OH er algengastur meðfæddra hjartasjúkdóma og má ætla að 500-2500 Íslendingar séu haldnir honum.1, 2 Ljóst varð af umræðum á þinginu að ýmis óvissa tengist þessum sjúkdómi. Þessum leiðara er ætlað að reifa nokkur slík álitamál. Í flestum tilvikum er OH arfgengur sjúkdómur3 þótt hann geri oftast fyrst vart við sig á unglingsárum eða síðar. Lengi stóðu vonir til þess að unnt væri að sýna fram á góða fylgni tiltekinnar stökkbreytingar og sjúkdómsmyndar. Búist var við því að í sumum tilvikum væri hægt að fullvissa fólk á erfðafræðilegum grundvelli um að sjúkdómstjáning þess yrði aldrei svæsin. Í öðrum tilvikum mætti búast við alvarlegri framvindu sem krefðist nákvæms eftirlits. Þessar vonir hafa brugðist og erfðamengið gefur enn sem komið er litlar sem engar vísbendingar um einkennamynstur sjúkdómsins eða horfur. Sjúkdómsgreiningin byggist oftast á óeðlilegri þykknun á hjartavöðvanum án þess að fyrir liggi augljósar orsakir. Sé ómskyggni takmarkað eða þykknunin á óvenjulegum stað í hjartavöðvanum getur segulómun verið gagnleg.
  • Engin fræðastörf á vinnutíma

   Þórður Harðarson; Prófessor emeritus‚ sérfræðingur í hjartalækningum (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2019-09)
  • Lyfjameðferð hjartakveisu [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-01-15)
   Lauder Brunton, frumkvöðull í notkun nítrata við hjartakveisu, taldi að verkun nítrata byggðist á blóðþrýstingslækkun. Þetta var merkileg hugmynd, ekki síst vegna þess að í þá daga (1867) var ekki hægt að mæla blóðþrýsting í fólki, en einnig vegna þeirrar nýstárlegu forsendu Bruntons, áð blóðþrýstingslækkun drægi úr vinnuafköstum hjartans. Thomas Lewis (1933) andmælti Brunton og taldi nítröt víkka kransæðar og draga þannig úr hjartakveisu. Af þessu spruttu áretugalanger deilur, sem leystust með jafntefli. Báðir höfðu rétt fyrir sér. Deilurnar juku þó skilning manna á verkun lyfja við hjartakveisu, því að öll verka þau á annan hvorn veginn eða báða. Þetta er í samræmi við meingerð hjartakveisu, sem stafar ýmist af skertu framboði eða aukinni eftirspurn eftir súrefnisríku blóði í hjartavöðva. Dæmi um hið fyrrnefnda eru þrengsli í kransæðum vegna æðakölkunar og samdráttar í kransæðum, en hið síðarnefnda getur hlotist af lokugöllum, t.d. ósæðarlokuþrengslum, sjúkdómi í hjartavöðva og sjúkdómum sem auka fráfall hjartans t.d. blóðleysi, lungnaþembu með súrefnisskorti í slagæðablóði, ofstarfsemi skjöldungs, sjúkdómi Pagets og fleiru. Sjúklinga með hjartakveisu þarf að rannsaka með alia þessa möguleika í huga, en telja ekki sjálfgefið í öllum tilvikum, að um kransæðasjúkdóm sé að ræða. Auk sjúkrasögu og almennrar skoðunar eru þolpróf og oft hjartaþræðing hornsteinar læknisfræðilegs mats á sjúklingum með hjartakveisu.
  • Læknablaðið nírætt [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-01-01)
   "Nei, - við skrifum á íslensku á þessu blaði," sagði Örn Bjarnason ritstjóri Læknablaðsins við leiðarahöfund vordag nokkurn árið 1978. Spurningin snerist um það, hvort ekki væri syndlaust að nota latneskar sjúkdómsgreiningar og líffræðileg kennileiti, þótt enskuslettur hefðu verið gerðar útlægar af síðum Læknablaðsins. Mér varð þá ljós metnaður ritstjórans, sem var ekkert smávaxnari en sá að skapa og endurnýja íslenskt fagmál í læknisfræði. Læknablaðið varð á næstu árum höfuðvettvangur þessa metnaðarmáls, þótt stórsigrar ynnust einnig annars staðar, og má vitna til Íðorðasafnsins.
  • Orsakir minnkandi kransæðadauða [ritstjórnargrein]

   Þórður Harðarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1991-04-01)
   Í 2. tölublaði Læknablaðsins 1991 birtu Nikulás Sigfússon og félagar greinina »Breytingar á tíðni kransæðastíflu og kransæðadauðsfalla á Íslandi; tengsl við áhættuþætti og mataræði«. Grein þessi markar mikilvægan áfanga í vísindastarfi rannsóknarstofu Hjartaverndar. Lýst er með greinargóðum hætti, hvernig tíðni kransæðasjúkdóms reis á árunum 1950¬1970, en hneig síðan að nokkru árin 1980-1988. Raunar hafa athuganir Snorra Pais Snorrasonar professors á innlögnum sjúklinga á Landspítalann árin 1930-1940 sýnt að einungis örfáir sjúklingar spítalans höfðu einkenni kransæðasjúkdóms. Kransæðasjúkdómur hefur því vafalaust verið enn fátíðari árin fyrir síðari heimsstyrjöld en jafnvel árin 1951-1955. Telja verður, að fækkun kransæðadauðsfalla og kransæðastíflu sé raunveruleg, enda langt utan staðlaðra skekkjumarka. Hjartasjúkdómar eru á undanhaldi í flestöllum Vesturlöndum en Íslendingar eru í fararbroddi Norðurlandabúa (1).