• Lækna-óheilsa [ritstjórnargrein]

      Þórgunnur Ársælsdóttir; thorgunn@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-03-01)
      Á Læknadögum í janúar síðastliðnum var haldið málþing sem bar yfirskriftina „lækna-óheilsa“. Þar var fjallað um andlega líðan og geðheilsu lækna. Halldóra Ólafsdóttir hóf málþingið með erindi um „lækninn sem missir vitið“. Erindi hennar fjallaði um geðsjúkdóma hjá læknum, aðallega þunglyndi og sjálfsvíg. Bjarni Össurarson fjallaði um „lækninn sem drekkur of mikið“, Óttar Guðmundsson fræddi okkur um „lækninn sem virðir ekki mörk“, það er lækna sem fara út fyrir starfssvið sitt í samskiptum við sjúklinga. Páll Matthíasson sagði okkur frá „lækninum sem brennur út“, og Ferdinand Jónsson flutti sannkallaða hugvekju um þá þrekraun sem það getur reynst læknum „að lækna lækna“. Málþingið var sérstaklega vel sótt og margir áhugasamir um efnið. Því var ákveðið að birta þessi erindi sem röð greina í Læknablaðinu, eina í hverju blaði í þættinum Læknislist og fagmennska og hefst í þessu blaði með erindi Halldóru Ólafsdóttur.