• Að nota lyf þegar hætt er að reykja [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-01-01)
   Það er gagnlegt að eiga fleiri valkosti en nikótínlyf þegar glímt er við reykingar. Reykingar valda krabbameinum og flýta fyrir æðakölkun. Þær leiða einnig til kransæðasjúkdóms, æðaþrengsla í fótum, æðagúls og heilaslags. Dýratilraunir gefa til kynna að nikótín geti stuðlað að æðakölkun en engin afgerandi gögn um það hafa komið fram við rannsóknir á mönnum (1). Það er ekki unnt að fullyrða að nikótín sé skaðlaust í þessu tilliti þótt alltént megi segja að nikótín eitt sér sé skárra en reykingar.
  • Er nógsamlega ólmast gegn reykingum? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-02-01)
   Árið 1996 reyktu 30% Íslendinga á aldrinum 18-69 ára daglega og bæði kynin jafnt. Eftir hnig reykinga úr 40% 1985 í 29% 1993 varð kyrrstaða og síðan aukning í 30% árið 1996. Þetta er óásættanlegt fyrir alla sem vinna að því að draga úr tóbaksneyslu. Baksvið reykinga er mikið völundarhús. Þar leika lausum hala kraftar sem hvetja og kraftar sem letja. Kraftar sem hvetja til reykinga eru meðal annars verð og framboð. Þessir kraftar eru of sjaldan ræddir á síðum Læknablaðsins en eru þó oft óbeinir sjúkdómsvaldar. Verð ræðst af innkaupsverði, gjöldum ríkisins og smásöluálagningu. Framboð er meðal annars háð möguleikum seljanda til hagnaðar, það er smásöluálagningu, sem nú er 14%. Tóbak er nú selt í smásölu á nær 1000 stöðum í landinu. Hagsmunasamtök seljanda, til dæmis Verslunarráð og tóbaksumboðsmenn, hafa oft óbeint hvatt til aukinnar tóbaksneyslu í umræðu um sölufyrirkomulag Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins (ÁTVR) því þessir aðilar líta svo á að sama sölufyrirkomulag eigi að gilda um vörur sem valda ávana og fíkn og um rúsínur og vínarbrauð. Heilbrigðisstéttir vita betur. Engin vara er meira ávanamyndandi en sígarettur. Um þriðjungur til helmingur þeirra sem reykja sjaldnar en daglega verða síðar daglegir reykingamenn og háðir nikótíni. Þeir sem farnir eru að reykja á annað borð nota oftast efnið uns sjúkdómur eða dauði leysir þá frá því. Þess vegna á enginn að ámálga söluhvetjandi breytingu á þessum vörum og ekki þá heldur nýskipuð stjórn ÁTVR. Ef horfið verður frá einkasölu og tilgreindu lágmarksverði fá heildsalar og smásalar svigrúm til verðlækkunar í söluhvetjandi skyni, sem þeir hafa ekki nú.
  • Heilsufar innflytjenda [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Blöndal (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-06-01)
   Hver og einn veikist á sinn sérstaka hátt, sem mótast meðal annars af fyrri reynslu, persónugerð og áætlunum um framtíðina. Að telja að einkennamynd tiltekins sjúkdóms sé sú sama í öllum sjúklingum með sjúkdóminn er oft fjarri lagi og gefur ekki góða raun í starfi lækna. Hvernig sjúklingar kvarta er þó þjóðlegt fyrirbæri, sem unnt er að kynnast í námi, en myndin brotnar upp þegar íbúar í landinu eru ekki lengur einsleitir. Á Íslandi eru nú um 10% íbúa sem hafa haft eða eru með erlendan ríkisborgararétt.