• Er stríðinu lokið? [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Njálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-07-01)
   Samkomulag tóbaksframleiðenda og 39 saksóknara og ríkja í Bandaríkjunum markar söguleg tímamót í baráttunni gegn tóbaki. Tekist er hins vegar á um það hvort tóbaksfyrirtækin hafi sloppið of auðveldlega, hvort stríðinu við tóbaksrisana sé lokið eða hvort það sé rétt að byrja. Þetta samkomulag gengur í aðalatriðum út á það að tóbaksframleiðendur greiða 26.000 milljarða íslenskra króna í skaðabætur vegna heilsutjóns og aukins kostnaðar heilbrigðiskerfisins vegna tóbaksneyslu. Málsóknir á hendur risunum verða þá að mestu úr sögunni. Á hverju ári verður 350 milljörðum varið í skaðabætur vegna heilsutjóns og dauða af völdum tóbaksnotkunar. Um 350 milljarðar fara til að bæta kostnaðaraukningu heilbrigðiskerfisins. Rúmlega 100 milljarðar fara til að fjármagna opinberar tóbaksvarnir, rannsóknir á fíkn og til að bæta íþróttum tekjutap vegna tóbaksauglýsingabanns. Að lokum fara 100 milljarðar árlega til að hjálpa fólki að hætta að reykja. Fyrirtækin borga því tóbaksvarnir, tóbakssjálfsalar verða bannaðir, tóbak fer úr hillum verslana á bak við afgreiðsluborð, allar auglýsingar utandyra verða bannaðar, svarthvítar auglýsingar leyfðar inni og Marlboro Man og Joe Camel eru bannaðir. Auglýsingar beinar eða óbeinar í kvikmyndum, á fatnaði, skóm og öðru ámóta, allt slíkt verður bannað.
  • Reyklaust umhverfi er réttur allra - líka þeirra sem ekki reykja [ritstjórnargrein]

   Þorsteinn Njálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-09-01)
   Okkur þykir öllum eðlilegt að búa við takmarkanir á reykingum, geta ferðast með almenningsfarartækjum, komið á opinberar stofnanir, skóla og flogið um víða veröld án þess að vera með tóbaksreyk allt í kringum okkur. Hafa verður samt í huga að þessi árangur náðist ekki án baráttu. Fleiri og fleiri láta í sér heyra, reykingar eru ekki lengur normið, flestir reykingamenn vilja hætta, algengi þeirra var 40,5% árið 1985 og er í dag 22,1%. Reykingar eru ósiður á hröðu undanhaldi. Tóbaksvarnir hafa tekið mikilum breytingum hér á landi sem og um heim allan á undanförnum árum. Alþjóðavæðing ásamt auknum ferðalögum hefur fengið almenning til þess að bera saman aðstæður og réttindi á milli landa og gera kröfur um frekari aðgerðir. Gro Harlem Brundtland fyrrverandi forstjóri Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) hvatti til þess að þjóðir heims tækju höndum saman í baráttunni gegn tóbaki. Hún taldi slíkt koma í veg fyrir stórslys í löndum þriðja heimsins þar sem reykingar væru ekki orðnar algengar, en um leið að aðstoða þjóðir sem hefðu verið ofurseldar tóbaki við að losa sig undan þessum sjúkdómavaldi. Fjögurra ára þrotlaus vinna þjóða WHO hefur nú fætt af sér fyrsta alþjóðasáttmálann um heilsuvernd, Alþjóða tóbaksvarnasáttmála Sameinuðu þjóðanna (SÞ) sem Ísland undirritaði í júní síðastliðnum.