• Ferliverk á FSA í ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar [ritstjórnargrein]

   Þorvaldur Ingvarsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-12-01)
   ljósi skýrslu ríkisendurskoðunar þykir rétt að drepa niður penna og útskýra viðhorf undirritaðs sem lækningaforstjóra Fjórðungssjúkrahússins á Akureyri (FSA) til ferliverkastarfsemi. Ferliverk skilgreini ég sem læknisþjónustu við sjúkling sem sjúklingur þarf á að halda og sú þjónusta er veitt án innlagnar á sjúkra­hús. Liggur þá í augum uppi að um aðgerð getur ver­ið að ræða eða annað inngrip, svo sem magaspeglun eða viðtal við sérfræðing. Augljóslega þarf læknirinn aðstoð annarra heilbrigðistarfsmanna við þessa þjónustu en mismikla og stundum enga. Hér á Íslandi hefur sú hefð komist á að læknar hafa sinnt sjúklingum sem ekki hafa þurft innlagnar við á stofum sínum, sem á seinni árum hafa ekki verið staðsettar á sjúkra­húsunum, og þegið greiðslur frá Tryggingastofnun ríkisins (TR) fyrir unnin verk. Flestir eru sammála um að þjónusta þessi sé þörf, gæði hennar séu mikil og hún virðist ekki dýr.
  • Heilbrigðisþjónusta í dreifbýli á niðurskurðartímum! [ritstjórnargrein]

   Þorvaldur Ingvarsson; Sjúkrahúsið á Akureyri (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)