• Á tímum sykursýkinnar [ritstjórnargrein]

   Arna Guðmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-05-01)
   Þrátt fyrir framfarir í læknisfræði geisar faraldur sykursýki í heiminum, hún herjar á um 6% jarðarbúa. Því er spáð að 300 milljónir verði með sykursýki árið 2025. Talan er geigvænleg og erfitt að átta sig á hversu mikil byrði sjúkdómurinn verður fyrir einstaklinga og samfélög á næstu árum. Meira en 97% þessara tilvika verður vegna sykursýki af tegund tvö þó svo að tilvikum sykursýki af tegund eitt (insúlínháð sykursýki) fjölgi einnig. Það segir sig sjálft að rannsóknir á faraldsfræði og grunnorsökum sjúkdómsins eru knýjandi.
  • Brýnasta verkefni lækna

   Arna Guðmundsdóttir; Innkirtladeild Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2016-02-03)
  • Læknadagar 2009 [ritstjórnargrein]

   Arna Guðmundsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-01-01)
   Nú líður að Læknadögum 2009 og birtist dagskráin í heild sinni í þessu tölublaði Læknablaðsins. Þetta er í 14. sinn sem þingið er haldið og langar mig til að nota þetta tækifæri og auglýsa eftir góðri enskri þýðingu á orðinu Læknadagar. Hér verður farið stuttlega yfir þær breytingar sem gerðar hafa verið milli ára og hvað er í sjónmáli. Fyrst ber að nefna breyttan þingstað. Eins og menn muna voru Læknadagar haldnir á Radisson SAS hóteli í janúar 2008. Þar sáu ráðstefnugestir illa á skjái í fyrirlestrasölum og sýningarsvæði þótti dimmt og úr alfaraleið. Nú verður snúið aftur á Hilton Reykjavík Nordica hótel þó að á því húsnæði séu ýmsir vankantar. Undirbúningsnefndin hafði hlakkað mikið til að slá um sig í nýju Tónlistar- og ráðstefnuhúsi árið 2010 en verður líklegast að bíða aðeins lengur eftir þeirri ánægju, af augljósum ástæðum.