• Lyfjaverð og lyfjasamanburður [ritstjórnargrein]

      Axel F Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-05-01)
      Lyfjamáladeild heilbrigðisráðuneytisins hefur boðað aðgerðir til að lækkunar á lyfjakostnaði. Aðgerðirnar byggjast meðal annars á því að beitt er sömu niðurgreiðslu fyrir sambærileg lyf (analog lyf). Tryggingastofnun ríkisins mun miða greiðsluþátttöku sína við lægsta smásöluverð í hverjum viðmiðunarflokki sambærilegra lyfja. Munu þessar reglur gilda um magalyf, geðdeyfðarlyf af SSRI-flokki og blóðfitulækkandi lyf af statíngerð. Til að reglur sem þessar geti komið að gagni fyrir samfélagið og sjúklinga þurfa þær að styðjast við réttar grunnforsendur. Þessar forsendur eru faglegs eðlis. Það er flókið mál að bera saman mismunandi lyf í sama lyfjaflokki enda liggja mismiklar rannsóknir að baki hverju lyfi.