• Hættulaus hormónameðferð [ritstjórnagrein]

      Benedikt Ó. Sveinsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-04-01)
      Það er óumdeilt að östrógenmeðferð bætir líðan fjölda kvenna um og eftir tíðahvörf. Jafnframt er talið sannað að östrógengjöf í nægjanlegu magni komi í veg fyrir og lækni beinþynningu og dragi verulega úr hjarta- og æðasjúkdómum með beinum jákvæðum áhrifum á fitusykur efnaskiptin, blóðstorkukerfið og jafnvel blóðþrýsting. Kostirnir eru í raun margfaldir og áhættan af meðferðinni sáralítil ef henni er rétt beitt. Staðreyndir sýna hins vegar að það er talsverður misbrestur á því að rétt sé að hormónameðferðinni staðið. Afleiðingarnar eru oft hvimleiðar blæðingatruflanir og stundum krabbamein í legbol sem í flestum tilfellum hefði verið hægt að fyrirbyggja með réttri meðferð og eftirliti.