• Frumkvæði lækna á krepputímum [ritstjórnargrein]

   Bryndís Benediktsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-02-01)
   Í nýliðnu góðæri bjó heilbrigðisþjónustan við aðhald og sparnað því ekki mátti auka þenslu í þjóðfélaginu. Sagt var að betri tímar væru í nánd þegar slaknaði á þenslu, nýtt sjúkrahús yrði byggt með augljósri hagræðingu og heilsugæsla efld. En eftirlitslaus markaðshyggja var allsráðandi og jafnvel virðist litlu hafa mátt muna að heilbrigðiskerfið yrði blindri nýfrjálshyggju að bráð. Í einni svipan féllu leiktjöldin og við blasti meiri spilling og óstjórn en nokkurn gat órað fyrir. Þjóðin skuldum vafin, atvinnuleysi og kreppa. Heilbrigðisstjórnvöld krefjast mikils sparnaðar en talsmáti þeirra er torskilinn. Í nálægð kosninga er reynt að telja þjóðinni trú um að þjónusta heilbrigðiskerfis muni ekki skerðast!
  • Heilsa, lífsgæði og krónur [ritstjórnargrein]

   Bryndís Benediktsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-11-01)
   Aðstæður í íslensku samfélagi hafa breyst. Fjárframlög til heilbrigðismála skerðast og ljóst er að draga verður úr þjónustu. Við þessar aðstæður þarf að skoða alla kostnaðarliði gaumgæfilega og nýta þá skoðun til þess að tiltækt fé komi að sem bestum notum. Tryggja þarf að kunnátta varðveitist í heilbrigðisþjónustunni, að þeir sem veikastir eru hafi forgang til þjónustu og hún nýtist jafnframt sem flestum. Greining á kostnaði þarf að vera gagnsæ og sundurliðuð þannig að hægt sé að draga ályktanir af niðurstöðum í heild, en samtímis varpa ljósi á einstaka kostnaðarliði þar sem ná má hagræðingu. Kostnaðargreining algengra langvinnra sjúkdóma er sérlega mikilvæg við þessar aðstæður. Ef unnt er að bera saman milli landa kostnaðarlið mismunandi þjónustueininga er það augljós viðbótarkostur.1 Fagmennska þarf að vera í fyrirrúmi þegar kemur að framkvæmd og túlkun, sérstaklega ef gera á breytingar á þjónustu sem byggjast á kostnaðarrannsóknum. Kostnaðarrannsóknir hafa oft verið gagnrýndar fyrir að meta einungis afturvirkt kostnað við tiltekinn sjúkdóm á ársgrundvelli, án þess að kanna líkur á breytingum á kostnaði í framtíð og án þess að reikna með þeim ágóða sem felst í betri heilsu sem hlýst af meðferð. Nýrri aðferðir við kostnaðargreiningu leggja áherslu á að reyna að meta einnig hver kostnaður muni verða í framtíð með því að taka með í reikninginn nýgengi, algengi og framvindu sjúkdóms á komandi árum.