• Mikilvægi rafstuðgjafar við endurlífgun [ritstjórnargrein]

      Davíð O Arnar (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-10-01)
      Þó að nákvæmar tölur um tíðni hjartastopps hérlendis liggi ekki fyrir er sennilega óhætt að áætla að tíðni þess sé svipuð og hjá nágrannaþjóðum, eða um 1/1000 íbúa á ári (1). Meirihluti þeirra sem fara í hjartastopp eru sjúklingar með kransæðasjúkdóm en hjartastopp getur stundum verið fyrsta einkenni sjúkdómsins.