• Hánæmt trópónín T – viðbót eða vandræði? [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar,; Landspitali The National University Hospital, Reykjavík, Iceland. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-01)
  • Krabbamein í briskirtli : greiningaraðferðir [ritstjórnargrein]

   Ásgeir Theodórs; Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1990-04-15)
   Á undanförnum tveimur áratugum hafa komið fram nýjar rannsóknaraðferðir sem nýst hafa til athugunar á briskirtlinum. Með ómskoðun, tölvusneiðmyndun, holsjár-röntgenmyndun af gallgöngum og brisrás, (ERCP - endoscopic retrograde cholangiopancreatography), auk annarra enn nýrri rannsóknaraðferða, er nú mögulegt að skoða briskirtilinn með meiri nákvæmni en áður.
  • Óútskýrður skyndidauði [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-01-01)
   Af og til flytja fjölmiðlar fréttir af ungu fólki sem hefur dáið skyndilega. Slíkir atburðir vekja óhug þar sem oftast er um að ræða fólk í blóma lífsins sem áður virtist heilsuhraust. Skyndidauði er nokkuð algengur á Vesturlöndum og er að stærstum hluta vegna hjartastopps. Flest tilfelli skyndidauða, sér í lagi hjá einstaklingum yfir fimmtugt, tengjast kransæðasjúkdómi og/eða skerðingu á útfallsbroti vinstri slegils. Rannsóknir hafa sýnt fram á að hjá þessum aldurshópi eru áhættuþættir skyndidauða hinir sömu og fyrir kransæðasjúkdóm.1 Í um 10% tilfella finnst ekki skýring á því hvað olli hjartastoppinu, jafnvel þó krufning sé framkvæmd.2 

  • Stefnubreyting í blóðþynningarmeðferð gáttatifs [ritstjórnargrein]

   Davíð O. Arnar, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-02)
   Gáttatif er algengt og á fimmta þúsund núlifandi Íslendingar hafa greinst með þessa takttruflun.1 Meðal alvarlegustu fylgikvilla gáttatifs er segarek. Talið er að um fimmtungur heilaáfalla stafi af gáttatifi.2