• Blöðruhálskirtilskrabbamein og hópleit : allt orkar tvímælis þá er gert er [ritstjórnargrein]

   Eiríkur Jónsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-06-01)
   Ekki alls fyrir löngu gerði ég fernt á einum degi sem tengist þessu meini. Að morgni nam ég á brott blöðruhálskirtil úr sextugum manni. Á hádegi setti ég áttræðan mann á líknandi meðferð vegna lokastigs sjúkdómsins. Um miðjan dag fylgdi ég tæplega fimmtugum manni til grafar sem háð hafði erfiða baráttu við meinið. Undir lok dags hélt ég erindi fyrir stuðningshóp sjúklinga og færði rök fyrir því að hópleit vegna þessa sjúkdóms væri ótímabær. Áheyrendurnir voru að vonum undrandi þar sem krabbameinið er það algengasta hjá íslenskum karlmönnum en um 200 greinast og á fimmta tug látast árlega. Dæmið að ofan sýnir hversu algengt og alvarlegt viðfangsefnið er og nýlegar rannsóknir benda til þess að hægt sé að lækka dánartíðnina um 20% með PSA-stýrðri hópleit. Hvert er þá vandamálið?
  • Þjark um Þjarka og Móaling

   Eiríkur Jónsson; Þvagfæraskurðlækningar Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-05)