• Meðferð slags, morgunn nýs dags [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-06-01)
   Slag eða heilaslag (stroke) er algengur sjúkdómur og ætla má að að minnsta kosti 700 íslendingar fái slag árlega og vænta má fjölgunar tilfella á næstu árum þegar elsti hluti þjóðarinnar stækkar. Slag er þriðja algengasta dánarorsökin á Vesturlöndum og algengasta orsök fötlunar fullorðinna. Langtímaumönnun á hjúkrunarheimilium er oft nauðsynleg og Bretar telja að 5% útgjalda sinna vegna heilbrigðismála tengist umönnun sjúklinga með heilaslag. Stjórnun áhættuþátta er mikilvægasta aðferðin til þess að fyrirbyggja slag, og þeir sterkustu eru: saga um skammvinna heilablóðþurrð (transient ischemic attack), hár blóðþrýstingur, gáttatif og þekkt segalind í hjarta. Frumvörn (primary prevention) er beitt hjá þeim sem aldrei hafa fengið slag og er þá meðal annars notuð blöðflögubæling eða blóðþynning þegar um þekkta segalind er að ræða. Síðvörn (secondary prevention) er fyrirbyggjandi meðferð hjá þeim sem þegar hafa fengið slag, en verulegur hluti sjúklinganna (1) fær slag í annað eða þriðja sinn. Meðferðin er sams konar og við frumvörn en auk þess er hægt að gera aðgerð á hálsslagæð (carotid endarterectomy) í völdum tilvikum.
  • Sérgreinar læknisfræðinnar : hugleiðingar um stöðu sérgreina á íslensku háskólasjúkrahúsi [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-10-01)
   Sérgreinar eru undirstöðueiningar læknisfræðinnar og byggja á langri hefð sem festist að verulegu leyti í sessi þegar á 19. öld og var lögleidd á Íslandi árið 1932. Hver sérgrein hefur mótast um ákveðna þekkingu á klínískri læknisfræði og tengjast oft þekkingu á sjúkdómum í tilteknu líffærakerfi eða líffæri. Hver sérgrein hefur sínar ákveðnu starfsaðferðir og fagþekkingu sem birtist meðal annars í sérhæfðum fagtímaritum og ráðstefnum og símenntun. Aðrar heilbrigðisstéttir hafa síðan tekið upp þessa skiptingu að verulegu leyti.
  • Taugavísindi : ný þekking kollvarpar eldri hugmyndum [ritstjórnargrein]

   Elías Ólafsson; Department of Medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. eliasol@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-01-01)
   Á síðustu Þremur áratugum hafa rannsóknir á heila og taugakerfi tekið mikinn fjörkipp og síðustu 10 árin hafa vísindamenn á sviði taugavísinda (neurosciences) þrívegis fengið Nóbelsverðlaun í læknisfræði. Miklar framfarir hafa orðið á grundvallarþekkingu á starfsemi heilans og taugakerfisins og einnig í greiningu og meðferð heilasjúkdóma.