• Að grípa í skottið á skugganum [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-11-01)
   Hrun heilsugæslunnar í landinu heldur áfram. Fyrir rúmu ári höfðu á þriðja tug sérmenntaðra heimilislækna horfið til annarra starfa vegna óánægju með starfskjör sín. Um síðustu áramót ákvað ráðherra heilbrigðismála að herða enn að þeim sem starfa við þessa sérgrein með því að setja sérstaka reglugerð um vottorð. Reglugerðin hafði í för með sér að annars vegar hurfu þessar verktakagreiðslur læknanna í einni svipan og hins vegar fluttist vinna við vottorðagerðina inn á hefðbundinn vinnutíma lækna sem aftur leiddi til þess að lengri bið varð eftir tímum hjá læknum. Læknar fengu að vísu tekjutapið síðar bætt að hluta með úrskurði Kjaranefndar. Þessi aðgerð ráðherra hafði því í för með sér frekari flótta heimilislækna úr faginu og skaðleg áhrif á starfsemi heilsugæslustöðva. Nú eru alls fimmtíu heimilislæknar farnir eða eru að hverfa á braut úr heilsugæslunni. Heimilislæknar hafa, einir sérfræðimenntaðra lækna, ekki fengið gjaldskrársamning við Tryggingastofnun Ríkisins (TR). Enginn eiginlegur rökstuðningur hefur fylgt þeim ákvörðunum að leyfa heimilislæknum ekki að fá slíkan samning. Tvískiptingu kerfisins sem einhvers staðar er til í gömlum lögum en aldrei í raunveruleikanum, er gjarnan borið við. Nú hafa heimilislæknar sett þá kröfu á oddinn að fá að njóta jafnréttis á við aðra sérfræðimenntaða lækna. Þeir vilja sömu laun fyrir vinnu á stofnunum og sama rétt til að reka sjálfstætt starfandi læknastofur eins og aðrir sérfræðingar. Þessu hefur ráðherra heilbrigðismála ekki viljað verða við. Hann hefur ýmist borið fyrir sig því að hendur hans væru bundnar og hins vegar að hann hreinlega vilji þetta ekki. Á meðan hefur hrunadans heilsugæslunnar haldið áfram og ráðherrann horft á og lengi vel biðlað til Kjaranefndar um að höggva á hnút þessarar óvissu. Ráðherra hefur viljað doka við
  • Gabb(?) [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2005-11-01)
   Fyrir nákvæmlega þremur árum síðan stóðu heimilislæknar í baráttu fyrir frelsi og jafnrétti til starfa á sömu forsendum og aðrir sérmenntaðir læknar hafa. Rétt er að rifja upp að ekki var verið að fara fram á hærri laun, ekki var verið að tala um hærri greiðslur fyrir vaktir, það var ekki tekist á um krónur og aura heldur snerist baráttan einfaldlega um að heimilislæknar fengju sömu réttindi og aðrir sérgreinalæknar. Hvorki meira né minna. Fjöldi heimilislækna hafði horfið til annarra starfa og heimilislæknar á Suðurnesjum og í Hafnarfirði höfðu sagt upp störfum sínum og það leit út fyrir að þessi tvö stóru svæði yrðu heimilislæknalaus. Reyndar höfðu heimilislæknar í Hafnarfirði áform um að opna eigin stofur á þessum tíma. Á síðustu stundu ákváðu læknarnir að slíðra sverðin og hætta, eða að minnsta kosti fresta frekari aðgerðum og sýna á þann hátt ábyrga afstöðu til skjólstæðinga sinna og jafnframt mikinn trúnað við heilbrigðisráðherra. Það sem olli því að viðkomandi heimilislæknar ákváðu að draga uppsagnir sínar til baka og fresta aðgerðum var svokölluð viljayfirlýsing heilbrigðisráðherra 27. nóvember 2002 en nokkur atriði í henni gerðu það að verkum að heimilislæknar gáfu ráðherranum tækifæri til að sýna vilja sinn í verki, en þau sneru að því að veita heimilislæknum meira valfrelsi til starfa eða eins og segir í viljayfirlýsingunni: Jafnframt mun heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra þá beita sér fyrir því að sérfræðingar í heimilislækningum geti annaðhvort starfað á heilsugæslustöðvum eða á læknastofum utan heilsugæslustöðva. Gerður verði nýr samningur um störf á læknastofum sem byggi á gildandi samningum sjálfstætt starfandi heimilislækna og verði lögð áhersla á afkastahvetjandi launakerfi, sbr. 2. mgr. Samningurinn verði gerður við samn­inganefnd heilbrigðis- og tryggingamálaráð­herra. Ráðherra mun meta þörf fyrir heimilislækna með hliðsjón af fjölda heilsugæslulækna og heimilislækna á viðkomandi svæði. Sérfræðingar í heimilislækningum fái aðgang að umræddum samningi í samræmi við fjárlög meðan skortur er á heimilislæknum skv. fyrrgreindu mati.
  • Heilsugæsla á höfuðborgarsvæðinu í vanda [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Sólvangur Health Care Center, 220 Hafnarfirði, Iceland. emilsig@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-02-01)
   Uppbyggingu heilsugæslunnar á höfuðborgarsvæðinu miðar hægt. Löng bið er eftir tímum hjá heimilislæknum. Þessi undirstöðuþáttur heilbrigðisþjónustunnar er vel skilgreindur í lögum um heilbrigðisþjónustu og þar er tíundað hvaða þjónustu á að veita. Hins vegar hefur láðst að búa svo um hnútana að heilsugæslan geti sinnt sínu hlutverki og er fjöldi fólks á Stór-Reykjavíkursvæðinu án heimilislæknis. Almennt viðmið er að einn heimilislæknir sinni um 1.500 skjólstæðingum. Þannig ættu að vera um 120 heimilislæknar starfandi á Stór-Reykjavíkursvæðinu. Í dag eru þeir rúmlega 90.
  • Hættulegir heimilislæknar [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-01-01)
   Nú á haustdögum hafa umræður um heilsugæslu og heilsugæslulækna farið af stað aftur eftir sumarfrí. Vinna Heilsugæslunnar í Reykjavík við það að leggja drög að framtíðarsýn heilsugæslunnar kostaði margar milljónir króna en er nú lokið og hefur verið birt í bæklingi. Ein helsta niðurstaða þeirrar vinnu er að skjólstæðingar heilsugæslunnar eigi að geta fengið tíma hjá lækni sínum innan tveggja daga og ennfremur á að bæta símaþjónustu. Ástæðulaust er að gera lítið úr þeirri vinnu sem liggur að baki framtíðarsýninni sem þarna birtist og þar má greina ákveðinn metnað fyrir heilsugæsluna sem er jákvætt. Hitt eru engar fréttir að heimilislækningar verða ekki reknar með biðlistum og stefna, framtíðarsýn og hugsjón heimilislækna hefur verið ljós lengi en skort hefur að stjórnvöld sýni í verki hvort þau vilji hafa heilsugæslu eða ekki.
  • Skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Sólvangur heilsugæslustöð, University of Iceland (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2012-04)
   Enginn velkist í vafa um að rannsaka eigi menn með einkenni sem gætu stafað af blöðruhálskirtilskrabbameini. En hvernig á að leiðbeina einkennalausum körlum? Hvorki vísindalegur grunnur né greiningartæki réttlæta skimun fyrir krabbameini í blöðruhálskirtli.
  • Þögull kransæðasjúkdómur [ritstjórnargrein]

   Emil L. Sigurðsson; Guðmundur Þorgeirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1996-07-01)
   Hver þegir? Er það hjartað eða úttaugakerfið, miðtaugakerfið eða sjúklingurinn sjálfur? Þótt brjóstverkur hafi löngum verið talinn helsta einkenni kransæðasjúkdóms hafa þögul eða verkjalaus form sjúkdómsins verið kunn allt frá því að James B. Herrick lýsti fyrst þöglu hjartadrepi árið 1912 (1). Þögul blóðþurrð (silent myocardial ischemi) er blóðþurrðarkast sem getur endurspeglast í ST-T breytingum á hjartarafriti eða skertri slökunar- eða samdráttarhæfni hjartavöðvans án þess að valda brjóstverk eða annarri vanlíðan. Slík köst eru algeng meðal kransæðasjúklinga og er talið að á milli 60-100% sjúklinga með hjartaöng fái slík einkennalaus köst (2) en þau koma einnig fyrir hjá einstaklingum sem fengið hafa hjartadrep sem og hjá þeim sem ekki hafa þekktan kransæðasjúkdóm. Rannsóknir hafa sýnt að um 70% blóðþurrðarkasta hjá sjúklingum meö hjartaöng eru þögul (3) og eins og önnur blóðþurrð hafa þau slæm áhrif á horfur (4). Þessi þöglu blóðþurrðarköst virðast hafa sama lífeðlisfræðilega bakgrunn (3) og þau sem einkenni gefa og þau láta undan hefðbundinni meðferð við hjartaöng (5, 6). Það er hins vegar óvíst hvort sú meðferð hefur áhrif á horfur og flestar rannsóknir hafa miðast við sjúklinga með þekktan kransæðasjúkdóm. Það er því enn umdeilt hvort lyfjameðferð eigi að beinast gegn þessum þöglu blóðþurrðarköstum (7). Niðurstöður íslenskra rannsókna hafa staðfest að að minnsta kosti 30% hjartadrepa meðal karlmanna eru þögul (8).