• Enginn veit hvað átt hefur fyrr en misst hefur [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson; engilbs@landspitali.is (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-04-01)
   Vinnusemi, nægjusemi og nýtni hafa um aldir verið meðal höfuðdyggða Íslendinga. Atvinnuþátttaka hefur áratugum saman verið mjög mikil, 83% samkvæmt ársskýrslu Vinnumálastofnunar árið 2006, og atvinnuleysi lítið síðastliðna áratugi, mest 5% árið 1995. Ljóst er að atvinnuleysi hefur aukist hraðar en reiknað var með, einkum á höfuðborgarsvæðinu, þar sem þenslan var mest. Það stefnir í að hlutfall atvinnulausra fari yfir 10% með vorinu. Svo kemur sumarið. Tugir þúsunda skólafólks munu þá streyma inn á vinnumarkaðinn. Nú eru ungir og miðaldra karlar í meirihluta meðal fólks í atvinnuleit. Margir þeirra muna ekki annað en að ganga að atvinnu sem sjálfsögðum hlut. Sjálfsmynd eldri hluta hópsins er oft nátengd því að hafa vinnu og vera aðalfyrirvinna heimilisins. Reynslan sýnir að ýmsir úr hópnum, einkum þeir yngri, eiga á hættu að missa tök á daglegum lífstakti, snúa sólarhringnum við og leita í vímugjafa. Nýlegar innlendar rannsóknir sýna meiri aðlögunarhæfni atvinnuleitandi kvenna en karla.1
  • Eðli manna og þróun fræðitímarita [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-01)
   Saga síðustu ára kennir okkur að spádómsgáfa heyrir til undantekninga. Mér er því hollast að reyna ekki að spá fyrir um hvernig Læknablaðið muni líta út á 100 ára afmæli útgáfu þess árið 2015. Sagan sýnir einnig að afstaða manna til krefjandi úrlausnarefna mótast meira af þeirri stöðu sem þeir eru í en yfirlýstum viðhorfum eða viðmiðum. Með öðrum orðum, við erum öll mannleg, lituð af tilfinningum, háð fjármagni, valdi, áliti eða atkvæðum. Menn sjá því oft styttra fram fyrir tærnar á sér en þeir gera sér grein fyrir. Þetta á líklega ekki síður við um lækna og rannsakendur en bankamenn eða stjórnmálamenn. Fagleg umgjörð og traust ritrýni eru því forsenda útgáfu fræðiblaðs í fámenni Íslands. Ég hef átt þess kost að sitja í ritstjórn blaðsins síðastliðin fimm ár og séð það dafna og styrkjast fræðilega á þeim tíma. Í þessum leiðara mun ég lýsa í fáum orðum mati mínu á stöðu blaðsins og stefnu minni sem nýskipaður ritstjóri og ábyrgðarmaður blaðsins.
  • Geðklofagen, gereyðingarvopn og geðlæknaþing [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-07-01)
   Merkur vísindamaður hafði á orði á nýafstöðnu ársþingi ameríska geðlæknafélagsins að þar til á síðasta ári hefðu nokkur líkindi verið með leit vísindamanna að meingenum geðklofa og leitinni miklu sem enn stendur yfir að gereyðingarvopnum í Írak. Samlíkingin á sem betur fer ekki lengur við. Vatnaskil urðu í meingenaleitinni um miðbik árs 2002 þegar þrír rannsóknarhópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm. Genin heita neuregulin 1 (NRG1) (1) sem til þessa hefur verið betur þekkt í tengslum við meingerð krabbameina, dysbindin (2), G72 og D-amino acid oxidasi (DAAO) (3).
  • Hætta á neyðarástandi á Landspítala

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóla Íslands, Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2013-02)
  • Kaflaskil

   Engilbert Sigurðsson; Geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2016-12-02)
  • Læknablaðið 100 ára

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóli Íslands, Geðsvið Landspítali (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014-01)
  • Læknablaðið 100 ára.

   Engilbert Sigurðsson; Læknadeild Háskóla Íslands‚ geðsvið Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2014)
  • Misskipt er manna láni [ritstjórnargrein]

   Engilbert Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-09-01)
   Hannes Pétursson skáld lýsir listilega lífi sveitunga í Skagafirði á 18. og 19. öld í heimildarþáttum með ofangreindu heiti sem komu út fyrir aldarfjórðungi. Þar stíga m.a. fram á sviðið gleðigjarnir og stífsinna karlar, kvennahrókar og skapvargar. Einnig koma við sögu barnlausar heljarkonur, sem „engir þorðu að rjála við með ellefta fingri“. Alnafni skáldsins, geðlæknir, prófessor og Skagfirðingur, hefur á sama aldarfjórðungi unnið að rannsóknum á erfðafræði geðklofa, framan af í samstarfi við breska lækna, en í samstarfi við Íslenska erfðagreiningu (ÍE) frá árinu 1996. Hreinn Stefánsson lífefnafræðingur hjá ÍE hefur verið lykilmaður í þessum rannsóknum frá upphafi samvinnunnar. Tímamót urðu í geðklofarannsóknum árið 2002 þegar þrír rannsóknahópar birtu greinar um tengsl fjögurra gena við geðklofasjúkdóm og voru niðurstöður rannsókna hér á landi staðfestar í skosku þýði ári síðar. Þau gen höfðu þó öll fremur lágt áhættuhlutfall. Stærri rannsóknir á síðustu árum hafa ekki stutt að þessi gen gegni lykilhlutverki hjá þorra sjúklinga í því einkennasafni sem við köllum enn geðklofa. Frá árinu 2002 hefur alþjóðleg samvinna á þessu sviði aukist hratt. Hleypur fjöldi sjúklinga í rannsóknum ÍE á geðklofa nú orðið á þúsundum frá mörgum löndum í stað hundraða árið 2002, auk þess sem fjöldi og fjölbreytileiki einstaklinga í samanburðarhópum hefur aukist.