• Kæling meðvitundarlausra sjúklinga eftir endurlífgun : ný meðferð á Íslandi [ritstjórnargrein]

      Felix Valsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-09-01)
      Tíðni hjartastoppa utan sjúkrahúsa er milli 36 og 128 á hverja 100.000 íbúa í vestrænum ríkjum (1). Heila­skaði er algeng aukaverkun hjá sjúklingum sem tek­ist hefur að endurlífga eftir hjartastopp. Ef sjúklingar fá enga meðferð eftir hjartastopp verður heilinn fyrir skaða eftir 4-6 mínútur. Það verða margs konar flóknar breytingar á háræðakerfi og frumum heilans við súrefn­is­þurrð. Því er ekki einungis mikilvægt að hindra súrefnisþurrðina eins fljótt og auðið er heldur einnig með­höndla og hindra skaða eftir að súrefnisþurrð hefur orðið í heila (2). Margar aðferðir hafa árangurslaust ver­ið reyndar til að draga úr heilaskaða eftir endurlífgun (3).