• Nýgengi ristilkrabbameins eykst, enn meiri þörf er á skimun [ritstjórnargrein]

   Friðbjörn Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-06)
   Í grein Péturs Snæbjörnssonar og félaga í Læknablaðinu kemur fram að tíðni ristilkrabbameins hefur aukist hér á landi. Þreföldun er á nýgengi hjá körlum og tvöföldun hjá konum á árabilinu 1955-2004. Nú greinast að meðaltali 134 einstaklingar á ári með krabbamein í ristli og endaþarmi (KRE).1 Sjúkdómurinn er önnur algengasta dánarorsök af völdum krabbameina og fimm ára lifun sjúklinga sem greinst hafa með ristilkrabbamein er aðeins 55-60%. Á Íslandi næst einn besti árangur í heiminum við meðferð brjóstakrabbameina. Fimm ára lifun er nú um 86% og hefur stórbatnað á undanförnum áratugum. Sennilega má rekja þann árangur til skimunar fyrir brjóstakrabbameinum, sterkum sjúklingasamtökum, góðri vitund í samfélaginu um sjúkdóminn ásamt góðri heilbrigðisþjónustu.
  • Rekstrarvandi Landspítala [ritstjórnargrein]

   Friðbjörn Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-11-01)
   Fátt hefur verið meira til umræðu í fjölmiðlum á þessu ári en rekstrarvandi Landspítala. Fjárþörf hans er mikil enda hlutverkið að annast sérhæfðustu og dýrustu læknisþjónustu sem veitt er hér á landi. Margt bendir þó til þess að spítalinn hafi staðið all­vel að verki miðað við þær aðstæður. Skýrsla Ríkisend­urskoðunar um sameiningu sjúkrahúsanna í Reykja­vík sýnir að í samanburði við sjúkrahús í Bretlandi er rekstur Landspítala sambærilegur með tilliti til kostnaðar. Legutími sjúklinga er svipaður en árangur af læknismeðferð er mun betri hér. Þá eru afköst starfsmanna og bresks heilbrigðisstarfsfólks fyllilega sambærileg. Landspítalinn er öflugasta þekkingarfyrirtæki landsins og starfsmenn standa sig vel í alþjóðlegum samanburði á birtingu vísindagreina. Í könnun á vegum landlæknis og HTR um ,,Gæði frá sjónarhóli sjúklings" kom fram ánægja með þjónustu spítalans. Þá hefur markviss vinna við styttingu biðlista skilað verulegum árangri.