• Skorið inn að kviku [ritstjórnargrein]

      Gísli G. Auðunsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-11-01)
      Frumvarp til fjárlaga, sem lagt var fram á Alþingi í byrjun október, hefur valdið ótta og reiði í fjölmörgum byggðarlögum landsins. Svo mikilli reiði að þeir sem lengi hafa fylgst með, muna ekki eftir annarri eins mótmælaöldu. Hvað veldur? Fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir gríðarlegum niðurskurði til flestra sjúkrahúsa á landsbyggðinni og auk þess til framhaldsskólanna. Þarna er komið við kvikuna – alveg inn að kviku. Fólk þolir margvíslegt mótlæti en þegar ýmist á að rústa eða draga allan mátt úr þeim stofnunum sem standa þeim næst, sem veita þeim öryggi, er þeim nóg boðið. Þar liggja mörkin.