• Evrópskar ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson; Jón Högnason; Sigurður Helgason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-04-01)
   Það heyrir vissulega til tíðinda þegar þrjú stór læknafélög í Evrópu (European Society of Cardiology, European Atherosclerosis Society og European Society of Hypertension) gefa sameiginlega út ráðleggingar um varnir gegn kransæðasjúkdómum. Þessar ráðleggingar hafa verið gefnar út víða (1) og félögin hafa jafnframt hvatt samsvarandi félög í hverju einstöku Evrópuríki til að gefa út sínar eigin ráðleggingar. Slíkar ráðleggingar tækju mið af séraðstæðum í hverju landi bæði með tilliti til mikilvægis áhættuþáttanna sem kann að vera mismikið og fjárhagslegra aðstæðna sem geta ráðið miklu um hvað unnt sé að ganga langt í hverju landi í forvörnum. Þessar Evrópuráðleggingar byggja á viðamiklum hóprannsóknum sem gerðar hafa verið á síðustu árum og sýnt hafa fram á að unnt sé að draga úr framþróun kransæðasjúkdóms og jafnvel koma í veg fyrir hann með réttri meðhöndlun áhættuþáttanna.
  • Hjartað ræður för

   Gunnar Sigurðsson; Hjartavernd (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavi­kur, 2014-12)
  • Kólesteról, kransæðasjúkdómar og statínlyf [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-12-01)
   Fjölmargar rannsóknir frá síðustu áratugum hafa sterklega bent til að hátt kólesteról í blóði, sérstaklega LDL-kólesteról, stuðli að æðakölkun og þar með kransæðasjúkdómum. Þessar rannsóknir hafa verið margs konar, á sviði meinafræði, með dýratilraunum, faraldsfræðilegar rannsóknir um allan heim, framskyggnar hóprannsóknir, þar með talið Hjartaverndarrannsóknin og fjölskyldurannsóknir, svo fátt eitt sé nefnt. Lokasönnunina vantaði þó lengi vel, það er að unnt sé að draga úr áhættunni á kransæðasjúkdómum með því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Með tilkomu statínlyfja (HMG-CoA-redúktasa blokkarar) gafst fyrst gott tækifæri til að sanna kólesterólkenninguna þar sem þessi lyf lækka kólesteról mun meira (25-40%) en áður var unnt. Fyrstu rannsóknir á notagildi þessara lyfja studdust við kransæðamyndatökur og mælingar á æðavídd. Þær rannsóknir bentu til að þessi lyf gætu hamlað framvindu sjúkdómsins og jafnvel snúið þróuninni við að einhverju leyti. En vissulega var keppikeflið að fá bitastæðari endapunkta til að byggja á en kransæðamyndatökur. Á síðustu þremur árum hafa birst niðurstöður að minnsta kosti þriggja stórra hóprannsókna sem ótvírætt sanna virkni slíkra lyfja til að draga úr áhættu á kransæðasjúkdómum meö því að lækka LDL-kólesteról í blóði. Til viðbótar þessum rannsóknum voru kynntar tvær hóprannsóknir á þingi bandarískra hjartameð mjög hliðstæðum árangri. Sir Michael Oliver, vel þekktur breskur efaseradarlæknir, skrifaði nýlega grein (1) þar sem hann telur orsakasamband milli kólesteróls og kransæðasjúkdóma sannað og vísaði í orð Maynard Keynes: When the facts change, I change my mind. What do you do?
  • Rannsóknatengt framhaldsnám á Íslandi [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-03-01)
   Í janúar síðastliðnum var haldin 7. ráðstefna um rannsóknir í læknadeild Háskóla Íslands. Þessar ráðstefnur hafa farið vaxandi að umfangi og gæðum og síðasta ráðstefna vakti verulega athygli meðal annarra deilda Háskóla Íslands. Svipaðar vísindaráðstefnur hafa einnig verið haldnar á vegum Læknafélags Íslands og sérgreinafélaga, svo sem lyflækna, skurðlækna, augnlækna, heimilislækna auk annarra og endurspegla vaxandi þrótt og áhuga á rannsóknarstarfsemi meðal íslenskra lækna. Formlegt rannsóknatengt nám var tekið upp við læknadeild Háskóla Íslands fyrir um það bil 10 árum að frumkvæði Helga Valdimarssonar professors, núverandi deildarforseta læknadeildar.Þá var komið á fót BS námi þar sem gert var ráð fyrir að student ynni að rannsóknarverkefni undir umsjón kennara deildarinnar eða sérfræðinga á stofnunum tengdum læknadeild og jafngilti það nokkurn veginn einu námsári. Þó var gert ráð fyrir að læknaneminn gæti innritast í BS nám jafnhliða hefðbundnu námi í deildinni, ef hann gæti sýnt fram á að hann hefði varið til þess tíma er svaraði til heils skólaárs og fengið birta vísindagrein um rannsóknarvinnuna. Á þessu tímabili hafa alls 18 læknanemar lokið BS prófi með birtri grein í viðurkenndu tímariti og opinberum fyrirlestri. Mörg þessara BS verkefna hafa reyndar verið svo mikil að umfangi að nálgast hafi MS verkefni við aðrar deildir Háskóla Íslands.
  • Reykingar og ættarsaga um kransæðasjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-05-15)
   Í athyglisverðri grein sem birtist í þessu hefti Læknablaðsins um brátt hjartadrep á Íslandi í einstaklingum 40 ára og yngri benda höfundar á að nær allir þessir einstaklingar hafi reykt tóbak. Jafnframt höfðu yfir 50% þeirra ættarsögu um kransæðasjúkdóm (1). Þetta er verulega hærra hlutfall en í hóprannsókn Hjartaverndar þar sem 15-20% höfðu ættarsögu um kransæðastíflu (2). Aðrir þekktir áhættuþættir reyndust ekki marktækir í þessari rannsókn ef litið er á meðaltalsgildi, en frá öðrum rannsóknum má ætla að a.m.k. tveir af þessum 40 einstaklingum sem hlutu hjartadrep hafi haft arfbundna hækkun á kólesteróli í blóði (hypercholesterolemia) (3). Rannsóknin undirstrikar því afdrifaríkar afleiðingar reykinga, einkanlega meðal þeirra sem hafa ættarsögu um kransæðasjúkdóm. Þessar niðurstöður koma vel heim við aðrar erlendar rannsóknir (4, 5). Þannig fundu Hopkins og félagar í Utah í hópi kransæðasjúklinga undir 45 ára aldri að 89% þeirra höfðu reykt og 48% höfðu ættarsögu (5). Önnur rannsókn frá Kaliforníu benti til að meira en helmingur af ótímabærum dauðsföllum í ættum með tíð kransæðatilfelli mætti rekja til reykinga (5). Nýleg rannsókn meðal hjúkrunarfræðinga í Boston undirstrikar að þessi aukna áhætta samfara reykingum er engu minni meðal kvenna (6). En afleiðingarnar með tilliti til kransæðasjúkdóma virðast koma áratug seinna. Þó er ljóst að eitthvað meira þarf að koma til en reykingar þar sem meðal Japana sem reykja mikið og hafa háa tíðni háþrýstings eru kransæðasjúkdómar fátíðir. Því er líklegt að til þess að skaðsemi reykinga á æðakerfið komi fram þurfi vissa þéttni LDL-kólesteróIs í blóði en flestir Japanir eru vel undir þeim mörkum. Enn er margt á huldu um hvernig reykingar hafa áhrif á tilurð æðakölkunar og kransæðastíflu.
  • Reykjavíkurrannsókn Hjartaverndar 50 ára

   Gunnar Sigurðsson; Sérfræðingur í innkirtlasjúkdómum. Stjórnarformaður Hjartaverndar 1998-2016 (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-10-05)
  • Samband menntunar og kransæðasjúkdóma [ritstjórnargrein]

   Gunnar Sigurðsson; Department of Medicine, Landspitali University Hospital, Fossvogi, 108 Reykjavík, Iceland. gunnars@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-02-01)
   Þessu tölublaði Læknablaðsins birtist áhugaverð grein Einars Þórs Þórarinssonar og meðhöfunda (1) um leit að þáttum sem skýra öfugt samband menntunar og dánartíðni, sérstaklega kransæðasjúkdóma í Hjartaverndarrannsókninni. Könnun þessi byggist á spurningum til undirhóps úr upphaflegu úrtaki Hjartaverndarrannsóknarinnar. Fyrri grein Kristjáns Guðmundssonar og félaga (2) hafði fjallað um samanburð á helstu áhættuþáttum kransæðasjúkdóma og menntunar og fundið að þessir áhættuþættir voru marktækt oftar til staðar meðal þeirra sem einungis höfðu grunnskólapróf (hópur IV) en þeirra sem höfðu háskólapróf (hópur I), þeir sem höfðu stúdentspróf (hópur II) eða gagnfræðapróf (hópur III) voru mitt á milli. Samkvæmt þessum niðurstöðum átti áhættan á kransæðasjúkdómi í hópi IV að vera 10% meiri meðal karla og 20% meiri meðal kvenna heldur en í hópi I. Við slíkan samanburð er þó vert að hafa í huga að ein mæling á áhættuþætti (til dæmis kólesteróli) getur vanmetið áhættu þess þáttar (allt að 60%) samanborið við að fleiri mælingar lægju til grundvallar yfir nokkurn tíma til að vinna upp skekkjur í mælingu og líffræðilegan breytileika (3)