• Framfarir í MS [ritstjórnargrein]

      Haukur Hjaltason (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-05-01)
      Á undanförnum árum hafa orðið miklar framfarir í greiningu og meðferð MS sjúkdómsins. Fram til ársins 2001 var MS-greining klínísk og við það miðað að sjúklingur hefði fengið tvö köst ólík að einkennum og aðskilin í tíma. Þetta breyttist árið 2001 með McDonalds-viðmiðum. Í þeim er miðað við að greiningu megi setja eftir eitt kast ef seinni segulómunarskoðun sýnir fram á nýjar breytingar (1). Viðmiðin voru endurskoðuð 2005 en gilda í aðalatriðum áfram (2). Einkenni og köst sjúklinga skipta áfram mestu þegar sjúkdómsvirkni MS er metin en eins og ofangreind viðmið bera með sér má einnig meta hana með segulómskoðun heila og mænu; oftast er stuðst við segulskærar breytingar á T2 myndum en einnig skuggaefnisupphleðslu á T1 myndum. Rannsóknir með segulómskoðun hafa sýnt að vefjarýrnun í MS tekur ekki bara til hvíta efnisins (eins og áður var talið) heldur einnig grás svæðis og þar með heilabarkar (3).