• Hin mannlega ásýnd læknisfræðinnar í hátækniheimi [ritstjórnargrein]

   Jóhann Ág. Sigurðsson; Linn Getz (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2007-07-01)
   Heimstyrjöldin síðari er ekki eingöngu saga hernaðar og hörmunga. Hún var einnig vettvangur samfélagslegra hugsjóna og hugmyndafræðilegra átaka. Fyrir stríðið hafði Hitler hrifið þjóð sína með háfleygum hugsjónum um félagslegar úrbætur og heilbrigðisþjónustu fyrir alla. Churchill þurfti því með einhverjum hætti að ná saman aðli og verkalýð í Bretlandi í baráttunni gegn nazismanum. Hann fól hagfræðingnum William Beveridge að móta hugsjón sem gæti skapað samstöðu og hvatt Breta til frekari dáða. Beveridge nefndin skilaði þeirri hugarsmíð árið 1942, sem er álitin grunnurinn að velferðarkerfinu eins og við þekkjum það í dag (the welfare state) (1). Í kjölfar þessa stofnuðu Bretar metnaðarfullt opinbert heilbrigðiskerfi, The National Health Service (NHS) árið 1948. Svipuð hugmyndafræði liggur að baki heilbrigðiskerfunum sem þróuðust á Norðurlöndum (2). Í hnotskurn er grunnurinn sá, að almannafé er nýtt til að fjármagna heilbrigðisþjónustu fyrir alla landsmenn og að tryggja jafnt ungum sem öldruðum lífsviðurværi og félagslegt öryggi. Sérstaða lækna sem vinna í bresku og norrænu velferðarumhverfi hefur frá upphafi verið sú að þeir bera ekki eingöngu ábyrgð á velferð skjólstæðinga sinna, heldur einnig á jafnvægi í velferðarkerfinu í heild. Ef þetta tvöfalda hlutverk lækna er þróað með markvissum hætti stuðlar það að skilvirku, öruggu og hagkvæmu vinnuferli og úrlausnum. Heilbrigðisþjónusta í slíku kerfi er ekki hugsuð sem bein tekjulind og markaðsvæðing hennar ógnar tvíhliða hlutverki lækna, einkum samfélagsábyrgðinni. Sem dæmi má nefna þá tilhneigingu að læknar fari í vaxandi mæli í hlutverk „framleiðanda“ þjónustu og sjúklingar í hlutverk viðskiptavina (3,4). Það er því ærin ástæða til að gefa hlutverki lækna, stöðu þeirra og framtíð nánari gaum.
  • Leitin að sannleikanum : Norðurlönd tengjast Cochrane gagnabankanum í klínískum rannsóknum [ritstjórnargrein]

   Jóhann Ág. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1994-09-01)
   Nú á tímum þrenginga verða heilbrigðisstéttir að tryggja það að fjármunum til heilbrigðismála sé varið á sem bestan og hagkvæmastan hátt. Í nýlegum leiðara í BMJ (1) var bent á að breskir skattgreiðendur gætu ekki endalaust greitt fyrir læknismeðferð, sem hefði ekki verið sýntfram á að gerði gagn — og það sem verra væri — fyrir meðferð sem búið vœri að sanna að gerði ekkert gagn. Hér er um alvarlegar ábendingar að ræða sem vert er að gefa frekari gaum. Viðleitni heilbrigðisstétta til þess að svara áleitnum spurningum um læknisfræðilegan árangur fer vaxandi. Rannsóknum fjölgar stöðugt, en þær eru mismunandi að gæðum og gefa því oft misvísandi niðurstöður. Þetta veldur því að erfitt getur verið fyrir fagfólk að túlka þær eða draga réttar ályktanir. Reyndar er nær ókleift fyrir lækna að fylgjast með öllum þeim aragrúa rannsókna sem birtar eru í fagtímaritum. Margir velja því þá leið aö lesa yfilitsgreinar um ákveðin efni. Slíkar greinar eru oft skrifaðar af þekktum eða valinkunnum fræðimönnum, sem oft hafa afgerandi áhrif á sínu fræðisviöi. Reynslan hefur hins vegar sýnt, að slíkar yfirlitsgreinar styðjast ekki alltaf við úr-val vel staðfestra niðurstaðna og geta því leitt til rangra ályktana (2).
  • Vísindin í vinnulagið : (evidence based medicine) [ritstjórnargrein]

   Jóhann Ág. Sigurðsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1995-12-01)
   Á tímum gífurlegra framfara í læknisfræði er ljóst að það er nær ógjörningur fyrir einstaka lækna að vinsa úr öllum þeim fróðleik sem birtist á ári hverju í um 25.000 læknisfræðitímaritum víðs vegar um heim. Á sama tíma eru gerðar auknar kröfur til lækna og annarra að fylgjast með framförum og að leitast við að beita ætíð nýjustu og bestu þekkingu sem völ er á í læknisfræði. Það er því full ástæða til að vekja athygli íslenskra lækna á nýju tímariti í læknisfræði, Evidence-Based Medicine. Linking Research to Practice, sem gefið er út á vegum ameríska læknafélagsins og British Medical Journal forlagsins (1). Tilgangur blaðsins er að birta úrval samantekta eða greina innan kvensjúkdóma- og fæðingarfræði, lyf-, skurð-, geð-, barna- og heimilislækninga, sem eru vel gerðar og liklegar til þess að gagnast í klínískri vinnu.