• Áður dauðadómur – nú sjúkdómur [ritstjórnargrein]

   Jón Gunnlaugur Jónasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2011-03)
   Einn af fyrrverandi forystumönnum Krabbameinsfélags Íslands sagði að þegar hann var að nema læknisfræði fyrir nokkrum áratugum hefði verið litið á krabbamein sem dauðadóm, en nú væri frekar litið á það sem sjúkdóm. Þessi ágæti maður hafði mikið til síns máls. Möguleikar á greiningu og meðferð hafa gjörbreyst á undanförnum áratugum.
  • Faraldsfræðilegar rannsóknir á krabbameinum : gildi lýðgrundaðra rannsókna [ritstjórnargrein]

   Jón Gunnlaugur Jónasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2006-05-01)
   Sagt hefur verið að faraldsfræðingar séu þjóðfélaginu það sem læknir er sjúklingi og að faraldsfræði sé þannig grundvöllur lýðheilsu. Faraldsfræði lýsir og mælir sjúkdóma í samfélaginu svo spyrja megi spurninga einsog: Hvað orsakar tiltekna sjúkdóma? Hvers vegna eru ákveðnir hópar í meiri hættu en aðrir? Hvað hefur áhrif á horfur sjúklinga? Faraldsfræði aðstoðar við að velja heilbrigðisaðgerðir sem líklegastar eru til að fyrirbyggja sjúkdóma og metur árangur slíkra aðgerða. Í faraldsfræði er grunneining viðfangs hópur fólks en ekki hver og einn einstaklingur. Að þessu leyti er faraldsfræði frábrugðin klínískri læknisfræði. Faraldsfræðingar beina ekki eingöngu athygli að þeim sem fá tiltekna sjúkdóma heldur einnig að þeim sem ekki veikjast og því hvað aðgreini þessa hópa. Klínískur læknir hefur hins vegar fyrst og fremst áhuga á þeim sjúklingum sem hann hefur til meðhöndlunar og hvernig leysa megi vanda þeirra. Hugtök faraldsfræði geta því verið framandi fyrir lækna og annað heilbrigðisstarfsfólk sem einkum er í klínísku starfi. Allflestir læknar þekkja þó vel til gagnsemi faraldsfræðirannsókna krabbameina allt frá því er Sir Percival Pott birti árið 1775 í Chirurgical Observations rannsóknir á krabbameini í sóturum. Frá miðri 20. öld hefur nútímafaraldsfræði þróast í sterkt tæki til að meta sjúkdómsbyrði og áhættuþætti sjúkdóma. Vel unnar faraldsfræðilegar rannsóknir hafa verið afar þýðingarmiklar við að auka þekkingu okkar á krabbameinum, bæði útbreiðslu og áhættuþáttum, og nægir þar að nefna tengsl reykinga og lungnakrabbameins.
  • Hópleit að brjóstakrabbameini ber árangur [ritstjórnargrein]

   Jón Gunnlaugur Jónasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-02-01)
   Krabbamein í brjóstum er langalgengasta krabbamein kvenna á Íslandi, eins og í öðrum vestrænum löndum, og nýgengi þess hefur aukist jafnt og þétt á síðustu áratugum (1). Þessi æxli eru um 30% allra krabbameina hjá konum og á hverju ári greinast um 180-190 ný brjóstakrabbamein hér á landi. Um tíunda hver kona getur búist við að fá slíkt æxli einhvern tímann á lífsleiðinni. Á síðastliðnum áratugum hafa horfur sjúklinga batnað mikið. Þó lífshorfur þeirra sem greinast hér á landi séu þær bestu eða samsvarandi þeim bestu í heiminum (2), ber þess að minnast að um 30-40 konur deyja árlega úr sjúkdómnum (1).