• Áfallastreita [ritstjórnargrein]

   Kristinn Tómasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-04-01)
   Áhugi lækna og annars heilbrigðisstarfsfólks hér á landi á afleiðingum óvæntra áfalla, eins og náttúruhamfara eða stórslysa, fyrir heilsu og líðan fólks hefur aukist mjög á síðastliðnum 10 árum. Þessi áhugi er almennur um víða veröld en tengist fyrst og fremst hernaðarátökum. Nýleg athugun frá Kuwait sýnir að séu hörmungarnar nægilega miklar geta næstum allir fengið áfallastreitu. Athugunin sýndi að hálfu fimmta ári eftir innrás Íraka voru 45% stúdenta enn með einkenni og um þriðjungur almennings (1). Það sem gerir rannsóknir á þessu viðfangsefni enn mikilvægari er að afleiðingar hörmunganna vara oft mjög lengi, til dæmis finnast einkenni um áfallastreitu enn hjá Hollendingum, 50 árum eftir að seinni heimsstyrjöldinni lauk (2). Algengið var mest hjá þeim sem höfðu mátt þola ofsóknir 50 árum áður, þá hjá hermönnum sem tóku þátt í stríðinu, en minnst hjá almenningi.
  • Heilsufar og efnahagsmál, ábyrgð lækna [ritstjórnargrein]

   Kristinn Tómasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-11-01)
   Umræða um efnahagsþrengingar hefur ekki farið fram hjá neinum. Flutningur hefur verið stöðugur af válegum fjármálafréttum, sem margar hverjar eru torskildar og minna meir á véfrétt úr fornöld en frétt skrifaða í nútímafjölmiðlum. Mikilvægt er að læknar hugi að forystuhlutverki sínu í heilbrigðismálum þar sem útgjöld til heilbrigðismála geta minnkað á sama tíma og hagur fólks versnar og þar með geta þess til að hlúa sem best að heilbrigði sínu. Í rannsókn á áhrifum efnahags á dánarmein í eina öld sýndi Brenner (1) tengsl hagvaxtar og lækkandi dánartíðni á síðustu 100 árum í Bandaríkjunum. Hann sýndi að með batnandi almennum hag lækkaði dánartíðni, en þó með þeim fyrirvara að mjög hraður uppgangur og hagvöxtur leiddi til aukinnar dánartíðni. Í þessu samhengi er vert að hafa í huga að þeim sem eru verra settir efnahagslega og félagslega í samfélaginu er hættara við flestum sjúkdómum, svo sem háþrýstingi (2), lungnasjúkdómum (3), og geðsjúkdómum (4) auk vel flestra annarra sjúkdóma.
  • Vinnuumhverfi á Íslandi : þörf fyrir meiri umræðu [ritstjórnargrein]

   Kristinn Tómasson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2002-09-01)
   Mikið er rætt um vinnumarkað og umhverfismál í fjölmiðlum hérlendis og tengist sú umræða ekki síst áformum um ný eða aukin tækifæri á vinnumarkaði og/ eða hagræðingu sem leiðir yfirleitt af sér samruna fyrirtækja í stærri einingar og fækkun starfsfólks.