• Mataræði Íslendinga [ritstjórnargrein]

   Laufey Steingrímsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1992-05-01)
   Nýlega lauk mikilli könnun á mataræði Íslendinga á vegum Heilbrigðisráðuneytis og Manneldisráðs. Niðurstöður könnunarinnar sýna matarvenjur nútíma Íslendinga í allri sinni margbreytni, allt eftir aldri, kyni, búsetu og öðrum aðstæðum fólks, auk þess sem þær varpa ljósi á sérkenni íslensks mataræðis borið saman við aðrar þjóðir (1,2). Könnunin sýnir glöggt að íslenskt fæði er eindæma prótínríkt enda er fæða úr dýraríkinu óvenju fyrirferðamikil í neyslu Íslendinga. Flestir fá nægilegt magn nauðsynlegra næringarefna en þó er járn af skomum skammti í fæði kvenna á barneignaaldri og eins skortir bæði vitamin og steinefni í fæði margra aldraðra. Helsti ókostur á fæðuvenjum flestra fullorðinna Íslendinga er þó tvímælalaust of mikil fita en lítið af grænmeti og öðru jurtafæði. Að jafnaði veitir fita 41% af orku í fæði Íslendinga en samkvæmt manneldismarkmiðum væri æskilegt að hlutur fitu væri innan við 35% (3).
  • Offitufaraldur krefst samfélagslegra lausna [ritstjórnargrein]

   Laufey Steingrímsdóttir (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-06-01)
   Enn berast ískyggilegar fréttir af holdafari og hreyf­ing­ar­leysi landsmanna. Í grein eftir Sigríði Láru Guðmundsdóttur og félaga í þessu hefti Lækna­blaðs­ins kemur fram að fleiri hér á landi lifi kyrr­setulífi en víðast hvar í nágrannalöndum og að meirihluti fullorðins fólks á höfuðborgarsvæðinu sé yfir æski­legri þyngd (1). Niðurstöður sem þessar eru hugs­anlega hættar að vekja athygli, fréttirnar nánast dag­legt brauð og veruleikinn viðtekinn. Hér er þó á ferðinni þróun á lífsháttum sem hefur grafalvarleg áhrif á heilsu og velferð, ekki bara hér á landi, heldur víðast hvar í veröldinni.