• Offita : hvað er til ráða? [ritstjórnargrein]

      Ludvig Árni Guðmundsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2004-07-01)
      Aukin þekking og tækniframfarir nútímans hafa leitt til þess að brauðstrit forfeðra okkar er nánast úr sögunni. Í dag hafa nær því allir nóg að bíta og brenna, allan ársins hring. Tími skorts og hungurs er úr sögunni. Samtímis þessu hafa öll störf orðið léttari og vinnutími styst, híbýli gjörbreyst til batnaðar og lengi mætti enn telja. Lífið snýst ekki lengur um það eitt að afla sér fæðu og halda á sér hita. Í augum forfeðra okkar líkjast aðstæður okkar eflaust því himnaríki sem þá dreymdi um. Það er í þessu himnaríki sem offitufaraldur nútímans hefur náð að vaxa og dafna. Ekki sér fyrir endann á þeirri þróun.