• Heilbrigðiskerfi á tímum kreppu og atvinnuleysis [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2008-12-01)
   Við lifum á viðsjárverðum tímum. Leiði kreppan til atvinnumissis og fátæktar í langan tíma má búast við auknu heilsuleysi og álagi á heilbrigðiskerfið. Sterk tengsl eru milli atvinnuleysis og heilsuleysis. Þau tengsl virka í báðar áttir: Heilbrigði fólks getur skaðast við langvinnt atvinnuleysi og atvinnuleysingjum, sem komnir eru í erfiða stöðu vegna einangrunar og heilsutjóns, gengur illa að fá vinnu á ný. Mikilvægt er að lenda ekki í slíkri hringrás. Eftir að fólk hefur misst vinnuna er því nauðsynlegt að hafa eitthvað það fyrir stafni sem gefur lífinu gildi og hindrar einangrun þess í samfélaginu. Þekkt er að fyrst eftir atvinnumissi finna sumir til viss léttis, einkum ef vinnan hefur verið erfið eða leiðigjörn, en síðan fer gjarnan að halla undan fæti. Kvíði, svefnleysi, skömm og þunglyndi kemur fram og getur birst í líkamlegum kvillum. Sjálfsvíg eru algengari meðal atvinnulausra, en einnig umframdauðsföll af öðrum orsökum. Öflugt félags- og heilbrigðiskerfi kerfi og atvinnuleysistryggingar hafa mikla þýðingu við að draga úr skaðanum.
  • Örorka og öryrkjar [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson; Directorate of Health, Austurstrœnd 5, 170 Seltjarnarnesi, Iceland. Mattha@Landlaeknir.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-03-01)
   Ekki er allt sem sýnist í heilbrigðistölfræði fremur en í annarri tölfræði. Ýmsum brá í brún við að skoða greinargott línurit yfir fjölda öryrkja á 15 ára tímabilinu 1985 til 1999, sem birt var í síðasta hefti af ritinu Staðtölur almannartrygginga 1999. Þar gaf að líta að öryrkjum með 75% örorku eða meira hafði fjölgað úr 3456 í 8673 á tímabilinu. Sé fjölda einstaklinga með endurhæfingarlífeyri, sem var tekinn upp árið 1990 og jafngildir fullri örorku hvað upphæð snertir, bætt við, en þeir voru 279 árið 1999, verður fjölgunin enn meiri eða alls 8952 árið 1999. Fréttamenn og aðrir spuðu á hvaða leið heilsufar þjóðarinnar væri með bættum aðbúnaði og aukinni tækni og framförum á öllum sviðum
  • Rítalín til góðs eða ills [ritstjórnargrein]

   Matthías Halldórsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2010-09-01)
   ADHD eða athyglisbrestur með ofvirkni er algengasta geðröskun barna á skólaaldri og sú sem mest hefur verið rannsökuð. Talið er að ADHD stafi að miklu leyti af erfanlegri truflun á taugaþroska. Meðferð ADHD er bæði flókin og viðkvæm. Mikilvægur þáttur meðferðarinnar er lyfjameðferð, oftast með örvandi lyfjum, en í þeim skömmtum, sem notaðir eru virka lyfin hins vegar ekki örvandi á börn með þessa röskun, heldur stuðla þau að því að börnin nái betri tökum á tilverunni, falli betur inn í félagahópinn, námsárangur batnar gjarnan og það dregur úr slysatíðni.