• Sigur yfir sullaveiki? [ritstjórnargrein]

      Páll A. Pálsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1989-12-15)
      Tvivegis hefur Íslands verið getið í læknaritum svo eftirtekt vekti í sambandi við sullaveiki eða meinlæti. Í fyrra skiptið um miðja síðustu öld þegar danskur læknir P.A. Schleisner taldi, að sjötti hver Íslendingur væri haldinn sullaveiki, en það var meira en dæmi þekktust um í nokkru öðru landi. Í síðara skiptið þegar því var haldið á lofti um miðja þessa öld, að nú væri saga sullaveiki í fólki öll á Íslandi eða um það bil öll. Vakti þessi árangur að vonum nokkra athygli, því lengi hafði verið unnið að vörnum gegn sullaveiki í ýmsum löndum með misjöfnum árangri. Tvímælalaust er þessi mikli árangur í sullaveikivörnum einn af stórsigrum í heilbrigðismálum landsins.