• Nýtt blóðstorkumyndandi lyf við óstöðvandi blæðingum? [ritstjórnargrein]

      Páll Torfi Önundarson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2003-12-01)
      Eðlileg blóðstorknun er sjálfsvörn blóðrásarinnar sem sér til þess að blóðið renni um æðar líkamans en ekki út úr þeim. Eðlileg blóðstorknun hefst þegar náttúrulegur storkuþáttur VIIa (sem berst með blóðinu) tengist vefjaþætti (tissue factor, áður kallað thromboplastin) í særðum æðavegg. Samtímis loða blóðflögur við von Willebrand prótein í sárinu. VIIa/ vefjaþáttar-komplexinn veldur myndun þrombíns sem breytir meðal annars fíbrínógeni í fíbrín og espar blóðflögur þannig að þær kekkjast saman. Storkuþættir tengjast samtímis yfirborði kekkjaðra blóðflagna í sárum. Blóðstorknunin verður því aðeins í sárinu en ekki í ósködduðum hlutum æðakerfisins. Að auki er hinn ósári hluti æðakerfisins varinn af náttúrulegum blóðþynningar- og storkuleysandi efnum gegn blóðstorknun.