• Krabbameinsrannsóknir á Íslandi og klínísk erfðamengisfræði [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson; Unit of Medical Genetics, Faculty of Medicine, University of Iceland, 101 Reykjavík, Iceland. reynirar@hi.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-05-01)
   Í þessu hefti Læknablaðsins birtast ágrip rannsókna sem kynnt voru á ráðstefnu Samtaka um krabbameinsrannsóknir á Íslandi, sem haldin var á læknadögum 21. og 22. janúar síðastliðinn. Það er gleðiefni að sjá hversu víðtækar krabbameinsrannsóknir á Íslandi eru og á hve sterkum grunni þær standa. Þegar litið er yfir farinn veg og til framlags Íslendinga í grunnrannsóknum á sviði líf- og læknisfræði á undförnum tveimur áratugum kemur fljótt í ljós að rannsóknir á krabbameini hafa staðið framarlega. Ráðstefnan í janúar síðastliðnum bar þess vott að mikill metnaður er ríkjandi varðandi krabbameinsrannsóknir og fleiri eru farnir að hasla sér völl á þessum vettvangi en áður var.
  • Landinu og læknum til gagns og blessunar í 100 ár

   Reynir Arngrímsson; Erfðalæknir á Landspítala og formaður Læknafélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-01-04)
  • Læknafélag Íslands – til móts við nýtt ár

   Reynir Arngrímsson; Erfðalæknir og formaður Læknafélags Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2020-01)
  • Miklar kröfur gerðar til lækna

   Reynir Arngrímsson; pPrófessor í klínískri erfðafræði/ erfðalæknisfræði, Háskóla Íslands. formaður læknaráðs Landspítala (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-07-06)
  • Nýliðun lækna

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, 2018-09)
  • Tækniþróun og nýjungar í heilbrigðiskerfinu [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-11-01)
   Vancouverhópurinn er samstarfshópur læknisfræðitímarita sem hefur haft frumkvæði að þemaheftum um málefni sem brenna á læknum og heilbrigðisstofnunum. Læknablaðið hefur tekið þátt í þessu samstarfi frá upphafi og enn er blásið til sóknar. I nóvember eru blöð Vancouverhópsins helguð nýjungum í læknisfræði. Læknablaðið hefur af þessu tilfefni og komandi árþúsundaskiptum ákveðið að fjalla um nýtt svið sem hefur verið að hasla sér völl bæði innan sjúkrastofnana og til hliðar við þær, það er heilbrigðistækni. Heilbrigðistækni sem skilgreina má sem þróun og hagnýtingu nýrrar tækni í læknisfræði hefur verið að ryðja sér til rúms á Islandi svo eftir hefur verið tekið. Mest hefur borið á nýjum fyrirtækjum og frumkvöðlum sem af þrautseigju hafa komið af stað nýrri starfsgrein, en einnig hefur átt sér stað mikið þróunarstarf innan sjúkrastofnana sem hafa verið uppspretta þeirrar grósku sem við erum að sjá. Ljóst er að störf margra Islendinga geta, ef vel er á haldið, byggst á þróunarstarfi þessara fyrirtækja og einstaklinga. Samstarf þessara aðila og heilbrigðisstofnana er því mikilvægt og algjör for-senda þess að árangur náist á þessu sviði.
  • Um rannsóknarferlið : kapp er best með forsjá [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1998-03-01)
   Læknablaðið hefur hvatt til framsækinnar rannsóknarstefnu á sviði læknisfræði og annarra heilbrigðisvísinda. Tæpt ár er síðan blaðið fjallaði um nýjungar í lífvísindum og áhuga lyfjafyrirtækja á fjárfestingum í erfðarannsóknum. Nú hefur sú stund runnið upp að mikið fjármagn mun streyma á stuttum tíma í íslenskar rannsóknir. Þegar þessi mál eru skoðuð er mikilvægt að velta fyrir sér upp úr hvaða umhverfi hinir hröðu atburðir á sviði erfðavísinda hafa sprottið. Ljóst er að margir meðvirkandi þættir hafa stuðlað að þessari þróun. Rannsóknir íslenskra vísindamanna innan Háskóla Íslands og samstarfsstofnana hans á sviði faralds- og erfðafræði hafa á undanförnun árum vakið athygli á erlendum vísindaþingum og er sá faglegi grundvöllur sem sýnir að íslenskt þjóðfélag er áhugavert til rannsókna á þessu sviði. Án þessara faglegu röksemda hefði sá árangur sem nú sést í að laða að erlent fjármagn ekki tekist. Má þar til dæmis nefna árangur á sviði krabbameinserfðarannsókna, sem leiddi til uppgötvunar á brjóstakrabbameinsgeni en þar voru íslenskir vísindamenn í fremstu víglínu. Ekki má heldur gleyma hinu mikla trúnaðartrausti sem ríkt hefur á milli íslenskra vísindamanna og þjóðarinnar. Fjölskyldur einstaklinga sem eiga við veikindi að stríða eiga miklar þakkir skildar fyrir samstarfsvilja og hjálpsemi við rannsóknir á sjúkdómum sem hrjá ættingja þeirra. Frumhlaup og óðagot mega ekki verða til þess að rýra þetta einstæða samband sem hefur þróast á milli lækna sem stunda vísindastörf, sjúklinga þeirra og fjölskyldna og hefur tekið áratugi að byggja upp með vönduðum vinnubrögðum og nærgætni í samskiptum.
  • Vísindastarf á tímamótum : erum við þjóð sem þorir? [ritstjórnargrein]

   Reynir Arngrímsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-05-01)
   Á undanförnu misseri hefur orðið mikil umræða um rannsóknir á Íslandi. Á meðan framfarir á sviði lífvísinda, sérstaklega erfðavísinda, skutu rótum í nágrannalöndum höfum við setið eftir. Til dæmis eru Finnar nú á meðal stórvelda á sviði erfðavísinda, en aðstæður þar eru um margt sambærilegar því sem hér gerist. Einangruð þjóð sem þekkir sögu sína vel og leggur metnað sinn í að skrá annála, halda upplýsingar um fjölskyldubönd og býr við velmegun og stöðugt heilbrigðiskerfi. Háskólayfirvöld og stjórnvöld þar gerðu sér grein fyrir möguleikum sem þjóð þeirra hafði og því hafa skapast ótal ný atvinnutækifæri ungra og vel menntaðra vísindamanna og vísindaafrekin hafa ekki látið á sér standa. Fjárfesting í menntun og mannauði þjóðarinnar hefur skilað sér margfalt, meðal annars með innstreymi fjármagns úr erlendum styrkjasjóðum og fjárfestingum fyrirtækja í verkefnum sem tengjast lífvísindum. En þetta hefur ekki allt snúist um að leysa rannsóknargátur og öðlast nýjan skilning á flóknum sjúkdómsferlum, heldur hefur þetta einnig leitt af sér uppbyggingu í stoðfyrirtækjum, með framleiðslu á rannsóknarstofuvörum sem nú eru seldar út um allan heim. Áhrif fjárfestinga í uppbyggingu grunnrannsókna hefur því skilað sér margfalt út í þjóðfélagið.