• Kvennadeild á nýjum timum [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-12-01)
   Í byrjun janúar á þessu ári voru liðin 50 ár frá þvi að fyrsta konan lagðist inn á Kvennadeild Landspitalans og fæddi þar barn. Á 40 ára afmæli deildarinnar voru Þau mæðginin með okkur, en nú á 50 ára afmælinu var lögð áhersla á að minnast þeirra sem lagt höfðu hönd á plóginn í 50 ár og horfa til framtíðar.
  • Leit að leghálskrabbameini : skipulag er nauðsyn [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1988-02-15)
   Til að kembirannsókn sé hagkvæm og beri árangur við að koma í veg fyrir sjúkdóm, þarf rannsóknaraðferðin að vera auðveld og ódýr í framkvæmd, ná til mikils fjölda einstaklinga og leiða til þess að tiltölulega algengur sjúkdómur finnist á frumstigi meðan hægt er að koma við lækningu, sem líklegt er að leiði til fulls bata (1). Leghálskrabbamein er sennilega þekktasta dæmið um sjúkdóm þar sem kembirannsókn ætti að gefa verulegan árangur. Skipulögð leit að leghálskrabbameini hófst hér á landi árið 1964 á vegum Krabbameinsfélags islands og er sennilega það heilbrigðisframtak íslenskt, sem best er þekkt erlendis (2, 3). Sú ætlun að skoða nærri 35 þúsund konur á tveggja ára fresti hlaut að verða mikið verk fámennri þjóð og litlu áhugamannafélagi. Árartgurinn hér á landi og á nokkrum öðrum svæðum í Norður-Evrópu og Kanada vestanverðu er talinn sýna að slík leit geti leitt til raunverulegrar fækkunar dauðsfalla af sjúkdómi, sem í æ ríkari mæli leggst á konur á besta aldri (2). Margir hafa lagt hönd á plóginn við þetta árangursríka verk. Meðal þeirra skal hér sérstaklega minnst starfa yfirlækna Leitarstöðvarinnar, Ölmu Þórarinsson og síðar Guðmundar Jóhannessonar.
  • Óttinn við aukaverkanir af pillunni [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1997-11-01)
   Það er alvarlegt mál ef rekja má heilsutjón til algengra lyfja, einkum ef neytandinn er ungur og að öðru leyti hraustur einstaklingur. Samsetta östrógen-prógestógen pillan hefur verið aðalgetnaðarvörn ungra kvenna í yfir 30 ár, á Íslandi sem annars staðar (1). Allt frá upphafi var læknum ljóst að pillan var öruggt lyf, enda þótt henni gætu oft fylgt vægar aukaverkanir. Yfirleitt dró úr þeim við lengri notkun. Alvarleg veikindi og jafnvel dauðsföll vegna kransæðasjúkdóma og blóðsega voru þekkt, en sjaldgæf, og einkum bundin við eldri konur og þær sem reyktu. Etínýlöstradíólið, sem enn er nær eina östrógenið í pillunni, var minnkað allt að sexfalt í 20-35 míkrógrömm á dag. Nýrri og virkari progestogen, laus við truflandi andrógenáhrif og með mun hreinni prógesterónverkun voru framleidd (kölluð „þriðji ættliður" prógestógena). Þau höfðu nær engin og jafnvel jákvæð áhrif á bindiprótín kynhormóna og há-þéttnilípóprótín í blóði (2). Nú er talið óhætt að ávísa pillunni fram að tíðahvörfum hjá hraustum konum sem ekki reykja og eru ekki of feitar (3). Pillunni fylgdu ennfremur heilsufarslegir og þjóðfélagslegir kostir. Hún er vörn gegn eggjaleiðarabólgum og legslímuflakki, legslíman þynnist sem dregur úr magni blæðinga, blæðingatruflanir og blæðingaverkir minnka, legbolskrabbmein verður sjaldgæfara, færri eggjastokkablöðrur myndast og eggjastokkakrabbamein verður fimmtungur þess sem annars yrði. Með pillunotkuninni hvarf ótti við ótímabæra þungun. Staða kvenna í þjóðfélaginu breyttist meðal annars vegna þess að þær gátu stýrt frjósemi sinni mun betur. Pillan gerði fólki betur fært að eignast börn þegar þeirra var óskað.
  • Pillan fertug [ritstjórnargrein]

   Reynir Tómas Geirsson; Department of Obstetrics and Gynecology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. reynirg@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-11-01)
   Á þessu ári eru 40 ár síðan notkun samsettu getnaðarvarnatöflunnar, sem gjarnan er nefnd „pillan“, hófst í Evrópu. Það var í formi sérlyfsins Anovlar‚ frá þýska fyrirtækinu Schering, en ári áður, 1960, hafði fyrsta getnaðarvarnapillan, Enovid‚ frá Searle, komið á markað í Bandaríkjunum. Pillan barst til Íslands árið 1966. Fáar læknisfræðilegar uppgötvanir hafa haft eins víðtæk áhrif til að bæta hag kvenna. Rétt eftir seinni heimsstyrjöldina mun Herbert Hoover, þáverandi Bandaríkjaforseti, hafa sagt að þrjár undirstöður frelsis („pillars of freedom“) væru tjáningarfrelsi, ferðafrelsi og trúfrelsi. Hinn merki skoski fæðingalæknir, Sir Dugald Baird, bætti við fjórða frelsinu nokkru síðar; frelsi frá óhóflegri frjósemi. Það frelsi kom með pillunni.
  • Sérnám í forgrunni

   Reynir Tómas Geirsson (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2018-10)