• Blóðskilun á Íslandi í 30 ár [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson,; Páll Ásmundsson. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 1999-01-01)
   Þann 15. ágúst síðastliðinn voru liðin 30 ár frá því fyrsta blóðskilunarmeðferðin var framkvæmd hérlendis. Í tilefni þessa 30 ára afmælis er þetta hefti Læknablaðsins helgað nýrnalæknisfræði. Í blaðinu eru birtar þrjár greinar um rannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma og nýmalækninga (1-3). Vísindarannsóknir á sviði nýrnasjúkdóma hafa aukist hér á landi á undanförnum árum og gefa þær greinar sem birtast í þessu þemahefti nokkra mynd af þessu starfi. Miklar breytingar hafa orðið á þeim þremur áratugum sem liðnir eru síðan skilunarmeðferð við nýrnabilun hófst hér á landi. Nú þegar aldamót eru á næsta leiti er vert að staldra við og velta fyrir sér stöðu meðferðar við lokastigsnýrnabilun í dag og jafnframt að horfa fram á við og velta fyrir sér þeim viðfangsefnum sem verða brýnust í upphafi næstu aldar.
  • Háskólaspítali í kreppu [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson, (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2009-11-01)
   Slæm staða ríkissjóðs í kjölfar efnahagshrunsins á síðastliðnu ári gerir kröfu um stórfelldan niðurskurð ríkisútgjalda sem mun óhjákvæmilega leiða til verulegrar skerðingar á opinberri þjónustu. Heilbrigðisþjónustan er engin undantekning þótt líklega kjósi flestir landsmenn að reynt verði að vernda velferðarkerfi þjóðarinnar eins og frekast er unnt. Í fjárlagafrumvarpi sem nýlega var lagt fyrir Alþingi vekur athygli að niðurskurður fjárveitinga til heilbrigðismála er síst minni en ýmissa annarra málaflokka. Landspítali lendir enn á ný í miklum þrengingum því gert er ráð fyrir 6% niðurskurði á fjárveitingum til spítalans auk þess sem halli þessa árs (3%) er ekki bættur en stór hluti hans stafar af óhagstæðri gengisþróun. Ljóst er að róðurinn á Landspítala verður mjög þungur og sýnt að skerðing verður á þjónustu við sjúklinga. Óhjákvæmilega verður að segja upp fjölda starfsmanna, þar á meðal læknum. Þá er hætt við að vinnuálag verði óhóflegt og einhverjir læknar leiti eftir betri störfum á erlendum vettvangi. Þar sem Landspítali er aðalsjúkrahús og öryggisnet íslenska heilbrigðiskerfisins gæti þjóðin orðið fyrir miklum skaða.
  • Líffæraflutningar : miklvægur þáttur í íslenskri heilbrigðisþjónustu [ritstjórnargrein]

   Runólfur Pálsson,; Sigurður Ólafsson; Division of internal medicine, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. runolfur@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2000-09-01)
   Þetta hefti Læknablaðsins er að mestu leyti helgað líffæraflutningum. Á árlegu fræðsluþingi Læknafélags Íslands í janúar síðastliðnum var haldið málþing um líffæraflutninga. Líffæraflutningar, sem eru vaxandi þáttur í heilbrigðisþjónustunni, hafa hlotið fremur litla umfjöllun á síðum Læknablaðsins var því ákveðið að birta í blaðinu greinar sem byggja á erindum sem voru flutt á málþinginu (1-6). Til viðbótar var ákveðið að hafa umfjöllun um beinmergsígræðslur (7). Rúm 40 ár eru síðan tilraunir með flutning líffæra úr einum einstaklingi til annars fóru að skila árangri. Framan af voru það einkum nýraígræðslur sem heppnuðust vel en árangur af ígræðslu annarra líffæra var slakur og margir sjúklingar létust skömmu eftir aðgerð. Síðan hafa orðið stöðugar framfarir og líffæraflutningar eru nú viðurkennd meðferð við sjúkdómum á lokastigi í hjarta, lifur, lungum og nýrum og við sykursýki (8). Garnaígræðslur hafa verið á tilraunastigi en árangur þeirra hefur batnað mikið á undanförnum árum. Þá hafa beinmergsflutningar áunnið sér sess við meðferð ýmissa blóðsjúkdóma. Beinmergsflutningar hafa nokkra sérstöðu í samanburði við aðra líffæraflutninga (solid-organ transplantation) bæði hvað varðar öflun vefja til ígræðslu og vandamál þegans. Það er einkum tvennt sem hefur gert líffæraígræðslur að raunhæfum möguleika við meðferð sjúkdóma. Í fyrsta lagi eru það framfarir í ónæmisbælandi lyfjameðferð og þá sérstaklega tilkoma cýklósporíns um 1980. Í öðru lagi hafa framfarir í skurðtækni, gjörgæslu og meðferð sýkinga bætt horfur líffæraþega.
  • Lög um líffæragjafir á Íslandi: Er tímabært að taka upp ætlað samþykki?

   Runólfur Pálsson,; Nýrnalækningar Landspítala, Læknadeild Háskóla Íslands (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2017-02-03)