• Að flytja slæmar fréttir [ritstjórnargrein]

      Sigurður Björnsson; Department of Medical Oncology, Landspitali University Hospital, Hringbraut, 101 Reykjavík, Iceland. sbjonc@landspitali.is. (Læknafélag Íslands, Læknafélag Reykjavíkur, 2001-02-01)
      Ein af erfiðari skyldum, sem fylgja læknisstarfinu er að færa sjúklingum og aðstandendum þeirra slæmar fréttir. Þá reynir að jafnaði hvað mest á færni manna í læknisfræði jafnt sem læknislist. Samfara hraðri þróun í skilningi manna á eðli sjúkdóma, framförum í greiningu og meðferð og aukinni áherzlu á réttindi sjúklinga hafa orðið miklar breytingar á viðhorfum að því er varðar upplýsingamiðlun til sjúklinga. Umræður um það, hvernig beri að miðla upplýsingum og hvað sjúklingum sé hollt að vita eru aldagamlar.